Þjóðviljinn - 07.10.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA rVþjÓÐVILJINlV FöstudagUr 7. öktób'er, 1983
NOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Eramkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. ..
Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Gelrsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssan.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarsnn.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðiónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
.Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir _.
Útkgyrsia, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavik, s(mi 81333.
Umbrot og setning: Prefht.
Prentun: Bláðaprent h.f..
Friðarverðlaun
til Lechs Walesa
Meiriháttar verðlaun eru oftast mjög umdeild og þó
kannski engin meir en friðarverðlaun Nóbels. Það er til
að mynda ljóst, að tilraunir til að verðlauna menn sem
hafa unnið að tiltekinni friðargerð, hafa hvað eftir ann-
að reynst í meira lagi hæpnar. Eins og þegar Begin hinn
ísraelski og Sadat Egyptaforseti fengu verðlaunin fyrir
sérfrið, sem skildi eftir óleyst öll helstu ófriðarefni fyrir
Miðjarðarhafsbotnum, eða þegar samningamenn Víet-
nama og Bandaríkjamanna í París, Henry Kissinger og
Le Duc Tho hlutu verðlaunin. Það er því ekki að undra
þótt nóbelsverðlaunanefnd norska stórþingsins hafi
stundum gefið það frá sér að finna einstakling, sem væri
verðlaunanna verður, og veitt þau til stuðnings starf-
semi einhverra alþjóðlegra hjálparstofnana.
Vitanlega verða ekki allir ánægðir með veitingu
friðarverðlauna Nóbels til pólska verkalýðsforingjans
Lechs Walesa, allra síst ráðamenn í heimalandi hans,
sem settu herlög í árslok 1981 til að klekkja á Sam-
stöðu, þeim frjálsu samtökum pólskra verkamanna
sem Lech Walesa veitti forystu. En að þeim slepptum
og bandamönnum þeirra taka menn fregninni um
friðarverðlaun Nóbels í ár með fögnuði. Sú verðlauna-
veiting er meðal annars þörf viðurkenning á því, að sá
friður sem ekki er í öðru fólginn en að vopnin þegi, er
ekki mikils virði, þótt vitanlega sé hann skárri en alls-
herjar blóðbað. Hún er viðurkenning á því, að baráttan
fyrir mannréttindum, baráttan fyrir rétti fólks til að
tala, skrifa, gagnrýna, bindast samtökum, hlýtur að
vera snar þáttur af viðleitni manna til að skapa þann
frið sem leyfir mönnum að ganga uppréttir, þann frið
sem er mönnum sæmandi.
Verðlaunaveiting af þessu tagi er vitaskuld meira en
viðurkenning til einstaklings sem hefur sýnt hugrekki
og fórnfýsi í baráttu fyrir því sem hann taldi rétt, enda
gerir Lech Walesa sér mætavel grein fyrir því sjálfur.
Verðlaunin eru að sjálfsögðu mikil uppörvun fyrir þá
sem vilja halda uppi því merki sem Samstaða reisti í
ágúst 1980, þeirri stefnuskrá gegn fríðindum og rit-
skoðun, en fyrir samtakafrelsi og auknu áhrifavaldi
verkamanna á hlutskipti sitt sem þá varð til. Verð-
launin eru uppörvun hverjum þeim sem þarf að koma j
skoðunum sínum á framfæri þrátt fyrir bönn og ofsókn- j
ir. Þau eru líka veitt öllum þeim sem hafa, eins og Lech |
Walesa, reynt að útfæra í veruleikanum þau grundvall- j
arviðhorf sem kennd eru við „andóf án ofbeIdis“ - eins i
og reynt hafa margir aðrir, jafnt forvígismenn blökku-
manna í Bandaríkjunum sem og alþýðuprestar og
verkalýðsforingjar í mörgum löndum þriðja heimsins
svonefnda. Verðlaunin eru líka með nokkrum hætti
veitt stéttarbræðrum Lech Walesa, verkamönnum
heimsins, þau eru eitt af því sem minnir á mátt þeirra til
merkilegra verka.
