Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. desember 1983
notað »9 nýtt
Við lifum á jafnréttistímum og þá
viljum við ekki vera að mismuna
fólki og þá ekki heldur í skáld-
skapnum, sem vér erum allir bornir
til að iðka, íslenskir menn. Af hverju
eru pípulagningarmenn jafnir fyrir
guði og mönnum en ekki skáldin?
Ég bara spyr svona. Mér hefur alltaf
fundist það Ijótt og ókurteislegt að
kalla sum skáld snillinga en önnur
ekki. Hvers eiga þau að gjalda?
Þau gætu móðgast og orðið miður
sín og kannski fara þau að drekka
og verða félagslegt tilfelli.
Nei, við eigum að ganga út frá því
að allt sem ort er sé gott og heldur til
bóta. Og sem beturfereru slík við-
horf að vinna á jafnt og þétt - bæði
meðal vinstrisinna sem eru á móti
borgaralegri samkeppni, sem ragar
menn og metur eins og skreið, og
meðal hægrisinna, sem hafa eðli-
legan ímugust á persónudýrkun
hinna rauðu, sem alltaf þykjastgáf-
aðri en hinir.
Skaði
skrifar
Hin sameiginlega opna
ljóðabók landsmanna
Þetta er góð þróun, en hún leiðir
óumflýjanlega til þess að við nálg-
umst þá framtíðarsýn sem heitir
„hver maður sín bók“. Hver maður
semur sína bók og hver maður les
sína bók. Og þá fer að vanta ljóða-
bók sem gegnir því hlutverki að
sameina mannskapinn, byggja brýr
milli vina, vinna á einsemdinni og
því öllu. Líka mætti þetta vera eins-
konar forskriftarbók fyrir börn
sem eru enn ekki farin að yrkja.
Svona bók á að vera einskonar
opinn samnefnari fyrir margar
bækur. Þar mættu vera eitt eða tvö
dæmi um hvert það efni sem vin-
sælt er og nauðsynlegt. Og í tilefni
áramóta leyfi ég mér að bera fram
nokkur sýnishorn úr slíkri bók
Náttúruljóðið er veigamikið atr-
iði í strjálbýlu landi. Það gæti til
dæmis litið svona út:
Ég ligg
í grasinu
og verð
skáldlegur
eins og grasið
Borgarljóðið gæti aftur á móti
verið til í tveim tilbrigðum, allt eftir
því hvað menn vildu annars gera
við náttúruljóðið. Fyrri mögu-
leikinn er svona og gæti komið
beint á eftir ofangreindu ljóði:
Á örmjórri rönd
milli steinsteypuskrýmslis
og blikkbeljuslóða
fölnar síðasta grasið.
Hinn möguleikinn gerir svo ráð
fyrir því, að ljóðið játist undir veru-
Tilkynning
frá Aflatryggingasjóði
Með tilkynningu kvótakerfis á fiskveiðum
munu mánaðarbætur sjóðsins falla niður frá
og með 1. janúar n.k.
Stjórn Aflatryggingasjóðs.
Hrafnkell Stefánsson
lyfsali, ísafirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
2. janúar kl. 3 eftir hádegi.
Guðbjörg Jónsdóttir
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Sigríður Hrafnkelsdóttir
Hannes Hrafnkelsson Guðrún Hrafnkelsdóttir
Jón Hrafnkelsson Margrét Björnsdóttir
Stefán Hrafnkelsson Anna Ólafía Sigurðardóttir
Guðrún Guðjónsdóttir
Hreggviður Stefánsson Stefán Már Stefánsson
leika borgarinnar, sjái hlutina í
jákvæðu og uppbyggilegu ljósi:
Húsin mín háu
hafa stóra sál
undir iljum mínum
slær mabikshjartað hlýja
bílarnir mínir
bera konubrjóst.
Jæja. Og þá er komið að kvenna-
málunum sem eru einhver hin
mestu mál:
Ég er kona
og karlinn er á fundi.
