Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. október 1983 Vorhvöt fagnar álsamningunum Ekkert er ofgert fyrlr vin Stjórn kvenfélagsins Vorhvat- ar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 28/9 1983: Stjórn Kvenfélagsins Vorhvat- ar fagnar því aö samkomulag hef- ur loks tekist milli íslensku ríkis- stjórnarinnar og Svissneska álfél- agsins í Ziirich. Hefur þar með tekist að binda enda á það óþol- andi ástand að íslendingar ættu í útistöðum við hina svissnesku velgjörðarmenn sína. Á ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, og þó einkum samninganefnd hennar með af- burðamanninn Jóhannes Nordal í fararbroddi, miklar þakkir skildar fyrir frammistöðuna. Stjórn Vorhvatar lýsir þó áhyggjum sínum yfir því að fuli hart hafi verið gengið að Svissneska álfélaginu og minnir á langvarandi rekstrarerfiðleika þess og gífurlegt fjárhagslegt tap á undanförnum árum. Ekki er ástæðuiaust að ætla að hið nýja orkuverð, 9.5 mills, sé hærra en fyrirtækið getur ráðið við - þó svo að stjórnarmenn þess, alkunnir fyrir einstaka velvild í garð ís- lendinga, láti það ekki uppi með hávaða eða fyrirgangi. Stjórn Vorhvatar treystir því að fylgst verði náið með raun- verulegri greiðslugetu fyrirtækis- ins og að íslendingar nyti sér í tíma uppsagnarákvæði samkomu- lagsins, sjáist þess einhver merki að Svissneska álfélaginu í Zúrich reynist um megn að greiða orkuna því verði sem ís- lensku samninganefndinni tókst með dugnaði sínum að ná fram. íslendingar ættu að minnast þess að ekkert er ofgert fyrir vin. Tikkanen Aftaka á minna en þúsund er viili- mannsleg Mikið var gaman að fara þetta. Kaupiaus en á góðum launum segir Kristinn Guðmundsson - Þetta byrjaði nú eiginlega þannig að ég fór að gangast fyrir kvöldvökum fyrir fötl- uðu börnin, sem voru í Reykjadal, á vegum Samtaka lamaðra og fatlaðra, sagði Kristinn Guðmundsson, en hann hefur verið einskonar sjálfboðaliði við það að starfa fyrir þessi börn og með þeim. - Þegar svo þessar kvöldvökur lögðust niður þá datt mér í hug að efna til ferðalaga fyrir börnin og þá foreldra þeirra einnig. - Og hvert hefur svo leiðin legið? - Fyrir nokkrum árum fórum við til Akureyrar, en þangað hef- ur leiðin legið fjórum sinnum. Þá höfum við farið til Hafnar í Hornafirði, Vestmannaeyjum og nú síðast í sumar til ísafjarðar. - Hvernig hafið þið ferðast? - Við höfum alltaf farið flug- leiðis. Foreldrar barnanna hafa greitt fargjaldið en allt annað hef- ur verið ókeypis. Og það er sjálf- sagt að geta þess og þakka, að við höfum alltaf fengið verulegan afslátt á fargjöldum, og heima- menn hafa mjög greitt götu okkar á þeim stöðum, sem við höfum heimsótt. Þetta hafa auðvitað fyrst og fremst verið skemmti- ferðir fyrir börnin og þau hafa haft mjög mikla ánægju af þeim. Yfirleitt hafa þetta verið eins dags ferðir ef unnt hefur reynst að fljúga fram og til baka samdæ- gurs. - Hafið þið farið á hverju ári síðan þetta byrjaði? - Já, við höfum árlega farið eina svona ferð. - Hvernig hefur þátttakan ver- ið? - Framanaf var þátttakan mjög góð og reyndar lengst af en lang minnst var hún í sumar. Flogið til Akureyrar. Setið að snæðingi á Akureyri. Kristinn Guðmundsson fremst til vinstri. - Hvað telurðu að hafi valdið Þyí? - Ég held að peningamálin séu farin að koma þarna við sögu. Það er orðið þröngt í búi hjá mörgum og ég held að það séu einfaldlega fjárhagserfiðleikar fólks, sem þarna eru farnir að segja til sín. Þeir birtast í ýmsum myndum. - Verður þá ekki framhald á þessum ferðum ykkar? - Ég á ekki von á því eins og nú horfir. Mér sýnist að þær muni leggjast niður í bili a.m.k. En ég vildi mjög gjarnan halda þessari starfsemi áfram. Það hefur verið skemtilegt að vera vitni að þeirri ánægju og gleði, sem ferðirnar hafa veitt krökkunum. - Og þú hefur undirbúið þessar ferðir og skipulagt? - Já, ég hef gert það og verið einskonar fararstjóri og leiðbeinandi. Að sjálfsögðu hef ég unnið að þessu kauplaust í venjulegum skilningi. En samt finnst mér ég hafa haft mjög góð laun þar sem er ánægjan af því að hafa átt þátt í að gleðja þessa krakka. Og ég vil færa öllum þeim, sem stutt hafa þessa starf- semi, alúðarþakkir mínar og ég veit að ég mæli þar einnig fyrir hönd allra krakkanna og að- standenda þeirra. -mhg Guðmundur Daníelsson Hefur skrifað í hálfa öld Ljóðasafn af annarlegum tungum Guðmundur Daníelsson á fímmtíu ára rithöfundaraf- mæli um þessar mundir og hefur skrifað flestum íslensk- um mönnum fleiri skáldsögur, samtalsbækur og heimilda- skáldsögur eins og kunnugt er. Hann heldur upp á afmæli sitt með sérstæðri ijóðabók sem unnin er í samvinnu við pólskt skáld og tungumálagarp, Jerzy Wielunski og heitir bók- in „Að Iifa í friði“. Wielunski hefur dvalist á ís- Iandi og lagt stund á íslensku og undanfarin misseri hefur hann sent Guðmundi ljóð ekki síst frá ýmsum sjaldgæfum tungumála- svæðum með efnislegri þýðingu þeirra á íslensku, ensku og þýsku. Síðan hefur Guðmundur Daníelsson séð um að koma þeim í þann íslenskan búning sem kvæðin hafa nú fengið. „Að lifa í friði“ hefst á nokkr- um ljóðum eftir Jerzy Wielenski sjálfan. Síðan koma ljóð eftir skáld sem yrkja á bretónsku, svissneskri retórómönsku, kata- lónsku, skoskri gelísku, á hinni tyrknesku mállýsku karaíma, á einu af indjánamálum Mexíkó og svo framvegis. Bókinni lýkur svo á kvæði eftir Adam Mickiewicz, sem var litháiskrar ættar en orti á pólsku - er reyndar þjóðskáld Pólverja og Guðmundur Daníelsson hefur verið í samvinnu við pólskan tungumálagarp. skipar hjá þeim svipaðan sess og Jónas Hallgrímsson meðal ís- lendinga. Kvæði hans heitir „Þeir sem landið erfa“ og því lýkur með svofelldum orðum: Vöfnin sem núna cru á allra vörum sú kemur tíð að enginn þau man. Allt tekur enda. Eftir skarkala og brauk munu landið erfa hinir litlu menn - hinir hljóðlátu og hógvœru“. Bókin kemur út í 300 eintökum vegna rithöfundarafmælisins og er Lögberg útgefandi. -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.