Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 22

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983 Dagskrá Stúdentaleikhússins á sunnudagskvöld: Draumar í höfðinu Leikþœttir, upplestur og fleira samið úr verkum yngri höfundanna Stúdentaleikhúsið flytur dag- skrá sem nefnist „Draumar í höfðinu” sunnudagskvöldið 20. nóvember kl. 20.30 í Félagsstofn- un stúdenta við Hingbraut. Dagskráin er unnin upp úr nýj- um og væntanlegum skáldverk- um eftir Berglindi Gunnarsdótt- ur, Birgi Svan Símonarson, Einar Má Guðmundsson, Einar Kára- son, Gyrði Elíasson, ísak Harð- arson, Kristin Sæmundsson, Kristínu Bjarnadóttur, Ölaf Hauk Símonarson, Pál Pálsson, Sigmund Erni Rúnarsson, Eldhús- innrétting Steinunni Sigurðardóttur, Vig- dísi Grímsdóttur og Þórarin Eld- járn. Leikstjóri sýningarinnar er Arnór Benónýsson. Leikmynd er eftir Sigríði K. Sigurðardóttur, lýsingu annast Einar Bergmund- ur, en tónlist er í höndum Jó- hanns G. Jóhannssonar. Til sölu er eldhúsinnrétting ásamt stálvaski og blöndunartæki. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 35102 eftir klukkan 4. leiklist______________________ íslenska óperan: Ein sýning á La Traviata verð- ur hjá óperunni um helgina. Á sunnudagskvöldið kl. 20 verð- ur óperan flutt. La Traviata byggist sem kunnugt er á sögu Dumas um Kamelíufrúna. Fríkirkjuvegur 11: Brúðuleikhús Helgu og Sig- ríðar sýnir í dag, laugardag, leikþættina „Leikið með litum” og „Á sjó” að Fríkirkjuvegi 11. Sýningar hefjast kl. 15, en sala aðgöngumiða kl. 13. Um 30 brúður koma fram á sýning- unni. Tröllaleikir í Iðnó: Leikbrúðuland sýnir Tröllaleiki í Iðnó kl. 15 á sunnudaginn. Mikil aðsókn hefur verið að þessum sýningum undanfarið, sem ÞórhallurSigurðsson leik- stýrir. Félagsstofnun stúdenta: „Draumar í höfðinu” heitir dag- skrá sem Stúdentaleikhúsið frumsýnir á sunnudaginn kl. 20.30 í Félagsstofnun stú- denta við Hringbraut. Dag- skráin er unnin upp úr nýút- komnum og væntanlegum skáldverkum. Leikin verða atr- iði úr verkunum, flutt Ijóð og smásögur. Leikstjóri er Arnór Benónýsson. Leikfélag Reykjavíkur: í kvöld (laugardagskvöld) er síðasta sýning á hinni rómuðu sýningu á Ur lífi ánamað- kanna eftir Per Olov Enquist. Þá er í kvöld miðnaðtursýning í Austurbæjarbíói á Forseta- heimsókninni en troðfullt hef- ur verið á sýningum undanfar- ið á þessum franska gaman- leik. Á sunnudaginn er 5. sýning á nýjasta viðfangsefni Leikfél- agsins Guð gaf mér eyra eftir Mark Medoff. Uppselt er á sýn- inguna og virðist sýningin ætla að njóta sömu vinsælda hér og annars staðar. Með aðalhlut- verk fara Sigurður Skúlason og Berglind Stefánsdóttir en með önnur stór hlutverk fara Lilja Þórisdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Sigríður Hagalín, Val- gerður Dan og Harald G. Har- aldsson. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Þjóðleikhúsið: Skvaldur eftir Michael Frayn verður sýnt í kvöld. Já, það er engin leið að stöðva skvaldrið á bak við tjöldin í sýningum litla lélega leikhópsins sem er að leika þann afspyrnuvonda gamanleik „Klúður”, enda tekst þeim að klúðra öllu sam- an. Leikhópur Þjóðleikhússins klúðrar engu hins vegar undir stjórn Jill Brooke Árnason og er mikil aðsókn að þessu leikriti og mikið hlegið. Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren og í leikstjórn Sig- mundar Arnar Arngrímssonar er komin í hóp allra vinsælustu verkefna Þjóðleikhússins frá upphafi, sýning fyrir alla fjöl- skylduna með söng, dansi, hoppi og híi. Sigrún Edda Björnsdóttir virðist óþreytandi í hlutverki sínu. Návígi eftir Jón Laxdal verður sýnt á sunnudagskvöldið og er sem kunnugt er í leikstjórn Brynju Benediktsdótturog höf- undar. Þetta er fyndið og þægi- legt verk um drauma og veru- leika, loftkastala og jarðteng- ingu, stórar áætlanir sem eru skráðar í skýin og áfallið þegar veruleikanum fer að rigna úr þeim sömu skýjum. Lokaæfing eftir Svövu Jak- obsdóttur og í leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur verður á dagskrá á Litla sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöld kl. 20.30. Uppselt hefur verið á sýning- arnar á þessu verki að undan- förnu og því ráðlegt að tryggja sér miða tímanlega. Lokaæf- ing snertir streng í brjósti sér- hvers manns sem lætursig lífið varða og lífsvonina. Afburða leiktúlkun, magnað leikrit og jafnframt fyndið. tónlist_____________________ Ásmundarsaiur: Bergþóra Árnadóttir vísna- söngkona mun leika nokkur lög í tengslum við myndverk á myndlistarsýningu Björgvins Björgvinssonar í salnum. Dag- skráin hefst kl. 14.30 í dag, laugardag. Þórscafé: Á skemmtikvöldi í Þórscafé um helgina mun dönsk söngkona, Anniq, syngja fyrir gesti. Auk hennar verða hefðbundin skemmtiatriði á dagskrá. Kynnir er Pétur Hjálmarsson. Fíladelfía: „Þú reistir mig upp” nefnast hljómleikar þeirra Anne, Garð- ars og Magnúsar Kjartans- sonar sem haldnir verða í Fíla- delfíu í Hátúni 2 í dag. Hljóm- leikarnir hefjast kl. 17. myndlist Listmunahúsið: Sýning Þorbjargar Hösku- Idsdóttur listmálara var opnuð í dag kl. 14 í Listmunahúsinu. Þar sýnir hún málverk og teikn- ingar. Sýningin er sölusýning og er hún opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Skeifan: Málverkasýning Sigurðar H. Lúðvígssonar stendur yfir í húsgagnaverslun Skeifunnar að Smiðjuvegi 6 í Kópavogi. Á sýningunni eru 40 myndir. Hún er opin frá kl. 14 til 17 um helg- ar, virka dga frá kl. 9 til 18 en á föstudögum frá kl. 9 til 19. Gallerí Grjót: „Á palli”, sýning Ófeigs Björns- sonar, hefur veriö framlengd og stendur yfir þessa helgi. Á sýningunni eru skartmunir og skúlptúr úr leðri. Bláskógar: Sýning á steindu gleri eftir Björgu Hauks var opnuð í hús- gagnaversluninni Bláskógum í dag. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Bjargar en list sína hefur hún stundað í átta ár. Sýningin verður opin frá 19. nóvember til 10. desember á venjulegum verslunartíma og á sunnu- dögum frá kl. 14-17. kvikmyndir Norræna húsið: Kvikmyndaklúbburinn Norður- Ijós sýnir í dag, laugardag, dönsku kvikmyndina Per sem gerð var árið 1977. Leikstjóri er Hans Kristensen en aðalhlut- verk leika Ole Ernst, Agneta Ekmanner og Frits Helmuth. Sýning myndarinnar, sem fjall- ar um ofbeldi og ástir, kærleika og kaldhæðni, hefst kl. 17.15. ýmislegt Hótel Esja: Félag íslenskra rithöfunda heldurfund sinn að Hótel Esju, Skálafelli, 9. hæð, sunnudag- inn 20. nóvember kl. 14. Basar í Garðabæ: Kvenfélag Garðabæjar heldur basar í Safnaðarheimilinu Kir- kjuhvoli laugardaginn 19. nóv. kl. 14. Á basarnum er glæsilegt jólaföndur; laufabrauð, smák- ökur og ýmis handavinna. Ekki missir sá er fyrstur fær. Basar í Kópavogi: Skátafélagið Kópar heldur basar til styrktar félagsstarf- semi sinni sunnudaginn 20. nóv. kl. 14.00 að Hamraborg 1, Kópavogi. Á basarnum verður fjöldi glæsilegra handunnina muna. Einnig verður kökusala á staðnum og happdrætti. Ranki Grensás-cg fössvcgs- hvpjfi Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum Sogavegar og Réttar- holtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggj- andi hverfa og þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. ÖM U T Iðnaðarbankinn Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3, sími 85799

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.