Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 16

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983 Kafli úrEldvígslunni, skáldsögu dr. Jónasar Kristjánssonar sem er 1 nýútkominhjáBóka- klúbbi Arnar og Ör- Sagan gerist á 9. öld og sögumaður er Ubbi, yngsti sonur Ragnars konungs loð- brókar. „Illur er af þér ambáttarfnykurinn“ - ívar reyndist réttspár um feng- sæld föður okkar; hann kom með herskara af þrælum úr víkingaferð- inni eins og áformað hafði verið. Ég stóð að sjálfsögðu niðri á ströndu með öðru heimafólki þeg- ar skipin lögðu að landi. Mans- menn voru leiddir frá borði einn af öðrum með hendur bundnar í fyrir- keltu. Þeir voru saurugir svo að vart sá í andlit þeirra, utan hvað ljósir tárataumar lágu niður kinnar flestra kvennanna og gerðu ásýnd þeirra ennþá afskræmilegri. Og eftir því voru klæði þeirra, sem dregin væru úr mykjuhaugi og rifin svo að víða sá í bert hold bandingj- anna, Sumir karlanna voru særðir og báru blóðstorkin tröf um háls eða enni, arma eða fótleggi. Marg- ir þeirra höfðu rakaðar krúnur sem teknar voru nokkuð að hárgast. Þegar á land var komið voru fangarnir fjötraðir á streng með hálsböndum sínum í tvær langar lestir. Vaskir karlar voru kvaddir til að teyma lestirnar, og lögðust þeir fast á strengina, en til hliðar gengu aðrir með sviga í höndum óg keyrðu þá sem bágrækir þóttu. Síð- an var herfangi skipað upp og reitt heim á hestum eða ekið á sleðum. Þegar komið var heim til bæjar voru bandingjar leystir af streng og skipt eftir kynferði í tvo hópa. Karlar voru reknir niður til árinnar og látnir kasta klæðum og laugast. Handgóðar konur voru til fengnar að fægja sár þeirra og binda um hrein tröf. En manskonur voru leiddar til forskála í Hleiðrargarði og látnar hvílast þar um hríð. Faðir minn og menn hans gengu einnig til laugar að geðþótta sínum. Síðan gengu þeir til eldaskála, sett- ust að snæðingi og drukku ótæpi- lega. Heimasetumenn blönduðust meðal þeirra og spurðu tíðinda af leiðangrinum. - Svo sem sjá má hefur okkur orðið vel til fjár, mælti faðir minn. Við höfðum spurnir af því að í Lindiseyjar-héraði norðanverðu væri klaustur nokkurt að því skapi auðugt sem varnir væru veikar. Og þetta reyndist rétt vera. Við kom- um að landi skammt sunnan við Hvítabæ og sigldum um hríð með ströndu Norðimbralands uns við komum að Humru mynni síð um kvöld. Ég sendi njósnarmenn á báti upp ána, og er þeir komu aftur kunnu þeir frá því að segja að klaustrið væri með öllu óvíggirt og stæðu byggingar dreifðar á víðum velli. Við rerum upp þangað öllum skipum okkar, tíu að tölu, og lögðumst í einn leynivog; gengum síðan á land og umkringdum stað- inn rammlega. Þegar skímaði af degi gerðu nokkrir okkar atlögu með ópi miklu og háreysti. Klausturbúar flæmdust upp af fletjum sínum og leituðu undan- komu í ýmsar áttir, en gengu þá beint í greipar okkar umsáturs- manna og væru færðir í fjötra. Fáir einir gripu til vopna, en reyndust harla auðsóttir mínum mönnum; tveir voru svo kappsfullir að ekki mátti létta fyrr en þeir voru særðir til ólífis. Kynlegt var að sjá hvernig mesti fjöldi þusti til goðahúss. Lágu þeir þar á knjám frammi fyrir goðamyndum sínum, fórnuðu höndum og vældu greylega. Engir voru okkur auðsóttari en þessir er svo létu. Gripum við þá upp af gólf- inu sem sauði í aðhaldi og bundum að höndum og fótum. Faðir minn hló við er hann minntist þess auðunna sigurs yfir munkunum. Hann' saup vænan teyg af horninu og saug froðuna úr skeggi sínu. - En margs þarf búið við, hélt hann áfram. Munkar þeir sem slógust í för með okkur að vestan munu raunar kunna til margvís- legra verka svo fyrir innan stokk sem utan, en hér í Danmörku er það enginn siður að karlar kreppi fingur um nál og vefjarskeið elleg- ar gíni yfir grautarkötlum. Slíkt eru ambátta verk, og því vildum við einnig afla nokkurra manskvenna. Menn mínir höfðu fengið byr undir vængi viðhinn auðkeypta sigur og voru nú allfúsir að drýgja meiri dáðir. Er það ekki rétt hermt Sveinki félagi? Faðir minn beindi orðum