Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 16
wðviuinn
Föstudagur 7. október 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Ríkisstjórn kaupránsflokkanna ræðst á launafólk
Hólmganga í vetur!
sagði Svavar Gestsson á glæsilegum
fundi Alþýðubandalagsins
NÝ RÍKISSTJÓRN GEGN
K AUPRÁN SFLOKKUNUM
- Það hlýtur að koma til átaka í
vetur, launamcnn geta ekki tekið á
sig meiri byrðar - og það er ríkis-
stjórnin sem hefur skorað launa-
menn á hólm, sagði Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalagsins
á einum glæsilegasta fundi sem
haldinn hefur verið á vegum
bandalagsins í troðfullum Súlnasal
á Hótel Sögu í gærkveldi.
Ríkisstjórn kaupráns og kerfis-
flokkanna hefur ráðist með leiftur-
sókn að kjörum hins almenna
launafólks. Hún hefur ráðist á
kaupið eitt. Aðrir þættir efnahags-
lífsins eru látnir bíða og verðbólgan
er keyrð niður einungis með því að
ráðast á launin. Auðvitað er verið
að safna uppí stíflu sem brestur
seinna í vetur. Árangri gegn verð-
bólgu verður ekki náð til langframa
með þessu háttarlagi. Á sama tíma
sjáum við verslanahallir, milliliða-
báknin þjóta uppí himininn. Þang-
áð hafa fjármunir almennings far-
ið. Það er fólkið sem hefur borgað
þessi steinsteypuminnismerki.
Hinn almenni neytandi borgar brú-
sann, sagði Svavar Gestsson.
Ástandið er orðið þannig, að sí-
fellt fleiri ganga til liðs við stjórnar-
andstöðuna í landinu. Alþýðu-
bandalagið vill vera kjölfesta í
bandalagi vinstri manna og verk-
lýðssinna, sem fyrr en síðar kemur
þessari ríkisstjórn gróðahyggjunn-
ar úr valdasessi. Það þarf samfylk-
ingu vinstri manna til. Og sú ríkis-
stjórn sem við verður að taka verð-
ur helst að vera án kaupráns og
kerfisflokkanna beggja. Því sterk-
ara sem Alþýðubandalagið verður
í þeirri baráttu sem nú er hafin fyrir
endurheimt lýðréttinda og
mannréttinda, þeim mun fyrr losn-
ar þjóðin við þessa ríkisstjórn,
sagði formaður Álþýðubandalags-
ins.
Þurrka út Framsókn
Eitt brýnasta verkefni launa-
manna í dag er að þurrka út Fram-
sóknarflokkinn, sagði Guðmundur
J. Guðmundsson alþingismaður,
sem sýndi fram á að þjóðin byggi
við vaxandi stétt^mismun og aukið
félagslegt óréttlæti. Fátæktin blasir
við, sagði Guðmundur.
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður sýndi fram á ógnvænlega
stöðu láglaunafólks í landinu.
Minnti hún á óráðsíu ríkisstjórnar-
innar, flugstöðina og Seðlabank-
ann, meðan launafólk fengi að
kenna á ráðstöfun ríkisstjórnarinn-
ar. Það hefur hvergi verið fram-
kvæmd önnur eins kjaraskerðing
og á íslandi þessa mánuði, sagði
Guðrún Helgadóttir.
Að loknum framsöguræðum
þingmannanna, voru líflegar fyrir-
spurnir og umræður. - óg
Ellertsmálið
á sunnudaginn
Ellertsmálið í Sjálfstæðisflokkn-
um verður tekið fyrir í þingflokki
Sjálfstæðismanna á sunnudaginn.
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru uppi deilur um það meðal lög-
fræðinga hvort ákvörðun Ellerts B.
Schram getur talist lögleg sam-
kvæmt kosningalögum. Þess vegna
er gert ráð fyrir tafsamri afgreiðslu
kjörbréfs þingmannsins í byrjun
þings á mánudag. Meðal ráða-
manna í Sjálfstæðisflokknum er
mikil reiði vegna ákvörðunar þing-
mannsins, að taka ekki sæti á þing-
inu í haust. Búist er við fjörugum
þingflokksfundi á sunnudag. - óg
Vasapeningarnir endurgreiddir á mánudag
Engin frekari
hækkun á dagskrá
segir Matthías heilbrigðisráðherra
„Nei, það hefur engin önnur
hækkun verið ákveðin á
vasapeningunum. Fyrsta
áfangahækkunin verður greidd út
núna 10. október aftur í tímann
ásamt4% verðbótahækkun 1.
október. Engar frekari hækkanir
hafa verið ákveðnar“, sagði
Matthías Bjarnason,
heilbrigðisráðherra í gær.
Matthías sagði að önnur áfanga-
hækkun væri ekki inni í myndinni
núna. Það hafi ekkert verið gert
annað en að ákveða 4% verðbætur
á vasapeningana núna 1. október. í
reglugerðardrögum sem lágu fyrir
s.l. vor var hins vegar gert ráð fyrir
að önnur áfangahækkun kæmi til
framkvæmda 1. september s.l.
Á mánudaginn kemur fá örorku-
og ellilífeyrisþegar endurgreiddar
þær 2,8 miljónir króna, sem þeir
áttu að fá á tímabilinu júní til sept-
ember, eða samtals 5728 krónur á
mann. Auk þess októbergreiðsl-
una með 4% verðbótum eða krón-
ur 1489 til viðbótar. Enn vantar
rúmlega 1000 krónur á að vasa-
peningarnir nái þeirri fjárhæð sem
alþingi samþykkti í desember s.l.
(1950 krónur), en framreiknuð er
sú fjárhæð nú 2.513 krónur á mán-
uði. Ljóst er að ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar ætlar ekkert
að flýta sér að framfylgja þeirri á-
kvörðun alþingis, en það er hennar
hlutverk samkvæmt sérstöku
bráðabirgðaákvæði í lögunum - ÁI
L
- . - af ylvolgu þríggja koma
körfiubrauðunum frá Samsölubrauðum
Omíssandí brauð tíl morgunverðar
— jafiit og í nestispakkann.
Hollusta og grófleikí einkenna nýju
þríggja koma körfubrauðín.