Þjóðviljinn - 01.12.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Síða 5
Fimmtudagur 1. dés'embér' bJÓbVIllJlI'ÍN — SÍÐÁ 5 Biðtími mála fyrir hæstarétti: Háll't annað ár Að jafnaði bíða 150 mál fyrir hæstarétti og nú er biðtíminn eitt og hálft ár frá því að þau eru að fullu tilbúin og þangað til þau eru flutt. Þetta kom fram í máli Gunnars Schram á Alþingi í gær en þar mælti hann fyrir þingsá- lyktunartillögu um stofnun sér- stakt Iögréttudómstóls í Reykja- vík. Það kom ennfremur fram í máli lagaprófessorsins að hæsti- réttur væri nú deildarskipt stofn- un og dæmdu annaðhvort þrír eða fimm dómarar í málum. Það væri því engin trygging fyrir því að svipuð mál fengju svipaða meðferð ef dómararnir væru ekki þeir sömu. Meirihluti í dómum væri oft tilviljunum háður og því skorti upp á réttareiningu í störf- um hæstaréttar. Lögréttu er ætlað að vera fyrsta dómstig stærri mála og áf- rýjunardómur fyrir smærri mál. Tilgangurinn væri að skapa meiri hraða í meðferð dómsmála, rétt- areiningu í störfum hæstaréttar og aðskilja dómsvald og fram- kvæmdavald betur en nú er. Úti á landi er sami maðurinn oft í emb- ætti dómara og jafnframt æðsti handhafi ríkisvaldsins. Jón -Helgason dómsmálaráð- herra sagði að litlar líkur væru fyrir því að frumvarp um lögréttu yrði lagt fram á þessu þingi. - GFr Stóraukin skatta- byrði einstaklinga Þó að sveitarfélögin muni ekki nýta sér heimild til 10% hækkun- ar á útsvari mun skattabyrði heimila miðað við tekjur samt hækka verulega á næsta ári, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í fyrir- spurn til félagsmálaráðherra á Alþingi í gær. Félagsmálaráð- herra upplýsti að heimild til þessa 10% álags ofan á 11% regluna muni ekki verða numin úr gildi, en þó ekki veitt nema að vandlega yfirveguðu ráði. Jóhanna upplýsti að útsvar og fasteignaskattur muni hækka að meðaltali um 50% milli áranna 1983 og 1984 að óbreyttri álagn- ingu meðan rekstrargjöld sveitarfélaganna hækkuðu um 20-21% á sama tíma. Skattbyrðin myndi því þyngjast um 820 milj- ónir króna umfram auknar tekjur einstaklinga. Svavar Gestsson sagði að skattbyrðin, bæði af tekjuskatti og útsvörum, mundi þyngjast verulega fyrir utan hækkun á ýmsum þjónustugjöldum, sér- staklega í Reykjavík, sem hefði farið fram úr öllu hófi. Benti hann á, að stjórnarflokkarnir hefðu fyrir kosningar lofað há- stöfum að lækka skatta og Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haft stór orð um skattpíningu síðustu ríkis- stjórnar. Þarna skyti því nokkuð skökku við. Alexander Stefánsson og Þórður Skúlason bentu á erfiða stöðu sveitarfélaganna um þessar mundir. - GFr Húsnæðisstbfnun ríkisins Ný stjórn skípuð Samkvæmt lögum nr. 51 9. júní 1980 um Húsnæðisstofnun ríkis- ins hafa eftirtaldir menn verið kosnir og skipaðir í stjórn stofn- unarinnar: Aðalmenn: Gunnar Helgason, framkvæmdastjóri, Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverk- fræðingur, Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri, Jóhann Pet- ersen, skrifstofustjóri, Jón H. Guðmundsson, skólastjóri, Gunnar S. Björnsson, bygging- ameistari, Kristín Blöndal, fóstra, Björn Þórhallsson, vara- forseti A.S.