Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 26

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. október 1983 Umræðan á Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn einangraður Það var einmitt á lagalegum forsendum sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka nema Sjálfstæðisflokksins fordæmdu innrásina í Grenada í umræðum utan dagskrár á Alþingi á föstudagskvöld, þar sem Hjörieifur Guttormsson bar fram fyrirspurn um afstöðu ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðherra. Sagði hann það samdóma álit margra leiðtoga vestrænna ríkja að innrásin væri skýlaust brot á alþjóðalögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörð- unarrétt ríkja. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins tók undir fyrir- spurn Hjörleifs. Sama gerði Guð- mundur Einarsson fyrir Bandalag jafnaðarmanna og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fyrir Samtök um kvennalista. Olafur Þ. Þórðarson þingmaður Framsóknarflokksins spurði þeirrar spurningar hvenær hernað- arleg íhlutun í málefni sjálfstæðra ríkja væri réttlætanleg. „Hvar eru stærðarmörkin?“ spurði Ólafur. „Er það þegar ríki er á stærð við Grenada,... eða fran,... eða Af- ghanistan? Spurningin hlýtur alltaf að leiða til sömu niðurstöðu: það eykur stríðshættu heimsins meir en nokkuð annað ef þetta sjónarmið er ofaná. Þess vegna tel ég að þegar lög Sameinuðu þjóðanna eru brot- in á jafn skýlausan hátt og hér er gert, þá hljóti það að vera eðlileg viðbrögð hverrar þjóðar sem er að- ili að samtökum Sameinuðu þjóð- anna að gera það upp við sig, hvort hún vill fordæma verknaðinn eða hvort hún vill beita sér fyrir breytingum á lögum Sameinuðu þjóðanna. Það er ekkert val þarna ámilli. Þess vegna... tel égað utan- ríkisráðherra verði að gera það upp við sig, hvort hann vill beita sér fyrir breytingu á lögum Sameinuðu þjóðanna eða hvort hann vill að þau lög séu virt.“ Harmur Geirs Hallgrímssonar Málflutningur þeirra Geirs Hallgrímssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar skar sig úr í umræðun- um. Geir Hallgrímsson talaði um „marxíska ógnarstjórn" sem ríkt hefði á Grenada undanfarin ár. Sagði hann að Kúbanir hefðu verið búnir að gera innrás á eyjuna á undan Bandríkjamönnum og bæri að harma allt þetta. Sagði hann það skiljanlegt að Bandaríkjamenn vildu vernda líf þeirra u.þ.b. þús- und Bandaríkjamanna sem dvöldu í Grenada, aðallega við nám í læknisfræði. (Ólafur Þ. Þórðarson spurði hvernig það mætti vera að 1000 Bandaríkjamenn væru í læknisfræðinámi undir „marxískri ógnarstjórn" og hvað væri til vitnis um að lífi þeirra væri ógnað). Taldi Geir að harma bæri atburðarásina í Grenada í heild, en ekki mætti draga einn þátt hennar útúr og fordæma hann. Smekkur Eyjólfs Konráðs Eyjólfur Konráð Jónsson sagði það vissulega ömurlegt, „að Bandaríkin skuli vera kölluð til.. til þess að aðstoða við að hindra frek- ari ofbeldisverk (í Grenada) og að hindra það að erlendir ásóknar- menn taki öll völd í þessu litla ríki. Hvort menn vilja fordæma það, það er smekksatriði. Og nú skulum við athuga þennan smekk“, hélt Eyjólfur áfram. „Ég skil nú ekki þann smekk Alþýðu- bandalagsins að láta einmitt þenn- an hæstvirta þingmann, Hjörleif Guttormsson, vera málsvara lýð- ínnrásin í Grenada: Enn barist í gær Þrem sólarhringum eftir að Bandaríkin gerðu innrás irenada