Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Úlafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent Prentun: Blaöaprent h.f. ritstjórnararci n Kostnaðarverð er lágmarkskrafa íslendingar eiga mikinn auð í fallvötnum landsins. Hagsæld þjóðarinnar er háð því að vatnsorkan sé ávöx- tuð á arðbæran hátt. Nýjar virkjarnir eru ekki markmið í sjálfu sér. Því aðeins færa þær björg í bú að orku- kaupendur sé reiðubúnir að greiða rúmlega kostnaðar- verð fyrir rafmangið. Auöhringurinn Alusuisse greiðir nú langt undir kostnaðarverði. Almenningur á íslandi borgar því með rafmagningu til auðhringsins sem nemur einni milljón króna á dag. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja við- ræður við Alusuisse um að stækka álverið. Hins vegar ríkir mikil óvissa um hvaða verð Alusuisse vill greiða fyrir orkuna. Máliðer þó í reynd afar einfalt. SkýrslurLandsvirkj- unar sýna að framleiðslukostnaðarverð á rafmagni er nú 18-20 mills og mun fara hækkandi frá nýjum virkj- unum á næstu árum. Ef Alusuisse er ekki reiðubúið að greiða þetta verð og ríkisstjórnin semur um lægra ra- forkugjald til Alusuisse þá jafngildir það áframhald- andi meðgjöf frá íslenskum almenningi til Alusuisse. Þjóðin safnar þá erlendumskuldumvegnanýrra virkj- ana en fær ekki einu sinni kostnaðarverð á rafmagn- inu frá hinum erlenda auðhring. Slíkir samningar væru einfaldlega ávísun á pólskan vítahring í íslenskum efna- hagsmálum og orkubúskap. Það mætti ætla að allir væru sammála um að kostnað- arverð væri lágmarkskrafa. Reyndar þyrftum við helst að. fá meira en kostnaðarverð svo að íslendingar fá einhvern hreinan arð frá virkjun fallvatnanna. Því miður bendir ýmislegt til þess að ríkisstjórnin sé að búa sig undir að falla frá kröfunni um kostnaðarverð og festa meðgjafarstefnuna og pólska vítahringinn þannig í sessi. Á síðustu dögum hafa komið fram fjórar ábendingar um þessa þróun: Fyrsta ábendingin er að krafan um kostnaðarverð er algerlega felld burt úr texta samkomulagsins í Zurich. I staðinn eru komnar setningar um verðviðmiðun sem vísa allar að orkuverði undir framleiðslukostnaði frá nýjum orkuverum hér á landi. Önnur ábendingin er sú áróðursplata sem ráðherr- arnir, Jóhannes Nordal og Morgunblaðið hafa spilað síðustu daga um álverðið í ríkisrekstrinum í Noregi. Það verð sé tæp 10 mills. „Við getum í raun og veru ekki búist við því að ná fram meiri hækkun áþessu stigi“, segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins. Þriðja ábendingin er afstaða ríkisstjórnarfulltrúanna í stjórn Landsvirkjunar í fimmtudaginn. Þeir voru þá ekki reiðubúnir til að ítreka fyrri yfirlýsingar Landsvir- kjunar um að kostnaðarverð á rafmagni væri 18-20 mills. Einföld samþykkt í þá átt að staðfesta fyrri stefnu, sem byggð er á staðreyndum, þurfti nú allt í einu nánari athugana við. Fjórða ábendingin birtist svo í leiðara Morgunblaðs- ins í gær. Þar stendur þessi sérkennilega yfirlýsing: „Við verðum að vera reiðubúnir að selja orkuna á sanngjörnu verði, engu gjafverði, en verði sem er við- unnandi fyrir samningsaðilann ekki síður en okkur“. Þessar ábendingar sýna að álmálið er að taka hættu- lega stefnu. Ríkisstjórnin er að undirbúa jarðveginn fyrir lendingu í samningum sem fæli í sér lægra verð en framleiðslukostnað. Morgunblaðið krefst þess nú þeg- ar að samningarnir verði „viðunandi“ fyrir Alusuisse. Þjóðin þarf því að sameinast um þá kröfu að fá arð fyrir