Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983 Póst- kortid Nýt þess að fá martraðir Stutt viðtal við Dag Sigurðarsson sem er með máiverkasýningu í Djúpinu Eg veit ekki hvort ég get sagt þér neitt, ég er enginn kjaftaskur í dag“, sagði DagurSigurðarson listmálari og Ijóðskáld er við litum niður í Djúpið á fimmtudag en þar er hann með málverkasýningu. Það rættist þó úr. - Hefurðu snúið þér heill og óskiptur að málverkinu? - Ég hef alltaf verið við það frá degi til dags en þó voru gloppur í því þegar ég var lítill. 5 ára gamall fékk ég fyrstu vatnslitina og prófaði þá að blanda appelsínugula litn- um út í glas og bjóða pabba. Þá voru litirnir teknir af mér af því að ég þótti ekki nógu þroskaður fyrir þá. - Þú hefur náttúrulega orðið fyrir áhrif- um frá pabba þínum, Sigurði Thoroddsen? Hann málaði. - Ógæafa fjölskyldunnar stafaði af því að fjölskyldufaðirinn hafði gaman af að mála á sunnudögum og það var það sem synirnir sáu hann gera. — Ógæfa? - Þegar ég fór að spyrjast fyrir um það hvort ég ætti ekki að mála var mér sagt að ég ætti bara að gera það á sunnudögum, ekki allan tímann. Ég var því ekkert að tala um að ég ætlaði að verða málari heldur beið bara. Þegar maður er 6 ára eru öll mannréttindi tekin af manni, skipað að sitja í 40 mínútur og hreyfa sig í 20 mínútur og svona gekk það í 8 - 9 ár. Ég efast um að nokkurt þjóðfélag hafi fundið upp við- bjóðslegri innvígsluseremóníur. - Ertu hættur að yrkja? - Nei, en ég hef aldrei gert mikið af því. Þetta jafnar sig upp í gegnum árin með hálfri hendingu á dag eða eitthvað svo- leiðis. Ýmsir höfðu hátt um það að ég væri vont skáld og útgefendur hættu gefa mig út. Ég reyndi því að gefa sjálfur út en hafði ekki úthald í það. Ég yrki því bara fyrir sjálfan mig og kærustuna mína. Svo uppgötvaði fólk ég væri hryllilegur málari og þá sögðu allir: „Þú átt ekki að mála, þú átt að skrifa.“ En ég geri bara það sem mér sýnist. - Ert þú að mála það sama og þú yrkir um? - Égveitekki. Efþúferðígegnumljóðin finnurðu ekki mikið af litum, þannig að ég fæ útrás fyrir þá í málverkinu. Þó mála ég stundum ansi grátt en á þessari sýningu eru miklir litir. Það er ljóðræna í henni í þetta skipti. - Er þetta eitthvað í ætt við „nýja mál- verkið“ svokallaða? - Nýja málverkið er svipað og ég var að málafyrir lOárum. Það fóru fyrir nokkru að koma til mín strákar úr Myndlista- og hand- íðaskólanum og bentu mér á að ég gæti komið upp færibandi en ég hló að þeim. - Hvað áttu þeir við með því? - Þeir voru að gera mér greiða með því að segja mér að þetta væri að seljast úti í stóra heiminum. Ég benti þeim á að ef ég vildi græða þá ætti ég að gera eitthvað ann- að en að mála. Ég hef gott peningavit og tók ágætis hagfræðipróf úr skóla ungkommún- ista í Moskvu á sínum tíma. Þeir hafa gott Dagur: Ég geri bara það sem mér sýnist vit á kapítalismanum þar eystra þó margt sé óljóst í hinni sósíalísku ökonómíu. - Hvað finnst þér annars um nýja mál- verkið? - Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hafa þeir sem stjórna bransanum verið að reyna að halda öllu innan markalína en orð- ið að slaka svolítið á á seinni árum. Þeir eru núna að reyna að finna út hverjir eru salon- hæfir. Kollegar mínir vita ekki að málverk- abransinn hrundi fyrir 10 árum nema auðvitað gömlu meistararnir, Rembrandt, Velasquez og þeir. Verðbréfamarkaður þeirra stendur enn. - Ert þú salonhæfur? - Þetta er nú ekki mjög gróft hjá mér núna en ég hugsa samt ekki. Það má helst ekki vera neitt í málverkinu. Fyrir 15 - 20 árum var ég heltekinn af ófriðarhrollinum sem nú hefur gripið fólk. Ég svaf bara ekki vegna