Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. október 1983 Umboðsmenn úti á landi Akranes: Jóna K. Ólatsdóttir. Garöabraut 4. s. 93-1894. Áltanes: Sæbjörg Einarsdóttir. Brekkubæ. s. 91-52311. Akureyri: Haraldur Bogason. Noröurmýri 36. s. 96-24079. Bíldudalur: Jóna M. Jónsdóttir. Tjarnarbraut 5. s. 94-2206. Blönduós: Guðrún Jóhannsdóttir. Garðabyggð 6. s. 95-4443. Bolungarvík: Þóra Hans. Hjallastræti 26. s. 94-7291. Borgarnes: Sigurður B. Guðbrandsson. Borgarbraut 43. s. 93-7190. Búðardalur: Sólveig Ingólfsdóttir. Gunnarsbraut 7. s. 93-4142. Dalvík: Þóra Geirsdóttir. Hjarðarslóð 4. E. Egilsstaðir: Páll Pétursson. Árskógum 13. s. 97-1350. Eskifjörður: Guðrún Karlsdóttir. Strandgötu 3. s. 97-6274. Eyrarbakki: Pétur Gíslason. Gamla Læknishúsinu. s. 99-3135. Fáskrúðsfjörður: Málfríður Ægisdóttir. Hlíðargötu 24. s. 97-5186. Flateyri: Sigríður Sigursteinsdóttir. Drafnargötu 17. s. 94-7643. Garðabær: Sigurlaug Gísladóttir. Hofslundi 4. s. 91-44876. Gerðar Garði: Kristjana Ottósdóttir. Lyngbraut 6. s. 92-7058. Grindavík: Aðalheiður Guðmundsd. Austurvegi 18. s. 92-8257. Grundafjörður: Guðlaug Pétursdóttir. Fagurhólstúni 3. s. 93-8703. Hafnarfjörður: Helga Thorsteinsson. Merkurgötu 13. s. 91-53800. Hella: Halldóra Háldánard. Freyvangi 24. s. 99-5836. Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson. Munaðarhóli 14. s. 93-6688. Hólavík: Jón Ólafsson. Brunnagötu 7. s. 94-3173. Hrísey: Guðjón Björnsson. Sólvallagötu 3. s. 96-61739. Húsavík: Aðalsteinn Baldursson. Baughól 31 b. s. 96-41937. Hvammstangi: Eyjólfur R. Eyjólfss. Strandgötu 7. s. 95-1384. Hveragerði: Þórgunnur Björnsdóttir. Þórsmörk 9. s. 99-4235. Höfn í Hornafirði: Matthildur Kristens. Kirkjubraut 46. s. 97-8531. ísafjörður: Jóhanna Bjarnadóttir. Pólgötu 5. s. 94-3884. Keflavík: Eygló Kristjánsdóttir. Dvergsteini. s. 92-1458. Mosfellssveit: Stefán Ólafsson. Arnartanga 70. s. 91-66293. Neskaupstaður: Ingibjörg Finnsdóttir. Hólsgötu 8. s. 97-7239. Njarðvík: Ester Guðmundsd. Hólagötu 25. s. 92-3299. Ólafsfjörður: Sturla Sigmundsson. Hrannabyggð 10. Ólafsvík: Kári Konráðsson. Ólafsbraut 50. s. 93-6216. Patreksfjörður: Ingibjörg Haraldsdóttir. Túngötu 15. s. 94-1353. Raufarhöfn: Sigurveig Björnsd. Ásgarði 5. s. 96-51194. Reyðarfjörður: Þórdís Reynisdóttir. Sunnuhvoli. Sandgerði: Þorbjörg Friðriksdóttir. Hólagötu 4. s. 92-7764. Sauðárkrókur: Halldóra Helgadóttir. Freyjugötu 5. s. 95-5654. Selfoss: Helga Snorrad. Tryggvagötu 5. s. 99-1658. Seyðisfjörður: Ragnhildur B. Árnadóttir. Gilsbakka 34. s. 97-2196. Siglufjörður: Sigurður Hlöðversson. Suðurgötu 86. s. 96-71406. Skagaströnd: Eðvarð Hallgrímsson. Fellsbraut 1. s. 95-4685. Stokkseyri: Ingi S. Ingason. Eyjasel 7. Stykkishólmur: Kristín Óskarsdóttir. Sundabakka 14. s. 93-8205. Suðureyri: Þóra Þórðardóttir. Aðalgötu 51. s. 94-6167. Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir. Hásteinsvegi 28. s. 98-1177. Vík í Mýrdal: Vigfús Páll Auðbertsson. Mýrarbraut 10. s. 99-7162. Vopnafjörður: Sigurður Sigurðsson. Fagrahjalla 14. s. 97-3194. Þorlákshöfn: Kristín Guðbrandsd. Lyngberg 25. s. 99-3848. Þórshöfn: Halla S. G. Hallsteinsd. Langanesvegi 8. Látið ekki aðra segja ykkur hvað stendur í Þjóðviljanum Áskriftarsími 81333 „Skuldir heimsins“ stendur á þessum grettistökum - „við sökkvum með þeim“, segir Charles Maynes. Ef fátæku sökkva... Ádrepa eins ráðgjafa Carters á afstöðu Bandaríkjanna til þriðja heimsins Heimurinn rambar á barmi pó- litískra stórslysa, sem Banda- ríkjamenn virðast ætla að leiða hjá sér, enda þótt afleiðingar ástandsins fyrir hagsmuni þeirra hljóti að verða miklar. Svo segir einn af ráðherrum Carterstjórnarinnar og ritstjóri tímaritsins Foreign Policy, Charles Maynes, í nýlegri grein sem er beint og óbeint stefnt gegn stefnu Reaganstjórnar- innar í málefnum þriðja heimsins. Maynes segir að stjórnin í Was- hington virðist einkum hafa á- hyggjur af því, að hin mikla skulda- söfnun ríkja þriðja heimsins muni grafa undan bankakerfi Vestur- landa. En á meðan séu þróunar- löndin komin í stöðu, sem rífur nið- ur þó það sem áunnist hafði til efnahagslegra