Þjóðviljinn - 22.12.1983, Side 13
Fimmtudagur 22. desembcr 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Tónlist
áhveriu heimili
umjólin
Manneskjan — leikkonan — baráttukonan
Freyr greinir frá
Fóðurtilraun-
í áratug hefur Trésmiðjan Ösp smiðað einingahús á borð við þetta.
Stykkishólmur:
um á Hesti
í síðasta tbl. Freys gera sérfræð-
ingar hjá RALA, þeir Sigurgeir
Þorgeirsson, Stefán Scheving Thor-
steinsson og Halldór Páisson grein
fyrir niðurstöðum tilrauna með
fóðrun sauðfjár á töðu, grasköggl-
um og fóðurblöndu, en þær hafa
farið fram á Hesti í þrjú ár. Segir
þar m.a.:
„Greinilegt er að töðuflokkur-
inn kemur hagstæðast út úr þessum
samanburði enda þótt afurðir hafi
verið nokkuð rýrari í þeim flokki
en kjarnfóðurflokkunum. Þarna
ræður að sjálfsögðu úrslitum verð-
munur kjarnfóðurs og töðu, en í
þessu dæmi kostar hver fóður-
eining 6,46 kr. í töðu, 10,90 í fóður-
blöndunni og 11,90 í graskögglun-
um. Ljóst er að mikil notkun
kjarnfóðurs á slíku verði dregur úr
arðsemi búreksturs". En þar sem
tilraunin stóð aðeins í 3 ár er því
„...ósvarað enn hver áhrif töðu-
fóðrunin mundi hafa á endingu
ánna og æviframleiðslu þeirra“.
Blaðið fjallar annars að verulegu
leyti um búrekstur í Eyjafirði og
störf héraðsráðunautanna þar.
Auk forystugreinar Júlíusar J.
Daníelssonar ritstjóra er rætt við
ráðunauta og byggingafulltrúa.
Ævar Hjartarson, ráðunautur og
framkvæmdastjóri Búnaðarsam-
bandsins telur að endurskoða þurfi
leiðbeiningastarfsemina með hlið-
sjón af breyttum aðstæðum. Ólafur
Vagnsson ráðunautur segir eyfir-
ska bændur nota mikið
leiðbeiningaþjónustuna. Guð-
mundur H. Gunnarsson ráðunaut-
ur kveður leiðbeiningar um áburð-
arnotkun og virkni súgþurrkunar
veranýjustu verkefnin. Guðmund-
ur Steindórsson ráðunautur upp-
lýsir að 3 af hverjum 4 bændum í
Eyjafirði færi kúaskýrslur. Árni G.
Pétursson hlunnindaráðunautur
segir frá uppeldi æðarunga að
Vatnsenda og Oddsstöðum á Mel-
rakkasléttu. „Bændur eru ekkert
annars flokks fólk“, segir Sigtrygg-
ur Stefánsson, byggingafulltrúi á
Eyjafjarðarsvæðinu í viðtali við Jú-
líus ritstjóra. Loks er f blaðinu
grein eftir Óttar Geirsson ráðu-
naut: Áburðarkalk og skeljakalk.
-mhg
Út er komin hjá ísafoldarprent-
smiðju h.f. bókin „Þegar heimur-
inn opnaðist“ eftir grænlenska rit-
höfundinn Inoraq Olsen. Þetta er
fyrsta bók höfundar og jafnframt
fyrsta grænlenska bókin sem þýdd
er beint úr grænlensku á íslensku.
Norðurlandaráð veitti styrk til út-
gáfu bókarinnar.
Bókin segir frá ungum Græn-
lendingum sem fara til Danmerkur
til framhaldsnáms, viðhorfum
þeirra til hins nýja umhverfis og
sálrænum örðugleikum þeirra í
hinu nýja umhverfi.
Bókin dýpkar skilning á ná-
grönnum okkar og aðstæðum
þeirra. Auk þess munu margir ís-
lendingar, sem dvalist hafa lang-
dvölum erlendis, þekkja þau við-
horf og reynslu sem Inoraq Olsen
lýsir í bók sinni.
Bókin er 120 bls. og er að öllu
leyti unnin hjá ísafoldarprent-
smiðju h.f.
Grænlensk
skáldsaga
á íslensku
Trésmiðjan Ösp 20 ára
Trésmiðjan Ösp í Stykkishólmi
er 20 ára um þessar mundir. Hún
var stofnuð 4. nóv. 1963 og hefur
starfað óslitið síðan við smíði hús-
gagna og innréttinga og við hús-
byggingar.
