Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 23 ■bk ■U Hið nýja ísland Halldór Pjetursson skrifar: Er hér að myndast ný manntegund, sem ætlar með kné- falli að lúta með lotningu verstu öflum þjóðarinnar, ef maðurinn við borðsendann mælir svo fyrir? Hefur þjóðin gleymt því hvernig svona menn voru afgreiddir, jafnvel á okkar mestu niðurlæg- ingartímum? Kannski grunar hana, að landsfeðurnir, sem við vorum sviknir undir, hafi gát á taumhaldinu? Það lítur út fyrir að þeir séu að gera prufu á því hvað við þolum. Blíðuhótin í bandaríska sendi- ráðinu benda til þess. Utandyra þar eru íslendingr barðir og brotnir til óbóta. Þetta sýnir hvert stefnir. Þetta er siðvæðing- in, sem Bandaríkin kosta í Suður- Ameríku. Hún skal hér gilda, ráða og ríkja. Maðurinn við borðsendann segir bara já og amen í kaupbæti. Þetta er hans faðir vor, sem alltaf má bæta inní og reynast sem huldar og duldar bætur, sem til vor streyma úr hans munni. Hvenær hefur sálu- bót orðið sýnileg? Skattlausnir bíða yfir höfði okkar, gráar árur og þegar búið er að bjóða upp allt, sem sýnilegt er, standa ein- staklingarnir strípaði á götunni og spyrja: hvar er það, sem okkur var lofað? Borðsendinn svarar úr fjarska: Þú ert búinn að fá það, þú færð gamlar flíkur af okkur stórmennum og ameríska súpu á eftir. í bjargvona þorpum bíða þegnarnir komu togara sinna af veiðum. Þeir klæðast sínum vinnuhjúpi og ganga til hafnar. Þar sjá þeir stórt spjald. Á gráum grunni þess er skrifað með stjórnarletri: Togarinn er seldur og nú getið þið sofið út og beðið skýringa frá borðsendanum. Ekki brást samninganefndin við ísal. Hinir heimskustu þóttust sjá glitta í smárifur í samskiptum, en þessi teikn hurfu skjótt. Guðmundur bíður samt hress og glaður eftir næsta fundi og röð eftir röð þar fram af. Þetta gefur nefndarmönnum gull í mund. Jó- hannes gengur á milli á stílhreinu stjái með blöð í greip og hneigir sig að höfðingjasið, sem kannski endar með knéfalli á bæði kné, því vart mun hann standa á réttin- um. Jóhannes er líkastur gömlum Faraó, þar glampaði allsstaðar í gull, hvernig sem hann snéri. Jó- hannes er sá íslendingur, sem næst mun standa Vilhjálmi Þór, sem íslensk réttvísi þorði ekki að trufla fyrir rétti, því hann var að telja endurnar á Tjörninni gegn- um glugga á réttarsalnum. Svar við spurningum komst því aldrei að því alltaf bættust nýjar endur við, en sá maður lét aldrei falsaða tölu frá sér fara. Jóhannes mun vera merkasti núlifandi fslendingur, þótt vond- ir menn efist um slíkt. Maður einn spurði mig hvort hann mundi vera föðurbetrungur eða verfeðrungur. Ég svaraði hik- laust: Nú ferð þú í geitarhús að afla ullar. Ert þú svo tölvís að þú vitir hvað margar nefndir hann hefur í höndum og huga? Það segir sína sögu. Spurningu þeirri svara ég ekki beint því mér þótti vænna um Sigurð Nordal en aðra menn á hans tímabili. En Jóhann- es er gullkálfur, sem hefja ætti á stall og það er að vissu leyti byrj- að. Hann slær Kristin Finnboga- son alveg út í kraftaverkastússi. Jóhannes er nú að byggja fyrsta íslenska píramídann á þeim tíma þegar Albert finnur hvergi eyri. Mörgum þykir þetta skrýtið en Jóhannes svarar þessu, að mig minnir, á þann hátt, að þessi bygging geri þjóðinni engan bak- verk, bankinn greiði þetta allt sjálfur og þurfi ekkert til annarra að sækja. Margir fleiri en ég spyrja eins