sínum til eins af húskörlum sem sat and- spænis honum nokkru utar á óæðra bekk. - Vera má það, svaraði Sveinn, enda voru við meir reyndir á heimförinni. - Var þá meiri raun að veiða ambáttirnar? spurði einn heima- setumanna. - Graðhafrar verja geitur sínar, mælti Sveinn. Og höfðum við þó hvarvetna sigur í skiptum við Norðimbra. - Við hjuggum strandhögg á ýmsum stöðum þar sem við sáum til bæja, sagði faðir minn. Víða fengum við hart viðnám. En þarna var líka til mikils að vinna. Mesta fémuni hrepptum við í klaustrinu í Lindisey, og er furða hve kristnir menn hafa mikla ást á guðum sín- um, að gefa þeim slíkar gersemar. En lifandi pening fengum við fríð- astan í bæjum á ströndu Norð- imbralands - og er sjón sögu ríkari í því efni. Hér skotraði faðir minn augum fram í forskálann, glettnislegur á svip. Þar hafði nú verið sett upp borð, og voru bornar fyrir ambátt- irnar leifar frá máltíð víkinga. Þær settust að snæðingi svo sem þær voru á sig komnar og tóku að naga kjöttægjur af hálfkroppuðum hnútum. Klakkur hafði verið með í her- förinni og mun hafa tekið vel eftir fríðleik hinna ensku meyja, sem nú var að vísu torfundinn undir marg- földu lagi af skarni og skófum. Hann vaknaði við síðustu orð föður míns, reis á fætur og slangr- aði fram til kvennanna. Andspænis okkur við borðið sat hávaxin stúlka, dökk á brún og brá og einbeitt á svip. Hrafnsvart hárið hékk í flygsum niður með vöngun- um sem ekki höfðu laugast af neinum tárastraumum. Klakkur gekk nú að baki stúlku þessari og beygði sig yfir hana. - Ragnar konungur hefur heitið mér að ég skuli fá þig í minn hlut, mælti hann kankvíslega. Mér verð- ur ekki með öðru móti konu auðið. Þær dönsku vilja ekki líta við mér. Hann hafði séð út undan sér að Freydís var að bera beinatrog fyrir ambáttirnar, seildist nú laumulega til hliðar og kleip í lær hennar með nístandi taki. Freydís æpti upp og missti trygilinn úr höndum sér. Nokkrar hryggjarhnútur skoppuðu inn eftir borðinu. Klakkur skellti upp og hló, en hafði þó augu og huga við ambátt sína. Hún hélt áfram að naga bein sitt, og varð ekki séð hvort hún skildi orð hans. Margir Englis- menn skilja nokkuð í dönsku, enda má kalla að við séum einnar tungu þótt báðar hafi nokkuð gjörst. - Lög banna mönnum að hafa samræði við kykvendi, gall nú gaur nokkur inni í skálanum. - Hún Koltrýna mín er engin skepna, ansaði Klakkur. Skín á gull þótt í skarni sé. Þú skalt sjá hve hún verður fríð þegar ég hef þvegið henni í framan. Og hvít er hún sem snjór allsstaðar þar sem hún er snoðin. Ég veit að þú ert björt undir burunni Koltrýna mín. Klakkur hafði brugðið tygilknífi sínum og reist nú með snöggu bragði niður úr höfuðsmáttinni á kyrtli meyjarinnar. Löfin féllu frá brjóstum hennar, og voru þau að vísu björt sem snjór. Klakkur greip um þau báðum höndum og glotti áfergjulega. En nú færðist líf í stúlkuna svo að um munaði. Hún vatt sér undan tökum Klakks, reiddi upp kreppt- an hnefa og laust hann á gagnaugað með slíku afli að hann riðaði við. Síðan sveipaði hún að sér sundur- skornum kyrtlinum og þaut í átt til dyra. • Klakkur jafnaði sig samstundis, tókst á loft og hremmdi stúlkuna er hún reyndi að draga loku frá hurð- inni. Hann slöngdi henni flatri á gólfið, settist karlvega yfir hana og keyrði arma hennar niður með síð- unum. Stúlkan braust um af afli örvæntingar, sparkaði fótum svo að kyrtillinn svarfaðist nú einnig upp að neðan; í átökunum hvæsti hún að Klakki ókvæðisorð á móð- urmáli sínu. Að því er til sást hefði hún getað verið alssnakin, utan hvað hún hafði á fótum ökklaháa kálfskinnsskó, trosnaða og nas- bitna. Klakkur æstist að losta við mótþróa hennar og við ásýnd og snertingu þessa fagra kvenlíkama. Ambáttirnar sátu sem lamaðar væru við borðið, en karlmennirnir þyrptust fram í forskálann og fylgd- ust græðgislega með því sem þar fór fram. Sumir æptu hvatningar- orð að Klakki. - Kenndu þessu kvikindi betri siðu! sagði einhver. Sýndu að þú kunnir nokkuð til karlmannsleika Klakkur fóstri! Faðir minn var hugfanginn