Þjóðviljinn - 29.10.1983, Side 14

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Side 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983 Helgin 29.-30. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Einn af óléttukjólunum - eitthvað sem blómstrar á bak við tjöldin Hvað er það sem ekki getur gerst í bók? samvaxið stól sem á að sýna að konur eru bundnar með börnin. Viðtal við Ragnheiði Jónsdóttur grafík- listamann Ég setmigíspor karlanna — er dálítið svöl og helli mér út í hlutina Vanmáttarkennd og slæm sámviska hrjáir marga konuna, hugsa ég Grafíkin hefur orðið mér árátta þó að þetta sé sóðavinna að ýmsu leyti - Hvað olli því að þú hættir í málverkinu? - Abstraktið var, þegar ég lít til baka, fyrir mér aðeins form og litir, ég gat ekki sagt það sem ég vildi segja. Það er ákaflega misjafnt hvernig efni höfða til listamanna. Ætingar standa í raun og veru nær skúlptúr en málverki. Haustið, sem ég hélt þessa málverkasýningu, fór ég á grafíknámskeið hjá Einari Hákonarsyni í Myndlista- og handíðaskólanum og mér fannst gafíkin skemmtileg og hún hefur síðan orðið mér árátta þó að þetta sé sóðavinna að ýmsu leyti. Yfirleitt hef ég síðan unnið í svart- hvítt eða mjög dempaða liti. Parísardvöiin - Þú hlýtur að eiga mjög góðan mann úr því að þú hefur getað samræmt myndlistina svona fjölmennu heimili? - Já, maður kemst ekki í gegnum svona vinnu og nám nema með mjög góðu sam- starfi við maka sinn. Hafsteinn, maðurinn minn, hefur alltaf haft mikinn áhuga á myndlist og hefur hvatt mig ótæpilega. Hann er líka minn besti gagnrýnandi og ég tek 100% mark á því sem hann segir og umfram aðra. Hann hefur líka veitt mér ómetanlega aðstoð og sagar t.d. alltaf út plöturnar fyrir mig. Eg vinn myndirnar í sink eða kopar og það þarf að saga eftir línunum sem maður hefur markað í plötu- na. Það krefst mikillar nákvæmni og hand- styrks. - Þú fórst til náms erlendis? - Eftir tveggja ára nám á kvöldnám- skeiðum í grafík hér heima fór ég til Parísar vorið 1970 og var þar fram í október. Ég komst inn á mjög þekkta vinnustofu hjá S.W. Hayter í Atelier 17 og það varð mér mikils virði, ekki síst að kynnast öðrum listamönnum víðs vegar að úr heiminum sem voru á vinnustofunni. Hayter hafði fundið upp sérstaka aðferð við litætingu, sem ég lærði, en hún er fólgin í því að hægt er að þrykkja mynd í mörgum litum, aðeins með einni plötu og allt í senn. Svo var ég um tíma hjá öðrum grafíklistamanni í París, líka mjög þekktum. Hann heitir Johnny Friedlaender og hann hafði allt aðra að- ferð, notaði rnargar plötur fyrir sömu mynd. Þessir tveir töldu sig víst báðir kenna bestu aðferðina í litætingum og lítill vin- skapur þar á milli. Ég var kannski fyrir hádegi hjá öðrum en eftir hádegi hjá hinum og þorði hvorugum að segja frá því að ég væri hjá hinum. Ég lærði mikið á að sjá hvernig þessir ólíku listamenn unnu. Þarna náði ég sem sagt valdi á mismunandi tækni og það er í raun og veru það eina sem hægt er að læra í myndlist. Síðan á eftir að koma í ljós hvort maður sjálfur hefur eitthvað að segja. Séð með augum konu - Og hvað hefur þú að segja? - Það er nú sitt af hvoru tagi og alltaf spurning hvort fólk skilur hvað maður er að fara. Að vissu leyti er ég að lýsa sjálfri mér, mínum tilfinningum, viðhorfum og minni reynslu. í