Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari: Við viljum frið íslenskir listamenn eru kallaðir saman til að stofna Friðarsamtök listamanna. Tilefni samtakanna er ósköp látlaust og einfalt. Það hljóðar svo: Lífið er þess virði. Það má þó heyra að hér er eitthvað nýtt og óvenjulegt sem undir býr. Eitthvað sem líf liggur við. Það er ekki hversdagslegt að höfða þurfi til frjálsborinna og hugsandi manna með slíku ávarpi. En af fundarboðinu verður ljóst hvað um er að ræða. Það hljóðar svo: „Al- heimsútbreiðsla kjarnorkuvopna ógnar öllu lífi á jörðinni. í nafni ógnarjafnvægis - friðar í krafti hernaðaryfirburða - höfum við átt kjarnorkustríð yfir höfðum okkar síðastliðin þrjátíu ár. Þessi stefna, sem beint er gegn íbúum jarðarinn- ar grefur sífellt undan lífi okkar, vonum og framtíð. Við stöndum frammi fyrir veröld sem býr sig undir ragnarök. Með degi hverjum verður okkur ljósari hættan á kjarnorkueyðingu. Þeir stjórn- málaleiðtogar sem tala um takmarkað kjarnorkustríð og lík- legan sigur, leitast við að sætta fólk við hugmyndina um óhjákvæmi- lega fjöidaútrýmingu." Svona er þá málum komið. En í raun og veru þurfum við ekki að undrast þetta. Hvað var líklegra en að hinir sprengjuglöðu vopnasmið- ir héldu áfram að fullkomna leik- föngin sín, sem heppnuðust svo vel þegar þeim var varpað á Hirosíma og Nagasaki í lok síðustu heimsstyrjaldar? Og var ekki fleira óhjákvæmilegt sem gerðist í þeirri styrjöld? Voru ekki milljónir manna steiktar og brenndar, svelt- ar til bana og reknar á flótta frá átthögum sínum og heimahögum? En nú virðist vera komið að tímamótum í framsókn ofbeldisins. Almenningur virðist vera farinn að heyra feigðarboðann í vopnaskaki hinna illu afla. Hann er farinn að hugsa og álykta: Er þetta virkilega alvara? Hvað er til ráða? Það er sannfæring mín, að þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni margra ágætra manna hefur stefn- an verið röng. Mannkynið hefur í tímanna rás átt marga fórnfúsa hugsjónamenn. Oft hafa þessir menn byggt baráttu sína á trú, en allir vita að trúmálin eru eitthvert eldfimasta tundur sem mennirnir handleika. Ef við svo lítum á stjórnmálin, sem hafa þó meira jarðsamband, þá er enginn efi á því, að í forystusveit þeirra er að finna marga velviljaða menn. En einnig þeirra stefna er röng. Þeir heyja vonlausa baráttu fyrir fram- förum meðal þjóðanna með því að neita þeirri óhrekjanlegu staðr- eynd að einhver snarasti þátturinn í eðli manneskjunnar er krafan um frelsi og frumkvæði. Þjóðfélög sem væru reist á raunverulegu lýðræði og tækju fullt tillit til þessara eðlis- þátta mannsins, - að vissu marki, - gætu með tímanum byggt upp sterkar varnir og jákvætt hugarfar í samfélagi manna. En það yrði mikil þörf fyrir slíkar varnir. Spil- lingin, sem nú blómstrar í heimi okkar, eins og kunnugt er, verður ekki upprætt á skömmum tíma, því enn er ógetið annars þáttar, sem áreiðanlega er mjög ríkur í eðli margra manna. Það er græðgin í auð og yfirráð. Þar er að finna sjálfa undirrót ofbeldisins í heimin- um. Sú óheillakeðja sem tengd er milli fégræðgi og styrjalda hefur ekki marga hlekki, en þeim mun sterkari. Fyrst er auðsafnið. Þegar hrúgan er orðin hæfilega