berast enn fréttir af því að barist sé á eyjunni. álfhundruð manna stjórnarher, nokkur hundruð íbanskir verkamenn og 40 kúbanskir hernaðarráð- jafar hafa veitt innrásarliði búnu þungavopnum, her- tyrluin og orrustuþotum voldugasta herveldis í heimin- i öflugt viðnám og valdið innrásarliðinu tilfinnanlegu mi. . Fréttir herma að a.m.k. 11 Bandaríkjamenn hafi fallið og ein- hýerra sé saknað og 67 hafi særst. Stöðugir umframliðsflutningar eru til eyjarinnar af liðsafla úrvals- sVeita bandaríska hersins. Aðfara- nótt föstudagsins gerðu orrustu- þotur frá flugvélamóðurskipinu Independance loftárásir á eyjuna. Enn hefur ekki verið gefin upp tala fallinna í liði heimamanna, en fram hefur komið að tala fallinna Kúb- ana skiptir fleiri tugum. Innrás bandaríska hersins í Grenada er því ekki einungis póli- tískt glapræði, heldur virðist hin hernaðarlega hlið málsins einnig hafa farið í handaskolum. Leppur fundinn Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um aðdraganda innrás- arinnar. í blöðum á Barbados í gær var því haldið fram að Bandaríkin hefðu átt hugmyndina að innrásinni, en ekki landsstjóri Breta og Austur-Karíbahafsins eins og Ronald Reagan hefur sagt. Röksemdafærsla Reagans fyrir lögmæti innrásarinnar er nú sú að Paul Scoon, landsstjóri bresku krúnunnar á Grenada, hafi verið hið eina lögmæta yfirvald eftir að Maurice Bishop var drepinn. Hafi hann síðan farið fram á að innrásin væri gerð. Þetta lögmæti er þó dregið í efa af augljósum ástæðum. Paul Scoon var útnefndur landsstjóri á Gren- ada af Bretadrottningu árið 1978. Árið 1979, þegar Maurice Bishop steypti harðstjóranum Eric Gairy af stóli, nam hann stjórnarskrána frá 1974 úr gildi. Þótt undirbúning- ur væri hafinn að gerð nýrrar stjórnarskrár var honum langt í frá lokið þegar Maurice Bishop var myrtur 19. október s.I. Paul Scoon landstjóri hafði verið valdalaus í Grenada eftir byltinguna í mars 1979, en engu að síður var Grenada áfram með í breska samveldinu og breska drottningin því formlegur þjóðhöfðingi ríkisins. Paul Scoon gaf í gær út þá tilskipun, að fulltrú- ar Grenada hjá Sameinuðu þjóð- unum hefðu ekkert löglegt umboð lengur. Verður fróðlegt að vita, hvernig slíkar tilskipanir verða af- greiddar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, því augljóst er að landsstjórinn er ekki annað en ör- væntingarfull tilraun Bandaríkja- stjórnar til þess að gefa skýlausu broti á alþjóðalögum lagalegt yfir- bragð. Jf§ RÍKISSPÍTALARNIR IIIS5 Lausar stöður Landspítalinn Sérfræðingar (2) í geislagreiningu óskast á röntgendeild Landspítalans. Gert er ráö fyrir 75% hlutastarfi. Umsóknir ertilgreini náms- og starfsferil sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1. des- ember n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir forstöðumaður röntgendeildar í síma 29000. Geðdeildir ríkisspítala Aðstoðardeildarstjóri óskast á deild I. Hjúkrunarfræðingar óskast á ýmsar deildir. Upplýsingar um ofangreind störf veitir Hjúkrunar- forstjóri Kleppsspítalans í síma 38160. Reykjavík, 30. október 1983. Miðstjórn ASÍ um VMSI-kosningar: Standi óhögguð Miðstjórn Alþýðusambands ís- I ílands féllst s.l. fimmtudag á þá j niðurstöðu Láru Júlíusdóttur, lög- fræðings ASÍ, að ekki væru for- sendur til að ógilda kosningu til stjórnar Verkamannasambands ís- lands á þinginu í Eyjum. Það var BjarnfríðurLeósdóttir, sem óskaði úrskurðar ASÍ um réttmæti kosn- ingarinnar, en ekki náðist í hana í 8æT- - ÁI. