Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Jóhann Briem, Ráðgjafarþjónusta og Myndbær:
Samkvæmt verksamningi
vinn ég að sérstökum verkefnum fyrir sjávarútvegsráðuneytið
- Ég er ráðinn af sjávarútvegs-
ráðuneytinu til fræðslu og upplýs-
ingastarfa. Ég vinn náið með Fisk-
matsráði, sem er aifarið ráðgefandi
í þessum málum. Við ráðuneytið
gerði ég sérstakan verksamning um
- Hugmyndin um myndbönd,
sem nú eru orðin tvö og það þriðja
og fjórða á leiðinni var upphaflega
sú að koma okkar sérefni á fram-
færi. Starfandi er Myndbanki sjó-
manna sem hefur á sínum snærum
stuttar fræðslumyndir.
- Áhugi okkar beindist því að því
að koma heldur með okkar sérefni
á sérstökum myndböndum, þar
sem sjómenn fengju endurgjalds-
hlutastarf sem gildir til hálfs árs í
senn.
- Það er stefna Fiskmatsráðs að
mér beri að vinna með
hagsmunaaðilum í sjávarútvegi,
laust afnot af skemmtiefni,
fræðsluefni og sérstökum sending-
um frá sínum stéttarsamtökum.
Haft var samband við Ráðgjaf-
arþjónustu Jóhanns Briem og hún
beðin að kanna málið. Niðurstað-
an varð sú, að þetta væri hægt með
því að blanda saman léttefni og
fræðsluefni bæði frá ráðuneytinu
og öðrum aðiljum. Þeir borga fyrir
þar sem fræðsla gæti komið til
góða. Fiskmatsráðið telur æskilegt
og nauðsynlegt að ég starfi að sam-
ræmingu á þessum málum þar sem
því verður við komið.
- Ég rek Ráðgjafarþjónustu og
þessa þjónustu, auk þess sem
auglýsingar dekka þennan kostn-
að. Tekist hefur að ná þessu marki,
þannig að framleiðslan stendur á
núlli. Það var fyrirtækið Myndbær
sem sá um auglýsingahliðina.
- Mér var falið af Sjómanna-
sambandinu að sjá til þess að þetta
bæri sig, þannig að sjómenn fengju
spólurnar ókeypis. Þá hef ég fylgst
vel með öllum framkvæmdaat-
riðum málsins. Því get ég sagt að
vinna Jóhanns Briem hefur ekki
reynst okkur dýr. Og ráðgjöf hans í
byrjun kostaði okkur ekkert. Við
höfum átt gott samstarf við hann,
sagði Hafþór Rósmundsson að lok-
um.
-óg
athugaði sem slíkur fyrir Sjómann-
asambandið, hvort að heppilegt
væri að gefa út sérstaka kasettu eða
notfæra sér Myndbankann. Niður-
staðan var sú, að talið var mögulegt
að gefa út sérstakar kasettur.
Sjávarútvegsráðuneytið taldi
þetta mjög góðan kost til að ná til
sjómanna og tók tilboðinu fegins
hendi að vera með. Sömuleiðis
Fiskmatsráð.
- Jú það er rétt, að ráðgjafar-
þjónusta Jóhanns Briem lagði
matið á þetta og það er einnig rétt
að fyrirtækið Myndbær, sem ég á,
sá um auglýsingahliðina.
Hver eru launin sem þú hafðir
hjá sjávarútvegsráöuneytinu á
sama tíma og þú vannst við þín fyr-
irtæki, Ráðgjafarþjónustuna og
Myndbæ?
- Eg vil vísa því til sjávarút-
vegsráðuneytisins. Ég tel að það sé
þeirra mál ef þeir vilja fjalla um
það á opinberum vettvangi.
- Ég vil legja áherslu á, að störfin
í sambandi við þetta myndband eru
í fullkomnu samræmi við annað
sem ég geri sem ráðgjafi í fræðslu
og upplýsingamálum og í samræmi
við vilja Fiskmatsráðs og ráðu-
neytisins, sagði Jóhann Briem að
lokum.
-«g
Hafþór Rósmundsson hjá Sjómannasambandi og Fiskmatsráði:
Ódýr og góður starfskraftur
Myndböndin hafa staðið á
núlli, ókeypis til sjómanna
Jóhann Briem hefur reynst Sjómannasambandinu ódýr starfskraftur og
ráðgóður, sagði Hafþór Rósmundsson starfsmaður Sjómannasambands-
ins og ráðsmaður í Fiskmatsráði.
Reynt að flýta fyrir frystingu:
25% viðbótarkvóti
fyrir síld í frystingu
orgun.
Þetta er fyrsta síldin sem berst til
Neskaupstaðar á þessari vertíð, og
hófu 40 stúlkur þegar vinnu við
söltun hjá Síldarvinnslunni í gær-
morgun. Að sögn Þorsteins Ingva-
sonar starfsmanns Rannsóknar-
stofu fiskiðnaðarins var síldin sem
Jón Finnsson landaði 33-38 cm að
lengd og fituinnihald 20,4%. Hann
áleit að yfir 80% af síldinni færi í 1.
verðflokk.
Auk söltunar hjá Síldarvinns-
lunni verður nú í fyrsta sinn um
langt skeið saltað hjá Söltunarstöð-
inni Mána í Neskaupstað, en þang-
að hefur engin síld borist ennþá.
