Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983
®Samkeppni
um gerð
jólamuna
í tilefni 70 ára afmælis Heimilisiðnaöarfélags íslands
er efnt til samkeppni um gerð íslenskra jólamuna.
Hugmyndin er að munirnir séu unnir úr íslensku efni
(t.d. ull, steinar, tré o.fl.), en annað kemur einnig til
greina.
Veitt verða þrenn verðlaun:
1. verðlaun kr. 10.000,-
2. verðlaun kr. 6.000,-
3. verðlaun kr. 3.000,-
Félagið áskilur sér forgang að hugmyndunum
hvort sem það verður til sölu, birtingar eða
kennslu.
Mununum skal skilað í verslun Heimilisiðnaðarfé-
lags íslands, Hafnarstræti 3, fyrir 15. október 1983
undir dulnefni (rétt nafn og heimilsfang í lokuðu
umslagi). Nánari upplýsingar í síma 11784 og fyrir
hádegi í síma 43019.
Nefndin.
Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri
óskar aö ráöa nú þegar í lausar stööur hjúkr-
unarfræðinga á öldrunardeildum (m.a. fastar
næturvaktir), svæfingardeild og gjörgæslu-
deild.
Ennfremur frá 1. janúar 1984: Fræöslustjóra
hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga á Barna-
deild og Lyflækningadeild.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri
Staöa yfirlæknis á Geödeild F.S.A. er laus til
umsóknar.
Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf
sendist framkvæmdastjóra F.S.A., sem gef-
ur nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15/10 1983.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Útför föðursystur minnar
Elínar Þorgerðar Magnúsdóttur
Dunhaga 13
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. september kl.
15.
Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru vinsamlegast beðnir
að láta liknarstofnanir njóta þess.
Ingibjörg Magnúsdóttir
Hugheilar þakkirfærum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og
tengdaföður
Þorsteins Egilson Gnoðarvogi 88
og vottuðu minningu hans virðingu.
Snæfríð Davíðsdóttir Egilson
Gunnar Egilson Auður K. Egilson
Dóra Egilson Þór Þorsteins
Guðrún Egilson Björn Jóhannsson
Davíð Egilson Helga Einarsdóttir
Snæfríður Þóra Egilson Gunnar E. Kvaran
Barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
Elísar Bjarnasonar
Fálkagötu 23 A
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20 september kl.
13.30
Kristrún Guðnadóttir
Ólína Elísdóttir Guðmundur Magnússon
Elísabet Birna Elísdóttir Jóhann Sigurðsson
Svanur Elísson Anna Margrét Jóhannsdóttir
og barnabörn.
dægurmál (sígiid?)
Meiriháttar upplifun
tekst vel upp. Og þeim tókst svo
sannarlega vel upp þetta kvöld.
Þeir voru virkilega góðir á þessum
tónleikum og ein besta tónleika-
hljómsveit sem við eigum í dag.
Þeir léku við góðar undirtektir en
guldu þess að hafa leikið á eftir
vinsælasta atriði kvöldsins.
Eftir að Vonbrigði höfðu lokið
sér af kom langt hlé áður en Crass
byrjaði að leika. Þegar búið var að
stilla græjur Crass hófst sýning á
kvikmynd sem þau hafa sjálf búið
til. í þessari mynd var fjallað um
hungur og kjarnorku. Fyrir þá sem
nenntu að leggja sig eftir þessu
hafði hún örlítið gildi en góð var
myndin ekki. Á flesta tónleikagesti
verkaði myndin illa. Hún reif menn
ofan úr skýjunum og nauðlentu
sumir heldur illilega. Þegar myndin
var búin birtist bandaríska söng-
konan og segulbandalistamaður-
inn Annie Anxiety á sviðinu og
Tónleikarnir „Við krefjumst
framtíðar" voru meiriháttar upp-
lifun. Hjálpaðist þar allt að góðar
hljómsveitir, góður leikhópur og
frábær stemmning. Húsfyllir var í
höllinni, 4500 manns, og þurftu
margir frá að hverfa. Þetta eru
stærstu tónleikar sém haldnir hafa
verið hér frá því sögur hófust. Er
gott til þess að vita að sá málstaður
sem tónleikarnir voru haldnir til
stuðnings skuli eiga sér jafn marga
fylgjendur og raun ber vitni.
