Þjóðviljinn - 19.11.1983, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Qupperneq 19
Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Bók fyrir börn og fullorðna Bók fyrir börn og fullorðna. Hvers konar bók er nú það? Nú í næstu viku kemur út bókin Kátt í koti eftir Kristján Inga Ein- arsson og Sigrúnu Einarsdótturog . stendur á baksíðu að þetta sé bók fyrir börn og fullorðna. Við náðum tali af höfundunum og inntum þá nánar eftir þessu. - í bókinni er lýst í máli og myndum einum degi á barnaheimili. Foreldrar, sem eiga börn á barnaheim- ili, fara með þau þangað á morgnana og sækj a þau aftur á kvöldin en vita lítið hvað gerist þar á miili. Myndirnar og textarnir eru því tilvalin til að skapa umræðugrundvöll milli barna og foreldra um barna- heimilið. Þá getur bókin verið ágæt fyrir þá krakka sem eiga að fara á barnaheimili og þá sem ekki eiga þess kost. -Þú ert ljósmyndari, Kristján. Er þetta fyrst og fremst ljósmyndabók? - Það eru um 60 lj ósmyndir í bókinni og gegna þær því stóru hlutverki en textarnir segja líka sínasögu. Þess má geta að bókin er prentuð á sérstaklega góðan pappír og hefur vandaða harða kápu. Hún þolir því vel litlar hendur og gerir jafnvel ekki til þótt hún sé nöguð. - Hvað starfar þú, Sigrún? - Ég er fóstra og kenni í Fósturskólanum. - Finnst ykkur vanta svona bækur? - Það vantar bækur fyrir þennan aldursflokk þar sem börnin þekkja aðstæður. Algengastar eru þýddar ævintýrabækur, oft á slæmu máli. - Kristj án: Þetta er þriðj a bókin sem ég vinn í þessum dúr og þeim hefur verið ágætlega tekið. Ég hef að undanförnu unniðmikið fyrir Námsgagnastofnun og námsstjórarnir þar hafa einmitt talað um að það vant- aði bækur fyrir börn úr raunverulegum heimi þeirra. Mín hugmynd er að gera röð af svona bókum og ef þessari verður vel tekið geri ég mér vonir um að það geti orðið að raunveruleika. - Hver gefur bókina út? -Kristján: Ég ákvað að gefa bókina sjálfur út til þess að geta haldið henni á sanngjörnu verði. Hún kemur til með að kosta 298 krónur og er það rétt fyrir fram- Ieiðslukostnaði og ekki reiknuð laun þar inn í. -GFr. Rósa Hrund getur næstum því alveg klætt sigsjálf Rósa Hrund á heima í Reykjavík. Gatan sem hún býr við heitir Framnesvegur. A meðan mamma og pabbi vinna cr Rósa Hrund á barnahcimili sem heitir Brekku- kot. Þar eru mörg börn. Hún hlakkar til að hitta þau af því að henni fínnst gaman að leika við þau. Stutt spjall við Kristján Inga Einarsson og Sigrúnu Einarsdóttur, höfunda bókarinnar Kátt í koti Höfundarnir: Kristján Ingi og Sigrún með bók sína Ljósm.: Magnús. En nú er orðið áliðið dagsogbráðumer komið kvöld. Þá komamömmurog pabbar að sækja börnin sín. Þau sem eftir eru nota tímann til að spila bingó. Þá er nú eins gott að fylgjast veí með. Hver á hund? Hver á rauðan bolta? Þegar búið er að borða morgunmatinn og leika sér inni langar börnin út að leika sér því að veðrið cr svo gott. Rósa Hrund hleypur strax í róluna, það er svo gaman. Sumir fara mjög hátt og sjá langt út á götu og jafnvel alveg yfir húsþökin. Þá er cins og eitthvað kitli mann í magann. Einn daginn kemur rúta því að nú á að fara í réttir. En hvað rútan er stór! Eru allir knmnir? Já já, og rútan brunar af stað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.