Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 28
DJOÐVjUm^ Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Helgin 17.-18. september 1983 Forystumenn launafólks mótmæltu ífjármálaráðuneyti kl. 8 í gœr Albert ver uppsagnirnar „Áform um útboð á þjónustu þvottahúsa, mötuneytis og ræstingu er fráleitt skref til aukins sparnaðar. Það vekur furðu að ríkissvaldið skuli sem atvinnurekendi sýna það ábyrgðarleysi að ætla sér að ráðstafa stórum vinnustöðum í hendur einkaaðilum, án þess að huga að þeim áhrifum sem slíkt hefði á afkomu og félagslega velferð starfsfólksins.“ Þetta var boðskapur miðstjórnar Alþýðusambandsins sem sendi fulltrúa sína á fund Alberts Guð- mundssonar í fjármálaráðuneytinu kl. 8 í gærmorgun. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að útboðin færu fram. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ lýsti því yfir að loknum fundi með fjármálaráðherra í gærmorg- un, að eftir stæði jafnljóst og fyrr að gengið yrði til útboða og staða starfsfólks þessara stofnána ríkis- spítalanna væri enn í óvissu. -Ig- <0 Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Al- bert Guðmundsson á fundinum í gærmorgun. Bjarnfríður Leósdótt- ir snýr baki í my ndavélina. | Pétur Svein- bjarnarson um matvœlakerfið sitt: „Hentar ! sjúkrahúsum” „Hins vegar er því ekki að neita að við erum með matvælakcrfi, framleiðslukerfí á mat, sem hentar sjúkrahúsum“, segir Pétur Sveinbjarnarson fjármálamaður í viðtali við Tímanum í gær. Veitingahúsamaðurinn er spurð- ur um hugsanlegt tilboð í rekstur eldhúsa sjúkrahúsanna: „Þeir sem fást við framleiðslu á matvælum hljóta eðlilega að skoða útboðs- gögnin og Veitingamaðurinn (nýja firmað) er þar engin undan- tekning.“ - óg. Ingimar H. Ingimarsson, arkitekt SÁÁ-hússins. Arkitekt SÁÁ-hússins Ingimar H. Ingimarsson: Ekki bundinn af siðareglum Yfirlýsing frá Arkitektafélaginu. Viðtöl við Hotel Montering og Othar Örn Petersen. Húsgagnasamningurinn ekki frágenginn! Frétt Þjóðviljans í gær um innréttingar í SÁÁ-húsið og hið nýja fyrirtæki Markúsarhúsgögn hf. vakti mikla athygli. Fjölmargir höfðu í gær samband við Þjóðvilj- ann og furðuðu sig á því að aðilar sem tæku ákvarðanir varðandi kaup á innanstokksmunum í sjúkrastöðina og hefðu hafnað ís- lcnskri framleiðslu fyrir danska, skyldu hafa stofnað fyrirtæki í því skyni að framleiða og selja hús- gögn. Stjórn Arkitektafélags íslands sendi Þjv. sérstaka ályktun: „Vegna fréttar í Þjóðviljanum í gær um húsgagnakaup SÁÁ vill stjórn Arkitektafélags íslands taka fram að það samrýmist ekki siða- reglum Arkitektafélags íslands að arkitekt stundi viðskipti með bygg- ingavörur, þar sem með því er viss hætta á að arkitekt gæti ekki hlut- leysis gagnvart umbjóðanda sín- um. Þar sem Ingimar Haukur Ingi- marsson er ekki lengur félagi í Ark- itektafélagi íslands er hann ekki bundinn af siðareglum þess“. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans mun Ingimar H. Ingimarsson hins vegar vera varafulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í byggingarnefnd. Allir þeir einstaklingar sem eru fyrir Markúsarhúsgögnum hf. eru á einn eða annan hátt tengdir bygg- ingu sjúkrastöðvar SÁÁ. Aðrir hluthafar eru svo Vinnustofan KIöpp og íslenskir ráðgjafar sf., en það fyrirtæki finnst ekki á firma- skrá. Eftir öðrum leiðum tókst Þjóðviljanum að verða sér út um þær upplýsingar að skráð heimilis- fang þess væri hjá Klöpp. Þjóðviljinn hafði samband í gær við talsmann danska húsgagnafyr- irtækisins Hotel Montering. í við- talinu frá Kaupmannahöfn sagði fulltrúi fyrirtækisins: „Það er ekki búið að ganga endanlega frá samn- ingnum. Enn eru nokkur smáatriði eftir.