Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983
DJOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdótfir
Ritstjorar: Árni Bergmann. Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Óiafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.'
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. éI
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
ritstjórnargrci n
Grundvöllur
stefnunnar
í upphafi landsfundar Alþýðubandalagsins flutti
Svavar Gestsson formaður flokksins ýtarlega ræðu um
stefnugrundvöll þeirrar breiðfylkingar sem Alþýðu-
bandalagið leitast við að skapa. í ræðunni komu fram
meginatriðin í baráttuverkefnum og leiðarljós þeirrar
umsköpunar á þjóðfélaginu sem flokkurinn mun
hrinda í framkvæmd í krafti eigin styrks og í samvinnu
við aðra.
Alþýðubandalagið er flokkur sem boðar jafnrétti á
öllum sviðum.
Alþýðubandalagið er brjóstvörn launafólks í barátt-
unni við fjármagnsöflin. Á vinnustöðum og í samtökum
launafólks eru félagar flokksins virkasta aflið í sókn
verkalýðsstéttarinnar til réttlátara þjóðfélags og jafn-
ari kjara.
Alþýðubandalagið eru samtök raunsannra lýðræð-
issinna sem setja sjálfsákvörðunarrétt fólksins í æðsta
sess. Flokkurinn stendur vörð um grundvallarreglur
hins lýðræðislega samfélags, bæði á vettvangi
stjórnkerfistns og í hinni daglegu baráttu. Varðstaða
um lífæðar þess stjórnkerfis, sem gefur mönnum kost á
að velja og hafna í kosningum og beita rétti til frjálsra
samninga, er meðal mikilvægustu verkefna flokksins.
Alþýðubandalagið leggur áherslu á fjölflokkakerfi
þar sem prentfrelsi, fundafrelsi og frelsi til athafna eru
leiðarljós stjórnmálabaráttunnar. Flokkurinn virðir
frelsi einstaklingsins en hafnar frelsi fjármagnsins til að
kúga einstaklingana.
Alþýðubandalagið vill varðveita hið fjölþætta og
opna menningarsamfélag þar sem frjáls sköpun og víð-
tæk tjáning hugsunar og lista eru hreyfiafl framþróun-
arinnar.
Alþýðubandalagið hafnar ríkistrú sem leiðarvísi í leit
að lausnum á vandamálum samfélagsins. Eignarhald
ríkisins á öllum sviðum er ekki sú leið sem flokkurinn
boðar.
Alþýðubandalagið leggur áherslu á að frumkvæði
heimamanna og framtak fólksins sjálfs eru forsendur
þess félagslega rekstrar sem tryggt getur samvinnu í
framfarasókn þjóðarinnar og lýðræði á vettvangi at-
vinnulífsins.
Alþýðubandalagið hafnar ekki markaðsleiðinni í al-
mennum rekstri og þjónustu en varar við þeirri dýr-
keyptu reynslu sem birst hefur í leik gróðaaflanna með
auðlindir þjóðarinnar.
Alþýðubandalagið varar við kreddutrú sem sækir nú
fram með einfaldar töfralausnir á vandamálum efna-
hagslífsins. Slík kreddutrú getur grafið undan sjálfstæði
þjóðarinnar og leitt íslendinga svo afvega að erfitt
reynist að komast á ný á framfarabraut.
Alþýðubandalagið er vettvangur raunverulegrar og
virkrar friðarbaráttu þar sem fordæming á hinu tryllta
vígbúnaðarkapphlaupi og krafan um friðlýst og frjálst
ísland eru grundvöllur breiðfylkingar friðarsinna.
Þessi 10 grundvallaratriði eru burðarásar þeirrar
stefnu sem Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins lýsti ýtarlega í ræðu sinni í upphafi landsfundar-
ins. Þau marka kjarnann í sjálfstæðisbaráttu samtímans
sem Alþýðubandalagið hefur gert að höfuðverkefni.
Alþýðubandalagið er hreyfing fólks sem vill sjálft
skapa sína sögu - samtök fjölda sem sækir fram í krafti
lýðræðislegs styrks.
Á skýran hátt hefur formaður flokksins lýst kjarnan-
um í þjóðmálastarfi Alþýðubandalagsins. Landsfund-
urinn nú er staðfesting á því sögulega hlutverki til að
sameina vinstra fólkið í landinu sem á næstu misserum
verður hreyfiaflið í víðtæku fjöldastarfi Alþýðubanda-
lagsins. ór
Ávarp Guöbjargar Sigurðardóttur, formanns Æsku-
lýösfylkingar Alþýöubandalagsins í Austurbœjarbíói
Landsfundarfulltrúar. Ljósm.: eik.
