Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983
Dagbjört Sigurðardóttir: því miður er ekki vanþörf á að rétta hlut kvenna
á vinnumarkaðnum því hlutur þeirra hefur alltof lengi verið fyrir borð
borinn átölulaust. Ljósm. -eik.
Konur á vinnumarkaði stofna samtök
Ætlum ekld að kljúfa
verkalýðshreyfinguna
segir ein þeirra sem
hefur undirbúið
stofnun
samtakanna
þær konur sem starfa innan verka-
lýðshreyfingarinnar, ekki síst í
samningum”, sagði Dagbjört Sig-
urðardóttir einn félaga í undirbún-
ingsnefnd hinna nýju samtaka sem
verða stofnuð 3. desember nk.
umarkaönum, sem haldin var í
Geröubergi í síðasta mánuði.
„Við teljum að hlutur kvenna í
verkalýðshreyfingunni hafi verið
þannig fyrir borð borinn að full
þörf sé á að stofna samtök sem
vinni ötullega gegn því launamis-
- rétti sem konur hafa verið beittar.
Einnig munum við eflaust berjast
fyrir bættu atvinnuöryggi kvenna
því hingað til hefur verið litið á þær
sem varavinnuafl, t.d. í frystihús-
unum, sem hægt sé að sparka með
litlum fyrirvara. Annars mun
stofnfundurinn í næsta mánuði á-
kveða nánar eftir hvaða leiðum
verður sótt að markmiðum okkar”,
sagði Dagbjört Sigurðardóttir að
síðustu.
„Tilgangur fyrirhugaðra sam-
taka kvenna á vinnumarkaðnum er
alls ekki að kljúfa verkalýðs-
hreyfinguna heldur ætlum við okk-
ur fyrst og fremst að rétta hlut
hinnar almennu konu þar með
öllum þeim ráðum sem við teljum
duga. Okkur fínnst ekki vanþörf á
að stofna hreyfingu sem hafi það
meginhiutverk að standa á bak við
„Markmið þessara samninga
verður einkum tvíþætt. Annars
vegar það sem ég áður nefndi og
hins vegar að vera vettvangur
stefnumörkunar í baráttumálum
kvenna varðandi kjör á vinnu-
markaðnum”, sagði Dagbjört enn-
fremur.
Að undirbúningi stofnfundarins,
sem verður eins og áður sagði 3.
desember nk., hafa unnið konur
sem kosnar voru til þess verkefnis á
ráðstefnu um kjör kvenna á vinn-
Eigendur fimm húsa í Kópavogi
Fá miljónir í
skaðabætur
vegna breyttrar legu Nýbýlavegar
Vegna breyttrar legu Nýbýlaveg-
ar í Kópavogi verður ríkissjóður og
bæjarsjóður Kópavogs að greiða
miljónir króna I skaðabætur til
eigenda fimm húsa við götuna, þar
sem sneiða þurfti 1-2 metra af lóð-
um þeirra. Samtals nema skaða-
bótagreiðslur, lögfræðikostnaður,
kostnaður vegna skipulagsbreyt-
inga og breytinga á inngöngum
húsanna fimm, 6.4 miljónum króna
á nóvemberverðlagi. Þetta kemur
fram í Kópavogi, blaði Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi.
í blaðinu segir að upphaf málsins
sé það að Ricbard Björgvinsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi, en hann er einn eigenda
húsanna norðan við Nýbýlaveginn,
hafi í fyrrahaust náð samningum
um skaðabætur vegna skerðingar á
lóð sinni og breyttrar aðkomu að
húsinu. f kjölfarið hafi síðan tekist
sams konar samningar við þrjá
aðra eigendur, en samningar hafi
enn ekki tekist við fimmta hús-
eigandann.
Skaðabætur til eigenda' húsanna
vegna skipulagsbreytingar og
skerðingar á lóðum nema samtals
2.2 miljónum króna. Framkvæmd-
ir bæjarins á lóðunum hafa kostað
2.1 miljón og breytingar á inn-
göngum húsanna og lögnum hafa
kostað um 900 þúsund krónur. Þá
er lögfræðikostnaður vegna máls-
ins kominn upp í 1.2 miljónir.
Áður voru inngangar í húsin
fimm frá Nýbýlavegi en eftir
breytinguna er komið að húsunum
frá Grænuhlíð, nýrri götu norðan
þeirra. Þar er aðkoma mun betri en
áður var, en ekki var neitt tillit
tekið til þess þegar skaðabætur
voru ákveðnar.
-v.