Verksmiðjan framleiðir eininga-
hús. Hafa þau einkum verið reist á
Vesturlandi en einnig víðar um
land. Mun fyrsta Asparhúsið á
Reykjavíkursvæðinu rísa á næst-
unni. Þá er Trésmiðjan einnig
verktaki við aðrar húsbyggingar.
Hjá Ösp hafa að jafnaði starfað
30-50 manns, árstíðabundið og því
hefur starfsemin verið mikilvæg at-
vinnulífinu á staðnum. Auk þess
hafa 20 smiðir lært og útskrifast frá
fyrirtækinu á þessu tímabili.
Stofnendur Trésmiðjunnar Asp-
ar voru 8 hluthafar og unnu allir við
fyrirtækið. í upphafi voru verkefn-
in aðallega húsbyggingar og þjón-
usta við Stykkishólmsbúa en strax
fyrstu árin fékk fyrirtækið einnig
stór verkefni víða á Vesturlandii
s.s. allar innréttingar í Laugagerð-j
isskóla, Laugaskóla í Dalasýslu,
Heiðarskóla í Leirársveit,
Reykjanesskóla við ísafjarðar-
djúp, veitingahúsið á Vegamótum
o.fl.
Nýtt 630 ferm. húsnæði var
byggt og tekið í notkun 1967 og
húsgagnaframleiðsla hófst í stórum i
stíl 1971 þegar m.a. voru fram-
leiddir stólar og borð fyrir kaffiter-
íu Loftleiðahótelsins, Bautann á
Akureyri o.fl. Næstu árin var síðan
unnið að stórum húsgagna- og
innréttingaverkefnum fyrir
Menntaskólann á ísafirði og
Reykholtsskóla og jafnhliða mikl-
um húsbyggingum á Snæfellsnesi.
Þáttaskil urðu í rekstri Aspar
1973. Þá bættust við 9 nýir hluthaf-
ar, allir starfsmenn fyrirtækisins.
Hófst þá fraipleiðsla einingahúsa,
sem hönnuð voru á staðnum. Árið
1979 var svo gerður samningur við
Hróbjart Hróbjartsson arkitekt,
um hönnun einingahúsa. Hafa nú
verið seld 30 hús af þeirri gerð. Eru
mörg þeirra fullbúin öllum innrétt-
ingum og mun Ösp eina innlenda
fyrirtækið, sem býður hús með
innréttingum, hönnuð og smíðuð
af sömu aðilum og húsin. Þetta
sama ár var hafinn rekstur fullkom-
innar steypustöðvar, sem keypt var
frá Þýskalandi, ásamt steypubíl-
um.
Fyrirtækið hefur fært út kvíarnar
jafnt og þétt og hefur lagt áherslu á
nútíma vinnubrögð, vöruþróun og
gæði. Það hefur notið aðstoðar
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins varðandi hönnun og
gæði einingahúsanna og Tækni-
deild Iðntæknistofnunar var fengin
til ráðgjafar um tæknileg atriði og
til að skipuleggja framleiðslu með
nýjum vélum í nýju húsnæði. Var
það tekið í notkun fyrir tveimur
árum og er húsnæðið nú samanlagt
um 1300 ferm. að stærð.
Þá hefur fyrirtækið tekið tölvu-
tæknina í þjónustu sína, m.a. við
framleiðslustýringu, lager og verð-
útreikninga. Framundan er átak í
vöruþróun og hagræðingu og er
markmiðið að efla samkeppnisað-
stöðuna við innflutt einingahús um
leið og styttur byggingatími og
aukin framleiðni ætti að geta lækk-
að byggingakostnað.
Framkvæmdastjóri Trésmiðj-
unnar Aspar er Gunnar Haralds-
son og yfirverkstjóri Þorbergur
Bæringsson en stjórn hlutafélags-
ins skipa: Bernt Sigurðsson, Ásgeir
Gunnar Jónsson og Björgvin Þor-
varðarson.
-mhg
Tónlist
á hverfu heimili
umjólin
JANE FONDA — hrífandi saga litríkrar
manneskju í mótlœti sem sigrum. Hún átti
öröuga hemsku en hrást viö áföllum œsku-
áranna af óhugandi lífsþrótti. Sem leik-
kona stóö hún framan af í skugga fööur
síns, Henry Fonda, en meö vaxandi reynslu
hefur frcegö hennar og frami aukist meö
hverri kvikmynd. Ung aö árum tók hún aö
beita sér í stjórnmálum, tók hatramma af-
stööu gegn Víetnamstríöinu og haföi nœrri
fórnaö frama sínum sem leikkona fyrir lífs-
skoöanir sínar.
Jane Fonda — heillandi saga, heill-
andi manneskju.