Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 75 október .1983 ÞJÓÐVILJINN A- SÍÐA 5 Jóhann J.E.Kúld svarar aðstandendum fræðslumyndar: í Reykjavíkurhöfn liggja nú tvö frönsk herskip, birgðaskip og kaf- bátur með samtals 209 manna áhöfnum. Erindið er að færa Reykjavíkurborg veglega styttu að gjöf frá franska ríkinu og verður hún afhjúpuð á Hagatorgi n.k. sunnudag. Skipin komu hingað til lands 30. september s.l. og munu dvelja hér fram til 25. október. Að sögn Helga Gíslasonar, fulltrúa í utan- ríkisráðuneytinu er þetta óvenju- löng heimsókn, því venjulega standa slíkar heimsóknir aðeins viku eða 10 daga. Styttan er að sögn Gunnars Eydals, skrifstofustjóra borgarst- jórnar, vináttugjöf frá franska rík- inu og er hún eftir frægan mynd- höggvara Frakka, Lipsi, að nafni. -ÁI Þá er rétt að taka það fram að rannsókn Rannsóknastofnunar Háskólans í Tromsö er aðeins byggð á línufiski úr tveimur róðrum þar sem 100 flök úr róðri úr ■m/s Sjáviknes voru tekin til rann- sóknar af sérfræðingum norska ríkismatsins, sem töldu að svipuð- um árangri mætti ná og með hefð- bundinni blóðgun, ef fiskurinn væri látinn veltast í hinn sérhönn- Fiskurinn þyrfti að velkjast í amk. 20 mínútur í sérhannaðri þvottavél um foorð í skipunum ef aðferðin í fræðslukvikmyndinni á að jafnast á við' hefðbundna blóðgun, segir Jóhann J.E. Kúld í athugasemd sinni. Þyrfti sérhannaða þvottavél í skipin - ef aðferðin sem kvikmyndin sýnir á að jafnast á við hefðbundna blóðgun „Við ætlum ekki að búa til neina glansmynd af á- standinu“, segja þeir. Og svo í næstu setningu: „Myndin er ekki gerð til að kenna sjómönnum, heldur til að minna á vandaða meðferð sjávarafla“. En það er einmitt það sem þeir ekki gera, þegar þeir brjóta gild- andi reglugerðarákvæði um blóðg- un á fiski. Það stenst heldur ekki, þegar þeir segja að seinni tíma rannsóknir hefðu sýnt að aðferðin serh sýnd sé í myndinni væri í engu verri en hin. Þau skilyrði voru nefnilega ekki fyrir hendi, í kvik- myndinni sem slík rannsókn byggðist á. Þessi rannsókn var gerð við Rannsóknastofnun. sjávarút- vegsins í Tromsö síðari hluta árs 1982 við allt aðrar aðstæður heldur en sýnt er í myndinni. Hönnuð var sérstök tvístæðu-þvottavél og fisk- urinn látinn veltast í henni í minnst 20 mínútur til að fá sambærilegan árangur við fisk sem blóðgaður var með hefðbundinni aðferð og síðan látinn liggja á þilfari þar til hann var dauður áður en slægt var. Samanburður var hinsvegar ekki gerður við fisk sem er blóðgaður niður í vatn með hinni hefðbundnu aðferð fyrir slægingu. En það er tvímælalaust besta aðferðin sé hægt að koma henni við. uðu tvístæðu-þvottavél í 20 mínút- ur í minnsta lagi. Það vantar ekki að um þennan árangurhafi verið skrifað í sér- fræðirit í Noregi, Danmörku og hér, og þetta er talinn mikill árang- ur. En hinsvegar hef ég hvergi séð getið hinnar tvístæðu sérhönnuðu þvottavélar sem þurfti til þess að ná þessum árangri. í Noregi þar sem þessi rannsókn var fyrst gerð deila menn nú um þessa aðferð og þykir mörgum vafasamt að hún sé framkvæman- leg um borð í veiðiskipunum, þar sem sami fiskur þarf að veltast um í minnst 20 mínútur í þessari sér- hönnuðu þvottavél svo sambæri- legum árangri verði náð á við fisk sem blóðgaður er með gömlu að- ferðinni og látinn liggja á þilfari fyrir slægingu. Með þeim vinnu- hraða sem nauðsynlegur er um borð í íslenskum fiskiskipum væru slík vinnubrögð eins og Rannsókn-. arstofnun sjávarútvegsins í Tromsö viðhafði algjörlega útilokuð og ekki framkvæmanleg. Vinnubrögðin í kvikmyndinni eru því eins og ég sagði í Fiskimála- þætti mínum 6. þ.m. algjörlega for- kastanleg og ekki hægt að afsaka þau með neinum frambærilegum rökum. Og að síðustu þetta: Treystir nú- verandi sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson sér til þess að bera ábyrgð á þessum vinnu- brögðum undirmanna sinna? Ég tel hann ekki öfundsverðan af því hlutverki ef hann gerir það. 6.10. 