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, voru einangraðir í umræðum um innrásina í Grenada. ræðis og þjóðfrelsis og nefna CIA á nafn. Var hann ekki einn af hö- fundum CIA-bókmenntanna? Er hann ekki einmitt skólaður í A- Þýskalandi? Hann kann þessar kúnstir. En sleppum því og honum. En hitt skal ég játa fúslega, að ég hef jafnlitla þekkingu, eða svona hérumbil jafnlitla þekkingu á mál- um á þessari fjarlægu eyju eins og þeir aðrir sem hér þykjast allt um það vita. En ég þykist vita þó að hjörtum mannanna svipi saman á Súdan og Grímsnesinu.“ Eyjólfur Konráð dró síðan upp hliðstæðu af því, ef vinstristjórnin á Öryggisráð S.Þ. Ellefu af 15 ríkjum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær ályktun þar sem innrásin var ákaft hörmuð og innrásarliðinu gefinn 48 klukkustundar frestur til að yfirgefa landið. Bandaríkin beittu neitunarvaldi en Bretland, Togo og Zaire sátu hjá. Málið mun fara fyrir Allsherjarþingið þar sem ekkert ríki hefur neitunarvald, og er talið að mikill meirihluti aðildar- ríkja muni krefjast brottflutnings innrásarherj anna. ólg. íslandi frá 1979 hefði verið marx- ísk. Hún hefði haft hér um 100 rússneska sérfræðinga og 2000 kú- banska verkamenn (í stað 4000 am- erískra hermanna - innsk. Þjv.). Síðan hefðu menn innan ríkis- stjórnarinnar sem væru haldnir byltingaróþreyju tekið forsætisráð- herrann, leitt hann út á Austurvöll og skotið. „Ég held að jafnvel ekki h.v. þm. Hjörleifur Guttormsson hefði mælt því bót. Og ég held að jafnvel hann hefði getað látið sér detta í hug að bandalagsríki okkar, Norðurlöndin hin, hefðu gert eitthvað til þess að koma aftur á lýðfrelsi á íslandi og hindra þessa glæpamenn í störfum. Jafnvel það að senda eitthvað fallhlífarlið.“ Eftir þessa langsóttu réttlæting- arræðu ítrekaði Eyjólfur Konráð að það væri „smekksatriði hvort menn vildu telja þetta stórglæp". Eyjólfur Konráð lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Á ekki að stöðva þetta ofbeldi? - Ef það kost- ar ekki mannslíf, sem það kostar sárafá, að mér skilst. Eitt mannslíf er kannski jafn mikils virði og mörg... Auðvitað er þetta hörmu- legt og við getum sameinast í að samþykkja það að svona atburðir eru hörmulegir, mannkynið er nú bara einu sinni ekki betra en þetta. Og ég tel fyrri atburðinn vera hörmulegri enn hinn síðari. Og það finnst mér ekki vera smekksatriði hvort er hörmulegra.“ ólg. Auglýsing frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins um endurgreiðslu áburðarverðs Þeir framleiöendur nautgripa, sauöfjárafuröa og kartaflna sem hafa staðgreitt áburö á sl. sumri og framleiöendur utan lögbýla sem höföu meirihluta tekna sinna á sl. ári af fram- leiðslu áðurtalinna afurða, skulu senda Framleiösluráði landbúnaöarins umsókn um endurgreiðslu á hluta áburöarverös sbr. á- kvöröun ríkisstjórnarinnar viö verðlagningu búvara 1. október sl. Umsóknir veröa aö berast Framleiðsluráði landbúnaðarins fyrir 15. nóvember nk. Þeir framleiöendur á lögbýlum sem keypt hafa áburö sinn hjá kaupfélagi, verslun eöa fyrir milligöngu búnaöarfélags, þurfa ekki aö senda umsókn um endurgreiðslu áburöar. Reykjavík, 25. október 1983 Framleiðsluráð landbúnaðarins Góöorö > duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.