af frásögn sinni og tók í fyrstu ekki eftir því sem gerðist í forskálanum. En brátt varð hann þess var að áheyrendaflokkur hans þynntist og gekk með öðrum fram eftir gólf- inu. Þegar hann sá hvað í leikum var brá hann við hart og snöggt. Hann þaut að hrúgaldinu á gólfinu, greip um axlir Klakki og hóf hann á loft. Klakkur hélt með rándýrs- klóm í bráð sína, en þegar hann fann að ofjarl hans var kominn sleppti hann takinu og stúlkan skall í gólfið. Sjálfur skall hann í sama vetfangi með þungu falli. Faðir minn settist klofvega á hann ofan og keyrði hendur hans niður með síðum eins og Klakkur hafði áður rekið arma stúlkunnar. - Þú lýgur því hvolpur að ég hafi gefið þér ambátt þessa, sagði hann fastmæltur. Og fullkunnugt er þér það að ég vil ekki láta misbjóða manskonum mínum. Frjálsar kon- ur danskar getur þú leikið sem þér líkar ef þær eru ekki af mínu húsi, en mansmenn mínir, svo þrælar sem ambáttir, skulu vera undir mínu verndarskauti. Klakkur hafði nú jafnað sig nokkuð og tók að brölta af nýju; spriklaði hann höndum og fótum líkt og afvelta fiskifluga. En faðir minn hóf hann upp á öxlum nokkr- um sinnum og barði höfði hans í gólfið uns hann dasaðist og lá sem dauður væri. Síðan gekk hann til stúlkunnar sem einnig lá í dvala á gólfinu, reisti hana á fætur, sveip- aði um hana skikkju sinni og leiddi til dyra. í Hleiðrargarði færðist allt mannlíf smám saman í siðvenjulegt horf. Klakkur raknaði brátt úr roti, hristi höfuð nokkrum sinnum, gekk síðan til skála og settist að drykkju með öðrum körlum. Amb- áttirnar fengu nýsoðinn bygggraut til ábóta fyrir hið rýra slátur. Síðan voru þær reknar út og færðar til laugar sem hinir nýkomnu þrælar höfðu áður fengið að njóta. Skipti mjög um ásýnd þeirra er saurindin höfðu verið af þeim vöskuð. Að laugun lokinni voru þeim fengin ný klæði, hvít nærföt af líni og mó- rauðir vaðmálskyrtlar, og síðan var þeim vísað til hvíldar í hinum ný- byggðu þrælahýsum. Stundum virðist svo sem líf manna velti á mjóu mundangi. Lít- ill steinn sem losnar við létta snert- ingu hleypir eyðandi aurskriðu nið- ur fjallshlíðina; lítil stoð sem bilar lætur húsið riða til falls; lítið korn breytir sætum svaladrykk í ban- vænt eitur. Þegar ég horfi til baka þykir mér sem nokkuð þvílíkt hafi gerst í Hleiðrargarði í þetta sinn. Að allt hefði verið með kyrrum kjörum ef enska stúlkan hefði setið hinum megin við borðið og ekki vakið girnd Klakks með sínu hrafnsvarta hári og fagra limaburði. Eða ef fað- ir minn hefði ekki verið nær stadd- ur þegar þetta gerðist til að skakka leikinn og hlynna að stúlkunni. En allir hlutir eru í einni mátt- ugri hendi, og allt hefur átt svona að fara. Fyrr eða síðar hlaut ég að vakna af draumi og slæða sakleysis- ins að falla frá augum mínum. Ég sé það nú eftir á að brotalöm hefur verið á sambúð foreldra minna fyrir þennan tíma. Orð Klakks bentu og til þess að hann hefði litið ambáttina hýru auga áður en klæði hennar trosnuðu og andlit hennar sortnaði af saurindum. Hún hét Álfgífa, og þegar hún hafði þvegið andlit sitt kom í ljós að Klakkur hafði lög að mæla: hún var í sannleika hin fríðasta mær. Þó var hún fremur mikilúðleg á svip, augun hvöss, nefið hátt eins og títt er á enskum konum. Mér þótti hún tiltakanlega björt á hörund, ef til vill af því að svo mjög skipti um yfirbragð hennar er hún vaskaði sér, eða af því að hún var svo dökk á hár og brýn. Hún reyndi að vera þóttaleg í framgöngu þótt hún bæri ambáttar serk, og sögðu sumir að það væri henni í blóð borið enda hefði faðir hennar verið öldurmað- ur í heimabæ hennar áður hann féll fyrir vopnum víkinga. En aðrir töldu að hún bæri höfuð hátt og reigingslega af því að hún væri frilla konungins. Faðir minn átti aðra rekkju í karlaskemmu sinni og gisti þar stundum ef hann kom síða heim eða hafði setið lengi að drykkju í skemmunni. Dag þann er fyrr er frá sagt gengu menn seint til náða í Hleiðrargarði. Mikið öl hafði verið bruggað til að fagna heimkomu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.