Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurðsson Tveir af skæðustu leikmönnum síðustu íslandsmóta í innanhússknatt- spyrnu, Sigurður Grétarsson og Sigurjón Kristjánsson úr Breiðabliki, verða meðal þátttakenda á boðsmóti íþróttafréttamanna á Selfossi á sunnudagskvöldið. Stjarnan stórgóðu KR náði að herja út annað stigið gegn Stjörnunni, 15-15, eftir hroðalega byrjun í leik liðanna í 1. deildinni í handknattleik í gær- kvöldi. Stjarnan komst í 5-0 og 8-2 en KR lagaði stöðuna í 9-7 fyrir leikhlé. Eftir mikinn hasar og allt að því slagsmál í síðari hálfleik náði KR að jafna á síðustu mínútunum, 14-14 og loks 15-15 með marki Jó- hannesar Stefánssonar hálfri ann- arri mínútu fyrir leikslok. „Með agaðri leik hefðum við sigr- að,“ sagði Friðrik Þorbjörnsson fyrirliði KR eftir leikinn. „Miðað við byrjunina er maður sáttur við annað stigið en í síðari hálfleik átt- Landsliðsmennirnir fjöl glopraði niður forskoti gegn KR um við alla möguleika á sigri. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið eftir að hafa misst sex fastamenn en við stefnum á 4-liða úrslitin, það yrði sigur fyrir okkur.“ Sterkur varnarleikur KR eftir fyrsta korterið og frábær mark- varsla Gísla Felix Bjarnasonar færði KR þetta stig sem virtist fjar- lægt framan af. Jakob Jónsson átti góðan Ieik í sókn og vörn, þar er mikið efni á ferð. Aðrir komust ágætlega frá leiknum ef fyrsta kort- erið er undanskilið. Stjarnan missti öll tök á leiknum eftir hina góðu byrjun. Fyrst kæru- leysi, síðan ráðleysi í sóknar- leiknum og fyrir einum of harðan varnarleik voru Garðbæingar oft- ast manni eða mönnum færri í síðari hálfleik. Gunnar Einarsson var bestur, stjórnaði spilinu vel, og Brynjar Kvaran varði ágætlega. Mörk KR: Jakob 5, Guðmundur 4, Jó- hannes 3, Haukur G. 2og Björn eitt. Mörk Stjörnunnar: Eyjóifur 6, Gunnar 3, Magnús T. 3, Hannes 2 og Sigurjón 1. Átta marka FH-sigur Á undan léku KR og FH í 1. deild kvenna. FH sigraði örugg- lega, 21-13, í þessum fyrsta leik deildarinnar. - VS menna austur á Selfoss! Wark skoraði þrennu og bjargaði Ipswich Dregið hefur verið um hvaða fé- lög mætast í fyrstu umferð boðs- móts íþróttafréttamanna í innan- hússknattspyrnu sem fram fer á Selfossi á sunnudagskvöldið. Átta lið taka þátt í keppninni sem er með útsiáttarfyrirkomulagi. Fyrst mæt- ast: Fram-Breiðablik Selfoss-KR Valur-Víkingur ÍA-Íþróttafréttamenn Félögin hafa tilkynnt hvaða leik- menn taki þátt í mótinu fyrir þeirra Woodcock slasaðist Tony Woodcock, miðherji Arsenal, getur ekki leikið með enska landsliðinu gegn Ung- verjum á miðvikudaginn. Hann meiddist á æfingu nú í vikunni. Þá er vafi með Mike Duxbury frá Manch. United og Trevor Fra- ncis frá Sampdoria. Englend- ingar verða að sigra í Búdapest til að eiga möguieika á að kom- ast í úrslit Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu. -VS / Arsþing FRÍ Ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands 1983 fer fram í veitingahúsinu Gafl-inn, Reykjavíkurvegi 68, Hafnar- firði, laugardaginn 26. nóvemb- er og hefst kl. 9.30. Málefni, sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir, skulu