Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 23
Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 íþróttrir Árið 1983 er liðið. Það hafa skipst á skin og skúrir í íslensku íþróttalífi síðustu tóif mánuðina eins og gengur og gerist en óhætt er að fullyrða að það hafi verið með líflegra móti. Við ætl- um að líta á það helsta sem gerst hefur, ekki í almanaksformi eins og tíðkast hefur, heldur verður hver íþróttagrein tekin útaf fyrir sig. Knattspyrna Akranes er lið ársins 1983, á því er ekki nokkur vafi. Skagastrákarnir unnu bæði deild og bikar og kórónuðu síðan allt saman með frábærum árangri í Evrópukeppni bikarhafa þar sem þeir töpuðu aðeins 2:3 samanlagt gegn handhöfum Evrópubikars- ins, Aberdeen. Arangur Víkinga og Eyja- manna í Evrópumótunum var einnig góður og heildarframmistaða íslensku liðanna á þeim vettvangi hlýtur að teljast sú besta sem náðst hefur. Ekki eru menn jafn ánægðir með lands- liðið. Sigrar unnust gegn Möltu og Fær- eyjum en leikirnir við Spánverja, Svía, Hollendinga og íra töpuðust allir. Sjaldan hefur verið búst við meiru af íslensku lands- liði og vonbrigðin því mikil. Ásgeir Sigurvinsson og Atli Eðvaldsson stóðu fremstir atvinnumanna okkar á þessu ári. Ásgeir er talinn einhver besti leikmað- ur í vestur-þýsku knattspyrnunni og Stutt- gart trónir þar á toppnum og Atli varð í fyrravor annar markhæsti leikmaður Bund- esligunnar. A heimaslóðum setti Eyjamálið mikinn svip á lok íslandsmótsins, IBV notaði ólög- legan mann í síðasta leik og féll fyrir vikið ásamt ÍBÍ. Fram og KA taka sæti þeirra í 1. deild. Breiðablik sigraði tvöfalt í kvenna- flokki þriðja árið í röð en hafði ekki eins mikla yfirburði og oft áður. Kvennalands- liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni. Handknattleikur Víkingar urðu íslands- og bikarmeistarar í karlaflokki rétt eina ferðina en á yfirstand- Einar Vilhjálmsson skipaði sér í röð fremstu spjótkastara heims á árinu 1983. Víóir Sigurösson Umsjón: Ásgeir Sigurvinsson hefur leikið mjög vel með Stuttgart í vetur. andi móti virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur FH. Valur varð íslandsmeistari kvenna en ÍR bikarmeistari. Landsliðið hafnaði í 7. sæti í B-keppninni í Hollandi og var óheppið að komast ekki í efri hlutann þar eftir góðan sigur á Sviss. Liðið vann fimm leiki af sex í Norðurlandaferð en hef- ur samt ekki verið sannfærandi á árinu. Kvennalandsliðið var hins vegar á uppleið og náði ágætum árangri. Víkingar voru slegnir útúr 1. umferð í Evrópukeppni af norska liðinu Kolbotn en FH og Kr eru komin í 8-liða úrslit eftir yfirburðasigur gegn Maccabi frá ísrael og Berchem frá Luxemburg. Kristján Arason ber höfuð og herðar yfir handknattleiks- menn í slakri 1. deild hér heima en Sigurður Sveinsson og sérstaklega Alferð Gíslason gera það gott í V.