Þegar þetta er skrifað er talið vafasamt að Lech
Walesa vilji fara til Oslóar að taka við verðlaununum.
Má vera að hann hafi sama hátt á og Andrei Sakharov,
andófsmaðurinn sovéski, og sendi konu sína til athafn-
ar þeirrar - til að gefa yfirvöldum ekki kost á að loka sig
úti frá Póllandi. Hvernig sem því máli lyktar þá skal hér
látin í ljós von um að verðlaunin megi fyrst og síðast
hafa jákvæð áhrif í heimalandi Walesa sjálfs, bæti stöðu
hinna bönnuðu samstaka hans og geri sitt til að opna
þær leiðir til umbóta og betra mannlífs sem reynt var að
loka með herlögunum illræmdu.
- áb.
Stuðningsmennirnir þyrpast um Steingrím.
Konur í Vorhvöt
Kvenfélagið Vorhvöt gerist nú
æ uppivöðslusamara á hinum al-
menna þjóðmálavettvangi og
virðist ekki láta sér neitt óvið-
komandi. Engu er líkara en það
sé andlegur arftaki Valfrelsis
Sverris Ru.nólfssonar, sem
óvenju hljótt hefur verið um að
undanförnu. Þó mun Vorhvöt
upphaflega hafa verið rif úr síðu
Nýrra sjónarmiða sem studdu ál-
hringinn Alusuisse öðrum betur í
vor. Framámenn Nýrra sjónar-
miða virðast hafa talið nauðsyn-
legt að hafa kvennadeild í uppá-
hellingum og íhlaupaverkum.
Vorhvöt hefur þó sýnilega vaxið
Nýjum sjónarmiðum um hrygg
og má rekja upphaf sjálfstæðis-
viðleitninnar til „kökubasars”
sem haldinn var skömmu fyrir
síðustu kosningar.
Fjölgar í
fjandaflokki
Þjóðviljinn hefur frá öndverðu
verið ákafur andstæðingur Vor-
hvatar. Hinsvegar hefur blaðinu
þótt rétt að konur í Vorhvöt
fengju að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri í blaðinu les-
endum til viðvörunar um þjóð-
hættuleg viðhorf og til að vott-
festa frjálslyndi Þjóðviljans. Ný-
lega kom bæjarstjórinn í Garða-
bæ fram á ritvöllinn til stuðnings
ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar. Konur í Vorhvöt
bætast nú í hópinn og neyðist
klippari til þess að óska forsætis-
ráðherra til hamingju með sí-
stækkandi hóp stuðningsmanna,
þó að illt þyki honum að vita að
fjölga skuli í fjandaflokknum. En
ekki dugir annað en að vera
íþróttamannslegur í pólitíkinni
og viðurkenna árangur andstæð-
inga.
Stuðningsyfirlýsing Vorhvatar
við ríkisstjórnina er svohljóð-
andi:
Höfum það
of gott
Stjórn Kvenfélagsins Vorhvat-
ar lýsir fullum stuðningi við
bráðabirgðalög ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar um
afnám verðbótagreiðslna og af-
nám samningsréttar um tiltekinn
tíma.
Var vissulega orðið tímabært
að þjóðin fengi ríkisstjórn sem
hefði hug og dug til að takast á við
þann gífurlega efnahagsvanda og
óðaverðbólgu sem hún hefur
búið við allt of lengi og er að sliga
allan atvinnurekstur í landinu.
Stjórn Vorhvatar er þess
fullviss að hinn vel upplýsti al-
menningur þessa lands gerir sér
ljóst að allt of lengi hefur hann
haft það allt of gott fjárhagslega
og mun því reiðubúinn að leggja
sitt af mörkum með því að afsala
sér síendurteknum vísitölu-
greiðslum á laun, sem allir sjá að
er fáránlegt til lengdar.
Eldspýtur
til óvita
Afnám samningsréttarins er
svo sjálfsagt mál að furðu sætir að
slíkt skuli ekki hafa verið gert
miklu fyrr.