„Þetta er viss hvati til að dreifa
frystingunni á allt veiðitímabilið“,
sagði Þórður Éyþórsson deildar-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í
samtali við Þjóðviljann, en í gær
gaf ráðuneytið út tilkynningu þess
efnis að hverjum báti sem landar
sfld til frystingar sé heimilt að veiða
25% að auki utan við veiðikvóta
miðað við þann afla sem iandað er
til frystingar.
Hringnótabátum er heimilt að
veiða 460 lestir á vertíðini en rekn-
etabátum mest 520 lestir. Nú fá
bátarnir að veiða 25% til viðbótar
við það magn sem landað er til
frystingar. Verður við ákvörðun
þessa viðbótarmagns miðað við
þann afla bátsins sem farið hefur til
frystingar, er hringnótabátur hefur
fyllt sinn veiðikvóta, reknetabátur
náð aflahámarki sínu eða rekneta-
bátar samtals náð heildarkvóta
reknetabáta. Viðbótarkvótarnir
verða úthlutaðir einstaka bátum.
Sfldarverð til söltunar er 30%
hærra en til frystingar og er því
gripið til þessa ráðs til að tryggja að
frysting hefjist sem fyrst en dragist
ekki þar til saltað hefur verið upp í
gerða samninga.
-•g-
Slæmar gæftir og léleg veiði i
upphafi síldarvertíðar
Síldin á hörðum botni
og erfitt að ná henni
segir skipstjórinn á Jóni Finnssyni sem
landaði 110 tonnum í Neskaupstað í gær
„Mér líst vel á veiðarnar en það
er of snemmt að spá ennþá. Sfldin
er á hörðum botni og það er erfitt
að ná henni án þess að eyðileggja
nótina. Annars virðist hún vera á
flótta en eftir viku ætti þetta að fara
að skýrast betur“, sagði Gísli Jó-
hannesson skipstjóri á Jóni Finns-
syni RE- 506 sem landaði 120 tonn-
um af sfld á Neskaupstað í gærm-
Yfir 30 síldveiðiskip voru í sfld-
arleit á Vopnafirði í gærdag, en
enginn varð var við sfld. Höfðu
skipstjórnarmenn á orði að sfldar
væri helst að leita á fréttastofu út-
varpsins eftir fréttum að dæma síð-
ustu daga.
Síldarvertíðin byrjar með róleg-
asta móti þetta haustið. Aðeins
hafa örfá skip fengið sfld enn sem
komið er, ógæftir verið miklar og
aðeins búið að landa síld á fjórum
stöðum, í Grindavík, á Fáskrúðs-
firði, Eskifirði og í Neskaupstað.
Ólöf, Neskaupstað/ - Ig.
■P • | n ■
V
pfk - . iljj * m
Wi r m jaH
jfýi'
BJHI BaíSIHSKil
Ólafur Steingrímur
Opinn fundur á
vegum Alþýðu-
bandalugsins á
Hótel KEA
Lýðræðið og
lífskjörin
Aiþýðubandalagið efnir til opins
og almenns fundar á Akureyri
sunnudaginn9. októbern.k. Fund-
urinn verður haldinn á Hótel KEA
og hefst kl. 20.30 á sunnudags-
kvöldið kemur. Fundarefnið er
lýðræðið, lífskjörin og baráttan
gegn ríkisstjórninni.
Frummælendur á fundinum eru
Steingrímur Sigfússon alþingis-
maður og Ólafur Ragnar Grímsson
stj órnmálafræðingur.
Fundarstjóri er Sigríður Stefáns-
dóttir.
Að loknum framsögum gefst
fundarmönnum færi á að taka til
máls og leggja fram fyrirspurnir til
Steingríms og Ólafs Ragnars.
Kennarar í
Reykjavlk
standa með
✓
Aslaugu
Borgarstjórnarmeirihluti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík hefur
lagt sig mjög fram um að ná sér
niðri á Áslaugu Brynjólfsdóttur,
sem í fyrra var skipuð fræðslustjóri
borgarinnar í óþökk meirihlutans.
Fræðslustjóri hefur nú verið tekinn
af launaskrá h j á ríkinu, eftir að hún
sótti um skipun í embættið.
í gær samþykkti stjórn og trún-
aðarráð Kennarafélags Reykjavík-
ur áskorun á menntamálaráðherra
um að skipa Áslaugu nú þegar í
embætti fræðslustjóra.
Trúnaðarmannafundur í Kenn-
arafélagi Reykjavíkur hefur líka
samþykkt, að trúnaðarmenn beiti
sér iýrir því, að haldnir verði fundir
með kennurum í skólum borgar-
innar í dag eða á mánudagsmorgun
þar sem mál fræðslustjórans í
Reykjavík verði kynnt og „fræðslu-
stjóra sýndur sá trúnaður sem hún
verðskuldar".
Síðustu fréttir: Á borgar-
stjórnarfundi í gærkveldi réðst
Ragnar Júlíusson Sjálfstæðisflokki
með fáheyrðum munnsöfnuði að
fræðslustjóranum í Reykjavík. Var
hún m.a. sökuð um vanrækslu í
starfi. Borgarstjóri og forseti borg-
arstjórnar (Markús Örn Antons-
son sem einnig er formaður
fræðsluráðs) neituðu að verða við;
beiðni minnihlutans um afsökun á
þessu framferði...
7RE«iuy\ TFrnsGdtiyi
LYeftE&l SWININ&SREIt
SKRIFUM UNDIR!
Kristján Thorlacíus, Albert Kristinsson, Einar Ólafsson, Sigþrúður Ingimundardóttir,
Haraldur Steinþórsson, Hrafn Marinósson, Haraldur Hannesson.