“ Talsmaður fyrirtækisins sagðist hafa komið til Reykjavíkur og haldið fundi með formanni byggingarnefndar hússins, Othari Erni Petersen. Þjóðviljinn reyndi árangurslaust í gær að ná í hinn íslenska umboðs- mann Hotel Montering. Blaðið spurði formann byggingarnefndar- innar um umboðsmanninn. Svar Othars var á þessa leið: „Gunnar Guðsveinsson rekur umboðsverslun, einkaumboðs- sölu, til heimilis að Kötlufelli 1. Ég hef ekki haft samband við hann símleiðis en hins vegar höfum við mælt okkur mót.“ Othar Örn Petersen sagði enn- fremur: „Það er algjör fásinna að við í byggingarnefnd Sjúkrastöðvarinn- ar við Grafarvog séum að standa í innflutningi á innanstokksmunum í stöðina. Ég get ekki borið ábyrgð á umboðsaðilunum fyrir Hotel Montering. Við gerum fyrst og fremst samning við þetta danska firma. Við stofnuðum þetta fyrirtæki í sumar. Það er alvegrétt. Markmið- ið er að framleiða og selja húsgögn. Þetta er mjög skammt á veg komið. Magnús Guðmundsson sem er framkvæmdastjóri hefur mestan áhuga á þessu og hefur starfað við þetta um helgar. Það er enginn innflutningur og hefur ekki verið á stefnuskránni, hvort það verður veit ég ekkert um. Ég býst við því að það verði útflutningur.“ Þjóðviljinn reyndi ítrekað í allan gærdag að ná sambandi við arki- tekt SÁÁ-hússins, Ingimar H. Ingimarsson, en án árangurs. hól/óg/v/ór. Háhýsi við Skúlagötu samþykkt: Byrgt fyrir Esjuna Hagsmunir fárra fyrirtœkja settir ofar hags- munum íbúa Umræður í borgarstjórn um nýtt skipulag í Skuggahverfínu stóðu fram eftir fímmtudagskvöldi og lauk fundinum ekki fyrr en klukk- an var farin að ganga tvö. Öllum tillögum minnihlutans var vísað frá eða þær felldar. Þær áttu það sam- merkt að miða að því að draga úr því gífurlega byggingarmagni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú á- kveðið með 12 atkvæðum gegn 9 að hrúga niður meðfram Skúlagötu. Á fundinum var m.a. bent á að íbúðarbyggð með nýtingunni tveimur eins og samþykkt var á fundinum mun byrgja sýn til Esj- unnar allt upp að Laugavegi og að með slíkum borgarmúr mun skuggamyndun og sviptivindar gera smærri hús Lindargötumegin illa íbúðarhæf. Mjög var gagnrýnt á fundinum að málið hefur ekki ver- ið rætt við aðra hagsmunaaðila en forstjóra nokkurra stórfyrirtækja sem eiga lóðir við Skúlagötu og að bréfi 150 íbúa í Skuggahverfi um viðræður og kynningu hefur ekki verið svarað. f sameiginlegri bókun Alþýðu- bandalags og Kvennaframboðs vegna afgreiðslu þessa máls er því fagnað að auka eigi íbúðabyggð í Skuggahverfi en bent á að ekki sé sama hvernig að slíkri uppbygg- ingu verðistaðið. Segir þarm.a. að svo mikið byggingarmagn muni koma niður á gæðum byggðarinn- ar, svæðið verði ofbyggt og ekkert svigrúm til að uppfylla þær kröfur sem gera verði til íbúðabyggðar, svo sem skjólmyndunar, útsýnis, hávaðamengunar, útivistarsvæða, tengsla milli nýrrar byggðar og gamallar og varðveislu bygginga sem nýtanlegar eru og hafa gildi fyrir borgina í heild. - ÁI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.