framfara á undan- förnum áratugum. Lönd sem fengu pólitískt sjálfstæði snemma á sjö- unda áratugnum og lögðu inn á braut „nútímaþróunar" nokkru síðar eru nú á leið aftur til fortíðar- innar. „Framkvæmdaáform eru lögð til hliðar, börnum er ekki kennt, sjúkdómar breiðast út, betl- arar fylla götur þar sem þeir hafa ekki Iengi sést, fólk rænir matvæla- búðir, miðstéttin er að farast í gjaldþrotum og háum vöxtum." Maynes telur, að bandarískir ráðamenn og þeir sem hugsa líkt og þeir, láti blekkjast af því, að pólit- ískt ástand hefur verið merkilega stöðugt í iðnvæddum ríkjum norðurhluta heimsins, þrátt fyrir kreppu og erfiðleika ýmsa. En hann bendir á, að þar sé til „örygg- isnet“ (atvinnuleysisbætur og fleira) sem dugi til að viðhalda óbreyttu ástandi - í þróunarlönd- unum sé aftur á móti ekkert slíkt. í þriðja heiminum mæta menn því fyllilega réttmætri reiðj þeirra, sem þegar búa við skort og er nú sagt að herða sultarólina meir. Hrikalegt ástand Um þrjátíu ára skeið hafa ríku löndin og hagfræðingar þeirra og alþjóðleg samtök og ráðamenn þriðja heimsins, sem ætluðu þang- að sem iðnvæddu ríkin eru núna, upprætt hefðbundna lifnaðarhætti þriðja heimsins og skapað aðstæð- ur, sem í reynd hröktu fólk úr sveit- um og til borga - í von um lífsbjörg í nýrri iðnbyltingu. Fólkið hefur þyrpst til Jakarta, Lagos eða Mex- íkóborgar, sem hafa að sínu leyti orðið hörmulegustu slömm. „Og eftir margra ára viðleitni og þján- ingar, sem voru byrjuð að skila ár- angri, er íbúum Þriðja heimsins nú sagt, að rangt hafi verið reiknað, að framtfðin sé ekki lengur björt, að þeir eigi að snúa aftur til þeirra lífshátta sem þeir höfðu yfirgefið. En á þeim tíma, sem liðinn er, hef- ur búskaparkunnátta glutrast nið- ur, landið hefur verið tekið undir stórbýli, fjölskyldutengslin sem áður sköpuðu visst öryggi og sam- hjálp, hafa slitnað". Maynes dregur fram ýmislegt til að brýna fyrir mönnum hve hrika- leg vandamálin eru. Atvinnuleysið eykst hraðar en í iðnríkjum og get- ur vel verið um 40% eins og er. Og um leið er krafist mikilla fórna - til dæmis heimtar Aljrjóða gjaldeyris- ríkin sjóðurinn 50% niðurskurð á ríkis- útgjöldum sem skilyrði fyrir lána- fyrirgreiðslum - enda þótt atvinnu- leysi hafi þar margfaldast á undan- förnum tveim árum og sé nú um 26%. Hagvöxtur er lítill sem eng- inn - og um leið kippa auðugri ríki að sér hendinni með lán og fjárfest- ingar. Byltingar margar Grein Maynes er óralangt frá því að bera svip af „róttækni“ - hann er blátt áfram að reyna að brýna fyrir löndum sínum, að það muni þeim sjálfum í koll koma ef að þeir kunna ekki nein önnur svör við auknu bili milli efnaðra og snauðra ríkja en hagfræðiglósur upp úr Fri- edman og hans nótum. Eða þá að rekja alla pólitíska ókyrrð til undir- róðurs Rússa og Kúbumanna, eins og mikil tíska er í Reaganstjórn- inni. Charles Maynes víkur að sönnu ekki að þeirri tísku beinlínis í grein sinni í Wáshington Post, sem hér var rakin. En hann minnir á það, að í kreppunni upp úr 1930 leiddi verðhrun til um það bil 50 byltingartilrauna í Suður-Ame- ríku. Það séu engar líkur á því að Þriðji heimurinn taki hlutskipti sínu án þess að mögla - og nýjust dæmi því til staðfestingar séu ein- mitt vaxandi öldur mótmæla og efldar kröfur um pólitskar breytingar sem dynja á herforing- jaklíkum í Chile og Argentínu. En á meðan, segir Maynes, keppir risaveldið Bandaríkin við Ítalíu um þann vafasama heiður að veita minnstu fé allra vestrænna ríkja til þróunaraðstoðar. Og að- eins fimmtungur þeirrar aðstoðar sem veitt er, fer til fátækustu ríkj- anna. Helmingur allrar banda- rískrar við erlend ríki fer til tveggja ríkja, ísraels og Egyptalands - og þá ekki síst til að halda uppi tveim öflugum herjum, sem - vel á minnst - gætu hæglega lent í styrj- öld sín í milli áður en mörg ár líða. ÁB tók saman. I sláturtíðinni /MS4 slátur í kassa Rúgmjöl, haframjöl, Munið W á kr' 49°" rúsínur og sláturgarn á tilboðsverði. ódýra dilkakjötið <&>53159 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI41 <150292

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.