Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983
Jakob: Þegar menn inissa trúna á Ara hafa þeir ekki við mikið að styðjast.
stóð undir nafni. Á 19. öld og
fram.á þá 20. var hún víðtækari
en nú er. Og ég var lærður í þeirri
gömlu fílólógíu. Það var óhjá-
kvæmilegt að hún þrengdist eftir
því sem sérgreiningin varð meiri:
fílólógar gátu ekki gapað yfir
öllu. Þessi skil verða urn 1930
þegar málvísindi taka að
breytast. Sú breyting á rætur að
rekja til de Saussure og strúktúr-
alismans - leiðir skilja með-
málvísindum og fílólógíu þegar
vegur samanburðarmálfræðinnar
minnkar og menn taka að ein-
beita sér að öðrum þáttum mál-
vísinda. Þessi þróun var óhjá-
kvæmileg, en hitt er annað nrál að
ég er dálítið smeykur við að þeir
sem eingöngu eru í þessum hörðu
málvísindum rofni úr tengslum
við bókmenntirnar en þau tengsl
tel ég nauðsynleg. Teóretísk vís-
indi verða að hafa undirstöðu og
það felst hætta í því þegar menn
einangra sig í fræðilegum kerfum
án samhengis við það til hvers
notað sé: til aukins skilnings á
bókmenntum og samskiptum
manna í gegnum tungumálið.
Yngri bókmenntafræðingar
hafa tekið mið af þessum kerfum
og þá vofir sama hætta yfir: að
innihaldið gleymist. Allir eru nú
upp á það að teikna líkön og mó-
del sem getur veriö gott en má
ekki vera aðalatriði. Það getur
reynst ungu fólki hættulegt að
halda að það hafi höndlað sann-
leikann. Kerfin geta orðið býsna
skammlíf.
- Hvað um marxíska bók-
menntafræði?
- Eg er ákaflega illa lesinn í
marxískri bókmenntafræði og
þar sýnist mér reyndar hver
höndin uppámóti annarri. Marx-
istar utan Rússlands Itafa veriö
gagnrýnir á strangan dogmatisma
og þeir hafa margir haft mikil á-
hrif.menn einsog Lukácspgýmsir
yngri menn. Á seinni árum hafa
fræðimenn líka orðið áræðnari en
áður að skrifa út frá pólitískum
sjónarmiðum. fyrir stríð þótti
vond latína að taka pólitíska af-
stöðu, en þessif nýju vinstri menn
af verið til og getur verið
skemmtilegt út af fyrir sig.
- Þú hefur fengist mikið við
rannsóknir á Landnámu. Held-
urðu að það sé verið að grafa
undan henni í Vestmannaeyjum
núna?
- Eg hef lítið fylgst með þessum
uppgreftri í Eyjum, en með
leikmannsaugum virðist þar ým-
islegt óljóst. Eitthvað hefur mér
skilist að kolefnisrannsóknir séu
ótraustar hér, e.t.v. vegna mikill-
ar eldvirkni í landinu. sem geri
það með einhverjum hætti að
verkunt að niðurstöður úr slíkum
rannsóknum sýna hluti nriklu
eldri en þeir eru í raun og veru. og
þarna úti í Eyjum virðist ekki við
nrargt annað að styðjast.
Ég hef hins vegar aldrei verið
því fráhverfur að hér hafi komið
írskir munkar og það kynni að
hafa gerst allt frá dögum Beda
prests, vissar gamlar heintildir
benda til þess. Þetta er þó allt
afar óljóst - sumir halda að jrað sé
tóm lygi að hér hafi verið Irar og
aðrir að það hafi verið heill þjóð-
flokkur eins og Benedikt frá
Hofteigi hélt fram. Þegar menn
missa trúna á Ara hafa þeir ekki
mikið við að styðjast. Og hann
hafði fyrir sér heimildarmenn
sem ekki er hægt að ætla að hafi
logið að honurn vísvitandi. Sjálf-
ur tel ég ólíklegt að hér hafi verið
mikil byggð fyrir landnám nor-
rænna manna, og ég held að það
sé erfitt að teygja Islandsöguna
aftar en Ari gerir. Á þeim tíma er
útþensla víkinga komin á visst
stig og síðan gerist það með Har-
aldi hárfagra að kemur miðstýrt
ríkisvald sem slær niður víkinga á
vesturströndinni og þeir lirökkl-
ast hingað. Hvers vegna vitum
viðekki. Ef til vill hafaeinhverjar
sagnir verið til um þetta land, ef
til vill villtust þeir hingað.
Eitt sem festir frásögn Ara er
að hann gat rakið ættir, það er
víst. Hitt sem stendur í Land-
námu getur verið að meira eða
minna leyti þjóðsagnir. En menn
gátu á þessum tíma rakið ættir í
6-7 liði, það hefur ekki verið erf-
Kerfin geta orðið
býsna skammlíf
Sciencefiction, mimesis, gagaraljóð, súrrealismi, eddukvæði...
