Þjóðviljinn - 29.10.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983
sKammtur
Af eldvörnum
Þaö er nú orðið nokkuð umliðið síðan, já víst nærri
tvö ár, að ég keypti vídeótæki til heimilisins. Þegar ég
var svo búinn að koma því fyrir, tengja það og „prufu-
keyra“, hugsaði ég sem svo: „Það væri nú huggulegur
andskoti, ef eldur kæmi upp í húsinu og vídeótækið
brynni inni“. Og sem á kvöldið leið og kom framá
nóttina, breyttist þessi litla hugdetta í sálarangist. Þeg-
ar ég svo vaknaöi um morguninn, eftir lítinn svefn,
ákvað ég að láta strax til skarar skríða og gera allar
þær ráðstafanir, sem orðið gætu til þess að fyrirbyggja
eldsvoða á heimili mínu, („heimilinu okkar“, eins og
konan mín segir stundum).
Ég hringdi í kunningja minn, sem er mikill eldsvoða-
maður, vinnur hjá slökkviliðinu, held ég, og hefur alltaf
haft „brennandi" áhuga á því að koma í veg fyrir
óþarfa húsbruna.
Er nú skemmst frá því að segja, að hann kom upp
fjórum eldvarnartækjum í híbýlum mínum, svokölluð-
um „reykskynjurum", tveim uppi og tveim í kjallaran-
um.
Þessi tæki voru afar næm á meðan þau voru ný og
urðu til þess að konan mín steinhætti að reykja. Skynj-
ararnir ætluðu bókstaflega allt að æra, þegar hún fékk
sér smók. Hvergi var hugsanlegt að reykja á heimilinu,
án þess að skynjararnir færu af stað með skerandi pípi
nema undir sæng í svefnherberginu. En tóbaks-
reykingar undir sæng líð ég ekki á mínu heimili,
svo konan átti um ekkert annað að velja en einfaldlega
hætta.
Sjálfur reyki ég stundum vindla, en svo vel vill til, að
húsbóndastóllinn er undir opnum glugga í fremri stof-
unni, svo að skilningavit reykskynjaranna ná ekki
vindlareyknum mínum.
Nú er það um daginn að ég heyri reykskynjarapíp úr
kjallaranum. Og þar sem ég þykist þess fullviss að
enginn sé niðri að fá sér smók, hleyp ég af stað til að
athuga, hvað hafi nú sett apparatið í gang. Og nú
vandast málið. Skynjarinn pípir að vísu ekki viðstöðu-
laust, heldur með slitróttu pípi og án þess að nokkurn
reyk eða eldsvoða sé að finna. Auðvitað kann ég ekki
að stoppa þetta fjölmúlavíl og hringi strax í eldsvoða-
manninn, vin minn, og bið hann að koma án tafar, sem
hann og gerir. Pípið kemur greinilega ekkert flatt uppá
eldsvoðamanninn. Hann segir að skynjararnir pípi
svona, þegar batteríin séu útbrunnin. Svo segir hann
mér, hvernig ég eigi að snúa mér í því að ná í ný
batterí, en segir um leið og hann er að snarast útúr
dyrunum: „Er ekki allt í lagi með kútinn?" Og ég fatta
strax að hann á við slökkvitækið og segi að það sé enn
á sama stað og hann setti það fyrir tveimur árum. „Þú
athugar að það þarf að hrista kútinn reglulega", segir
þá eldsvoðamaðurinn, „og svo athugarðu að láta
hlaða hann eftir hvern eldsvoða. Eitt verður líka að
passa", bætir hann við, „og það er að vera ekki í
uppnámi, þegar allt er í björtu báli, taka rólega í hand-
fangið á slöngunni á slökkvitækinu, því annars stíflast
allt. Vera bara sallarólegur, það er málið. Mundu svo
að ná í ný batterí“. Og hann er kominn útí buskann.
Nú hefst nýr þáttur í eldvarnamálum mínum. Ég fletti
upp í símaskránni og finn Eldvarnakjör og Eldvarna-
ver. Ég hringi í Eldvarnakjör og spyr, hvort til séu
rafhlöður 11,2 volt í reykskynjara frá þeim. Stúlkan
einsog hikar, en tekur síðan svo til orða: „Þessar
rafhlöður eru gersamlega ófáanlegar. Þær voru orð-
nar miklu dýrari en sjálfir reykskynjararnir, svo það var
eiginlega alveg hætt að borga sig að framleiða þær.
Ég held að þessi batterí hafi verið handsmíðuð eða
eitthvað svoleiðis. Svo að þú verður að kaupa þér
nýjan reykskynjara, sem kostar 850 krónur, en við
gefum þér 25% afslátt ef þú kemur með rafhlöðuna".
Svo ég fer á staðinn með handsmíðaða batteríið, til
að kaupa nýjan reykskynjara á 850 kr. með 25%
afslætti.
„Því miður ekki til“, segir afgreiðsludaman, „kemur
eftir hálfan mánuð". Og af því ég er nú skapbresta-
maður, hitnar mér í hamsi og ég hugsa sem svo: „Nú
er best að segja eitthvað reglulega andstyggilegt".
Svo horfi ég beint í augun á afgreiðsludömunni og segi
með nístandi háði: „Ekki er þetta nú góð eldvarna-
þjónusta1'.
„Var það nokkuð fleira", segir þá daman.
„Fleira en hvað!“, hugsa ég (alltaf jafn andstyggi-
legur), en ég segi þetta ekki upphátt, af því að ég er
séntilmaður. Svo snarast ég út.
Þegarég erkominn heim, hringi ég strax í Eldvarna-
ver og tilkynni að ekki sé hún nú til neinnar fyrirmyndar
þjónustan þeirra í Eldvarnakjörum, eða hvort hann
eigi 11,2 volta batterí.