óttans við kjarnorkusprengjuna. Unglingunum núna líður eins og ég var þá. Nú er ég bara skrýtinn, gamall maður og nýt þess að fá martraðir. Ég fæ mikið út úr þeim og sef vært áfram. -GFR „ Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föðursinn. “ Upphafsorð Brekkukotsannáls eftir Halldór Laxness. Ragnar við eina af myndum sínum, þær eru flestar af þessari stærð. í Ragnar Kjartansson opnar j höggmyndasýningu: ! Flestar \ myndirnar \ úr at- I vinnulífinu ; Ákaflegaskemmtileg j höggmyndasýning verðuropnuðí j Listmunahúsinu ídag, laugardag kl. | 14. Það eru um 60 lágmyndir og j höggmyndireftir Ragnar Kjartansson, | afrakstur afvinnu hans á s.l. ári en | hann hefur haft Listsmiöju Glits til j umráða. Flestareru myndirnarlitlarog ! „mótífin" eru mikið úratvinnulífinu. Við hittum Ragnar að máli þar sem hann var að stilla upp á fimmtudag ásamt félögumsínumúr Myndhöggvarafélaginu. - Þessi sýning er f tilefni af sextugsafmæli þínu, Ragnar. Hvernig finnst þér að vera orðinn sextugur? - Ég vildi heldur vera fimmtugur. - Er erfitt að verða gamall? - Nei, ekki ennþá. Elli kerling er ekki farin að mæða mig nema í kílóum, þeim fjölgar með ári hverju. - Þú hefur haft aðstöðu í Gliti. Stofnað- irðu ekki það fyrirtæki á sínum tíma? - Það er rétt, ég rak það fyrstu 10 árin. - Ertu kannski kominn út í keramik aft- ur? - Já, ég bjó til nokkrar myndir sem eru hér á sýningunni. Þá er ég með lágmyndir sem unnar eru í postulín, á stein og fleira sem krefst kunnáttu í brennslu. - Og það er atvinnulífið sem heillar þig? - Já, stærsti skúlptúrinn er t.d. af leirker- asmið og er það eina myndin sem ekki er til sölu. Iðnaðarbankinn á þá mynd. Leirker- asmíðin er elsta iðngreinin ef frá er talin kjaftasagan um konuna sem selur sig. Mannkynsagan er lesin af leirkerum áður en ritöld hófst. Þarna sérðu líka garðyrkju- mann og mótorista en flestar myndirnar eru þó af sjómönnum og fiskvinnslufólki. Hér er líka tíningur af fuglum, kríum og rjúpum. Ég hef gaman af því að fást við þá. - Og mér skilst að þú hafir haft aðstoðar- mann í vetur og sumar? - Já, það er Ragnhildur Stefánsdóttir. Hún er mjög flinkur teiknari og efnilegur listamaður. Sýningin verður opin daglega kl. 10 - 18 og laugardaga og sunnudaga kl. 14 - 18. -GFr „Sumarið er að kveðja “ í tilefni af því að nú haustar að er viðeigandi að birta nokkrar vísur úr hinu unaðsíagra kvæði Steingríms Thorsteinssonar er hann nefnir Haustkvöld. Vor er indœlt, eg það veit, þá ástar kveður raustin. En ekkert fegra’á fold eg leit en fagurt kvöld á haustin. Aftansunna þegar þýð um þúsundlitan skóginn geislum slær og blikar blíð bæði um land og sjóinn. Svo í kvöld við sævar brún sólu lít eg renna; vestan geislum varpar hún sem verma, en eigi brenna. Setjumst undir vænan við, von skal hugann gleðja. Heyrum sætan svana klið, sumarið er að kveðja. Æska, eg hef ást á þér, fyr elli kné skal beygja. Fegurð lífs þó miklist mér, meira er hitt: að deyja. Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum: Fögur sál er ávallt ung undir silfurhœrum. Spegilfagurt hneigð við haf haustkvölds sólin rauða. Bólstri ránar bláum af brosir nú við dauða. Fagra haust, þá fold eg kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. 1A KL&W.ýtk. jvlí I931l Um daginn var sýnd í sjónvarpinu mynd af ferð Balbós flugmálaráðherra ítala og flugkappa hans yfir Atlantshafið árið 1933, pg sáust þar skemmtilegar svipmyndir frá íslandi. Hér er gamalt kort með mynd af flugvélum Balbós, 24 talsins, þar sem þær liggja í röð á Kleppsvík við Reykjavík í júlí 1933.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.