Heldurvirðist þettatilviljunarkennd upptalning ifljótu bragði.en
eitt eiga þessi fyrirbæri þó alltént sameiginlegt: öll eru þau
rækilega útskýrð í bókmenntalexíkoni sem kemur væntanlega út í
byrjun næsta mánaðar hjá Máli og menningu í samstarfi við
Bókmenntastofnun Háskóla íslands. Slíkt rit er vitaskuld hið
mesta þing fyrir nemendur í skólum landsins og kennara þeirra,
fyrirbókmenntafræðinga, gagnrýnendur, bókmenntaáhugafólk-
já raunar fyrir bókmenntaþjóðina alla.
Það er Jakob Benediktsson
fyrrum ritstjóri Orðabókarinnar
sem ritstýrir verkinu og blaða-
maður arkaði á hans fund um
daginn til að ræða þessa bók og
eins til að nota tækifæriö og ræða
um Fræóin. Við eyddum engum
tíma í óþarft mas og fórum strax
að tala um lexíkonið:
-Þegarég hóf störf viö þetta rit
höfðu margvísleg aöföng verið
dregin saman, og þar átti Þórður
Helgason drýgstan hlut að. Hann
var þá á cand. mag. stigi og þurfti
að fara í próf og þá var ég beðinn
um að taka þetta að mér. Þetta
hefur sennilega verið sumariö '78
þegar ég var hættur á Orðabók-
inni. Eg byrjaði á því að útbúa
orðalista og brátt fékk ég mér til
aðstoðar þá Örnólf Thorsson og
Halldór Guðmundsson en án
þeirra hefði þetta sennilega
aldrei orðið barn í brók. Að ntér
frátöldum hafa þeir tveir iagt til
flestar greinar í ritið.
Bókmennta-
fræöi í víðasta
skilningi
- Svona rit hefur vitaskuld
lengi vantað...
- Já, það eina sem til var af
þessu tagi áður var lítið kver eftir
Hannes Pétursson. - Sú bók var
ágæt í sjálfu sér en henni var
skorinn mjög þröngur stakkur af
útgáfunni, og þar eru heldur fá
uppsláttarorð. Eins má segja aö
vantað hafi í hana umfjöllun um
nýrri stefnur og aðferðir í bók-
menntafræðum, á þeim tíma sem
hún var samin var lítið farið að
bera á þeim í kennslu. í þessari
bók sem nú er að koma út eru
bæði miklu fleiri uppsláttarorð og
tilvísanaorð, en þar éru rúmlega
700 greinar.
Við höfum reynt að miða við
bókmenntafræði í þess orðs víð-
asta skilningi og ýmislegt er
þarna með sem ekki flokkast
undir bókmenntafræði í þröngum
skilningi svo sem bragfræði og
leiklistarfræði og eins eru þarna
greinar um efni sem eru í beinni
snertingu við bókmenntafræðina
-stílfræði, þjóðfræöi, merkingar-
fræði, málfræði og fílólógíu eöa
textafræði. Ýmsir sérfræðingar
hafa lagt sitt af mörkum, bæði
kennarar við Háskólann sem
skrifa um sín sérsvið og aðrir bók-
menntafræðingar. Þeir tveir sem
ég nefndi fyrr, Örnólfur og Hall-
dór, hafa einkum skrifað um alla
þessa nútímalegu hluti. hins veg-
ar hefur ýmisleg almennari
fræðsla lent á mér.
Þarna er ekki fjallað um ein-
staka höfunda eða verk nema í
örfáum tilvikum. Til að mynda er
í bókinni stór og mikil grein um
Islendingasöguren engin um eín-
stakar sögur. Við komumst þó
ekki hjá því að hafa greinar um
Völuspá og Hávamál...
- Og þetta hefur verið mikið
verk...
- Það er ekki alveg einfalt mál
að búa til svona bók, þótt tínt sé
upp úr öðrum ritum að vissu
marki. Það þarf að sníða efninu
stakk og aðlaga - draga dæmi úr
íslenskum bókmenntum og bók-
Rœtt við Jakob
Benediktsson
í tilefni af
bókmennta-
lexíkoni
menntafræði og svo framvegis.
Hér er margt ókannað og orða-
forði er lítill á íslensku í þessum
fræðum. Víða eru því uppsláttar-
orðin útlensk - þótt til séu ýmis
íslensk orð yfir mörg hugtök hef-
ur oft ekki orðið almennt sam-
komulag um að nota eitt þeirra.
Ég hef tilfært í svigum íslensk
heiti ef einhver eru og reynt að
halda þeim ef komin er hefð á að
nota þau.