Hann segir mér allt um handsmíðuðu batteríin og
meðal annars það að þau séu ekkert handsmíðuð;
þetta sé bara tilbúingur hjá þeim í Eldvarnakjörum. Ég
er ekki frá því, að hann hafi komist í svolítið gott skap,
þegar ég sagði honum hvað þeir væru slappir í Eld-
varnakjörum. Og af því að ég heyri hvað hann er
kominn í gott skap, segi ég honum frá 25% afslættin-
um af 850 krónum hjá þeim og þá bókstaflega ískrar í
honum af kátínu og hann segir að skynjararnir hjá sér
kosti einfaldlega 650 krónur og bætir svo við: „Skynj-
ararnir hjá mér eru með heila, það má segja svona
litlaheila. Þeir hugsa sjálfir. Þannig að þeir fara ekki í
gang, fyrr en ástæða þykir til. Þegar um tóbaksreyk er
að ræða, eða steikarilm, þá hugsa þeirsem svo: Nú er
ástæðulaust að ýla. - En þeir hugsa rökrétt og láta til
sín heyra þegar farið er að loga glatt."
Allt þetta líst mér afar vel á og ég segi: „Ég kem þá
við hjá ykkur á eftir, og fæ reykskynjara".
„Ekki til, því miður,“ segir þá maðurinn, og ég verð
svona einsog hvumsa. Svo segi ég:
„Hveriær eigið þið von á þessum ágætu reykskynj-
urum?“
„Eftirsvonatværtil þrjárvikur" svararhann, afskap-
lega elskulegur.
„En þá getur það verið of seint", segi ég, „ef allt er
nú brunnið til kaldra kola, þegar þeir loksins koma“.
„Það er aldrei of seint, vinur minn, aldrei of seint",
svarar þá reykskynjarasölumaðurinn af svo miklum
sannfæringarkrafti að ég öðlast fullkomna sálarró í
gamla timburhúsinu mínu.
skráaraatiA
Áróðursbœklingur
Steingríms Hermannssonar og
ríkisstjórnarinnar, sem kom út
um daginn og var borinn í hús,
hefur alvarlega vankanta þar sem
á honum er hvorki tilgreindur
ábyrgðarmaður né- prentstaðar
getið. Þarna hefur Þórður
Björnsson ríkissaksóknari heldur
betur sofið á verðinum og er hon-
um hér með bent á að nú er tæki-
færi til að láta hendurstanda fram
úr ermum. Eins og alþjóð er
kunnugt var eitt af ákæruefnum á
hendur Speglinum í sumar, þegar
hann var gerður upptækur, að
enginn ábyrgðarmaður væri til-
greindur. Hins vegar var pren-
staðar Spegilsins getið og hefur
hann það fram yfir áróðursbækl-
inginn enda eru skýr ákvæði um
það í prentlögum að svo skuli
gert.
Torfusamtökin
hafa nú fest kaup á húsinu nr. 5
við Vesturgötu sem borgaryfir-
völd auglýstu nýlega til sölu. Það
er eitt af þessum illa förnu stóru
timburhúsum í Grjótaþorpinu.
Ætla þau nú að fara á fullt að gera
húsið upp og breyta því í íbúðir.
Þ,á munu Torfusamtökin ætla að
sendaborgarstjóra erindi um að
fá Fjalaköttinn til ráðstöfunnar
þar er mikið uppbyggingarstarf
fyrir höndum. Matsverð hússins
mun vera7 milj. kr. en eigandinn
Enginn ábyrgðarmaSur — prentstaðar ekki getið. Athugunarefni fyrir
ríkissaksóknara.
AÐEINS MEÐ YKKAR STUÐNINGI
getur hún haldið áfram að draga úr
verðbólgunni og hafið nýja sókn til
framfara í atvinnumálum og til
bættra lífskjara.
MEÐ YKKAR STUÐNINGI
hefur ríkisstjórninni tekist að tryggja
atvinnu og lækka verðbólguna úr 130%
niður í 30%.
er Þorkell Valdimarsson. Ef
þetta fer allt eftir munu Toríu-
samtökin eiga frumkvæðið að
endurreisn Grjótaþorpsins.
Munnlegur
málflutningur fer fram í Speg-
ilmálinu 10. nóvember n.k. Jón
Abraham Ólafsson borgardóm-
ari hefur nú skipað sér meðdóm-
endur og eru þeir séra Bjarni Sig-
urðsson frá Mosfelli, sem mun
einkum eiga að fjalla um ákær-
una um guðlast en hann er einnig
lögfræðilega menntaður, og
doktor Eysteinn Sigurðsson
fræðslufulltrúi SÍS og fyrrv. rit-
stjóri Samvinnunnar. Eysteinn er
íslenskufræðingur og mun skip-
aður í dómarasætið með hliðsjón
af klámákærunni. Þess skal getið
að bæði sr. Bjarni og dr. Eysteinn
eru frímúrarar.
s
A
þingi Verkamannasambandsins,
sem haldið var í Vestmannaeyj-
um nýlega, fluttu kratar og Fram-
sóknarmenn tillögu um flug-
stöðvarbyggingu á Keflavíkur-
flugvelli. Ihenni sagði í upphafi:
Þing VMSÍ fagnar sérstaklega
byggingu flugstöðvar... en síðar í
tillögunni var því enn og aftur
fágnað að ríkið skuli ekki greiða
meira í byggingunni en raun ber
vitni. Tillagan var felld með 46
atkvæðum gegn 43 en 20 sátu hjá.
Séra Bjarni: Fjallar um guðlast-
ið.
Doktor Eysteinn: Fjallar um
klámið.