tilkynnt FRI minnst 2 vikum fyrir þing. Framarar í öðru sæti Fram tryggði sér annað sætið í 2. deild karla í blaki fyrir tíma- bilið 1982-83 með því að sigra Samhygð 3-0 í fyrrakvöld. Hrinurnar enduðu 15-2,15-6 og 15-10. Fram leikur því við Vík- ing um fyrra sætið sem er laust í 1. deildinni í vetur. Sá leikur fer fram í Hagaskóla á laugardag kl. 16.30. Tapliðið leikur síðan um Samhygð um annað lausa 1. deildarsætið. hönd. Þar eru margir frægir kapp- ar, fyrrverandi og núverandi lands- liðsmenn, ásamt fleirum sem aldrei hafa gefið kost á sér. Liðin eru þannig skipuð: ÍA Árn) Sveinsson Guðjón Þórðarson Hörður Jóhannesson Sigurður Halldórsson Sigurður Jónsson Valur Guðmundur Þorbjörnsson Hilmar Harðarson Hilmar Sighvatsson Ingi Björn Albertsson Valur Valsson Fram Bragi Björnsson Bryngeir Torfason Guðmundur Torfason Kristinn Jónsson Steinn Guðjónsson Viðar Þorkelsson KR Björn Rafnsson Jón G. Bjarnason Jósteinn Einarsson Ottó Guðmundsson Sverrir Herbertsson Sæbjörn Guðmundsson Breiðablik Sigurður Grétarsson Sigurjón Kristjansson Trausti Ómarsson Vignir Baldursson Þorsteinn Geirsson Þorsteinn Hilmarsson íþróttafréttamenn Friðþjófur Helgason Hermann Gunnarsson Ingólfur Hannesson Keppnin í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst í kvöld. ÍBK og ÍR mætast í Keflavík og verður flautað til leiks kl. 20. Síðan verða tveir leikir á sunnudag. Hauk- ar-Njarðvík kl. 14 og Valur-KR kl. 20. Fyrri leikurinn verður í Hafn- arfirði og er fyrsti leikur hafnfirsks liðs í efstu deild í körfuknattleik karla, en sá síðari fer fram í Selja- skóla. Fram og ÍS, tvö af sterkustu lið- um 1. deildar karla, mætast í Haga- skólanum á morgun kl. 14. Á sama tíma mætast Laugdælir og Skalla- grímur á Selfossi. Þá leika ÍR og Njarðvík í 1. deild kvenna í Selja- skóla kl. 21.30 á sunnudagskvöld- ið. Á íslandsmótinu í vetur leika 26 lið í meistaraflokki karla og 6 í Samúel Örn Erlingsson Skapti Hallgrímsson Víðir Sigurðsson Víkingur Aðalsteinn Aðalsteinsson Andri Marteinsson Einar Einarsson Heimir Karlsson Jóhann Þorvarðarson Ólafur Ólafsson Selfoss Birgir Haraldsson Einar Jónsson Gylfi Sigurjónsson Ingólfur Jónsson Jón Birgir Kristjánsson Þórarinn Ingólfsson Stjörnulið Ómars Ómar Ragnarsson Jón Ragnarsson Albert Guðmundsson Magnús Ólafsson Kvennaliðið Arna Steinsen Ásta B. Gunnlaugsdóttir Erla Rafnsdóttir Laufey Sigurðardóttir Magnea Magnúsdóttir Ragnheiður Vikingsdóttir Mótið hefst kl. 19.30, en húsið verður opnað kl. 19. Að loknum 8-liða úrslitunum Ieikur Stjörnulið Ómars Ragnarssonar við kvenna- landsliðið í knattspyrnu og fleira verður væntanlega til skemmtunar á milli leikja. Keppt er um Adidas- bikarinn og eins og áður hefur komið fram er ráðgert að mót þetta verði að árlegum viðburði. Miða- verð er kr. 100 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir börn. -VS meistaraflokki kvenna. Þau eru sem hér segir: Úrvalsdeild: Valur, „ Keflavík, ÍR, Njarðvík, KR og Haukar. 