stór er tekið til við framleiðslu þess sem gefur bestan arð - en það eru vopn- in. Þegar þau hafa hrúgast upp um skeið er blásið til styrjaldar. Ekkert getur reist rönd við þess- ari óheillaþróun annað en það að vitkaður almenningur byggi þjóðfélög sín upp á réttlæti, raun- sæi og siðferðilegu afli. Þetta mun taka langan tíma en þá getum við farið að tala um hænufetið, sem oft er nefnt þegar rætt er um hækkandi gang sólar, frá vetrarskammdegi til vordaga. Mestu munar að rétt sé stefnt. En því miður er nú svo ástatt að ekkert af þessu hefur verið gert. Hér má sjá m.a. Pétur Gunnarsson, rithöfund, Erling Gíslason leikara, Þorbjörgu Höskuidsdóttur, myndlistarmann og Úifar Þormóðsson rit- höfund. - Ljósm. Magnús. Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur, Dóróthea Guðmundsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen, leikara. Ljósm. Magnús. Við heyrum feigðarþytinn í vopn- um ofbeldisaflanna og sjáum tröll- in kasta fjöreggi mannkynsins á milli sín. - Við stöldrum við og spyrjum sjálf okkur: Hvað er til ráða? Er ekkert sem hindrar að of- stækið og grimmdin geti tekið líf okkar og barna okkar? Jú, sem betur fer hafa þjóðir heims brugðið á það ráð sem er hið eina rétta: þær hafa þjappað sér saman til að bera fram í einni öflugri og samhuga fylkingu svarið til þeirra sem hóta að taka líf okk- ar, svarið um kjarnorkuafvopnun allra þjóða: Við viljum frið. Það er til þess að taka stöðu undir merki þessarar fylkingar þjóða heimsins sem við hittumst hér í kvöld til að stofna Friðar- samtök íslenskra listamanna. Þau munu svo gerast aðilar að sam- tökum þjóðanna. Eins og kunnugt er hafa ýmsir aðrir hópar hér á landi áður stofnað slík samtök. Það er ánægjulegt að listamenn okkar eru nú einnig komnir undir f ánann. Þá mátti síst vanta. Ég vil að síðustu brýna það fyrir íslenskum listamönnum, áð leggja ekki eyrun við fánýtum hrópum ógnarjafnvægisins: „Hann er betur' vopnum búinn, við verðum að herðaokkur". Ásetningurokkarer hafinn yfir öll slík hróp, hvort sem þau koma frá hægri eða vinstri. Stefán Benediktsson, arkitekt: Sprengjan er okkar afkvæmi, okkur ber að losa heiminn við hana Það er ekki sjálfgert, að menn, þrátt fyrir ágreining í öðrum efn- um, bindist samtökum um eitt ákveðið málefni, og líklega allra síst þegar þeir eru listamenn, því einmitt listin heimtar skoðanir og ágreining. Listina þennan aflvaka skoðana og hugmynda, er erfitt að skilgreina, og sumir fullyrða jafnvel að hún sjálf sé ekki til, en eitt er víst, listamenn eru og verða til. Listamenn eru baráttumenn, líf þeirra er barátta við sjálfan sig og aðra. í þessum skilningi eru lista- menn ekki friðsamir menn, og því er það enn merkilegra en ella, að þeir skuli bindast samtökum um einn ákveðinn málstað. Listamenn eru gjarnan fífldjarfir, þeir eru ó- ragir að leggja veraldlega afkomu sína og sinna að veði fyrir skoðun- um sínum og starfi, en í einu tilliti eru þeir ekki öðruvísi en annað fólk, þeim er lífið kært bæði sitt eigið og sinna nánustu. Listin er reyndar eilíf, en lífið er alltof stutt til að ljúka öllu því sem maður vildi hafa gert. Ástæðan fyrir því að fólk úr öllum áttum um heim allan binst samtökum í baráttu