allri listsköpun er höfundurinn á bak við tjöldin. Þótt hann reyni að dyljast, noti alls kyns tákn og flækjur, þá er það jú alltaf hann og enginn annar sem teflir við sjálfan sig og lýsir eða ljóstrar upp eigin tilfinningum og viðhorfum. Það er hann sem er sögumaðurinn. Áhorfandinn lýsir á sama hátt sjálfum sér best eftir því hvernig hann spáir í taflið eða hvernig hann ræður söguna. Það hefur sjálfsagt virkað á margt fólk sem töluvert sjálfsálit að kona með fullt hús afbörnum færi tilParísarað læra myndlist Myndir: Magnús. Texti: GFr. - Mér virðist að staða konunnar sé þér hugleikin í þínum verkum. Mér detta t.d. í hug óléttukjólarnir. - Það fer ekkert á milli mála að staða konunnar er mér hugleikin og ég held að það hljóti að teljast eðlilegt að ég tjái mín viðhorf, séð með augum konu. Óléttukjól- arnir eiga að reyna að sýna eitthvað sem er að blómstra bak við tjöldin og gleðjandi eftirvæntingu - en jafnframt festi ég þá á snúru eða geri þá samvaxna stólum sem sýnir að konur eru bundnar með börn sín. Það heftir konur mjög mikið á vissu ævi- skeiði að eiga og ala börn. Það er mikil togstreita að gæta barna og ætla á sama tíma að vinna að einhverju öðru. Að eignast börn og sjá þau þroskast og vaxa úr grasi finnst mér einhver stærsta gjöfin sem okkur hlotnast. Óléttukjólarnir voru í sumar á sýningu í ákaflega virðulegri höll í Monaco. Frakkarnir skrifuðu að þessar myndir væru súrrealístískar og kvíðablandnar. Þeir vildu gera þetta svo dramatískt. Svo frétti ég að á sýningi«í Japan hefði fólk staðið fyrir frarn- an þessar sömu myndir og skellihlegið, því fannst þessir þreyttu kjólar mjög svo bros- legir. Ein kona, sem var nokkuð við skál og ég hitti, lýsti því yfir að sér fyndist þeir ógeðslegir. Ég hváði við en hún vildi ekki gefa neina skýringu. Eftir að hún hafði fengið sér nokkur glös í viðbót tjáði hún mér að sér fyndust þeir ógeðslegir af því að hún væri með slæma samvisku. Hún hefði tvisvar látið eyða fóstri. Svona geta myndir höfðað misjafnlega til fólks og þjóða og lýsir það þeim best sjálfum. Tertukerlingin í Toronto - Svo varstu með konu sem var með tertu á hausnum. - Já, það er konan sem drukknar í sinni eigin tertu. Ég hitti tertukerlinguna í eigin persónu í Toronto í Kanada. Hún var pían- ókennari, ágætlega menntuð og vel efnuð, gift og þriggja barna móðir. Hún var svo flink að búa til tertur að hún fór út í það að eyðg ævi sinni í að baka og selja tertur og talaði ekki um annað en tertur hvað sem viðræðuefnið var hjá öðrum'. Þetta hefur gerst hjá ákaflega mörgum konum, þær drukkna í sjálfum sér og nýta ekki hæfileika sína. f síðustu mynd minni hefur hún tekið slæðuna frá andlitinu og þá kemur í ljós að hún er öll sprengd og nefið af henni; að vera með brotið nef táknar að hafa misst alla sína reisn og virðingu, sögðu Grikkir til forna. Samt brosir hún vandræðalega. Hvað ann- að getur hún gert? Það að ég hitti þessa konu í Toronto varð kveikjan að myndröð minni. Þannig upptendrast maður oft af ótrúlegustu smáatriðum. Vanmáttarkennd og slæm samviska - Finnst þér ekki konur hafa vaknað til lífsins á allra síðustu árum? - Jú, gífurlega. Það er stórkostlegt að sjá hvað margar ungar konur og jafnvel eldri konur eru í námi þrátt fyrir börn og bú. Þetta þýðir að fleiri konur með betri