Þjóðviljinn - 29.10.1983, Side 3
Helgin 29.-30. október 1983 i ÞJÓÐVILJINN ~ SÍÐA 3
Örn og Örlygur
Gefa út bæk-
ur um tölvur
Útgáfa á tölvubókum færist nú
mjög í vöxt, og m.a. er nýlega kom-
in út hjá Erni og Orlygi lýsing á
tölvum og tölvutækjum fyrir byrj-
endur og heitir bókin Tölvur.
Þar er leitast við að útskýra á
einfaldan hátt hvernig tölvur vinna
og er textinn settur upp sem eins-
konar myndasaga. Útskýrð er innri
gerð tölvanna og hvernig þeim er
skipað fyrir verkum. Þá er sagt frá
margvíslegum fylgitækjum tölv-
anna, hvernig þau koma boðum til
vinnslu og hvernig útkomunni er
breytt í skiljanlega mynd. Einnig er
sagt frá margvíslegum verkefnum
sem tölvur vinna allt frá tækni og
vísindum til leikja og listsköpunar.
Bókin er þýdd af Páli Theódórssyni
eðlisfræðingi.
Áður hafði Örn og Örlygur gefið
út undirstöðurit eftir Gunnar M.
Hansson sem nefnist „Hvað er
tölva?“ Þar er skýrt á einfaldan
hátt, en ítarlegri en í fyrri bókinni,
hvernig tölvur vinna og að hvaða
haldi þær geta komið í daglegu lífi
manna. Höfundur segir á þá leið í
inngangskafla „Okkur ber að
kynna okkur tölvutæknina þannig
að við getum haft hönd í bagga með
framþróun hennar og á þann hátt
haft sem mest gagn af henni.“
Bókinni „Hvað er tölva?“ fylgir
og verkefnabók sérstök eftir
Gunnar M. Hansson og Jón Vigni.
Karlsson. - áb.
Ráðstefna um sögukennslu
f dag, laugardaginn 29. október, Ráðstefhan verður haldin á Áma-
efna sögukennarar til ráðstefnu um garði, stofu 301 og hefst kl. 10. Ráð-
sögukennslu í skólakerfinu. Sérstak- gert er að henni ljúki kl. 17. Erindi
lega er áformað að fjalla um tengsl flytja: Anna Agnarsdóttir, Loftur
milli skólastiganna og hugsanlegar úr- Guttormsson, Hákon Tryggvason,
bætur. Ráðstefnan er opin öllum sem Sæmundur Rögnvaldsson, Páll
áhuga hafa á málefninu. Sigurðsson og Knstín ísfeld.
Island á gömlum landa-
bréfum í Bogasalnum
í Bogasal Þjóðminjasafns íslands lagjð Germama standa að. Kortin eru
stendur yfir sýning á gömlum landak- í eigu Oswald Dreyer-Eimbcke ræðis-
ortum, „ísland á gömlum landab- manns íslands í Hamborg, Seðla-
réfum“, sem Þjóðminjasafnið og fé- banka íslands og Háskóla íslands.
Elsta kortið á sýningunni er frá 1493
af Evrópu, þar sem ísland er sýnt sem
næsta óljós eyja í íshafinu. Elsta sérs-
taka íslandskortið er frá 1528, eftir
ítalann Benedetto Bordone, en yngs-
ta kortið er jarðíiræðikort Þorvaldar
Thoroddsens frá 1901.
Sýning þessi er til komin að frum-
kvæði Oswald Dreyer-Eimbcke, sem
á eitt stærsta safn íslandskorta sem
vitað er um.
Sýningin verður opin á venjulegum
opnunartíma safnsins, sunnudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 13.30-16.00, til sunnudagsins
27. nóvember.
Betra er að fara
seirtna yfir akbraut
en of snemma.
NR.1 í DEMPARA-
FRAMLEIÐSLU
Eigum til fyrirliggjandi Armstrong dempara i
eftirtaldar bifreiðar: Datsun, Toyota, Mazda,
Colt, Galant, Subaru, Volvo, Saab, BMW,
Simca, Talbot, Lada, Autobianchi, VW Golf,
Passat, Land-Rover, Range Rover.
Þyrill
Hverfisgötu 84.
Simi 29080.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ • GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
Merki: Vara: Staðgreiðsluverð:
• HUGIN ryksuga kr. 5.462,-
• HUGIN vöfflujárn m/Teflon kr. 1.971,-
• ELRAM straujárn kr. 646,-
• ELRAM brauðrist kr. 1.016.-
• KITCHENAID hrærivél kr. 10.940,-
• SINGER saumavél kr. 11.510.-
• MELITTE kaffivél kr. 1.889.-
• NOVA djúpsteikingarpottur kr. 3.350,-
• ZEROWATT þvottavél kr. 14.179,-
n a c n n n
lr M% k WUU
SAMBANDSINS
Ármúla3 S. 38 900