Þegar ég og konan mættum á
staðinn var klukkan orðin hálf níu
og Kuklið að byrja að leika. Húsið
hafði opnað klukkan átta og hélt
leikhópurinn Svart og sykurlaust
upp fjörinu á meðan. En leikhóp-
urinn setti frábæran svip á þessa
tónleika. Þau voru með bása á víð
og dreif um höllina og þar mátti sjá
hin furðulegustu fyrirbæri; sól-
dýrkendur, mann sitja á klósetti
lesandi blað og annað í þeim dúr,
fyrir framan höllina var svo risastór
skepna með glóandi augu. Á milli
atriða hafði leikhópurinn svo upp-
ákomur og ljósunum beint að bás-
unum. Svart og sykurlaust áttu
stóran þátt í því að gera þetta kvöld
ógleymanlegt. Jæja, Kuklið var að
byrja þegar ég og konan mættum á
sviðið. Þau léku fjögur eða fimm
lög þar á meðal þau tvö sem eru á
nýútkominni plötu þeirra. Hljóm-
sveitin stóð sig vel og náði að
byggja upp góða stemmningu.
Náði leikur hljómsveitarinnar há-
marki þegar hún lék hið stórkost-
lega lag „Söngull“. Ég hefði
gjarnan viljað hafa þau lengur á
sviðinu en ekki verður á allt kosið.
Sándið var gott hjá þeim og naut
Sigtryggur sín vel á trommurnar og
Gulli á gítarinn, annars stóðu þau
sig öllum með ágætum.
Egóið birtist næst á sviðinu. Erf-
iðlega gekk þeim að komast af stað
því sífelld óhöpp áttu sér stað,
Rúnar sleit bassastreng, „snúru-
vesen“ o.s.frv. en þegar þeir kom-
ust af stað stöðvaði þá ekkert. Þeir
léku óaðfinnanlega, mikið fjör á
sviðinu, góð hreyfing á Rúnari og
Begga og Bubbi var traustur að
vanda. Ég hef aldrei heyrt í Egóinu
betraog voru öll lögin miklu fersk-
ari og kraftmeiri en maður hefur
átt að venjast hjá þeim. Bubbi náði
að byggja upp virkilega góða
stemmningu og skokkaði um sviðið
með hvítan fána í síðasta laginu við
mikla hrifningu. „Sándið“ var
mjög gott í Egóinu en það fór
nokkuð úr böndunum þegar líða
tók á kvöldið.
Þegar Egóið hafði lokið sér af
héldu þau Christine Cassel, Dan
Smith og Arja Sajonmaa stutta
tölu og var gerður góður rómur að
máli þeirra. Fór ekkert á milli mála
til hvers menn voru þarna saman
komnir. Eftir ávörp þremenning-
anna mættu Ikarus og Tolli á svið-
ið. Fyrsta lag Tolla var um atburð-
ina við Sjakalín eyju þegar Rússar
skutu niður S-Kóreönsku farþega-
flugvélina. Síðan lék hann nokkur
lög af plötu sinni Boys from Chic-
ago við góðar undirtektir. Eitthvað
hafði sándið farið úr böndunum,
gítararnir orðnir of hljóðmiklir og
til að koma söngnum í gegn þurfti
að hækka hann þannig að það losn-
aði um „sándið" sem hafði til þessa
verið mjög gott. Ikarus sem voru
styrktir af Gulla úr Þeyr og Finn-
boga gerðu stormandi lukku. Svo
þegar byrjað var á laginu „Boys
from Chicago" fóru menn að gefa
hvor öðrum olnbogaskot því nýr
söngvari var mættur á sviðið til að
syngja bakraddir. Var það meistari
Megas sem birtist með^svo hógvær-
um hætti. Þeir sem næstir mér voru
klöppuðu hvor öðrum á bakið og
brostu út undir eyru. Langþráður
draumur hafði ræst. Megas var
kominn fram á ný eftir nálega fimm
ára hlé. Eftir „Boys from Chicago"
sungu þeir „Hvíti hesturinn" en
heldur fannst mér það slappt mið-
að við plötuna.
Síðan var komið að Megasi,
hann virkaði hálf „nervös" á svið-
inu og fór rólega af stað. En frá því
hann steig fæti á sviðið hafði hann
átt salinn. Menn voru ölvaðir af
hrifningu. Hann söng nokkur göm-
ul lög en þegar Ikarus, Megas,
Tolli, Finnbogi og aðrir sem á svið-
inu voru skelltu sér í „Krókudíla-
manninn“ ætlaði allt um þverbak
að keyra. Þrátt fyrir heldur lélegt
„sánd“ í hljómsveitinni var hér um
frábært „kombakk" að ræða. Voru
þeir klappaðir upp og tóku auka-
lagið „Ljúfa Anna“ við fádæma
undirtektir. Ég held að það verði
ekki á neinn hallað ef sagt er að
endurkoma Megasar hafi verið
stærsta stund þessara tónleika.