Eg er kona
og kakan brann við.
Eg er kona
og krakkarnir sípissandi.
Eg^er kona
og kemst ei til að skapa.
Kvæðið sýnir meðal annars að
það er mjög erfitt að vera kona og
það er yfirleitt ekkert gaman að
verða fullorðinn. Það er líka tekið
rækilega fram í tímabæru kvæði
sem fjallar um æviskeið mannsins:
Einu sinni
var ég lítill
og þá leið mér vel.
Nú er ég
orðinn stór
og mér líður
ekki eins vel.
Það er líka mjög erfitt að vera
unglingur eins og skilja má af næsta
kvæði:
Ertu í búsi?
hvœsti pabbi
Ertu í hassi?
æpti löggan
Ertu ólétt?
vældi mamma
Ekkert má maður....
Einstaklingshyggjan verður líka
að skilja eftir sig spor í hinni sam-
eiginlegu ljóðabók landsins:
Kletturinn stendur
í briminu
einn og óstuddur
eins og ég
Haha!
í síðustu upphrópuninni má
heyra þá djörfu ögrun sem býður
örlögunum byrginn og minnir á
marga ódauðlega ljóðaperlu eins
og til dæmis „Aldrei skal ég eiga
flösku". En það er líka til í dæminu
að leggja áherslu á hið ramma afl
örlaganna eða hinna félagslegu að-
stæðna, sem eru reyndar eitt og hið
sama:
Ég er hjól
eg er reim
ég er skrúfa
að mér herðir
á mér herðir
hringurinn
alþjóðlegi
En höfum við kannski gleymt
ástinni? Það getur varla verið, en ef
satt reynist þá er fljótgert að bæta
úr því. Ástarsælan er sisona:
Hvítar hendur
í heitu húmi
Andartakið
ævilangt
Þú strýkur
mitt hár
og ég strýk
þitt hár.
En við verðum líka að hafa það
hugfast að til eru hin skelfilegu
vonbrigði ástarinnar:
Alsæll ég söng
ofan á þér
ástarvísur
Svo greip mig
illur grunur:
Ég hefi komið hér áður.
Nú er mál að linni enda eru
yrkisefnin senn á þrotum. Þó er
eftir að víkja að málum sem eru
efst á baugi. Til dæmis verður að
vera í ljóðabókinni baráttukvæði
um friðarmálin:
Þér stríðsæsingamenn!
Þér kaupmenn dauðans!
hér er mér að mæta!
Það verður ekkert stríð!
Það verður aldrei stríð!
En það verður barist
svo hart fyrir friði
að ekki mun standa
steinn yfir steini!
Hitt dægurmálakvæðið lýtur að
jólahaldinu sjálfu:
Vetur líður
kreppan ríður
jólin koma
Fáðu mér
Fáðu mér
kreditkortið mitt
Garún Garún.
Og þegar okkur hefur með þessu
móti tekist að sameina nútímann
þjóðlegri hefð á listrænan og eftir-
minnilegan hátt getum við sett
amen á eftir efninu.
Skaði.
Eftirlitsmaður með
byggingaframkvæmdum
Bæjartæknifræöingurinn á Akranesi auglýsir
eftir umsóknum um starf eftirlitsmanns meö
byggingarframkvæmdum viö Brekkubæjar-
skóla.
Starfssviö er daglegt byggingar- og fjármála-
eftirlit meö framkvæmdum.
Æskilegt er aö umsækjandi hafi haldgóða
þekkingu á þeim sviðum.
Staöan heyrir undir tæknideild Akranes-
kaupstaöar og er hér um hlutastarf aö ræöa.
Nánari upplýsingar veitir bæjartæknifræö-
ingur Kirkjubraut 28, sími 1211.
Umsóknum ber aö skila til Tæknideildar
Akraneskaupstaöar, Kirkjubraut 28, 300
Akranesi fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 17. jan-
úar 1984.
Bæjartæknifræðingur