Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 17

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 17
víkinga, og vildu menn ógjarna láta það súrna af langri geymslu. Leiðangursmenn þurftu að inna nákvæmlega frá öllum þeim afrek- um er þeir höfðu drýgt í för sinni vestur um haf, enda vildu þeir og fá tíðindi af hinu helsta sem við hafði borið heima í Hleiðru meðan þeir voru á brottu. Var því langt liðið á nótt er allar þessar frásagnir höfðu verið til lykta leiddar. Faðir minn sást ekki eftir að hann hvarf á braut með ambáttina, og taldi ég víst að hann sæti að sumbli úti í karla- skemmu. Móðir mín stóð fyrir beina og tók annað veifið þátt í mannfagnaði í eldaskálanum. Ég sá að hún hvarflaði augum til dyra við og við - og ekki neita ég því að ég gerði slíkt hið sama, væntanlega af sömu ástæðu. Nær ég vaknaði morguninn eftir var móðir mín þegar risin úr rekkju, og var hún með griðkonum sínum að ryðja skálann. Miður var þar vistlegt um að litast. Á víð og dreif lágu drykkjarhorn og brotnir stútar, kroppaðar hnútur og tómir tryglar. Yfirhafnir og önnur klæði lágu þar sem menn höfðu varpað þeim af sér er þeir hitnuðu af ölinu eða bökuðust við eldinn. Sumir höfðu gerst ölsjúkir en ekki náð út að ganga, og voru hálfþornaðar spýjur hér og hvar á gólfinu og enda upp um palla. Nokkrir menn höfðu sofnað í vímu sinni á gólfinu þar sem komnir voru. Móðir mín sparn fæti við bónda einum sem lá á grúfu skammt frá kulnuðum eldinum og blés með snörli. - Dragstu á fætur dusilmenni, mælti hún. Strýkur að heiman frá konu þinni og börnum og ferð í önnur lönd að brytja niður blásak- laust fólk og varnarvana. Nú liggur þú hér sem gorhundur í spýju þinni! Aftur sparn hún við honum sýnu fastar en fyrr svo að hann veltist um hrygg og rumskaði við. Síðan skreiddist hann á fætur og staulað- ist út um dyrnar á skálanum. Dagurinn leið, en ekki birtist faðir minn. Mannlíf í Hleiðrubæ tók smám saman að falla í hvers- dagslegan farveg. Rauður ráðs- maður skipaði mönnum til verka og valdi þó fremur hin léttari störf handa vökumönnum. ívar var einnig mjög á stjái og hafði for- sagnir með ráðsmanni. En ekki kom faðir minn heldur í rekkju næstu nótt. Á þriðja degi birtist hann loks og gekk til dagverðar eins og ekki hefði í skorist. Lék hann alsolla, spretti fingrum og hló við hverjum manni. - Ég heyri sagt að þú hafir stór- um bætt við búkost minn Grímur fóstri, kallaði hann til húskarls eins er sat við enda borðsins. Kona Gríms hafði alið tvíbura meðan faðir minn var í leiðangrinum. Grímur roðnaði við. - Ekki, ekki stamaði hann. Langur er ómagahálsinn og tveir sem tíu. En ég mun vinna kapp- s amlega fyrir upphaldi sveinanna, því heiti ég þér konungur. - Veit ég það Grímsi góður. Tvílembingar eru þroskabráðif ef móðírin ervel mylk.Og mér sýnist hún Æsa þín vera vel vaxin hið efra. Grímur gerðist nú enn rjóðari, en faðir minn hló dátt. Að loknum dagsverði gekk hann til verka með húskörlum sínum svo sem vandi hans var til. En móðir mín snæddi í eldhúsi og kom ekki að dagverðarborði. Um kvöldið kom faðir minn til rekkju sinnar í skálanum og hugð- ist ganga til náða. Móðir mín var þegar háttuð, en spratt nú fram úr sænginni í náttserk sínum og rétti hendur í kross fyrir rekkjudyrnar. - Illurerafþérambáttarfnykur- inn, mælti hún. Og ekki munt þú byggja mína rekkju í nótt Ragnar bóndi. Föður mínum hnykkti hastar- lega við þessar viðtökur. Hann hleypti brúnum og kvað fast að orðum sínum. - Þessum mun ég við bregða Ás- laugar órunum. Sú var tíð að ég var bljúgur að beygja mig fyrir þér og réttist þó aftur upp. En nú er ég stirður að krjúpa til þín að gamals aldri. r ' ( Þ/íVlJ þJU , t ' ) • I i / i1 ' ” /\U&G W Helgin 19, - 20. november 1983 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 