Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN) Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsit Mannúðarstefna eða alræði peningavaldsins? Nú þarf enn að skapa nýjan landsmálagrundvöll Alþingi íslendingaeráreiðanlega eina þjóðþingið í Vestur-Evrópu sem var meinað að taka afstöðu til tillagna sem legið hafa fyrir Sam- einuðu þjóðunum og Atlantshafs- bandalaginu um kjarnorkuvígbún- að. Þrátt fyrir eftirrekstur stjórnar- andstöðunnar og áherslu hennar á afgreiðslu þessa máls náði stjórn- arliðið að haga þinghaldinu þannig síðustu daganafyrirjólin aðekkert komst að í afgreiðslu þingsins. Það var því án umboðs þjóðþingsins að utanríkisráðherra gekk í sveit þeirra sem skipa sér fremst í víg- búnaðarkapphlaupinu. Geir Hall- grímsson hafði ekki stuðning Al- þingis í þessu efni áður en hann tók afstöðu á utanríkisráðherrafundi NATO sem samþykkti uppsetningu meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Nú var utanríkisráðherra boðið upp á það að rætt yrði um utanríkismál á þinginu fyrir jól og tekin afstaðatil þeirra. Hann vildi ekki að þingið kæmist að niðurstöðu í þessu efni. Ef til vill stafaði sú afstaða utanríkis- ráðherra af því að hann óttaðist að Alþingi yrði honum sammála- ann- ars hefði hann án efa leitað eftir stuðningiþingsins. Röksemdir utanríkisráðherra og ríkis- stjórnarinnar eru þær að ekkert megi gerast í afvopnunar- og friðarmálum nema með gagnkvæmum samningum stórveldanna og ekki komi til greina að ákveða einhliða stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna, uppsetningu þeirra eða tilraunum með þau þó um skamma stund sé. Þannig hafa tals- menn ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar í raun tekið að sér að verja vígbúnað Varsjárbandalagsins ekki síður en Atlants- hafsbandalagsins og má segja að þar komi vel á vondan. Þó er hverju barni ljóst að það væri fagnaðarefni þó aðeins annað stór- veldanna lýsti því yfir að ákveðið hefði ver- ið að stöðva framleiðslu kjarnorkuvopna á þess vegum þó aðeins væri um að ræða fá- eina mánuði eða ár. Vilji Sovétríkin nú láta taka mark á friðarvilja sínum í friðarhreyf- ingum Vesturlanda ætti sovéska stjórnin tafarlaust og einhliða ef þörf krefur að lýsa yfir stöðvun á framleiðslu kjarnavopna um nokkurt skeið enda setjist leiðtogar stór- veldanna að samningaborði og ákveði að draga úr hraðanum í boðhlaupi dauðans. tugum. Fullyrða má að unnt sé að sameina yfirgnæfandi meirihluta íslendinga um slíka utanríkisstefnu. Þá gætu íslendingar markað spor á alþjóðavettvangi í þágu frið- ar og þannig horfið af þeirri braut, sem núverandi ríkisstjórn íslands kýs að fylgja. Vonin er í friöarhreyfingunni Von mannkynsins felst í friðarhreyfing- unum og því að þær megni að halda augum mannanna opnum fyrir þeirri ógn sem nú blasir við öllu iífi. Hér á landi þurfa menn að leggja sig fram um það að reyna að móta nýja utanríkisstefnu á forsendum friðar- hreyfinganna. Um slíka utanríkisstefnu yrði áreiðanlega betri samstaða en þá stefnu sem fylgt hefur verið á liðnum ára- Hægri stefnan nærist á sprengjuóttanum í skugga sprengjuóttans hefur margt breyst að minnsta kosti á yfirborðinu. Með- al annars hefur hægri stefnunni vaxið ás- megin um skeið því stríðsóttinn er jarðveg- ur hennar. Með sprengjuóttanum vilja þeir sem sterkir eru hrifsa meira og meira í sinn hlut og markaðsöfl miskunnarleysisins eflast að áhrifum. Mannleg sjónarmið eru fótum troðin og langtímasjónarmið, hug- sjónir