Breikkun Nýbýlavegar í Kópavogi á þessum stað hefur kostað ríki og bæ miljónir króna. Á myndinni sjást
húsin fimm en aðkoma að þeim var áður frá Nýbýlavegi. Uppsteypa stoðmúrsins sem sést á myndinni var á
kostnað bæjarsjóðs Kópavogs og er sá kostnaður ekki meðtalinn í þeim 6.4 miljónum sem ævintýrið kostar!
Ljósm. -eik.
Það stefnir í uppgjör
Brot úr ræðu
Svanfríðar
Jónasdóttur
í gær
RÍKISSPITALARNIR
Lausar stöður
LANDSPÍTALINN
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast við lyflækninga-
deildir og taugalækningadeild.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000.
Ritari félagsráðgjafa óskast sem fyrst við Kvennadeild
í hálft starf.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin.
Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi Kvennadeildar í
síma 29000.
GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast frá 1. janúar nk.
við barnageðdeild.
FÓSTRA óskast frá 1. janúar nk. á barnageðdeild við
Dalbraut.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor-
stjóri í síma 84611.
Reykjavík, 20. nóvember 1983.
Óhætt mun að fullyrða að
engin ræða á landsfundi Al-
þýðubandalagsins í gærdag
vakti víðlíka athygli og ræða
Svanfríðar Jónasdóttur frá Dal-
vík og var henni klappað lof í
lófa í samræmi við það. Ekki er
rúm í blaðinu í dag til að birta
alla ræðuna, en hún verður birt
í heild eftir helgi.
Svanfríður sagði ma. í ræðu
sinni:
Það er ljóst að mikið uppgjör er í
vændum í sjávarútvegi. Þær
stjórnvaldsaðgerðir sem hingað til
hefur verið beitt í þá átt að hamla
gegn stækkun fiskiskipaflotans,
þ.e.a.s. skip tekin af frílista og
bönn við innflutningi, hafa ekki
borið þann árangur sem ráðamenn
hafa vænst svo nú á að láta pening-
ana tala og bjóða upp þau skip sem
ekki var hægt að standa í skilum
með við fiskveiðasjóð, - án tillits til
atvinnu eða lífsafkomu jafnvel
Svanfríður Jónasdóttir
heilu byggðarlaganna. Það er líka
ljóst að þarna er í flestum tilfellum
um að ræða okkar fullkomnustu
fiskiskip og þau þar sem öryggi sjó-
manna ætti að vera tryggast - þar
sem hér er um að ræða nýjustu
skipin. Það er einnig ljóst að
eignaraðilar jafnvel þó um sé að
ræða sveitarfélög, hafa þeir ekki
bolmagn til að ganga til samninga
við fiskveiðasjóð sé litið á þá samn-
inga sem Reykjavíkurborg hefur
gert við sjóðinn vegna Ottós N.
Þorlákssonar....
Við sögðum í kosningunum í
vor, að fólk hlustaði grannt eftir
því hvaða lausnir stjórnmálaflokk-
arnir hefðu í atvinnumálum. Ég er
þess fullviss að hafi verið hlustað á
þá, sem ég dreg nú reyndar í efa, þá
er meira en hlustað núna. Fólkið
sem býr í sjávarplássum þessa
lands og er burðarásinn í fram-
leiðslu sjávarafurða hlustar nú
áfj áð eftir hverri þeirri lausn eða
þeirri vísbendingu að lausn þess
vanda sem nú steðjar að heimilum
þess, atvinnu og framtíð byggðar-
lagsins. Það er skylda okkar að
svara spurningu þess fólks og ekki
bara þess fólks, heldur allra þeirra
sem bera hag þessarar þjóðar fyrir
brjósti, sjálfstæði hennar bæði fjár-
hagslegt og menningarlegt.
Vissu að kjötið var skemmt
Á landsfundi Alþýðubandalags-
ins í gær, sagði Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neytendafélags
Reykjavíkur í ræðu, þar sem hann
fjallaði m.a. um eggjamálið svo-
nefnda og fleira sem viðkemur sölu
landbúnaðarvara:
„Afurðasala SÍS vissi fullvel að
kjötið (gulgræna kjötið innskot
Þjóðv.) var skemmt þegar það var
sent á markað. Það var viljandi sett
á markað".
Eins og lesendur Þjóðviljans ef-
laust muna var Þjóðviljinn fyrstur
til að segja frá þessu máli í haust.
Þá sóru forsvarsmenn af sér alla
vitneskju um að kjötið hafi verið
skemmt. Þeir sögðust ekkert hafa
vitað af því fyrr en kvartanir fóru
að berast, en þá voru eftir aðeins
nokkrir tugir tonna af 300 sem í
geymslunni voru þegar byrjað var
að keyra kjötið út.
- S.dór