Launþegasamtök eiga ekki að
ráða yfir svo stórbrotnum rétti
nema þau sýni að þau kunni með
hann að fara og noti hann af
ábyrgð. Á slíkt hefur því miður
vissulega skort - og því er eðlilegt
að þvílíkum samtökum sé veitt
nokkurt aðhald. Það er eins sjálf-
sagt og að láta ekki eldspýtur í
hendur barna fyrr en þau sýna að
þau kunni með þær að fara en
stofni ekki fólki, húsi og dýr-
mætum innanstokksmunum í
voða.
Fleira gleði
en fébœtur
Nú mun á það reyna hversu
ábyrg launþegasamtökin í
landinu eru. Forsætisráðherra
hefur lýst yfir því að hann fyrir
sitt leyti sé fús að afhenda þeim
samningsréttinn að nýju, ef þau
aðeins lofa því að nota hann ekki.
Komi launþegasamtökin ekki
til móts við þetta sanngjarna og
göfuga tilboð ráðherrans er
augljóst að þau eru ekki
traustsins verð. Landsmenn ættu
að taka undir með ríkisstjórninni
og minnast hins fornkveðna, að
„fleira er gleði en fébætur einar”.
Svona málflutningur dæmir sig
sjálfur. Við gefum að minnsta
kosti ekki græna baun fyrir hann
á Þjóðviljanum. -t'kh
og skoriö
Svarthöfði
þekkir ekki
vini sína
Þjóðviljinn fær eina gusu frá
Svarthöfða í DV í gær, og er með
eindæmum hve mikilli vitleysu er
hægt að koma fyrir í ekki meira
plássi.
„Það hefur verið lenska um
sinn að tala um Evrópu-
kommúnisma til aðgreiningar frá
móðurlandinu Sovétríkjunum.
íslenskir kommúnistar hafa aftur
á móti getað firrst foreldrið með
því að boða hér sænskan sósíal-
isma, sem er upphafið að öðru
meira. Með því að stunda félags-
málaþras, finna upp vandamál til
að leysa þau og fleira, eru þeir að
undirbúa jarðveg almenningsál-
itsins undir frekari tök, en geta
svarið Moskvu af sér í bókum ef
ekki öðruvísi í leiðinni."
Og í hverju kemur svo hinn
„leiðinlegi sænski sósíalismi“
fram. Jú, m.a. í skólakerfinu.
Það var og. Vera má að skóla-
menn hafi sótt til Svíþjóðar hug-
myndir um endurskipulagningu
skólakerfisins. En svo vill til að
sænskt skólakerfi er í megindrátt-
um sniðið eftir amerískum fyrir-
myndum. Helstu skólaspekingar
samtíðarinnar eru breskir og
bandarískir og eftir þeim er apað,
ekki aðeins í Svíþjóð heldur og
hér. Sending Svarthöfða fer í kú
prestsins.
Bandarísk
áhrif
Hann þekkir ekki hin banda-
rísku áhrif í fáfræði sinni. Þetta er
svipað dæmi eins og þegar menn
ólátuðust sem mest út af því að
allt klám væri annaðhvort danskt
eða sænskt. Þegar upp úr dúrnum
kom að bandaríska mafían átti
bróðurpartinn í allri klámrita- og
klámmyndaframleiðslu um gjör-
vallan heim sljákkaði aðeins í
vandlætingunni út í frændur okk-
ar annarsstaðar á Norðurlöndum
sem höfðu látið klámmafíuna
vaða uppi af misskilinni um-
hyggju fyrir frjálslyndi í ástamál-
um. Þeir hafa snúið mjög við
blaðinu í þessum efnum en uppi á
íslandi heldur Svarthöfði enn að
allt klám og önnur leiðindi séu af
norrænum toga, þó að sumt af því
sé sannanlega eins bandarískt að
uppruna og „mothers applepie“ -
eplakakan hennar mömmu - eins
og það heitir vestur í Bandaríkj-
unum Norður-Ameríku, þaðan
sem mörg holl og góð áhrif koma
í bland við ósómann og banda-
ríska setuliðið.
- ekh.