um nýtt og betra samfélag lýðræðis og jafnréttis eiga erfiðara uppdráttar því þær hugsjónir eru léttvægar fundnar á markaðstorgi gróðraaflanna. Það er engu líkara en ráðandi öfl séu að neyta síðustu kraftanna til þess að hrifsa til sín það sem eftir er af lífsgæðunum áður en örlaga- klukkur sprengjunnar glymja mannkyninu öllu. Af þessum ástæðum hafa hægri öflin sótt fram. En aðeins skamma stund: Þó fyrsta viðbragð sé grimmd markaðslögmál- anna kemur það æ betur fram að krafan um samkennd og samhjálp verður ofan á þegar menn athuga betur sinn gang. Þetta kom til dæmis óvenjuskýrt fram á íslandi nú um hátíðarnar. Það kom fram í göngunni á Þorláksmessu sem áður yar minnst á. Og það kom fram í þeim áherslum á friðarboð- skapinn sem birtist í málflutningi í kirkjum um jólin. Síðast en ekki síst kom þetta vel fram í söfnuninni „Brauð handa hungruð- um heimi" þar sem tvöfalt hærri upphæð skilaði sér en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta er tvímælalaust merki þess að í samfé- laginu er nú á ný vaxandi skilningur á nauð- syn samstöðu og samhjálpar, - að mannúð- arstefnunni hefur ekki verið úthýst úr þjóðfélaginu þrátt fyrir yfirgang markaðs- aflanna. Því miður eru íslensk stjórnvöld um þess- ar mundir ekki aðeins býsna skilningslaus á málstað friðarhreyfinganna. Þau eru líka með aðgerðum sínum í efnahagsmálum að breyta íslenska þjóðfélaginu í grundvallar- atriðum og með ákvörðunum þeim sem teknar hafa verið í herstöðvamálinu er stuðlað að enn frekari ágreiningi meðal þjóðarinnar á þeim tímum þegar okkur er þó brýnast að standa saman. Þannig hefur verið tekin ákvörðun um flugstöðvarbygg- ingu, margfalt stærri en nauðsynleg er fyrir íslenskt farþegaflug, olíubirgðastöð, flota- höfn í Helguvík og nú er rætt um radar- stöðvar á nokkrum stöðum á landinu. Það 'er því greinilega markvisst unnið að því að flækja ísland enn þéttar í vígbúnaðarnet stórveldanna. Nú berast Bandaríkjastjórn bænaskrár ríkisstjórnar íslands um fleiri herstöðvar og aukin hernaðarumsvif en áður voru það Bandaríkjamenn sem þurftu að knýja á um útfærslu hernámsins hér á landi. Þegar ísland gerðist aðili að NATO var kvartað yfir því að það væri erfitt að ala íslendinga upp, eða venja þá við hersetuna. Enn hefur það reynst erfitt - en íslenskir ráðamenn eru nú orðnir svo vel vandir að þeir bera sjálflr fram kröfurnar um út- Breytingar verðlags og kauptaxta á árinu 1983 - (vísitölur) Janúar Febrúar Mars Apríl Maí <§< vE O- tt i “ n - c .100,0 .108,3 .116,2 .121,4 .130,8 0> H 3 01 IQ s> 0) 100,0 100,0 115,7 115,7 115,7 125,1 Júní .140^1 Júlí .148,0 125,1 Ágúst .153,6 125,1 September .156,7 125,1 Október .161,5 130,1 Nóvember .164,9 130,1 Desember .166,8 130,1 Ársmeðaltal .139,0 119,8 Hækkun 1982-83,%... Hækkun frá upphafi ...85,8 49,4 til lokaárs 1983, % Hækkun ...77,3 32,7 jan.-des. 1983, %.... ...66,8 30,1 ’> Miöað við vísitöluna eins og mánuöi. hún er áætluð í miðjum Þessi tafla er frá Þjóðhagsstofnun. Hún sýnir hækkanir verðlags og launa á árinu 1983. Þar sést glöggt hvað vantar upp á tekjur launafólks og um leið hver það er sem borgar brúsann í baráttunni gegn verðbólgunni. A milli línanna í línuritinueru úrklippur úr Morgunblaðinu og Þjóðviljanum í gær sem sýna kjarna málsins: Það er þröngt í búi á heimilunum um áramótin vegna kaupránsaðgerða stjórnarinnar. ^Xm&EBS9t*l!l!&i58&íXaBSKynmmMM6'VaKlB9VK-Ji/mBM!!Cnm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.