17 dægurmál (sígiid?) Tifru/etfvBeí Forsprakkar Psychic TV, Genesis P-Orridge og Sleazy Christopherson. , +Sálræna sjónvarpið“ Þá er stundin að renna upp. Á miðvikudag verða tónleikarnir með Psychic TV í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Kuklið kemur einnig fram. Einar Örn, annar söngvari hljómsveitarinnar, er nú við nám í London og mun koma fram á tónleikunum með hjálp gervihnattar, þ.e. hann mun syngja í Englandi en hljómsveitin leika á íslandi. Tónleikar þessir hafa vak- ið mikla athygli í Englandi og verða nokkrir blaðamenn helstu tónlist- arblaða þar í landi viðstaddir í MH hljómleikana í MH. Ástæðan fyrir áhuga enskra tón- listarblaða á tónleikunum er væntanlega sú að tónleikar með Psychic TV eru ekki hversdagslegt fyrirbæri og langt er um liðið síðan hljómsveitin hélt tónleika þar í landi. Ef marka má gömul skrif um tónleika Psychic TV má búast við sérkennilegri og skemmtilegri uppákomu. Hljómsveitin líturekki á tónleika sem neinar skemmtanir. Miklu fremur tækifæri til að „kveikja" í fólki. Miðla upplýsing- um sem vekja fleiri spurningaren svör. Síðan er það einstaklinganna að finna svör við þeim spurningum sem vantar. Þau segja að í síbreyti- legum heimi sé erfitt aðhöndla „svarið". Svör dagsins í dag þurfa ekki endilega að vera svör morgundagsins. Hver og einn verður því að leita þeirra. Sannleikurinn er meðlimum Psychic TV mikið hugðarefni. Ekki svo að skilja að þau haldi að þau hafi fundið hann. Þvert á móti. Engu að síður þá eru þau stöðugt að leita hans. Þau gagnrýna fjöl- miðla og þá sem við þá vinna. Segj a að þessi hópur manna sé upp til hópa hálfvitar og rugludallar. Sá sannleikur sem birtist í fréttaflutn- ingi þeirra sé afbakaður og stund- um hreinlega rangur. í fjölmiðla- stétt veljist yfirleitt sori samfélags- ins. Þessi hópur vilji ekki að fólk hugsi. Vilji ekki að fólk læri, athugi málin með opnum huga. Fái fyrst línuna, taki svo afstöðu. Taki þannig þegjandi og hljóðalaust við því sem á borð er borið. Almenn- ingur býst við að heyra sannleikann af vörum þessara manna, en fær iðulega eitthvað allt allt annað. Með brengluðum fréttaflutningi og í krafti ákveðinnar hugmyndafræði vilja þessir aðilar ná völdum yfir hugum fólks. Þessir aðilar, krabb- amein þjóðfélagsins, fari jafn illa með tónlistina og tónlistarmenn og annað efni sem þeir fjalli um. Með skrifum sínum oft á tíðum ákveða þeir tískuna og hverjir njóti vin- sælda. Þörf blaðanna til að skapa stjörnur hafi gefið almenningi ranga mynd af tónlist og vitlausa mynd af lífi tónlistarmanna. Gegn þessu eru Psychic TV að berjast. Segjast vera í stríði við þessa aðila. Stríði sem standi ævina á enda. Engin hvíld og engin vopn- ahlé séu í baráttunni. Þeirra bar- áttutæki er tónlistin, því hlutverk tónlistar sé að skora fólk á hólm, kveikja hugmyndir og umræðu, auðga líf okkar, veita því innblást- ur. Áheyrileg, gáfuleg tónlist hefur gildi í dag og hún hefur gildi eftir 10 ár. Góð tónlist verður ekki elli- dauð. Ekkert má afvegaleiða okk- ur frá draumunum. Þegar okkur hættir að dreyma deyjum við. Og þeir sem þora að láta sig dreyma opinberlega eiga lof skilið en ekki úthrópun. Eins og minnst var á hér að fram- an verða tónleikarnir með Psychic TV og Kuklinu í MH á miðviku- daginn og hefjast kl. 21.00. Miðar kosta 385 kr. Allir eru hvattir til að mæta því ég er nokkuð viss um að þar munum við upplifa eitthvað sem við höfum ekki upplifað fyrr. -JVS Afturhvarf BERGÞÓRU Plötur þessar hafa undanfarið verið að tínast inn á hljómplötu- markaðinn hafa og bærilegt forskot á jólaflóðið, sem manni skilst að verði með rýrara móti þetta árið, a.m.k. að magni. Við ríðum á vað- ið í stafrófsröð (sem reyndar gæti einnig verið einkunnagjöf í þessu tilviki). Afturhvarf