Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræöingur er fæddur áriö 1938. Gekk á unga aldri í Æskulýösfylkinguna og síðar í Sósíalistaflokkinn. Drakk kommúnismann meö móðurmjólkinni. Brynjólfur Bjarnason er föðurbróðir hans. RagnarerkvænturÁstríði Ákadóttur, sænskri konu, og eiga þau þrjú börn. helgarviðtalið Bylting - Viöberjumstfyrirpólitískri byltingu í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu um leið og viö verjum ávinninga rússnesku byltingarinnar gagnvart árásum auövalds- ríkjanna - á sama hátt og viö gagnrýnum skrifræði og stéttasamvinnustefnu verka- lýðsforystunnar hér á landi, um leið og við verjum verka- lýðshreyfinguna og ávinn- inga hennar gagnvart stöð- ugum árásum auðvaldsafl- annaá íslandi, segirRagnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur í viðtali við Þjóðviljann. Ragnar hefur f rá barnsaldri starfað í pólitík, lengstum í Fylkingunni baráttusam- tökum kommúnista, sem að- hyllist svokallaðan trot- skyisma og er deild í 4. Al- þjóðasambandinu. Við renndum fyrst yfir pólitísk af- skipti Ragnars frá byrjun. - Ég er uppalinn í kommafjöl- skyldu, verkamannafjölskyldu og viðhorf mín hafa mjög mótast af því. Ég var ekki nema 15 ára þegar Gísli B. Björnsson tróð mér inn í Æskulýðsfylkinguna 1953. Varþá í landsprófi. Ég fór þá í leshring í pólitískri hagfræði undir leiðsögn Inga R. Helgasonar. Æskulýðs- fylkingin mætti þörfum unga fólks- ins og sem dæmi má nefna að Fylk- ingin skipulagði aukatíma í náms- fögunum fyrir okkur þessa krakka sem máske höfðu mist eitthvað úr náminu vegna pólitíska starfsins. Annars gekk starfið mest út á það á þessum árum að halda uppi alls konar félagsstarfsemi en ekki beinni pólitík. - Jú, það er rétt, ég var í þessum fræga bekk pólitíkusa í 1. og bekk gagnfræðaskóla með Ragnari Arnalds, Jón Baldvini, Halldóri Blöndal og Styrmi Gunnarssyni. Þeir voru meðal stofnenda Þjóð- varnarflokksins, Ragnar og Jón Baldvin minnir mig, - og Halldór Blöndal var líka dálítið breiskur í sinni íhaldstrú. Það var Styrmir hins vegar ekki og segja má að við Styrmir höfum reynst stabilastir þessara manna í pólitíkinni. - Ég er að taka út minn pólitíska þroska í kalda stríðinu og það hefur haft sitt að segja. Verkfallið 1955 hafði mikil áhrif á mjg og ég tók þátt í verkfallsvörslu með nokkrum skólabræðrum mínum úr MR. Afhjúpunarræða Krjústofs 1956 hafði mikil áhrif á Sósíalistaflokk- inn og í Æskulýðsfylkingunni, en ég get ekki sagt að þau tíðindi hafi haft sérlega mikil áhrif á mig. Ég hafði ekki verið bundinn persón- unni Stalín að neinu leyti. Eg taldi mig vera kommúnista út frá þeim þjóðfélagsaðstæðum sem ég þekkti í raun. Hins vegar sá maður hvern- ig Mogginn nýtti sér þessar upp- ljóstranir gegn þeim sem best höfðu dugað íslenskri verkalýðss- tétt. Maður var ekkert tilbúinn til að dansa eftir nótum þess. Það kom upp í manni viss gagnsefjun, sem leiddi til að maður varði Stalín og hans verk. - Um þetta leyti fórum við í Æskulýðsfylkingunni uppí Sauða- dali til að vera yfir helgi. Tveir úr hópnum, ég og annar til, fórum á undan og hengdum upp myndir af Jósef Stalín til að ögra félögum okkar í fylkingunni sem við vissum að voru svolítið stressaðir yfir gamla manninum. Það tókst í sjálfu sér ágætlega. - Nokkrum dögum síðar komu myndir af þessu í Morgunblaðinu og átti að sýna innræti Æskulýðs- fylkingarinnar, en sýndi auðvitað ekki annað en innræti okkar tveggja, mfn og Hrafns Hallgríms- sonar. - Maður fann líka inni í flokkn- um að það átti að nota afhjúpun Stalíns til að slá á róttækustu gagnrýnina í Sósíalistaflokkinn. Stalíngrýla var þá strax notuð til að draga úr áhrifum róttækasta hóps- ins - og var þannig til að ýta undir stéttasamvinnustefnu. - Ég lauk menntaskólanámi 1958 og fór til Svíþjóðar, þarsem ég var í námi í stærðfræði, eðlisfræði og jarðskjálftafræði til 1966 að undanteknum vetrinum 1962-63 sem ég var heima á íslandi. - Nei, ég reiknaði aldrei með verða pólitíkus. Taldi líklegt að ég yrði í flokknum en ekkert meira. Þótt sú pólitíska fræðsla sem mað- ur hafði gengið í gegnum hefði sína kosti, þá takmarkaðist hún annars vegar við að gegnumlýsa okkar auðvaldsskipulag og hins vegar við framtíðarþjóðfélag sósíalismans. Það vantaði í þetta, hvernig því marki yrði náð. Þetta vantaði í hug- myndaheim manns. Slíkur hug- myndaheimur hvetur ekki til virkni. Maður heldur í horfinu og bíður þess að hið stóra gerist. Hið nýja þjóðfélag verður ekki verk- efni dagsins í dag, heldur morgun- dagsins. í þessari kreppu er Al- þýðubandalagið enn í dag. Margir Alþýðubandalagsmenn eiga sér draum um sósíalisma, en í dagsins önn rembist forystan við að Flokk- urinn verði viðtekinn miðju- flokkur. - Þennan vetur 1962-63 lenti ég í flokksátökum. Meirihluti fylking- arinnar gekk inn í hugmynd Lúð- víks um stórfelldar breytingar á forystu Sósíalistaflokksins, þarsem Brynjólfi og fleirum var ýtt til hlið- ar. Þessir aðilar, sem stóðu að plottinu með Lúðvík og þeim, það er að segja SÍA-liðið, varð síðar í minnihluta veturinn 1963 innan Æskulýðsfylkingarinnar. - Þá þegar gengu þessi átök út á stofnun Alþýðubandalagsins sem flokks sem kæmi í stað Sósíalista- flokksins. Við töldum að hægra lið- ið sem vildi frekar líta á sig sem Alþýðubandalagsfólk en Sósíalistaflokksfólk héfði orðið ofan á á flokksþinginu 1962. - Eiginlega kom þessi fram- koma SÍA-liðsins okkur frekar á Sunnudagsreisa í kalda stríðinu. Ragnar Stcfánsson, Lena M. Rist kcnnari, Gísli B. Björnsson teiknari, Ingi í skála Æskulýjðsfýlkingarinnar 1956. Ragnar Stefánsson, Hrafn Hall- Hilmar Ingimundarson lögfræðingur og Hrafn Hallgrímsson arkitekt. grímsson arl^iíekt og Ingi Hilmar Ingimundarson iögfræðingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.