Í. og Grétar Þor- steinsson, formaður Trésmiðafé- lags Rvíkur. Varamenn: Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri, Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Hákon Hákonarson, vélvirki, Sa- lome Þorkelsdóttir, alþingismað- ur, Birgir Dýrfjörð, rafvirkja- meistari, Óli Þ. Guðbjartsson, bæjarfulltrúi, Krístín Einarsdótt- ir, lífeðlisfrasðingur, Guðríður Elíasdóttir, form. verkakv.f. Framtíðarinnar og Sigurður Guðmundsson, form. Fél. starfs- fólks í veit. húsum. Tveir síðasttöldu aðal- og vara- menn eru skipaðir af félagsmála- ráðherra samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands íslands, en hin- ir kjörnir af sameinuðu Alþingi. Félagsmálaráðherra hefur skipað Þráin Valdimarsson, framkvæmdastjóra, formann og Gunnar Helgason, framkvæmda- stjóra, varaformann húsnæðis- málastjórnar. Skipun húsnæðismálastjórnar gildir til fyrsta þings að afloknum almennum alþingiskosningum. skákeinvígin Brosið er breitt hjá Vasily Smyslov, sem í gærkveldi náði forystunni í emviginu við Ribli. Helgi Ólafsson skrifar frá London orðnar 25 þegar textaleikurinn leit dagsins Ijós hjá Ribli). 22. Bxh6i? (Þessi leikur kom flestum áhorlendum á óvart. Smyslov notaöi mikinn tíma á hann, og má því ætla að hann hafi verið vel ígrundað- ur. I blaðamannaherberginu fundu menn enga vörn við 22. Rh5). 22. - Rxe5 (Auðvitað ekki. 22. - gxh6 23. Dxf7 mát. Og enn lagðist Smyslov í þunga þanka). 23. Rh5! (Þar sem ég sat í sakleysi mínu inni í skák- salnum, spolkorn frá skákmönnunum, fékk Glæsileg tallmennska hjá gamla meistaranum Langbesta skákin í einvígun- um i London til þessa, var sam- dóma álit allra, þegar Vasily Smyslov hreinlega rúllaði Zolt- an Ribli upp í 5. einvígisskák- inni, sem tefld var í gærkveldi. Ribli tók áhættur í uppbyggingu sinni, með þeim afleiðingum að Smyslov fékk færi á skemmti- legum fléttum, sem hann nýtti til hins ýtrasta. Skákin varð 41 leikur og gekk þannig fyrir sig. 5. Einvígisskákin Hvítt: Vasily Smyslov, Sovétrikjunum Svart: Zoltan Ribll, Ungverjalandi Semi-Tarrasch vörn 1. d4 (Keppendur i áskorendaeinvígunum virðast hafa gleymt því að aðrir leikir eru mögulegir. Hver einasta skák hér í London hefur hafist á þessum leik). 1. -RI6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5 6. e3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. 0-0 0-0 9. a3 cxd4 10. exd4 B«6 11. Dc2 (Þessi leikur virtist koma Ribli á óvart. Það tók hann 25 mínútur að ákveða svarleik sinn). 11. -h6 (Venjulega er leikið 11. - g6, en hvítur nær góðu tafli með 12. Bh6 o.s.frv.) 12. Hd1 Db6 13. Bc4 Hd8 14. Re2 (Ekki 14. De4 Bxd4! 15. Rxd4 Rf6 og svartur vinnur peð bótalaust). 14. - Bd7 15. De4 Rce7 16. Bd3 Ba4? (Fífldjarfur leikur. 6. - Rg6 var öruggara). 17. Dh7+ Kf8 18. He1 Bb5 19. Bxb5 Dxb5 20. Rg3 Rg6 21. Re5! (Þessi riddaraleikur, sem Smyslov lék eftir drjúga umhugsun, setur Ribli í mikinn vanda. E.t.v. hefur hann ætlað að leika 21. - Bxe5 22. dxe5 Rce7 23. Rh5 Dxe5 en hvítur á 24. Bxh6! sem vinnur samstundis.). 21.- Rde7 (Mínúturnar siluðust áfram, og þær voru ég það skyndilega á tilfinninguna, aö ein- hverskonar hlutverkaskipti hafi átt sér stað hér í London. Smyslov farinn að tefla eins og Kasparov og Kasparov eins og Smyslov). 23. - Rf3+! 24. gxf3 Rf5 25. Rx«6 Rxh6 (Tíminn: Hvítur 2:08 Svartur 2:04). 25. d5! (Með hugmyndinni 26. - Ke7 27. Dxg7 Hg8 28. Hxe6+ og vinnur). 26. - Dxb2 27. Dh8+ Ke7 28. Hxe6+! fxe6 29. Dxg7+ Rf7 30. d6+ Hxd6 31. Rd5+ Hxd5 32. Dxb2 (Hvítur hefur unnið mikiö lið, en samt má segja að í þessari stöðu eigi svartur samt einhverja jafnteflismöguleika). 32. - b6 33. Db4+ Kf6 34. He1 Hh8 35. h4! Hhd8 36. He4 Rd6 37. Dc3+ e5? (Betra var 37. - Ke7). 38. Hxe5! Hxe5 39. «4 R«7 40. fxe5 Ke6 (Ekki 40. - Rxe5 vegna 41. f4). 41. Dc4+ - Hér gafst Ribli upp. Staðan í einvíginu er þá 3 vinningar gegn 2 fyrir Smyslov. hól/eik UNTQN KWESIJ0HNS0N REGGIBAND DENNIS BOVEli Tónleikar í Sigtuni 2. des. kl. 22:00. Miðaverð 400 kr. Forsala í hljómplötuverslunum. Aldurstakmark 18 ár. WlfkKREFJUMSTI lí IV FRAMTÍÐARa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.