Þjóðviljinn - 19.11.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Helgin 1!>. - 20 ’ nóvember 1983 i „ Við krefjumst framtíðar” Kvikmyndahátíð pg hljómleikar Linton Kwesi Johnson Hópurinn sem stóð á bak við rokkhátíðina „Við krefjumst framtíðar“ í haust gengst fyrir kvikmyndaviku í Regnbogan- um dagana 25. nóvember til 4. desember næstkomandi. Verða þá sýndar allmargar kvik- myndir er tengjast umræðunni um vígbúnaðarkapphlaupið og kjarn- orkuvígvæðingunni. Meðal kvik- mynda sem sýndar verða má nefna Stríð og friður sem Alexander Kluge, Schlöndoff, Heinrich B=ll og fleiri vestur-þýskir kvikmynda- gerðarmenn stóðu að. Myndin fjal- lar um vígbúnaðinn í Þýskalandi og áhrif hans á þýskt þjóðlíf. In The King of Persia nefnist bandarísk heimildarmynd eftir Emile de Antonio sem fjallar um aðgerðir friðarsinna í Bandaríkj- unum gegn vopnasmiðju General Electric í bænum The King of Pers- ia. We are the Guinea Pigs er heimildarmynd um slysið í kjarn- orkuverinu í Three Miles Island við Harrisburg í Bandaríkjunum. Myndin er eftir Joan Harvey. America from Hitler to MX er heimildarmynd um þátt banda- rískra auðhringa í vígbúnaðarfram-, leiðslunni frá Hitlertímanum til okkar daga. Höfundur er Joan Harvey. Hiroshima, heimildarmynd sem japanska friðarhreyfingin gerði upp úr fréttamyndum af kjarnork- usprengingunni í Hiroshima. Aðrar myndir sem sýndar verða eru breska myndin The War Game eftir Peter Watkins, No Place to Hide, og Dark Circle. Föstudaginn 2. desember kemur hingað ljóðskáldið Linton Kwesi Johnson ásamt 10 manna hljóm- sveit undir stjórn Dennis Bo- veli. Johnson er ættaður frá Jama- ica en búsettur á Bretlandi og mun hann flytja ljóð sín við Raggea- tónlist Dennis Bovells á hljóm- leikum í Sigtúni. Úr kvikmyndinni The War Game eftir Peter Watkins. Gamlabíói Jazz)sveifla í Tríó John Scofields kemur á vegum Jazzvakningar Þann 5. desember nk. býður Jazzvakning uppá mikla j azzsveiflu í Gamla bíói, þar sem ein virtasta smáhljómsveit jazzheimsins, tríó John Scofields, gítarleikara mun halda tónleika. John Scofield er í hópi helstu gít- arleikara jazzins og hefur stjarna hans vaxið mikið eftir að Miles Da- vis réð hann í hljómsveit sína, en Tríó John Scofíelds, sem leikur á jazz-tónleikum í Gamla bíói 5. des- ember nk. hann er nú einn helsti einleikari Davis. í tríói Scofields eru auk hans bassaleikarinn Steve Swallow og trommarinn Adam Nussbaum. Tónlist John Scofields er nútíma bebop, þar sem bæði bregður fyrir áhrifum af sveiflu og rokki. Hann er mjög frjór, bæði sem tónskáld og einleikari, og stíll hans persónu- legur. Það er engin tilviljun að jafn ólíkir tónlistarmenn og Lionel Hampton, Gary Burton, Charles Mingus, Niels-Henning, Gerry Mulligan og Miles Davis hafa keppst við að bjóða honum að leika með sér. Hann býr nefnilega yfir þeim eiginleikum sem eru aðal hvers afburða jazzleikara: mögn- uðu hugmyndaflugi og sterkri sveiflu. rrtstiórnararcin_________ Uppreisn fyrir lífiö Óskar Guðmundsson skrifar Frá Bandaríkjunum berast þau tíðindi, að hernaðarandi grípi ungdóminn og þjóðina alla. Æsk- ulýðurinn þyrpist í skráningabúð- ir hersins og haft er eftir unglingi að hann sé reiðubúinn að deyja fyrir föðurlandið hvar sem forset- inn æski þess. Þetta nýja hernað- aræði í Bandaríkjunum gerist á sama tíma og verið er að koma fyrir bandarískum tortímingar- vopnum á meginlandi Evrópu. Ástæða þessa stríðsæðis og fórnarlundar er rakin til þess að hersveitir hins bandaríska heimsveldis báru sigur úr býtum í innrás á karabiska eyríkið Gren- ada. í Bandaríkjunum búa rúm- lega 200 miljónir manna en á Grenada 150 þúsund manns. Þeir sem ekki hafa hlýtt á röksemdir Hannesar Hólmsteins og Geirs Hallgrímssonar utanríkisráð- herra eiga sjálfsagt erfitt með að skilja að leiðtogar heimsveldisins geti með slíkum árangri notfært sér innrásina á Grenada með þessum hætti. Jafnframt berast fregnir af því að Ronald Reagan sé vinsælli en nokkru sinni á for- setatíð sinni. Innrásin á Grenada er nefnilega kölluð „björgunar- aðgerð" í Bandaríkjunum og á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hún blæs stolti í brjóst hinnar bandarísku þjóðar. „Við erum stærstir og sterkastir“ og það er ýmislegt til vinnandi til að halda þeim í