menntun og meiri reynslu verða innan nokkurra ára orðnar virkari þátttakendur úti í hringiðu þjóðlífsins. Vanmáttarkennd og slæm samviska hrjáir marga konuna, hugsa ég. - Á það við um þig? - Já, þegar ég var að vinna að myndlist- inni fannst mér ég alltaf vera að svíkjast um og þetta var hálfgerð pína. Gólfin voru ekki skúruð og það sauð upp úr pottunum og kviknaði í kartöflunum. Þessi slæma sam- viska fylgir ótrúlega mörgum konum. Þær biðjast næstum því afsökunar ef þær fást við eitthvað annað en heimilisstörfin. Ég held að konur séu samviskusamari en karlar. Þær eru alltaf að velta hlutunum fyrir sér og eyða þannig dýrmætum tíma. Ég hef reynt að losa mig undan þessu og set mig þá í spor karlanna - er dálítið svöl og helli mér út í hlutina. - Varstu ekki gagnrýnd þegar þú hljópst frá manni og börnum og fórst til náms til Parísar? - Það hefur sjálfsagt virkað á margt fólk sem töluvert sjálfsálit að kona með fullt hús af börnum færi til Parísar til að læra mynd- list. Nú þætti þetta ekkert mál. Afstaðan hefur breyst alveg gífurlega. Ég hefði sjálf aldrei getað þetta nema með góðu sam- þykki mannsins míns og aðstoð ágætra ætt- ingja. - Hvað eiga bækurnar að tákna sem þú hefur verið með í myndum þínum að und- anförnu? - Hvað er það sem ekki getur gerst í bók? Hún gefur þér frelsi, getur leyst hug- myndaflugið úr læðingi. - Þær eru sumar loðnar? - Já, það verður hver að sjá út úr því það sem hann vill, það er ekki hægt að gefa upp neina uppskrift. - Þú ert þá að skrifa þínar eigin bækur með þessum myndum? - Já, það má segja það. Árangurinn að koma í Ijós - Hvað viltu segja um velgengnina sem þú hefur átt að fagna heima og erlendis undanfarin ár? - Það er fyrst núna sem árangur er að koma í ljós af öllu þessu striti. Fyrir nokkru síðan hringdi t.d. í mig Svii, Per-Olov Börjeson, bókaútgefandi og galleríeigandi og spurði hvort ég vildi vinna fyrir sig mynd- ir í möppu. Hann ætlar að kaupa af mér allt upplagið af 5 myndum, 55 eintök af hverri. Ég á að afhenda þær í mars og hann ætlar síðan að dreifa þeim til gallería í Bandaríkj- unum, Japan og víða urn Evrópu og kynna þær á listahátíðum. Þessi Svíi hefur gefið út vandaðar listaverkabækur og hefur sam- bönd víða. - Og það eru myndir eftir þig á sýningum erlendis núna, skilst mér? - Já, það eru t.d. myndir eftir mig á sýn- ingu í París er nefnist Arts contemporains Paris 83 og einnig á sýningum í San Franc- isco. Ég nefndi áðan sýninguna í Monaco. Það er bara verst að ég get yfirleitt ekki farið og verið við opnun þessara sýninga þó að mig langi óskaplega til þess. Það kostar nú pening. Ég fékk blaðaúrklippur frá Monaco og við opnunina mætti allt fína slektið þ.á m. furstafjölskyldan.Mér hefur verið boðið að taka þátt í þessari sýningu að ári og kannski kemst ég þá. - Og þú hefur fengið alþjóðleg verð- laun? - Já, fjórum sinnum. Ég hef tvisvar feng- ið verðlaun í Frechen í V-Þýskalandi, einu sinni á Gafikbiennal á Ibiza á Spáni og einu sinni á Fredrikstad-biennalnum í Noregi. Við skoðum nú þykkan bunka af um- sögnum um verk IJagnheiðar víðs vegar að úr heiminum og er það ærið að skoða. Margt fleira er spjallað en hér verður að setja punktinn. - GFr HELGARVIÐTALIÐ Soðið upp úr pottúnum og kviknað í kartöflunum Verk hennar hanga nú í október á