Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983 st jórnmál á sunnudegi — i1 Ríkisstj órnin í £ snöru Alusuisse Gerthefurverið bráðabirgðasamkomulag íslenskra stjórnvalda við Alusuisse. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra telur það „ÓTRÚLEGT AFREK“ og GuðmundurG. Þórarinsson segir það „AFAR MIKILVÆGT SKREF" og að hægt hefði verið að ná þessum samningum fyrr. Það er rétt, að menn festi sér þessareinkunnir iðnaðarráðherrans og gjaldkera Framsóknarflokksins í minni og láti reynsluna af þeim samningaviðræðum sem á eftir munu fylgja við Alusuisse skera úr um réttmæti þeirra. Tímabundið „viðbótaráiag“ En lítum nú á þau efnisatriði sem mestu skipta í samkomulaginu sem ríkisstjórnin staðfesti hiklaust á fundi sínum sl. þriðjudag. Alusuisse féllst á „að taka nú þegar upp samningaviðræður um- endurskoðun á ýmsum þáttum og skilmálum samningstengsla sinna“ við íslensk stjórnvöld, svo sem raf- magnsverð og ákvörðun á fram- leiðslugjaldi og að greiða tíma- bundið „viðbótarálag" í eitt ár á núverandi orkuverð. Þetta eru þau ákvæði samkomu- lagsins sem ríkisstjórnin telur rétt- læta gerð þess og vill telja sér til tekna. Fyrra atriðið, þ.e. endur- skoðun úreltra samninga, hlýtur almennt séð að teljast skynsamlegt og hefur verið krafa íslenskra stjórnvalda í nær þrjú ár. Hið síðara, viðbótarálagið á raforku- verðið í nokkra mánuði, gæti hins vegar reynst mikil hefndargjöf og vopn í hendi Alusuisse, þótt tals- menn ríkisstjórnarinnar gumi nú mjög af því og telji það koma í veg fyrir stórfellda rafmagnshækkun til almennings á næstunni. Æ sér gjöf til gjalda, segir gamalt máltæki og það hefur sannarlega átt við í samskiptunum við Alu- suisse til þessa, þótt nú taki steininn úr. Hvað er það sem Alu- suisse hefur þegar tryggt sér eða telur sig hafa á hendi eftir samkomulagið í Zúrich? Hvaða verði kaupa íslendingar samninga- viðræður og viðbót á orkuverð í 12 mánuði sem skilað gæti 130 miljón- um króna upp í taprekstur Lands- virkjunar? 300 miljónir settar í óvissu í apríl sl. gerði fjármálaráðu- neytið kröfu um greiðslu á viðbótarskatti að upphæð samtals um 300 milj. króna (10 milj. doll- ara) vegna vantalins hagnaðar ÍSAL á árunum 1976-1981 að upp- hæð 35,8 milj. bandaríkjadala eða 1000 miljónir íslenskra króna. Hluti af þessari skattkröfu hafði þegar verið skuldjafnaður á móti skattinneign ÍSAL hjá ríkissjóði, en ráðuneytið krafðist nú greiðslu á afganginum en hótaðilögtaki ella. Pá greip Alusuisse til þess ráðs, að kæra álagninguna og leita úr- skurðar gerðardóms, eins og heimilað er samkvæmt samningi. Á það var að sjálfsögðu fallist og málið þingfest fyrir ICSID- gerðardómnum 16. júní sl. Hafði Alusuisse sem skattþoli og frum- kvæðisaðili að gerðar- dómsmeðferðinni 3ja mánaða frest til að tilnefna dómara af sinni hálfu í gerðardóminn. Sá tími var að renna út þann 16. september, því að ella hefði forseti ICSID átt að tilnefna dómara fyrir Alusuisse. Klukkan var þannig að falla á auðhringinn og skattamálið að komast á skrið í þessum gerðar- dómi, sem starfar í tengslum við Alþjóðabankann, samkvæmt skýrum og afmörkuðum reglum 1966. sem fjöldi ríkja, þar á meðal Sviss og ísland, hafa samþykkt. Það er því engin tilviljun að Alu- suisse hefur lagt mikið kapp á að brjótast út úr þessum samnings- bundna farvegi með skattadeiluna, sem alla tíð hefur verið mikill fleinn í holdi fyrirtækisins og þann- ig sterkt vopn í hendi íslands, væri því rétt og hikiaust beitt. Auðhringnum hefur nú tekist að fá samþykktar óskir sínar um sér- stakan farveg með þremur dóm- nefndum, sem starfa eiga á mjög óljósum forsendum og það sem ekki skiptir minna máli, að Alu- suisse hefur knúið fram samcigin- lega gerð í stað þess að þurfa að standa í gerðardómi frammi fyrir ákvörðun íslenskra skattyflrvalda. „Koma aftur á góðri sambúð“ í samkomulaginu frá Zúrich og sameiginlegri fréttatilkynningu að- ila, er vandlega þagað um þessa hlið gerðardómsmálsins, þ.e. að það var Alusuisse sem átti frum- kvæði að því að fara með málið í gerð til að reyna að hrinda skatt- kröfu íslenskra stjórnvalda. „Frá því í árslok 1980 hefur þró- ast tiltekin deila eða skoðana- ágreiningur milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse út af framleiðslu- gjaldinu..." segir í samkomulaginu frá Zúrich. f sameiginlegri frétta- tilkynningu er markmið fundar- haldanna í sumar sagt hafa verið: „...að finna leið til vinsamlegrar lausnar á skoðanaágreiningi þeim, er þróast hafði frá því um árslok 1980 ...og að koma á aftur hinni góðu sambúð sem ríkt hafði milli aðilanna á liðnum árum...