fyrir vopn- lausum heimi er fyrst og fremst lífs- löngun, ást á lífinu, bæði sínu eigin lífi og annarra, og hinsvegar ótti við það tortímingarafl sem bíður tíma síns í vopnabúrum heimsins. Við finnum návist þessa afls líkt og augnaráðs úti í myrkrinu. Og likt og við skynjum og trúum á sjálf- stætt líf listarinnar, þá óttumst við eiginmátt þessa tortímingarafls og valds þess yfir mönnunum. Ást okkar á lífinu nær. útyfir endimörk okkar eigin lífs til af- komenda okkar. Til hvers höfum við lifað að boði skaparans ef það á að vera á valdi fárra einstaklinga að binda endi á tug þúsund ára starf mannkynsins á einu brjálæðisand- artaki. Dauðinn sem hluti af hring- rás lífsins hefur tilgang, en ekki dauði alls sem lifir á einni andrá. Krafa okkar er stór, en ekki flók- in. Hún er krafa um afvopnun og útrýmingu vopna. Við förurn ekki fram á, að menn leggi hugmynda- fræðilegan ágreining á hilluna, þvert á móti, án skoðanamunar „Krafa okkar er stór en ekki flókin. Hún er krafa um afvopnun og út- rýmingu vopna.“ verður lífið litlaust og einhæft, en skoðanaágreiningur má aldrei verða að kröfum um dauða and- stæðingsins. Sagan á eftir að dæma um okkar ágæti. En eitt getum við ekki af okkur skafið: Sprengjan er okkar afkvæmi og því ber okkur að losa heiminn við hana áður en við hverfum af sjónarsviðinu, þá hefur líf okkar haft einhvern tilgang. Nína Björk Arnadóttir, skáld: Berjumst gegn því að stjaman myrkvist Við erum sú þjóð, sem enga her- menn á og engin stríðsvopn. Við erum sú þjóð, sem svo oft hefur látið stolt sitt ljóma til sigurs. Það er því angistarfullt til þess að hugsa, að við skulum vera reyrð inn í hernaðarkapphlaup stór- veldanna. Stjórnmál okkar eru enn blendnari fyrir bragðið. Stjórnmálamenn okkar senda hver öðrum æfinlega glósur varð- andi dráp og aðra glæpi risaveld- anna tveggja, sem leika sér að heiminum. Þannig veiða þeir jafnvel atkvæði, þó það sé þeim langt frá sæmandi. Marinella Gracia Villas frá E1 Salvador kom hér í fyrra. Ég hitti hana kvöldstund hjá félagi kaþ- ólskra leikmanna. Hún sagði okk- ur frá þeim pyntingum og öðrum hörmungum, sem hún og liðs- bræður hennar höfðu mátt þola. Hún átti þá ósk heitasta, að stjórn landsins hennar hyrfi frá. Aðeins eitt gat hún hugsað sér jafn slæmt þessari ógnarstjórn, en það var önnur stjórn, sem kæmi frá ystu „Við getum verið þess viss að stór og björt stjarna vill lýsa okkur leiðina til friðar”. mörkum gagnstæðra stjórnmála- skoðana. Svona var heimsmyndin hennar. Það glitti í feigðarskímu, þessa kvöldstund, yfir Marinellu Gracia Villas. Skömmu eftir dvölina hér var hún myrt vegna baráttu sinnar fyrir frelsi og friði. Góðir félagar. Pegar við komum hér saman í þeim ásetningi að beita okkur gegn gjöreyðingarvopnum gegn hernaði getum við verið þess viss að stór og björt stjarna vill lýsa okkur leiðina til friðar leiðina til sigurs lífinu við vitum líka að það er á valdi mannsins að myrkva stjörnuna. Vopnin verða æ öflugri og voðalegri og vandinn að stýra þeim verður æ einfaldari í framkvæmd. Hœttan hefur því aldrei verið meiri né augljósari en núna. Við skulum berjast gegn því að stjarnan myrkvist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.