sessi. í Vestur-Evrópu er verið að reyna að afsanna þá kenningu, að meirihlutavilji almennings ráði um afdrifaríkustu málefni land- anna. f skoðanakönnunum og með öðrum hætti hefur sá ský- lausi meirihlutavilji þjóðanna komið fram, að fólk vill ekki að kjarnorkuvopnunum verði kom- ið fyrir í löndum þeirra. Hags- munir NATÓ og þó sérstaklega Bandaríkjanna eru þó þeir að kjarnorkuflaugunum verði kom- ið fyrir. Staðsetning eldflauganna er á vissan hátt áframhald þeirrar skiptingar álfunnar í tvö áhrifa- svæði sem hófst í lok síðustu heimsstyrjaldar. Þessi tvö lög- regluríki heimsins, Bandaríkin og Sovétríkin halda áfram að skipta á milli sín heiminum í þá parta sem þeim þóknast í krafti hernaðarmáttar og árangurs í á- róðursstríðinu. Einsog innrásin á Grenada sannar þarf ekki mikið til að gjörbylta hinu svokallaða almenningsáliti og margir fjöl- miðlar, hlaupatíkur valdstétt- anna, eru galdratæki í þessu efni. Og einsog ummæli bandarískra stjórnmálamanna og ofstækis- fulls hóps Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna uppá íslandi beravottum, erstutt í miðalda- myrkriðþegarfjallað erum annan hvorn andstæðinginn. Þessi tvö lögregluríki, Banda- ríkin og Sovétríkin, eiga sem bet- ur fer við ýmislegt mötlæti að stríða. Smærri þjóðir krefjast sjálfsforræðis og bindast stund- um samtökum til að losa sig undan áhrifum stórveldanna. Heima fyrir, eystra og vestra, hafa miljónir manna andúð á hernaðarstefnu þeirra, sem vegna tækninnar er ekki annað en helstefna. Frelsisbarátta fólks á bandarísku áhrifasvæði og so- vésku áhrifasvæði er að þessu leyti til eðlislík. Staðsetning hinna bandarísku vígtóla á meginlandi Evrópu undirstrikar enn frekar en áður skiptingu Evrópu og heimsins í áhrifasvæði stórveldanna. Ýmis- legt bendir til þess að þjóðarleið- togar í Vestur-Evrópu og stjórnmálamenn sem annars eru hallir undir skiptinguna í áhrifa- svæði, hafi efasemdir um kjarn- orkueldflaugarnar af þeirri á- stæðu að þeir óttast að þeir verði enn háðari Bandaríkjunum en hingað til. Mörg þessara ríkja einsog t.d. Frakkland og Vestur-Þýskaland hafa einnig að hluta til öndverða efnahags- hagsmuni við Bandaríkin. Þessi ríki bítast um markaði við Banda- ríkin. Þessu til viðbótar kemur svo þrýstingur almannahreyfing- anna, friðarhreyfinganna á við- komandi stjórnvöld. Það er því ekki með öllu ólíklegt að þessi ríki og fleiri Vestur-Evrópuríki leiti leiða til að brjótast undan oki og ótta gjöreyðingarvopnanna. Máske _ ‘kemur samstaða smá- þjóðanna gegn áðurnefndri skiptingu heimsins í áhrifasvæði og til sögunnar, máske krefst órættlátt efnahagsskipulag heimsins (norður-suður) and- stöðu gegn risaveldinum tveimur, og máske ná friðar- hreyfingarnar þjóðarleiðtogun- um saman. í þessu ljósi séð er dapurlegt og skammarlegt að rík- isstjórn íslands með utanríkis- ráðherrann í broddi blárrar fylk- ingar skuli játast svo öðru stór- veldinu að mönnum þætti meira að segja nóg um ástarjátningarn- ar í Bandaríkjunum sjálfum. Þeim skjátlast sem halda að friðarhreyfingarnar gefist upp eftir að byrjað er að koma fyrir gjöreyðingarvopnum á megin- landi Evrópu. Andspænis gjör- eyðingarhættunni sem aðallega stafar af tveimur áðurnefndum lögregluríkjum sameinast fólk úr öllum áttum. Þar koma saman f friðarhreyfingu í þágu lífsins, kristnir menn og íhaldssamir, rót- tækir menn og hægfara. f þeim átökum röksemdanna sem háð eru víða um veröld þessi misseri um gjöreyðingarvopnin, hefur kristin lífsskoðun með afdráttar- lausri virðingu fyrir lífinu öðlast nýtt og viðeigandi inntak. Og lofuð veri sú íhaldssemi gagnvart lífinu og náttúrlegum verð- mætum sem krefst andófs gagnvart gjöreyðingarhættunni. í þeirri uppreisn fyrir lífinu sem við nú heyjum í friðarhreýfingum ma aðeins einn sigurvegari standa eftir, lífið sjálft. Staðsetning eld- flauganna, hernaðarandinn í Bandaríkjunum og í Sjálfstæðis- flokkrium, verður ekki til þess að draga úr mikilvægi friðarhreyf- inga. Friðarhreyfingin mun því aðeins bera árangur að hún sé borin uppi af manneskjum sem sjálfar hafa dulítinn frið í hjarta. Einsog sósíalisminn eru friðar- hreyfingarnar uppreisn fyrir lífið. Hver vill ekki vera þátttakandi í þeirri uppreisn? -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.