“ Það er ekki amalegt fyrir stærsta skatt- svikara í sögu íslands til þessa að fá slíka uppáskrift frá ríkisstjórninni, áður en deilan er tekin til dómsúr- skurðar samkvæmt forskrift skattþolans, „á vinsamlegri og skjótvirkari hátt“ en ella hefði orð- ið, svo vitnað sé í orðalag samkom- ulagsins. Ætli íslenskir skattþegar myndu ekki gleðjast yfir slíkum velvilja af hálfu yfirvalda í sínu eigin landi? Minnugir samninganna frá 1975, binda fulltrúar Alusuisse sýnilega vonir við að fá verðuppbótina á raf- orkunni til baka í lækkuðum sköttum, þar sem teflt er um 130 miljónir fyrir raforku á móti 300 miljónum í skattgreiðslur. Gagnkvæmur áhugi á stækkun „Aðilarnir staðfesta hér með gagnkvæman áhuga sinn á því að stækka bræðsluna svo fljótt sem við verður komið um 80 megawatta málraun, sem svarar til um 40.000 árstonna afkastagetu („fyrri út- færslan") og að fylgja þessu eftir síðar meir með annarri stækkun í sama mæli... Ríkisstjórnin er reiðubúin til að afla stuðnings Landsvirkjunar tíl þess að látið verði í té nægilegt rafmagn fyrir þessar stækkanir og að leita allra heimilda sem við þarf til að gera ísal kleift að byggja og reka stækk- unaráfangana. Aðilarnir eru ásáttir um að taka upp nú þegar nauðsynlegar viðræð- ur um samninga er leggi grundvöll- inn að kjörum þeirra og skilmál- um, er ráða skuli um afhendingu rafmagns og önnur málefni varð- andi fyrri útfærsluna. ...Samning- arnir verða að vera fullnægjandi bæði fyrir ríkisstjórnina og Alu- suisse og einnig fyrir Landsvirkjun og ísal.“ Þetta er kjarninn í samningstext- anum, þar sem lýst er gagn- kvæmum áhuga á að tvöfalda um- svif Alusuisse hérlendis án þess að nokkur trygging sé fyrir því að framleiðslukostnaðarverð fáist fyrir raforkuna, hvað þá hagnaður í hlut íslands af orkusölunni. Framleiðslu kostnaðurinn gleymdist Þannig er um hnútana búið varð- andi orkuverðið, þar sem samtímis á að fjalla um endurskoðun á raf- magnssamningi til núverandi bræðslu og raforkuverð til stækk- unar álversins að „...höfð verði hliðsjón af orkukostnaði áliðnaðar í Evrópu og Ameríku, sem og sam- keppnisaðstöðu álframleiðslu á ís- landi.“ Ekki er hér orð að fínna um framleiðslukostnað raforkunnar frá nýjum virkjunum, sem reisa þarf vegna stækkunar álversins. f áætlunum Landsvirkjunar og niðurstöðum skýrslu sem fyrir- tækið gaf út í desember sl. segir orðrétt: „Áætlað er að raforku- kostnaður til orkufreks iðnaðar verði á bilinu 18-22 mill á kflówatt- stund fyrir forgangsorku (á verð- lagi 1982).“ Virkjanir á Suðurlandi, Búrfell II og Sultartangavirkjun, sem sótt verður á að hraða uppbyggingu á vegna stækkunar álversins, eru samkvæmt stofnkostnaðaráætlun- um Landsvirkjunar í efra kantinum á þessu bili, þ.e. með um 22 mill í framleiðslukostnað. Er þá ekki tekinn inn í lágmarkshagnaður af orkusölunni eða áhætta vegna kostnaðarauka, en margar af stór- virkjunum Landsvirkjunar hafa farið langt fram úr áætlunum. 