Stemmningin var nú orðin slík
að þeir sem stóðu kringum mig
eirðu ekki kyrrir heldur dönsuðu
um allt eins og óðir menn væru.
Var auðsætt að menn voru komnir
á þessa tónleika með því hugarfari
að skemmta sjálfum sér og öðrum.
Það ríkti alveg einstök stemmning
á þessum tónleikum, stemmning
sem erfitt er að lýsa. Að horfa
framan í brosandi og hamingju-
sama tónleikagesti var alveg
ólýsanlegt. Allir voru á einu máli
um að láta tónleikana fara sem best
fram.
Vonbrigði fengu það erfiða hlut-
verk að leysa Ikarus, Megas og
Tolla af hólmi. Verður ekki annað
sagt en þeim hafi tekist það með
prýði. „Sándið" var orðið skárra og
þeir fjórmenningar léku nokkur
lög af nýju plötunni sinni. Þótt lítið
fari fyrir þeim sveinum á sviði búa
þeir yfir ákveðnum sjarma sem
gerir þá ómótstæðilega þegar þeim
söng eitt verka sinna. Þessi stelpa
hefur nú um nokkurt skeið verið í
Crasshópnum og unnið við að
klippa saman búta úr hinum ýmsu
lögum og skeyta saman. Þetta var
nýstárleg uppákoma og var gaman
að heyra til hennar.
Eftir að Annie hafði lokið söng
sínum var almyrkvað á sviðinu og
síðan hófu Crass leik sinn. Fyrir
alla þá sem hlýddu á Crass og ekki
höfðu hlustað á þau áður hefur
hljómsveitin valdið miklum von-
brigðum. Tónlistin var þung, ein-
föld og hrá. Jafnhliða því sem
Crass lék var sýnd kvikmynd á
tjaldi fyrir ofan þau og mátti þar sjá
ýmsar óhugnanlegar myndir af
hörmungum styrjalda og hungurs í
heiminum. Þau léku nýju plötuna
sína Yes Sir I will, og virkaði sá
flutningur misvel á áheyrendur og
voru margir mjög óhressir með
þau. En hafa verður i huga að fyrir
Crass hafa tónleikar allt aðra
merkingu og tilgang en hjá öðrum
hljómsveitum. Þau líta á tónleika
sem tækifæri til að miðla skoðun-
um sínum. Menn eiga ekki að
skemmta sér á tónleikum hjá Crass
heldur að reyna að skilja það sem
þau berjast fyrir og það sem þau
berjast gegn. Erfitt var að skilja
texta þeirra en kvikmyndin sem
sýnd var virkaði semeinskonar text
ablað þannig að ef fylgst var með
henni mátti skynja þá texta sem
hljómsveitin flutti.
Þau eru góðir hljóðfæraleikarar
þó svo að tónlistin leyfi ekki miklar
kúnstir. Ég held að fyrir alla þá sem
fylgst hafa með hljómsveitinni
undanfarin ár hafi tónleikarnir
staðið undir því sem af þeim var
ætlast. En fyrir hina sem ekki „fíla“
svona tónlist hefur þetta örugglega
verið hin versta plága. Alla vega lét
kona mín ófögur orð falla í þeirra
garð að tónleikunum loknum.
Sándið hjá Crass var alveg þokka-
legt en fyrir minn smekk var hávað-
inn full mikill.
Þessir tónleikar voru ógleyman-
leg kvöldstund. Öll sú vinna sem
unnin var endurgjaldslaust fyrir
þessa tónleika er ekki svo lítið. All-
ir listamennirnir sem komu þar
fram komu fram endurgjaldslaust
svo og þeir 70 gæslumenn sem voru
á sveimi um svæðið. Þessara tón-
leika verður minnst um langa fram-
tíð og sýndu svo ekki verður um
villst að tilefni þeirra nýtur mikils
stuðnings. Samhryggist ég þeim
sem ekki komust að, þeir misstu
svo sannarlega af miklu.
- jvs
Jón Viðar
Andrea