og María: „Hvernig má þetta ske“? Jóhannes virðist hafa fundið upp nýja tilhleyp- ingu. Áður þurftu bændur hrúta til að fjölga fé sínu, en Jóhannes virðist hafa fundið nýja sæðingu, hleypa til krónanna, svo þær margfaldi magn sitt. Jóhannes mun vera einn tekju- hæsti maður landsins og tekju- stofnar hans eins og sandur á sjávarströnd. Þetta kemur í raun ekkert Seðlabankanum við. Bankar okkar hafa nú verið taldir þjóðareign, sem er mjög hátt hugtak, kannski ekki að magni. Nú hefur mér komið í hug að bæta á þennan mikla mann einu embætti enn: Láta hann fara á milli allra þessara peningastofn- ana og koma þar við þessari nýju tilhleypingu, sem tíðkast í Seðla- bankanum, og fylla þar með öll fjármálagöt. Þar með er öllu borgið og allir bera sitt amstur út á torg og láta með því vind og vatn gera því skil. Sjónvarp kl. 21.15 Stans! Svo nefnir Rafn Jónsson, fréttamaður, umræðuþátt um umferðarmál, sem hann stjórnar í Sjónvarpinu í kvöld, útsending- in er bein. Er þátturinn tengdur umferðarviku þeirri í Reykjavík og nágrenni, sem nú stendur yfir, í tilefni af norræna umferðarár- inu. I þættinum koma fram: Ragn- heiður Daviðsdóttir, lögreglu- maður, Tryggvi Jakobsson, starfsmaður Umferðarráðs, Bjarni Torfason, læknir og tveir nýliðar í umferðinni; 17 ára pilt- ur, semnýbúinn er að taka bílpróf og ungur vélhjólapiltur. Auk þess verða vegfarendur teknir tali. - Rætt verður um gildi umferðar- fræðslu og áróðurs fyrir henni og um umferðarslys. - mhg skak Karpov að tafli - 212 Þegar Karpov fór að slaka á klónni eftir tapið fyrir Larsen komst Mikhael Tal, sem var í miklum ham allt árið 1979, uppfyrir hann. Eftir 15 umferðir komst hann einn í efsta sætið og hann hélt því forskoti 116. umferð. En Karpov tók sig á og lagði Boris Spasskí að velli í 17. um- ferð: ifl abcdefgh Spasskí - Karpov Staðan kom upp eftir 34. leik svarts, a6-a5! Spasski er í leikþröng! 35. Ba4 Rxc4 36. He8 Hxc3 37. Hc8 Re3 38. Bb5 c4 39. Kg1 Hc2 40. Bc6 c3 41. Bf3 g5 42. g4 f4 - og hér gafst Spasskí upp. Bæði Tal og Karpov gerðu jafntefli í síðustu umferð mótsins. Lokastaðan var þessi: 1.-2. KarpovogTal 12. v. (af 18)3. Portisch 10V2 v. 4. Ljubojevic 9 v. 5.-6. Spasskí og Timman 8V2 v. hvor. 7.-9. Hort, Kvalek og Hubner 8 v. hver. 10. Larsen 5V2 v. bridge Það er oft mesta furða, hvað verður úi ýmsum spilum, þegar farið er að spila þau. Hér er dæmi: G ÁG1094 753 10742 ÁK83 6 ÁG842 ÁD5 Suður var sagnhafi í 5 tíglum, sem er ekki beint fegursti samningur í heimi. Jæja, hvað um það, útspil Vesturs var hjarta- þrír. Sagnhafi starði aðeins á blindan og yppti svo öxlum. Botn er bara botn, hugsaði hann með sjálfum sér og bað um ásinn. Síðan litið lauf og drottningu svínað. Jæja, hugsaði sagnhafi með sér, kannski slepp ég tvo niður. En hvað næst? Jú, því ekki að reyna að trompa eitthvað? Út með spaðaás og lítinn spaða, sem trompaður er í blindum, hjarta trompað heim, spaði trompaður i borði, hjarta trompað heim og spaði trompaður i borði (0,0, hugsaði sagnhafi með sér og leit flóttalega á makker sinn. Þar trompaði ég spaðakónginn af sjáíf- um mér. En staöan var nú þessi: G10 107 ÁG8 5 Sagnhafi var staddur inn í borði og bað um hjartagosa. Austur hélt smá ráð- stefnu með sjálfum sér, en trompaði síð- an hjartagosa með tiguldrottningu. Nei, hann má eiga þetta hugsaði sagnhafi með sjálfum sér, og henti laufafimmu í. Austur spilaði þá tígulníu, og Suður leit grunsemdaraugum á Austur. Nú já, hann á þá kónginn líka... Og lét tigulgos- ann, en Vestur drap á tígulkóng. En tigu- lásinn og áttan sáu svo um 10.