Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Sambandið semur um smíði á 3000 lesta skipi Þannig mun hið nýja skip Sambandsins líta út. Fjölhliða flutningaskip sparar rekstrariíostnað Skipadeild Sambandsins hef- ur látið hanna nýstárlegt skip sem mun geta annað bæði verk- efnum venjuiegs frystiskips og gámaskips. Með því móti mun skipið nýtast mun betur á sigl- ingaleið til og frá Bandaríkjun- um og rekstarsparnaður verður verulegur. Hugmyndin að smíði skipsins á Axel Gíslason framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins. Eftir að ljóst var að heppilegt skip þess- arar gerðar er ekki til í heiminum var leitað tilboða hjá 30 skipa- smíðastöðvum víða um heim um smíði skipsins. Skipið verður um 3000 lestir að burðargetu og var tilboði frá Appledore Shipbuilders Ltd. tekið en fyrir liggja langtímal- án fyrir 80% af smíðaverði skips- ins. Heildarverð er áætlað 235 milj- ónir og er gert ráð fyrir afhendingu eftir rétt ár. f nýja skipinu verða 2 einang- raðar frystilestir með milliþilfari og eru lestarnar kassalaga með lóð- réttum veggjum. Lúgur eru stórar til lestunar og losunar á gámum og meðhöndlunar á fiskpöllum. Skipadeild Sambandsins rekur nú tvö frystiskip Jökulfell og Skaftafell og er ráðgert að selja Jökulfellið á næsta ári þegar nýja skipið kemur í gagnið. Pá verður viðkomuhöfnum í Bandaríkjunum fjölgað og boðið upp á reglulegar siglingar með gáma til og frá New York og Norfolk, auk þess sem silgt er til Gloucester og Halifax í Kanada. -*g- STERK OG STÍLHREIN Píanótónleikar í Háskólabíói Laugardaginn 8. október 1983 kl. 14.00 Á efnisskrá eru: Schubert og Brahms Martin Berkofsky & Anna Mátfrídur Sigurdardóttir Ágóði rennur til Grensásdeildar. Miðar seldir í Háskólabíói og á Grensásdeild Borgarspítalans. Lokað vegna jarðarfarar Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar svo og vinnu- miðlun og gæsluvellir bæjarins verða lokaðir í dag frá kl. 13 vegna jarðarfarar. Bæjarstjórinn Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands UMSÓKNIR UM LÁN Á ÁRINU 1984 OG ENDURNÝJUN ELDRI UMSÓKNA Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1984 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. VEGNA FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI. Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins þar með talið hag- ræðingarfé hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. VEGNA FISKISKIPA. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa oe endur- bóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. ENDURNÝJUN UMSÓKNA. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig |3ær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur ver- ið veitt til. 4. UMSÓKNARFRESTUR, Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1983. 5. ALMENNT. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (Eyðublöðin fást á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykja- víkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknar- frest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1984, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 5. október 1983 FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS AUGLÝSING um styrki til leiklistarstarfsemi I fjárlögum fyrir árið 1983 er 150 þús. kr. fjárveiting, sem ætluð er til styrktar leikstarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjár- veitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjárveitingu þessari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir sendist Menntamálaráðuneytinu fyrir 5. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 4. október 1983

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.