1. deild karla: Fram, ÍS, Þór Ak- ureyri, Skallagrímur, Grindavík og Lugdælir. John Wark skoraði þrjú mörk þegar lið hans, Ipswich, slapp með skrekkinn gegn Blackburn í fyrra- kvöld. Liðin léku þá fyrri leik sinn í enska mjóikurbikarnum í knatt- spyrnu, 2. umferð, og Ipswich sig- raði 4-3 eftir að Blackburn hafði verið 0-2 yfir í hálfleik. Úrslit í fyrrakvöld urðu annars þessi: Brentford-Liverpool............1-4 Vestur-Þjóðverjar unnu stór- sigur, 3-0, á Austurríkismönnum í Evrópukcppni landsliða í fyrra- kvöld. Leikið var í Gelsenkirchen í V-Þýskalandi og skoraði Rudi Völl- er tvö markanna en Karl-Heinz Rummenigge eitt. Þar með eiga Austurríkismenn enga sigurmöguleika lengur í riðl- inum en keppnin stendur á milli Norður-íra og Vestur-Þjóðverja. Hvor þjóð hefur tapað þremur stig- um og þær eiga eftir að mætast í V-Þýskalandi. Tveir vináttulandsleikir fóru 2. deild karla: A-riðill - Sindri, SE, ÍME og Hörður. B-riðill - Esja, Reynir S, HK, Drangur og KFÍ. C-riðill - Léttir, Snæfell, ÍA, Tindastóll og Breiðablik. 1. deild kvenna: KR, IR, IS, Njarðvík, Haukar og Snæfell. Derby-Birmingham.................0-3 Ipswich-Blackburn................4-3 Leeds-Chester.................. 0-1 Leicester-Chelsea................0-2 Manch.City-Torquay...............0-0 Newcastle-Oxford............... 1-1 Stoke-Peterborough...............0-0 Tottenham-Lincoln City...........3-1 Enn hallar undan fæti hjá Leeds, nú tapar þetta gamalkunna félag á heimavelli gegn neðsta liði 4. deildar! fram í fyrrakvöld. Italir unnu sannfærandi sigur á Grikkjum, 3-0. Fyrsti sigur þeirra síðan í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í fyrra. Þá gerðu Frakkar og Spánverjar jafntefli í París, 1-1. Leikið í Seljaskóla Hið nýja íþróttahús Seljaskóla í Reykjavík verður á sunnudag vettvang- ur keppni f 1. deild karla í handknatt- leik. Þar fara fram tveir leikir,, Vfkingur-Þróttur kl. 15.15 og Valur-i Haukur kl. 16.30. Á undan, eða kl. 14, mætast Víkingur og Fylkir í 1. deild kvenna. f kvöld fara fram þrír leikir í 2. deild. Þór Ve-Fylkir, Grótta-Breiðablik og Reynir S.-HK. fR og Fram leika síðan á morgun kl. 14 í Seljaskóla. f A og fR leika í 1. deild kvenna kl. 14 á morgun á Akranesi og þá mætast einnig Haukar-HK og Þróttur-Keflavík í 2. deild kvenna. Þór og Selfoss leika í 2. deild kvenna á Akureyri í kvöld en á undan mætast sömu félög í 3. deild karla. Aðrir leikir í 3. deild um helgina eru Afturelding-Ármann í kvöld, ÍA- Skallagrímur og Keflavík-Ögri á morg- un. Þrjú kærð fyrir ólöglega meirn! Formaður Blaksambands íslands, Skjöldur Vatn- ar Björnsson, hefur kært Reykjavfkurmótið í meistaraflokki karla, eða öllu heldur þrjú félag- anna, Þrótt, Víking og Fram, fyrir að nota ólöglega leikmenn. í öllum tilfellum er um að ræða leikmenn sem hafa tilkynnt félagaskipti yfir í viðkomandi félög en eru ekki orðnir löglegir. Félögin sem taka þátt í mótinu funda um málið í dag og komist þau að samkomulagi um hvernig taka beri á slíku nú og í framtíðinni, er formaðurinn reiðubúinn til að draga kæru sína til baka. -VS Þrir fyrstu leíkir úrvals- deildarinnar um helgina Staðan styrkist hjá V-Þjóðverjum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.