er 3. sólóplata Berg- þóru Árnadóttur en einföldust hvað hljóðfæraskipan snertir. Hér er fólk vopnað órafmögnuðum hljóðfærum, útsetningar ljúflegar og smekklegar og leikið öruggum höndum og samstilltum sálum: Tryggvi Hubner skal fyrstur talinn leikara og stafrófsreglan þar með brotin, en hin í heiðri höfð. - Hann leikur á kassagítar, Pálmi Gunn- arsson píanó og kontrabassa og lík- ar mér hann enn betur með það plata Hálft í hvoru, Áfram, sem sá félagsskapur gefur út. Ekki er þar með sagt að Hálft í hvoru sé að laumast meðal vina á fölskum for- sendum, því að hvað er ekki leyfi- legt undir svona nafni? Það sem átt er við er að Hálft í hvoruer á köfl- um gífurlega léttpoppað, sveifl- ast svoútídjassmeðþjóðlagablæ og fer þá Gísli Helgason á kostum á flautunni, (algjör flautuþyrill), eitt lagið hljómar síðan eins og amerísk kvikmyndatónlist með smá kryddi af „himni og jörð“ Gunna Þórðar (Heitur snjór, gott Ijóð Aðalsteins Ásbergs, sem mér fannst í fyrstu vera lag úr kvikmyndinni Midnight Cowboy), annað er pönkað (Ofjarl kveður um reimleika sinn eftir Gísla Helgason og Aðalstein Ás- berg), en síðan geta jreir orðið hrikalega væmnir (lag Orvars Að- alsteinssonar við ljóð Arnar Arn- arsonar, Þá var ég ungur). Annars má náttúrlega segja að Hálft í hvoru sé nákvæmlega það sem nafnið segir til um og platan Áfram er reglulega vel unnin. hljóðfæraleikur góður, enda góðir kraftar fengnir til aðstoðar, t.d. Sigurður Karlsson á trommur, Guðmundur Ingólfsson hljóm- borð, Diddi fiðla margfaldaður og Vilhjálmur Guðjónsson á saxófón (Heitur snjór). Söngur er hins veg- ar ekkert til að hrópa húrra fyrir, eða raddir flytjendanna, nema hvað áðurnefndur „Ofjarl“ kemur ágætlega út. Hins vegar er Aðal- steinn Ásberg hagleiksljóðasmið- ur, sem er því miður ekki of algengt að íslenskar hljómsveitir geti stát- að af. Bon jour MAMMONS Platan Bonjour - Mammon er gerð við mest vanefni þessara þriggja, algjört einkaframtak vest- ur á ísafirði þar sem 4 reykvísk systkini leggja hönd á verkið og eitt lag eingöngu leikið eftir látinn bróður þeirra, Missir, líklega besta lagið á plötunni með ágætum leik Vilhjálms Guðjónssonar á gítar og saxófón. Annars eru 8 lög á plötu- nni eftir Pál og Sigurbjörn Sigur- björnssyni, báðir syngja (misjafn- lega), Páll spilar á bassa ágætlega og Rafn bróðir þeirra á „synþeþæs- er“, líka ágætlega og Allý Sigur- björnsdóttir syngur bakraddir. Bonjour - Mammon er svo sem ekkert meistaraverk og líklega ekki unnin með áform urn að verða slíkt. Laglínur eru svosem ekki verri en algengt er á íslenskum dægurlagaplötum, t.d.gæti Vest- fjarðatangóinn hugsanlega orðið vinsæll í Gufuradíóinu. En það er samt sem áður aðdáunarverður kjarkur þegar óþekkt fólk tekur sig til og gefur út plötu á markað sem þekkt nöfn eru grenjandi yfir vegna ófeitis á. \ stórvaxna hljóðfæri en rafmagns- bassann (nema það sé hljóðfærið sjálft?). Kolbeinn Bjarnason leikur á þverflautu í nokkrum lögum og Gísli Helgason á blokk- flautu í tveim, og tekst einkar vel upp í lagi Pálma Gunnarssonar, Siggi. Siggi og Lokasöngur eru einu lögin á Afturhvarfi sem eru ekki eftir Bergþóru, en hún á þar 11 sómalög við ljóð ýmissa skálda: Steins Steinarrs, Jóhannesar úr Kötlum, Benedikts Gröndal, Tóm- asar Guðmundssonar, Páls J. Árdal, Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar og Sigurðar Antons Friðþjófssonar. Bergþóra er með viðfelldna rödd og fer einkar vel með ljóðin og virðist eiga auðvelt með að semja lög sem hæfa efni hvers ljóðs. Afturhvarf er hin eigulegasta plata. Bakhliðið á Áfram frá Hálft í hvoru - minnir þetta nokkuð á Abbey Road Bítlanna? Áfram HÁLFT f HVORU, Mér finnst eiginlega að Aftur- hvarf standi nær Vísnavinum en

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.