Þjóðviljinn - 29.10.1983, Síða 9
'
'
Helgin 29.-30. október 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
Asko Sarkola í hlutverki sínu í kvikmyndinni Hástökkvarinn en hún
verður sýnd í Norræna húsinu í dag, laugardag.
Kvikmyndaklúbb-
urinn Norðurljós
stofnaður
Kynnir
norrænar
kvikmyndir
Stofnfundur að nýjum kvik-
myndaklúbb var haldinn 5. októ-
ber síðastliðinn og voru um 20
manns í honum. Tilgangur með
þessum kvikmyndaklúbb, sem
hlaut nafnið Norðurljós, er að
kynna norrænar kvikmyndir.
í framkvæmdanefnd voru skipuð
Karl Jeppesen, Ann Sandelin, for-
stjóri Norræna hússins, Valgeir
Guðjónsson, og sendikennararnir
Keld Jörgensen, Lennart Pallstedt
og Peter Söby Kristensen dósent.
Kvikmyndirnar, sem sýndar
verða í fyrstu sýningarröðinni eru
mjög fjölbreyttar að efni, og ein
þeirra, Fárödokument, gerð af
Ingmar Bergman 1979, er heimild-
arkvikmynd um fólkið á eynni.
Fyrsta kvikmyndin, sem sýnd verð-
ur laugardaginn 29. okt. heitir
Hástökkvarinn - Höjdhopparen -
segir frá Pinnanum, þorpsfíflinu
sem verður að þorpshetjunni, þeg-
ar hann vinnur hvern sigurinn af
öðrum í hástökki. Asko Sarkola
leikur Pinnann og mælir ekki orð af
vör alla myndina, en tjáir sig þess
meir með svipbrigðum.
Menn verða að gerast félagar í
kvikmyndaklúbbnum og verður
hægt að kaupa þrenns konar á-
skriftarkort:
á eina sýningu - kr. 20,-
á fjórar sýningar - kr. 60,-
á átta sýningar - kr. 100,-
Sala áskriftarkorta hefst í bóka-
safni Norræna hússins miðvikudag-
inn 26. okt. Einnig verður hægt að
kaupa kort við innganginn fyrir
hverja sýningu.
Kvikmyndasýningar verða í
Norræna húsinu á hverjum laugar-
degi kl. 17.15 frá 29. okt. til 17.
des. 1983 og leigðar verða út kvik-
myndir.
Félög, félagsheimili, skólar og
hópar t.d. úti á landi geta fengið
kvikmyndir leigðar. Þær kvik-
myndir sem standa til boða eru all-
ar sænskar, 16 mm. og eru ekki
meðísl. texta. Þæreru: Höjdhopp-
aren, Sally og friheten, Bomsalva,
Blomstrande tider, Fárödokument
og Uppdraget.
Þeir sem hafa áhuga snúi sér til
skrifstofu Norræna hússins í síma
1 70 30 á skrifstofutíma kl. 9-
16.20.
Leigugjaldið verður 500 kr. sænsk-
ar.
Októberfagnadur MÍR
MÍR efnir til fagnaðar í lok Sovéskra daga
1983 í Leikhúskjallaranum, mánudagskvöld-
ið 31. okt. kl. 20.30. Minnst verður 66 ára
afmælis Októberbyltingarinnar.
Dagskrá:
Ávörp
Háskólakórinn syngur.
Listafólk frá Litháen skemmtir.
Aðganguröllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Stjórn MÍR.
/ljósaskoðun
LÝKUR
31.
OKTOBER
Á mölinni mætumst með
bros á vör — ef bensíngjöfin
Bílinn inn að
morgni -
seldur að kvöldi
Úrvalið aldrei betra
Sýnum á annað
hundrað bíla
Armula 7.