1983. Það verður nógur tími fyrir sjóliðana að snurfusa herskipin í mánaðarlegu í Reykjavík. Frakkar færa borginni styttu V ináttuheimsókn í heilan mánuð! 200 sjóliðar á tveimur herskipum franska flotans í Reykjavíkurhöfn William Golding hlaut Nóbelsverðlaun: Djöfullinn spilar í oss Rúmlega sjötugur breskur höfundur, William Golding, „sem kannaði hið illa í mann- legu eðli í dularbúningi œvin- týrasagna fyrir börn”, - hefur hlotið bókmenntaverðlaun Nó- bels. Eins og oft dður er for- múla sœnsku akademíunnar fyrir verðlaunaveitingunni bœði lœrð og hún óskiljanleg - en þar er talað um skdldsögur Goldings sem lýsi stöðu manns- ins í dag með skarpskyggni raunsœislegrar frdsagnarlistar í tengslum við algildi og fjöl- breytileika goðsagnarinnar. William Golding er fæddur árið 1911 og kemur fremur seint inn í bókmenntir. Hann las ensku og engilsaxnesku í Oxford og fékkst við ýmislegt að námi loknu - á stríðsárunum var hann í breska sjóhernum, og þau ár eru sögð hafa haft úrslitaáhrif á við- horf hans. Áður en hann tók þátt í að sökkva þýska herskipinu Bismarck eða fylgjast með land- göngunni í Normandie hafði hann trúað því, að maðurinn gæti bætt sjálfan sig. Síðar skrifaði hann: „Ég verð að taka það fram, að hver sa sem upplifði þessi ár án þess að skilja að maðurinn fram- leiðir hið illa eins og býfluga hun- ang hlýtur annað hvort að hafa verið blindur eða ruglaður”. Þessi bölsýni skilningur á „mann- legu eðli” hefur síðan einkennt flest verk hans. Einn gagnrýnandi tekur svo til orða: „Sífelld áhersla á vald hins illa og vonleysi mannsins skapa áhrif sem eru þegar til lengdar lætur í ætt við uppgjöf’. Langsamlega þekktasta bók Williams Goldins og sú eina sem þýdd hefur verið á íslensku er Flugnahöfðinginn - „Lord of the Flies”, sem fyrst kom út árið 1954. Sú bók er meðal annars staðfesting á því, að bækur spretta af bókum - hún er grimm skopstæling á vinsælli drengja- sögu frá fyrri öld, „Kóraleyjan”, sem lýsir því að strákar, sem urðu skipreka á eyðieyju byggðu upp fljótt og vel dyggðugt og breskt samfélag á þeirri eyju sem þeir fundu. „Flugnahöfðinginn” segir líka sögu af skólakrökkum sem hafna á eyðieyju (vegna flug- slyss) - en með þeim former- kjum, að hinir ungu „Róbin- sonar” taka fljótlega eftir að yfir þá gengur gleðivíma frjálsrar náttúru - til við grimmt valdatafl, sem sendir flesta þeirra niður á við í villimennsku. Þegar í þessari skáldsögu kom það fram, sem síðan hefur einkennt flestar skáldsögur Williams Goldins: djúpstæð bölsýni á nútíma siðm- enningu og um leið vantrú á að hægt sé að finna leið út úr víta- hringnum. Golding mun hafa svo að orði komist um „Flugnahöfð- ingjann”, að af þeirri sögu megi ef til vill draga þá ályktun, að „ás- igkomulag samfélags er háð sið- ferði hvers og eins - en ekki pólit- ískum kerfum - hve rökrétt sem þau sýnast vera”. í þeirri framfarabjartsýni sem hófst undir ýmsum formerkjum ekki löngu eftir að William Gold- ing (þá 45 ára gamali) kemur á bókmenntavettvang, hafa margir orðið til að ýta hans bókum og þeim spumingum sem þær vekja til hliðar: þær eru óþægilegar - hvort sem menn trúa á marxíska byltingu eða gæfulegar hagtölur kapítalismans. Þegar William Golding nú fær Nóbelsverðlaun í bókmenntum er það meðal annars vitnisburður um að menn lifa nú í eins konar ráðleysisþögn milli spámanna, sem væru sannfærðir um að þeir viti hvað gera skuli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.