Lærður í þeirri
gömlu fílólógíu
- Störf þín hafa verið meira á
sviði málfræði en bókmennta-
fræði í gegnum tíðina, en nú rit-
stýrir þú verki um bókmennta-
fræði. Ertu málfræðingur eða
bókmenntafræðingur? Eða hvort
tveggja?
- Ég hef aldrei talið mig bók-
menntafræðing. Það sem ég hef
sýslað við um dagana er fílólógía
og þar að auki hef ég utinið við
Orðabókina og Kulturhistorisk
leksikon, þannig að ég hafði
nokkra reynslu af því að starfa
við lexíkon og það hefur sjálfsagt
orðið til þess að ég var beðinn um
að taka þetta að mér...
Fílólógían hefur hins vegar viss
tengsl við bókmenntirnar. Það
má segja aö hún hafi sameinað
þessar greinar allar meðan hún
eru niiklu harðari en fyrirrennar-
ar þeina.
Sagnfesta og
bókfesta
- Hér á árum áður geisuðu
miklar deilur um sagnfestu og
bókfestu, en nú eru þær að mestu
hljóðnaðar. Hafa þessar kenning-
ar fallist í faðma?
- Það var gert miklu mejra úr
andstæðunum milli sagnfestu og
bókfestu en tilefni var til. Þegar
til stykkisins kom var munurinn
ekki svo ýkja mikill. í lexíkoninu
er reyndar býsna góð grein um
þetta sem Vésteinn Ólason hefur
skrifað. Þessar deilur sýndu hins
vegar hve mikill áhugi var á ís-
lendingasögunum og ég er nú svo
gamall að þegar ég var að alast
upp tóku menn allt trúanlegt sem
í þeim stóð. Það sýnir hversu vel
gerðar þær eru. Þær eru samdar
af þeirri Iævísi að þær sannfærðu
lesendur í allar þessar aldir.
- Alþýðufræðimenn. Hafa þeir
eitthvað fram að færa sem gagn-
ast fræðunum?
- Það getur vel verið. Þeir geta
oft komið með hugmyndir sem
eru frumlegar eða koma að ein-
hverju gagni, þótt yfirleitt séu
þær hæpnar. Ég hafði ákaflega
gaman af því að hitta þessa miklu
áhugamenn sem kunnu sögurnar
utan aö og lifðu í þeim, menn eins
og Helga á Hrafnkelsstöðum og
Benedikt frá Hofteigi.
- En menn eins og Skuggi...?
- Skuggi og þvílíkir voru þaö
sem kallað er mytógrafar - þeir
bjuggu sjálfir til mýtuna. Þetta
var áþekkt því og þegar menn
voru aö búa til nýjar íslendinga-
sögur út frá þeim gömlu vegna
þess að þeir vildu leiðrétta eitt og
annað. Míirgt svoleiðis hefur allt-
itt, það hafa Islendingar gert allt
fram á þennan dag.
Andieg afrek
óháð tækninni
- Að síðustu. Sumir eru stund-
um að hreyta ónotum í húmanísk
fræði og leggja þeim til lasts að
þau séu fánýt og niðurstöður oft
óáþreifanlegar. Til hvers að
leggja stund á þau?
- Það er nú svo að menn eiga
bágt með að stilla sig um að
stunda þau og þetta er ekki
ómerkilegur þáttur mannlífsins.
Menning er ekki einungis
áþreifanlegir hlutir; andleg afrek
eru ekki bara á tæknisviði, þau
eru óháð tækninni. Þessi fræði
tengja okkur fortíðinni og ef þau
tengsl rofna er voðinn vís. Fólk
má ekki gleyma því sem er á bak
við velmegun og tækniframfarir,
það eru viss verðmæti sem mega
ekki falla ískuggann af allri tækn-
inni. Við getum enn lesið Hómer
og Islendingasögur - þarna er
eitthvað sameiginlegt mann-
kyninu sem má ekki fara for-
görðum.
Ég var í mörg ár hjálparkokkur
við að gefa út áletranir frá Rho-
dos og mér hefur sennilega ekki
þótt allt merkilegt sem út úr því
kom; því mér varð á að spyrja
prófessorinn minn einn daginn
hvaða gagn væri að þessu og þá
svaraði hann: „Det gpr ntan
bedst i ikke at spekulere for
meget paa." Þetta var maður af
gamla skólanum og alinn upp
sem fílólóg og hann hefur senni-
lega átt við að fyrir mestu væri að
vinna verkið vel og heiðarlega,
án þess að gera sér of mikla rellu
um niðurstöðurnar. Og þótt þær
væru ekki allar merkilegar þá
hefði þettá sitt gildi... -gat
!
í
J
i
i
í
i
!
!
I
i
i
I
i
I
í
i
j
j