Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 10
18 SÍÐA - ÞJÓÖVÍLJIHSI Föstudágur' 7október'1983' Stofnendur skipstjóra- og stýrimannafélagsins Aldan árið 1893. Efsta röð frá v.: Bergur Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Markús F. Bjarnason, Þorvaldur Jónsson, Þorlákur Teitsson, Pétur Þórðarson, Bergur Jónsson, Marteinn Teitsson. Önnur röð frá v.: Guðmundur Stefánsson, Páll Hafliðason, Guðmund- ur Kristjánsson, Hannes Hafliðason, Jens Nyborg, Pétur Þórðarson, Sigurður Símonarson. Fremsta röð frá v.: Finnur Finnsson, Sigurður Jónsson, Jón Þórðarson, Stefán Pálsson, Ásgeir Þorsteinsson, Magnús Magnússon, EHert Schram, Stefán Snorrason, Björn Sveinsson. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan 90 ára Framan af árum félagsins var fánamálið mjög á dagskrá. Bjarni frá Vogi var fenginn til að halda fyrirlestur um það og á þeim fundi var bláhvíti fáninn samþykktur. Áður höfðu Öldumenn látið gera félagsfána úti í Danmörku. Hafði hann bláan grunn og er elsti stétt- arfélagsfáni á íslandi. í tilefni af afmælinu hefur nú verið ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu fánann og fer afhending hans fram í Þjóðminjasafninu í dag kl. 15.00. Ýmsir fleiri munir eru til frá fyrstu árum félagsins svo sem gerðabæk- ur allar frá upphafi og til þessa dags og myndir af stofnendum og eiginkonum þeirra. Athyglisvert er að Öldumenn sömdu frumvarp til siglingalaga, svo vel úr garði gert, að það fór óbreytt gegnum Alþingi og varð að lögum. Árið 1912 var ungur sjómaður við listnám úti í Danmörku. Hann sótti um námsstyrk til Alþingis en fékk synjun. Þá ýttu Öldumenn úr vör og söfnuðu á þremur mánuðum 209 kr,- sem nemur tugum þúsunda á núverandi gengi, - og sendu lista- mannsefninu. Það var enginn annar en Jóhannes Sveinsson Kjar- val. Þessar krónur hafa rentað sig Víða komið við sögu Rösk 90 ár eru nú liðin síðan skipstjórar hófu undir- búning að stofnun stéttarfélags. Var stofndagurinn síð- an ákveðinn 7. okt. 1893 og félaginu gefíð nafnið Skip- stjórafélagið Aldan. Félagið iét þegar í upphafi fleira til sín taka en stéttar- og kjaramál. Ýmis menningarmál voru félaginu einnig hugleikin. Meðal annars var það brýnt fyrir félagsmönnum, bæði í lögum félagsins og á fundum þess, að temja sér að tala og rita gott mál. - Þegar á árinu 1894 var stofnaður sjóður er hafði það hlut- verk m.a., að styrkja ekkjur eftir félagsmenn, þá, sem yrðu fyrir slysum, veikindum og öðrum áföll- um. Að þessu leyti má segja að Aldan hafi verið 40 ár á undan tím- anum. Starfar þessi sjóður enn. - Oft gekícst félagið fyrir fyrirlestrum um fiskimál og annað það er lýtur að sjómennsku og kom Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, þar mjög við sögu. Félagið var einn helsti frumkvöðull að stofnun Slysa- varnafélags íslands og Fiskifélags íslands og voru forsetar Slysavarna- félagsins um langt skeið úr Öld- unni. Þá höfðu Öldumenn og mikil afskipti af málefnum Reykjavíkur- hafnar. vel. Á þessum tíma var árgjaldið í Öldunni 3 kr. Á þeim 90 árum, sem liðin eru síðan Aldan hóf göngy sína, hafa formenn hennar verið 18. Fyrsti formaðurinn var Ásgeir Þorsteins- son en síðan tók Hannes Hafliða- son við formennskunni og gegndi henni í 21 ár eða lengur en nokkur annar. Guðbjartur Ólafsson var formaður í 17 ár og Guðmundur H. Oddsson, - nú nýlátinn, - í 12 ár. Núverandi formaður er Ragnar G.D. Hermannsson og varafor- maður Þorvaldur Árnason. Aðrir í stjórn eru Gunnar Gunnarsson, gjaldkeri, Hróbjartur Lúthersson, ritari, Árni Guðmundsson, Einar Sigurðsson og Björn Jónsson. I tilefni af afmælinu kom út bók, sem spannar yfir sögu Öldunnar fyrstu 50 árin. Er hún gefin út af Óldunni í samvinnu við Bókhlöðu/ Ægisútgáfu. Bókina ritar Bárður Jakobsson en í ritnefnd voru Þor- valdur Árnason, Guðmundur H. Oddsson og Hróbjartur Lúthers- son. Fyrir nokkrum árum flutti félagið í eigið húsnæði að Borgartúni 18 og hefur þar oþna skrifstofu. Félags- svæðið nær vestur á Snæfellsnes og frá Reykjavík og austur á Breiðdals- vík, (sérfélög þó á Akranesi og í Vestmannaeyjum). Félagsmenn eru um 600, skipstjórar og stýri- menn. Margt hefur breyst með þessari þjóð frá upphafsárum Öldunnar. Baráttumálin eru þó flest þau sömu og fyrr þótt hæst beri eðlilega kjara- mál, lífeyrissjóðsmál og önnur hagsmuna- og velferðarmál sjó- manna. Félagið verður með „opið hús” að Borgartúni 18 á morgun, (laugardag) frá kl. 2-6 og svo aftur um kvöldið. -mhg Þjónustusíða Þjóðviljans Reyking og sala á matvælum É|R0 Sími 72122 Ó^REYKOFNINN HF. \J/ Skemmuvegi 14 200 Kópavogi Hellusteypan STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. II. ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Sími 46720 Ari Gústavsson Pípulagningam Simi 71577 Nýlagnir Jarölagnir Viðgerðir Breytingar Hreinsanir VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvéía/eiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, sími 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. STEYPUSÖGUN vegg- og gólfsögun VÖKVAPRESSA i múrbrot og fleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNI S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460. Verkpantanir Irá kl. 8—23. TRAKTORSGRÓFUR L0FTPRESSUR SPRENGIVINNA 146297 ísskápa- og frystikistuviðgerðir Önnumst allar viðgerðir á kæliskápum, frystikistum, frystiskápum og kælikistum. Breytum einnig gömlum kæliskápum í frysti- skápa. Góð þjónusta. nsivmri* Reykjavikurvegi 25 Hafnarfiröi sími 50473. GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTUNI 24- 105 REYKJAVIK, ICELAND - TEL. 11015 LIPUR ÞJ0NUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA PÖNTUM-PÖKKUM SENDUM - SÆKJUM TRYGGJUM Leyfið okkur að látta ykkur sporin og losa ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum. • ••• Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn og afla upplýsinga. • ••• Opið frá kl. 9-19 alla virka daga. Símsvari opinn allan sólarhringinn. JLandsþjónustan s.f. Súðavogi 18. S.84490 box 4290 GLUGGAR 0G HURÐIR \vönduð vinna á hagstæðu verði\ Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hf. S. 54595.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.