20-25 mill eða vaxandi meðgjöf Hér er því um það að ræða, að annað hvort verði núverandi orku- sölusamningur leiðréttur upp í um 20 mill og samiðum 22-25 mill til stækkunar álversins, eða íslenskir raforkukaupendur verði dæmdir til að greiða síhækkandi upphæð með raforkusölunni til hins erlenda fyrirtækis I Straumsvík. Sá rammi sem settur er með samkomulaginu frá Zúrich bendir sterklega til þess, að hækkandi skattgreiðslur íslenskra raforku- notenda verði að veruleika, nema ísienskur almenningur og þeir sem stutt hafa ríkisstjórnarflokkana, rísi upp og stöðvi þetta feigðarflan. Lokað á fslenska orkunýtingu Ef þessi ógnarlegu áform ná fram að ganga eins og báðir aðilar, Alusuisse og ríkisstjórnin, stefna að og „fyrsti áfanginn kæmi til fram- kvæmda á árunum 1987 og 1988“ samkvæmt því sem segir í frétta- tilkynningu iðnaðarráðuneytisins, er verið að loka leiðum fyrir ís- lenska atvinnuþróun, bæði á sviði orkuiðju og almenns iðnaðar, nema steypa eigi þjóðinni í mun meiri erlendar skuldir en nú er. 13000 miljónir vegna stækkunar Tvöföldun álversins kallar á 1200-1300 gígavattstunda orku- framleiðslu frá nýjum virkjunum. Sultartangavirkjun er áætlað að framleiði 660 gígavattstundir á ári, Búrfellsvirkjun II (með aukinni miðlun í Þórisvatni) 350 gígavatt- stundir, þannig að orka frá þessum !*Í Samherjarnir Steingrímur Hermannsson og Jóhannes Nordal stóðu að baki Múllers og Meyers. Myndin er tekin við undirritun álsamninganna Hjörleifur Guttormsson skrifar tveimur virkjunum hrykki engan veginn til, enda yrði tekið frá Blönduvirkjun strax i upphafí. Ef gert er ráð fyrir 200 mill í stofnkostnað bak við hverja kíló- vattstund á ári, nemur fjárfesting í orkuverum sem standa þurfa að baki stækkunar álversins nálægt 250 miljónum dollara eða um 7000 milónum íslenskra króna. Fjárfesting í stækkun álversins gæti numið um 210 milj. dollara (miðað við 2600 $ á tonn á ári) eða nálægt 6000 miljónum króna, þannig að samtals er um að ræða fjárfestingu upp á 450 miljónir doll- ara eða 13000 miljarða íslenskra króna, og tölur varðandi fyrri á- fangann eru þá um helmingur af þessari upphæð. Til samanburðar má geta þess að löng erlend lán á íslandi námu alls í árslok 1982 um 1200 miljónum dollara. Framkvæmdir í stóriðju, virkjunum og hitaveitum námu á sama ári röskum 50 miljónum doll- ara. Arðurinn úr landi Sé gert ráð fyrir að fyrri stækk- unaráfangi álversins kæmi í gagnið 1987-88 og fjögurra ára bygging- artíma fyrir orkuver og bræðslu, þýddi það um 55 miljón dollara fjárfestingu á ári sem cr hærri upp- hæð en varið var samtals í iðjuver, virkjanir og hitaveitur hérlendis á árinu 1982. Af þessu ættu menn að geta ráðið, hvaða svigrúm er líklegt að verði til annarra meiriháttar fjárfestingar í landinu, verði hinar gagnkvæmu óskir Alusuisse og ríkisstjórnarinnar um stækkun ál- versins að veruleika. Hvert á svo arðurinn af þessum miklu fjárfestingum að renna? Þar höfum við reynsluna af álverinu til þessa sem víti til að varast. En jafnvel þótt gert væri ráð fyrir 20- 25 mill í raforkuverði og núverandi verðlagi á áli, hefði auðhringurinn sem eigandi iðjuversins margfalt upp úr krafsinu miðað við Ísland sem raforkusala og flytti arðinn sem fyrr rakleiðis úr landi. Menn ættu m.a. að kynna sér áæltanir um kísilmálmverksmiðju og undirbúning orkunýtingar, sem andstæðu þeirrar erlendu stóriðj- ustefnu sem ríkisstjórnin hyggst nú veita allan forgang. Upp með hendur fyrirfram „Til að greiða fyrir stækkun ÍSAL’s samþykkir ríkisstjórnin hér með að veita Alusuisse rétt til að stækkun álversins, nýjan eignar- aðila með Alusuisse í Straumsvík og sameiginlega gerð um skatta- deiluna. Oll þessi atriði endur- speglast nú svart á hvítu í þessu samkomulagi sem unnið hefur ver- ið að í algjörri leynd frá stjórnar- myndun sl. vor þótt grunnurinn væri lagður löngu fyrr. Hér er því mik.il alvaru áferðum, sem allir vinstri menn og þeir sem tryggja vilja hér efnahagslegt sjálf- stœði þurfa að bregðast við. Ríkis- stjórnin virðist ákveðin að drekka þann bikar í botn, sem Jóhannes Nordal og förunautar hans komu með frá Zúrich um daginn. tíarátt- an gegn arðráni Alusuisse hérlendis er þannig samtvinnuð baráttunni gegn núverandi ríkisstjórn. Við höfum ekki efni á fleiri „afrekum" af því tagi sem innsigluð voru við ríkisstjórnarborðið þriðjudaginn 13. sept. sl. Handlangarar Alu- suisse verða að víkja. Hjörleifur Guttormsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.