orkuna. Pólska vítahringnum verður að hafna. ór ættfræöi Nýr flokkur 2 Jarþrúður Ólafur Þorkelsdóttir Jónsson Sigurður Sigþrúður Guðbrandsson Sigurðardóttir 3c. Sigþrúður Sigurðardóttir (1896-1953) í Borgarnesi, gift Guðbrandi J. Tómassyni verka- manni. Börn. 4a. Ragnar Guðbrandsson (1921-1965) bílstjóri í Borgar- nesi, kvæntur Margréti Jónsdótt- ur. Sonur þeirra: 5a. Gunnar Ragnarsson (f. 1952) bílstjóri í Borgarnesi, kvæntur Guðbjörgu Ingólfsdótt- ur. 4b. Sigurður B. Guðbrandsson (f. 1923) afgreiðslumaður í Borg- arnesi, hefur verið í forystu fyrir verkalýðsfélagið, kvæntur Helgu Þorkelsdóttur. Börn. 5a. Ásta Sigurðardóttir (f. 1949), gift Halldóri Brynjólfssyni Kotaætt af Mýrum Er ættfræðiþættir voru á dag- skrá í Sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans á árunum 1980 til 1981 var það gagnrýnt af ýmsum að mikið bar á svokölluðum höfðingjaætt- um. Að þessu sinni er ætlunin að taka fyrir venjulega almúgaætt sem runnin er frá kotbýlum á hin- um blautu Mýrum. Það eru af- komendur hjónanna Andrésar Jónssonar (1801-1879) og Sig- ríðar Hallhjörnsdóttur (1795- 1868) sem bjuggu á Seljum í Hraunhreppi. Þau eignuðust 5 börn sem upp komust og voru þau öll búandi á Mýrum. Börnin voru Gísli í Skíðsholtum, Guð- laug á Ánastöðum, Sigríður í Lambhústúni, Málfríður á Selj- um og Guðrún á Lambastöðum. Þessi 5 systkini eignuðust samtals 55 börn eða 11 að meðaltali hvert. Fæddust þau á árunum 1856-1881. Af þessunv 55 börn- um dóu 25 í bernsku og er það lýsandi fyrir ástandið í kotunum. Niðjatal þeirra 30 sem upp kom- ust verður birt hér og í næstu Sunnudagsblöðum. í þessum fyrsta þætti verða teknir fyrir niðjar Gísla í Skíðsholtum, en af- komendur tveggja yngstu barna hans verða að bíða næsta blaðs. Aðeins er getið fullorðinna af- komenda. la. Gísli Andrésson (1828-1917) bóndi og Skipasmiður í Skíðs- holtum, kvæntur Jarþrúði Bene- diktsdóttur. Börn þeirra sem upp komust voru Benedikt, Steinvör, Þorkell, Sigríður og Ingveldur en auk þess átti hann Gísla utan hjónabands með Kristbjörgu Sig- urðardóttur. 2a. Bcncdikt Gíslason (1856- 1915) bóndi á Hrafnkelsstöðum, kvæntur Sigríði Hannesdóttur. Þau hjón eignuðust 6 börn en að- eins eitt komst til fullorðinsára: 3a. Hannes G. Benediktsson (1889-1966) verkamaður og sjó- maður á Hellissandi og í Rvík, kvæntur Steinunni J. Jóhannes- dóttur. Börn þeirra: 4a. Sigríður Hannesdóttir (f. 1913), ekkja Guðmundar Jóns- sonar bílstjóra í Rvík. Börn: 5a. Guðbjörn Guðmundsson (f. 1941) sjómaður í Vestmannaeyjum, býr með Kristínu Sigurðardóttur. 5b. Steinar Guðmundsson (f. 1947) starfsmaður Skýrsluvéla ríkisins, kvæntur Ástu Björk Sveinsdóttur. 5c. Olafur Guðmundsson (f. 1951) í Rvík. 4b. Jóhanna Hannesdóttir (f. 1915), gift Jóni Benediktssyni myndlistarmanni og húsgagn- asmíðameistara í Rvík. Börn: 5a. Ólafur Jónsson (f. 1943) lögfræðingur í Rvík, giftur Ólöfu Björnsdóttur. 1. hluti 5b. Benedikt Jónsson (f. 1946) tæknifræðingur í Rvík, giftur Önnu Guðmundsdóttur. 5c. Gunnar Steinn Jónsson (f. 1951) líffræðingur í Rvík, kvænt- ur Ástríði Sif Erlingsdóttur. 5d. Margrét Jónsdóttir (f. 1953) myndlistarmaður í Rvík. 4c. Benedikt Hannesson (f. 1918) innheimtumaður í Rvík, kvæntur Hallfríði Magnúsdóttur. Börn: 5a. Hannes Benediktsson (f. 1948) flugvirki, búsettur í Banda- ríkjunum. 5b. Ásta Benediktsdóttir (f. 1947), gift Haraldi G. Samú- elssyni rennismið Rvík. 5c. Knútur Benediktsson (f. 1953) flugvirki í Rvík, kvæntur Ástu Þórsdóttur. 