Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. september 1983
„Við fáum ekki helminginn af því sem við ættum að fá út úr bónusnum," segir Ragnheiður
Jóhannsdóttir. (Ljósm. V'agnús)
„Ríkið ætti að yfirtaka þetta allt saman, því við rekum þetta hvort sem er.“ Þórarinn Sigurðs
son, togarasjómaður í 40 ár. (Ljósm. Magnús).
„Refsað fyrir að vinna mikið“
Þau sátu tvö við matarborð í
matsal Bæjarútgerðar
Reykjavíkur þegar okkur bar
þar að garði; tvö þreytuleg
og vinnulúin eftir margra ára
strit við undirstöðuatvinnu-
veg þjóðarinnarfyrir
litil laun.
óau tóku málaleitan
okkar vel um að spjalla um
það sem þau voru hvort sem
var að spjalla um sín á milli:
efnahagsmálin og afkomu
heimila í landinu
„Hvernig ástandið sé? Veit ekki
alþjóð að ástandið er alls ekki nógu
gott?“ segir Þórarinn Sigurðsson,
sem vann á togurum óslitið frá ár-
inu 1939 til ársins 1979 en kom þá í
land og fór að vinna í fiskiðjuveri
BÚRs.
,.Ég fer bráðum að vinna hálfan
daginn hér." segir Þórarinn. „Ég
verð að vinna eitthvað, því það sem
við þessi gö'mlu fáum úr trygging-
unum er svo lélegt að það lifir eng-
inn maður á því. Svona er manni
launað fyrir allt stritið um ævina."
Þórarinn er 68 ára garnall.
Húsnæóisstofnun ríkisins
Tæknideild Laugavegi77 R Simi28500
útboó
HVOLSVÚLLUR
Framkvæmdanefnd um byggingu dvalarheimilis fyrir
aldraða, Hvolsvelli, óskar eftir tilboðum í byggingu sex
ibúða í tíu íbúða fjölbýlishúsi
Húsinu skal skila fullfrágengnu að utan en ófrágengnu
að innan, 1. september 1984.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofum Hvolshrepps
og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðj-
udeginum 20. september 1983, gegn kr. 5000.00
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðju-
daginn 4. október 1983 kl. 14.00 og verða þau opnuð
að viðstöddum bjóðendum.
Ath. Væntanlegur verktaki tekur við steyptum botn-
plötum og fjórum íbúðum uppsteyptum.
f.h. framkvæmdanefndar,
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
segja
Ragnheiður
og Þórarinn,
tvö
gamalreynd
á vinnu-
markaðnum.
ekkjumaður, og heldur heimili
fyrir sjálfan sig. „Mér helst ekkert
alltof vel á laununum, þótt einn
sé", segir Þórarinn. „Dýrtíðin er
svo voðaleg. Ég sé ekkí fram á
neina leið út úr þessu."
Ragnheiður Jóhannsdóttir hefur
unnið hjá BÚR í 9 ár samfellt og
vinnur þar alla þá vinnu sem hýðst.
Hún heldur heimiii meðmanni sín-
um. „Þetta er ekkert voðalegt hjá
okkur því við vinnum tvö fyrir
heimilinu," segir Ragnheiður. „En
samt endast peningarnir ansi
skammt. Ég veit ekki hvernig fjöl-
skyldufólkið fer eiginlega að; ég
held að þar eigi ntargir ákaflega
bágt um þessar mundir.
Ragnheiður talar síðan unt
bónusinn. „Það er alveg ábyggi-
legt, að við fáuni ekki helminginn
af því sem við ættum að fá út úr
bónusnum. Þaö er alls ekki rétt að
honum staðið. Atvinnurekendur
væru ekki að taka upp bónusinn
nema af því að hann skilar þeim
rniklu meira til baka. Ég hef haldið
bónusntiðunum mínum til haga aft-
ur í tírnann og þar sést glögglega að
hlutfalliö liefur farið minnkandi.
En þaö er sama hvar maður spyr
um bónusinn og útreikninga á hon-
um. Við fáum hvergi neitt svar,
ekki einu sinni hjá ASÍ. Þeir segja
bara þar að þetta eigi að vera
svona. Það er auðvitað verra en
ekkert svar."