-11. slaginn. Unnið spil. Hendur A/V voru þessar: 10765 D873 K104 93 D964 K52 D9 KG86 Gœtum tungunnar Heyrst hefur: Vatniö er geymt í kerjum. Rétt væri: Vatniö er geymt í kerum. (Munum „leirkerasmiðinn” á góðum stað!) RUV0 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgun- þáttur. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Stefnir Helgason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að vagnhjóli" eftir Mindert DeJong Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sína (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.05 Jane Addams — engill hinna aumustu Séra Árelíus Níelsson flytur erindi. 11.35 Steely Dan, Toto, Mike Oldlield og fleiri syngja og leika. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Katrín frá Bóra“ eftir Clöru S. Schreiber Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Eliasson les (7). 14.30 Miðdegistónleikar Hljómsveitin Fíl- harmonia leikur lög eftir Waldteufel og Strauss. Herbert von Karajan stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Útvarpshljómsveitin í Köln leikur Ungverskar rapsódíur nr. 1 og 2 eftir Franz Liszt. Eugen Zsenkar stj. / Mart- ino Tirimo og hijómsveitin Fílharmonía leika Rapsódíu op. 43 eftir Serge Rakhmaninoff um stef eftir Paganini. Yoel Levi stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Heiðdis Norðfjörð segir börnunum sögu fyrir svefninn. (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Friðarráðstefnan í Haag 1899 „Striðs- bumban barin" eftir Barböru W. Tuchman. Bergsteinn Jónsson les þýðingu Óla Her- mannssonar (4). 21.10 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyrar. Umsjónarmaður: Óðinn Jónsson. (RÚ- VAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Gullkrukkan" eftlr James Stephens Magnús Rafnsson les þýðingu sína (15). 23.00 Náttfari Þáttur i umsjá Gests Einars Jónassonar. (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.00 Á næturvaktinrti - Ólafur Þórðarson. 03.00 Dagskráriok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Sigurður Grímsson. Kynnir Birna Hróifsdóttir. 20.50 Flói í faðmi jökla Bresk heimildarmynd frá Jöklaflóa á suðausturströnd Alaska. Fyrr meir var flói þessi ísi lagður og enn ganga skriðjöklar I sjó fram. Síðan isinn fór að hopa hefur gróður fest rætur og dýralíf í sjó og á landi er auðugt og fjölskrúðugt. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.15 Stans! Umræðuþáttur i beinni útsend- ingu um umferðarmál. Dagskrá þessi er í tengslum við umferðareiku í Reykjavík og nágrenni, dagana 3.-10. október, i tilefni af norrænu umferðaröryggisári. Umsjónar- maður Rafn Jónsson, fréttamaður. 22.15 Fær Rut að lifa? (Life for Ruth) Bresk bíómynd frá 1962. Leikstjóri Basil Dearden. AðalhluWerk: M.ichael Craig, Patrick McGo- ohan og Janet Munro. Átta ára telpa þarf á blóðgjöf að halda eftir að hún hefur bjargast naumlega frá bráðum bana. Faðir telpunnar neitar um leyfi til blóðgjafar af trúarlegum ástæðum og hefur það örlagarikar afleiðing- ar. Þýðandi Björn Baldursson. 23.50 Dagskrárlok. Ólafur Þórðarson byrjar á næt- urvakt kl. 1.10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.