sýningum í Monaco og San Francisco, París og Reykjavík og nýlega fékk hún alþjóðleg verðlaun í Frechen í Vestur- Þýskalandi. Við sitjum inni í stofu hjá Ragnheiði Jónsdóttur grafíklistamanni sem hefur undanfarin ár skipað sér í hóp okkarbestu myndlistarmanna. Það er afskaplega gaman að sækja Ragnheiði heim. Bæði er hún skemmtileg og blátt áfram og svo er húsið hennar á Bakkaflötinni í Garðabæ heilt ævintýri. Þaðereittaf örfáum húsum hér á landi sem er teiknað af Högnu Sigurðardóttur í París. Við erum samt ekki komnir hingað til að lýsa húsinu og listaverkum þess heldurtil að hafa viðtal við Ragnheiði um hana sjálfa og list hennar. Hún þarf samt fyrst að snúast svolítið í kringum yngstu strákana sem eru að fara í skólann og hundurinn þarf að þefa lítillega af okkur til að vita hvort öllu sé ekki óhætt. Svo er borið f ram kaffi og hægt er að spjalla saman í ró og næði. Að góðum og gömlum sið forvitnumst við svolítið um ætt hennar og upp- runa. skemmtilegur. Hann dró fram fullt af „slides“-myndum til að sýna okkur og tal- aði stöðugt allan tímann. - Hélstu svo náminu áfram? - Nei, ég lauk stúdentsprófi og svo liðu 3 eða 4 ár og ég var búin að gifta mig og eignast minn elsta son. Maðurinn minn var í námi og ég var á skrifstofu til að vinna fyrir okkur. Þá tók ég upp á því að fara í Mynd- listarskóla Reykjavíkur eða Freyjugötu- skólann eins og hann var kallaður. Þar kenndi Ragnar Kjartansson mér og um vor- ið bauð hann mér vinnu í Glit við að skreyta keramik. Þar var ég í tæpt ár en eignaðist þá annan son og varð að hætta. Þegar maðurinn minn hafði lokið námi sínu í tannlækningum fórum við til Kaupmannahafnar og ég innritaðist á teikninámskeið í Glyptotekinu hjá Askov Jensen. Margir sem ætluðu sér í Kunstaka- demíið fóru til þessa manns. Um vorið sagði hann mér að ég hefði ekki næga undirstöðu til að komast inn en ég sótti samt um og fékk synjun. Mér fannst það ægilegt. Við áttum orðið tvo stráka og sá þriðji var á leiðinni og um haustið fórum við heim og ég byrjaði aftur í Freyjugötuskólanum. Einhvern tíma á jólum gaf maðurinn mér olíuliti í jólagjöf og ég byrjaði að mála af kappi hvenær sem ég gat. Brátt bættist fjórði strákurinn í barn- ahópinn og þetta varð óskaplega erfitt og ég var alveg að gefast upp. Ég vakti fram eftir öllum nóttum. Á árunum 1964-68 málaði ég hvenær sem ég gat stolið mér stund en það er dálítið fyndið að ég hef eiginlega aldrei átt trönur og mjög fáa pensla. Oft vildu þessir fáu penslar hverfa því að strákarnir þurftu, þegar þeir fóru að stálpast, að mála hjólin sín eða eitthvað því um líkt. Ég stillti mál- verkinu upp á eldhúsborð og lét það hallast upp að skápunum, meðan ég var að mála, eða upp á gamla kistu inni í stofu. Þegar ég hafði svo málað stöðugt í fjögur ár fannst mér ég endilega þurfa að sýna og hafði mig upp í að panta sal í Casa Nova bak við Menntaskólann. Þarna sýndi ég ca. 40 málverk og Bragi Ásgeirsson skrifaði mjög vinsamlega gagnrýni, sagði m.a. að kvenfé- lög ættu að styrkja þessa ungu listakonu til náms í París eða New York. Eftir þessa sýningu, sem var haldin í september 1968, hefi ég aldrei snert olíuliti og abstraktið var úr sögunni. Mánuði fyrir þessa sýningu eignaðist ég svo fimmta strákinn. - Ég er í báðar ættir frá Stokkseyri. Fólk- ið mitt var