Þeim Þórarni og Ragnheiði ber
saman um, að verkafólk hafi ekki
erindi sem erfiði á vinnumarkaðn-
um. „Bónusinn heldur kaupinu
niðri", segja þau. „Fastakaupið
hækkar ekkert því allir benda á
bónusinn. En bónusinn er ekkert
sældarbrauð og vinnan er alltóf
mikil. En þetta verðum við að
sætta okkur viö, því fastakaupið er
svo lágt."
Ragnheiður segist eitt sinn hafa
stungið upp á því á vinnustaða-
fundi, að öll yfirvinna ætti að vera
skattfrjáls. „Það er verið að tala
um að það þurfi að bjarga verð-
mætum, hráefnið liggi undir
skemmdum ef við ekki vinnum og
þar fram eftir götunum. Ef at-
vinnurekendur vilja okkar vinnu
ættu þeir að geta borgað fyrir - og
við að hafa mannsæmandi laun. En
kerfið refsar ntanni tvöfalt fyrir að
vinna mikið, þótt vinnan sé tilkom-
in vegna neyðar. Fyrst er kaupinu
haldið niðri þannig að fólk neyðist
til að vinna og vinna og síðan er því
refsað með sköttunum."
„Þetta er það sama með tekju-
trygginguna," segir Þórarinn. „Þar
er okkur refsaö fyrir að vinna, því
ef við vinnum of mikið missum við
hana. Samt er tekjutryggingin svo
lág að enginn lifir á henni."
Við spyrjuin hvaða leiðir sé nægt
að fara út úr ógöngum verkafólks.
„Þaö er alveg sama hverjir
stjórna," segir Ragnheiður og Þór-
arinn samsinnir því. „Það ræður
enginn við þetta lengur. Þetta er
ein stór samtryggingarmafía þar
sem einn segir: Ef þú gerir þetta
fyrir mig skal ég gera þettá fyrir
þig. Og allir hlaupa í ríkiö eftir pen-
ingum, sem þýðir auðvitað að
launafólkið borgar."
„Það ætti að hafa ríkisrekstur á
öllu saman," segir Þórarinn. „Það
er hvort sem er ríkið sem er alltaf
látið borga - viö rekuin þetta hvort
sem er og því ætti bara að gera það
opinberlega.“
Hvað um framtíðina? Verkföll?
„Það er ekki gott hljóð í fólki
núna. Kaupið stendur í stað en svo
má allt annað hækka. Maður vonar
að það verði ekki verkföll, en
sagan sýnir okkur bara að það hef-
ur aldrei tekist að fá neitt fram
nema með verkföllum. Aldrei
nokkurn tíma. Það getur því veriö
nauðsynlegt að fara í verkföll. En
við getum kannski sagt þetta því
við höfum ekki fyrir fjölskyldum
að sjá.Það er annað með fjölskyldu-
fólkið, það getur margt hvergi
hreyft sig. Það er þó skömminni
skárra að hálfsvelta en svelta í hel.
Við gætum knúið fram launa-
hækkanir og ýmsar breytingar með
samstööunni. Það væri t.d. lítill
vandi að fá fram breytingar á bónus
eða sköttunum með því að hætta
bara að vinna klukkan fimm á dag-
inn ef allir löbbuðu út. Það tæki
bara nokkra daga að kippa rnálun-
um í lag.
En fólk lokar sig alltof mikiö frá
öllum málum, það sér eftir aurun-
um en hugsar ekki um krónurnar.
Það vantar fyrst og fremst sam-
stöðuna hjá verkalýðshreyfing-
unni. Og kannski hefur ekki náðst
nógu mikið fram til þess að fólk sé
tilbúið til að standa saman."
Þórarinn bætir því við, að hann
hafi margoft orðið vitni að sam-
stöðu meðal breskra hafnarverka-
manna. „Ef eitthvað korn uppá hjá
þeim þurftu þeir ekki annað en að
horfast í augu og þá stóðu allir upp
og löbbuðu úr skipunum. Svona er
samstaðan hjá þeim. Þetta þurfum
við að fá hingað - ekki veitir af."
ast