Við viljum vera með í
starfi og stefnumótun
Ágætu félagar.
Fyrir hönd Æskulýðsfylkingar-
innar vil ég þakka það tækifæri
sem við höfum fengið hér til að
kynna okkar samtök. Æskulýðs-
fylking Alþýðubandalagsins eru
ung samtök, í rauninni hafa sam-
tökin lengi verið til, þá áður sem
Æskulýðsnefnd sem vár starfs-
nefnd miðstjórnar, en á lands-
þingi okkar fyrir ári síðan
breyttum við reglugerðinni á
þann veg að samtökin hlutu
meira sjálfstæði. M.a. var sett inn
það ákvæði, sem þekktist ekki
áður hjá Alþýðubandalaginu, að
félagar sem ekki eru flokksbund-
nir gætu gengið í samtökin og
starfað með þeim. Með því er
þeim gefið tækifæri til að kynnast
flokknum og gert það auðveldara
að ákveða hvort þeir vilja ganga í
flokkinn, því það hefur sýnt sig
að margir hafa viljað kynnast
bandalaginu en hinsvegar ekki
verið reiðubúnir að ganga í
stjórnmálaflokk, og fundist það
minna stökk að ganga til liðs við
Æskulýðsfylkinguna. Okkur
þótti nafnið Æskulýðsnefnd ekki
aðlaðandi, og í mars ’83 breyttum
við því formlega í Æskulýðsfylk-
ingu Alþýðubandalagsins og þá
meira til að undirstrika að við
erum til sem samtök. Eins og
landsfundarfulltrúar sjá í til-
lögum að breyttu skipulagi
flokksins er Æskulýðsfylkingin
þar sjálfstæð samtök til hliðar við
flokkinn, og eru þær breytingar í
samræmi við þær óskir sem við
höfum lagt fram.
Guðbjörg Sigurðardóttir
Okkar von er að félag ungs
fólks „Æskulýðsfylkingin“ eigi
eftir að koma í hverju kjördæmi,
og starfa þar væntanlega með
flokksfélögunum, en fyrst og
fremst muni hún standa vörð um
málefni ungs fólks t.d. í skóla- og
menntamálum, að ógleymdum
launamálum þar sem ungt fólk er
ekki metið sem fullgildir
launþegar. - Atvinnurekendur
notfæra sér skólafólk í sumar-
vinnu og aukavinnu á kvöldin og
um helgar, kaup og kjör fylgja
ekki lögum verkalýðsfélaganna,
enda er þetta fólk oft ekki í
verkalýðsfélögum.
Jafnréttismál og friðarbarátta
eru líka mál sem varða ungt fólk
sérstaklega og að okkar mati ætti
að vera fræðsla um þau í skólum.
Það er stór smán á sjálfstæðisbar-
áttu okkar, sem aldrei lýkur, að
hér á íslandi skuli vera erlendur
her sem reynir nú að leggja undir
sig Iand okkar með ratsjárstöðv-
um á öllum landshornum og nýrri
stórbyggingu í Keflavík sem kall-
ast Flugstöð okkar íslendinga, og
að við sem köllum okkur friðar-
sinna séum í hernaðarbandalagi,
og hvernig getum við fullyrt að
hér séu ekki kjarnorkuvopn?
Aðal áherslu leggjum við þó á
fræðslu og baráttu fyrir sósíal-
isma og lýðræði, en það má aldrei
gleymast í okkar starfi. Enda
veitir okkur ekki af öllum
kröftum til að berjast gegn þeirri
ríkisstjórn sem nú situr og hefur
vegið illilega að kjörum láglauna-
fólks. Hún hefur virt að engu
jafnan rétt alls fólks til náms,
með niðurskurði á framlögum til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
og með því gert framhaldsnám
eignarétt yfirstéttarinnar.
Að lokum félagar góðir vonum
við að þið hafið okkur með í starfi
og stefnumótun að bættu þjóð-
skipulagi og betri lífskjörum, því
það erum jú við sem erfum
landið.
Góðir félagar, stöndum saman
í baráttu fyrir þjóðfélagi sósíal-
ismans á íslandi.