á Leiðólfsstöðum og SÍripum og afar mínir reru saman til fiskjar. Þetta fólk var samt að meira eða minna leyti komið úr Hreppunum. Það er svo merkilegt að annar hver myndlistarmaður, sem ég hitti, virðist vera ættaður úr Flóanum eða frá Eyrar- bakka og Stokkseyri og Hreppunum. - Ólstu upp fyrir austan? - Ég fæddist í Reykjavík og var sitt á hvað hér eða á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrstu árin. Foreldrar mínir giftust ekki en móðir mín hafði farið til Reykjavíkur að læra kjólasaum og svo fæddist ég. Hún var stundum austurá Eyrarbakka og Stokks' eyrf og kenndi saumaskap fyrstu ár ævi minnar. Þegar ég var 4-5 ára giftist hún og flutti austur í Þykkvabæ. Þar ólst ég síðan upp í stórum hópi hálfsystkina. Fór að sækja málverka- sýningar 16-17 ára - Fékkstu snemma teikniáráttuna? - Ég teiknaði afar mikið sem krakki eins og börnum er eðlilegt og þau gera öll. Svo kemur að þeim aldri að þeim finnst þetta asnalegt og hætta. Sami kennari kenndi öllum krökkunum í sveitinni og var sá hátt- ur hafður á að við vorum hálfan mánuð í skólanum í senn og svo var hálfs mánaðar frí. Við áttum auðvitað að læra þann hálfa mánuðinn sem við vorum heima en það vildi nú verða lítið úr lærdómnum þann tíma. Samviskan var oft ægileg sunnudag- inn áður en skólinn átti að hefjast á ný. Stundum var ég grenjandi af því að ég vissi hvað ég átti ógert. Annars fannst mér alltaf óskaplega gaman í skólanum. Þetta var til- breyting f sveitinni. - Og hvert lá síðan leiðin að loknu barna- skólanámi? - Ég lauk fullnaðarprófi 12 ára, á undan því sem þá gerðist. Ekki var um neinn fram- haldsskóla að ræða, presturinn sr. Sveinn Ögmundsson, kenndi okkur nokkrum skólasystkinunum ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði. Við vorum tvær stelpur og 3-4 strákar. Það varð svo úr að við héldum báðar áfram stelpurnar en strákarnir hættu. Ég fór í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sem var þá í gamla franska spítalanum við Lind- argötu, en hin fór í Kvennaskoiann. - Var eitthvað um myndlistarkennslu þar? - Mjög lítið. Ég fann það hins vegar upp hjá sjálfri mér að sækja málverkasýningar 16-17 ára og fannst það alveg óhemju spennandi. - Þú hefur ekki haft fordóma gagnvart abstraktinu á þeim árum? - Nei, aldeilis ekki. Ég hefi aldrei haft fordóma gagnvart abstrakt, ég málaði sjálf abstrakt. Málið er að hstamaðurinn finni sitt eigið tjáningarform. Það er hans mál og kemur öðrum ekkert við. Á þessum árum voru aðallega sýnd olíumálverk og högg- myndir en mjög lítið var um teikningar og grafík sást varla. Ég sá flestar sýningar. I Listamannaskálanum voru einkum sam- sýningar þ.e. FÍM-sýningar, Septem o.s.frv. en í Bogasal frekar einkasýningar. Sömuleiðis var mjög skemmtilegt lítið gall- erí þar sem nú er veitingahúsið Arnarhóll. Ég var alveg að gefast upp - Hvenær vaknar svo myndlistaráráttan fyrir alvöru? - Þegar ég var. búin með gagnfræða- skólann fór ég í Verslunarskólann. Sama vetur og ég byrjaði þar sótti ég kvöldnám- skeið í Myndlista- og handíðaskólanum sem var þá við Grundarstíg. Ég man eftir því að Erró kenndi þar eina viku í forföllum og mér fannst hann ákaflega lifandi og Tertukerlinguna hitti ég í eigin per- sónu í Toronto í Kanada.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.