4d. Páll G. Hannesson (f. 1922) tollþjónn í Reykjavík, kvæntur Laufeyju Jónsdóttur. Börn: 5a. Steinunn Pálsdóttir (f. 1950) skrifstofumaður, gift Krist- jáni Jónssyni verkstjóra í Rvík. 5b. Guðmundur Pálsson (f. 1959) læknanemi í Rvík, kvæntur Salome Ástu Arnardóttur lækna- nema. 2b. Steinvör Gísladóttir (1858- 1941), gift Þorkeli Gilssyni bónda á Vogalæk á Mýrum. Börn: 3a. Gísli Þorkelsson (f. 1893, látinn) bóndi á Vogalæk, kvænt- ur Sigríði Steinunni Benedikts- dóttur, frænku sinni (sjá síðar). Barnlaus. 3b. Jarþrúður Þorkelsdóttir (1895-1969) saumakona í Borg- arnesi. Óg. og bl. 2c. Þorkell Gíslason (f. 1863), fór ungur til Kanada, giftist þar og átti 4 börn. Afkomendur hans þar. 2d. Sigríður Gísladóttir (1870- 1955). Hún var fyrst gift Sigurði Eiríkssyni bónda á Álftá á Mýr- um en missti hann snemma. Bjó síðan með Tómasi Kristjánssyni sjómanni og verkamanni í Ólafs- vík. Börn hennar: 3a. Sigurbjörg Sigurðardóttir, gift Jóni Bjarnasyni sjómanni á Hellissandi. Hún dó af barnsför- um. Sonur þeirra: 4a. Bjarni Jónsson (f. 1917, látinn) verkamaður í Rvík, kvæntur Rannveigu Kristjáns- dóttur. Börn: 5a. Guðrún Bjarnadóttir (f. 1943), gift Rudolf Jens Ólafssyni á Selfossi. 5b. Sigurbjörn Bjarnason (f. 1954) í Rvík. 5c. Sigríður Erla Bjarnadóttir (f. 1955) í Rvík. 3b. Guðjón Sigurðsson sjó- maður, fórst ungur, ókvæntur og barnalaus. forstjóra og hreppsnefndarmanni í Borgarnesi. 5b. Sigþrúður Sigurðardóttir (f. 1952), gift Jóhannesi Gunn- arssyni mjólkurfræðingi, starfs- manni Verðlagsstofnunar í Rvík. 5c. Sigríður Helga Sigurðar- dóttir (f. 1957) skrifstofumaður í Borgarnesi. 4c. Sigríður Guðbrandsdóttir (f. 1926) í Rvík, gift Þorvaldi R. Ölafssyni vélstjóra, starfsmanni í Hamars. Börn: 5a. Siggerður Þorvaldsdóttir (f. 1947), í Rvík, gift Baldri S. Baldurssyni húsasmið og slökkvi- liðsmanni. 5b. Guðbrandur B. Þorvalds- son (f. 1952) rennismiður í Rvík, giftur Bryndísi D. Björgvinsdótt- ur. 5c. Júlíana Petra Þorvaldsdótt- ir (f. 1958), gift Guðmundi Björgvinssyni þroskaþjálfa. 5d. Atli Þór Þorvaldsson (f. 1962). 4d. Gísli Guðbrandsson (f. 1928) lögreglumaður í Rvík, kvæntur Guðbjörgu Ólafsdóttur. Börn: 5a. Stefán B. Gíslason (f. 1959) afgreiðslumaður í Rvík, kvæntur Sif Mi Marita Österman frá Sví- þjóð. 5b. María S. Gísladóttir (f. 1960), gift Erni Sæmundssyni loftskeytamanni. 5c. Guðbjörg Ólöf Gísladóttir (f. 1963), býr með Gylfa Skarp- héðinssyni bankamanni. 4e. Sigursteinn Guðbrandsson (f. 1929) strætisvagnastjóri í Rvík, kvæntur Kristínu Þórðar- dóttur. Börn. 5a. Erna S. Sigursteinsdóttir (f. 1947), gift Kristjáni Pálssyni prentara í Rvík. 5b. Haraldur Sigursteinsson (f. 1950) tæknifræðingur hjá Vega- gerðinni, kvæntur Erlu ívarsdótt- ur. 5c. Garðar Sigursteinsson (f. 1957) læknanemi í Rvík, kvæntur Mörtu Sigurbjörnsdóttur hjúkr- unarfræðingi. 4f. Birgir Guðbrandsson (f. 1931) kaupmaðuríRvík. Ókv. og bl. 3d. GuðlaujJur Sigurðsson (1897-1977) skósmiður á Hellis- sandi, síðar innheimtumaður í Rvík, kvæntur Elísabetu Jóns- dóttur. Dóttir: 4a. Fjóla Guðlaugsdóttir (f. 1926) innheimtumaður í Kefla- vík. 3e. Sigríður Elín Tómasdóttir, gift Ingva Kristjánssyni skip- stjóra. Barnlaus. 3b. María Tómasdóttir í Borg- arnesi, átti fyrst Stefán Ingi- mundarson verkamann, síðar Þórólf Þorvaldsson verkamann. Barnlaus. (Framhald næsta sunnudag)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.