-Þýskalandi. Þar hefur Jóhann Ingi Gunnarsson einnig náð frábær- um árangri sem þjálfari Kiel. Körfuknattleikur Valsmenn reyndust sterkastir í fyrravor, unnu úrvalsdeildina eftir harða baráttu við nýliða Keflavíkur og sigruðu ÍR í úrslitaleik bikarkeppninnar. A yfirstandandi keppnis- tímabili er keppnin afar jöfn, KR og Haukar hafa komið mjög á óvart en Valur og Keflavík hafa mjög svo slakað á. KR hafði yfirburði í kvennaflokki og varð ís- landsmeistari en nú í vetur stendur baráttan þar milli ÍR og ÍS. Útlendingar voru útilok- aðir frá keppni hér á landi áður en keppni hófst í vetur. Landsliðið var lítið á ferðinni, vann Dani tvívegis í þremur leikjum hér heima og náði síðan þriðja sæti á Polar Cup. Frjálsar íþróttir Afrek Einars Vilhjálmssonar, spjótkast- ara, er það mesta á íþróttasviðinu hérlendis árið 1983. í keppni Norðurlandanna og Bandaríkjanna þeytti hann spjótinu 90.66 metra, glæsilegt Islandsmet og Einar er kominn í hóp bestu kastara í heimi. ísland vann Kalott-keppnina, ekki síst vegna frábærrar frammistöðu þekkts Eyfirðings, Kristjáns Hreinssonar, sem stökk 2.11 m í hástökki og bætti 18 ára gamalt met Jóns Þ. Ólafssonar. Bryndís Hólm bætti langstökksmet kvenna í sífellu og var komin í 6.17 m í haust. Þórdís Gísla- dóttir náði góðum árangri í hástökki, Sig- urður T. Sigurðarson í stangarstökki, Jón Oddsson og Kristján Harðarson í lang- stökki og þá náði Sigurður Matthíasson öðrum besta árangri í heimi í hástökki án atrennu. Badminton Landsliðið náði besta árangri á EM frá upphafi, hafnaði í 7. sæti B-keppninnar í Sviss. TBR stóð sig einnig vel og varð í 5.-7. sæti í Evrópukeppni félagsliða í París. TBR hefur áfram yfirburði hér heima, Kristín Magnúsdóttir og Broddi Kristjánsson sóp- uðu að sér íslandsmeistaratitlum, en frá- bært unglingastarf gæti skilað sér á Akra- nesi innan fárra ára. Fimleikar Kristín Gísladóttir varð íslandsmeistari í kvennaflokki og Jónas Tryggvason í karla- flokki. Kristín stóð sig vel á Norðurlanda- mótinu í Noregi og tók fyrst íslenskra kvenna þátt í Eviópumeistaramótinu sem haldið var í Gautaborg. Gerpla er áfram sterkust í kvennagreinunum, Ármenningar í karlagreinum. Sund HSK varð bikarmeistari, og þar léku Tryggvi Helgason og Bryndís Ólafsdóttir stærstu hlutverkin. Tryggvi hafði áður hlotið 7 gull á íslandsmótinu og Bryndís er eitthvert mesta efni sem fram hefur komið hér á landi. Eðvarð Þ. Eðvarðsson fékk silfur og brons á Norðurlandamóti ung- linga, Ragnheiður Runólfsdóttir, Guðrún Fema Ágústsdóttir og Ingi Þór Jónsson voru í metaham á árinu og hinn kornungi Ragnar Guðmundsson gerir það gott í Dan- mörku. Mikil gróska í sundíþróttinni í heild. Blak Þróttur vann tvöfalt í karla og kvenna- flokki en í ár virðist margt geta breyst. HK hefur skapað nýja vídd í karlaflokki og berst um meistaratitilinn við Þrótt og Völs- ungur, ÍS og Breiðablik eru í sérflokki hjá kvenfólkinu. Gunnar Árnason náði ein- stökum árangri, lék á árinu sinn 215. leik í röð fyrir Þrótt. Borðtennis Tómas Guðjónsson og Ragnhildur Sigurð- ardóttir urðu íslandsmeistarar. Landsliðið varð í 57. sæti af 60 þjóðum á HM í Tokyo og er það nokkru lakara en áður hefur náðst. Lyftingar ísland náði öðru sæti íNorðurlandamóti í ólympískum lyftingum í fyrsta skipti. Jón Páll Sigmarsson fékk silfur á Evrópumótinu í kraftlyftingum, setti Evrópumet í rétt- stöðulyftu og varð Norðurlandameistari ásamt Torfa Ólafssyni. Golf íslandsmeistarar urðu Gylfi Kristinsson og Ásgerður Sverrisdóttir. Landsliðunum, karla og kvenna, gekk ilia á Evrópumótun- um, karlarnir næstneðstir í París og konurn- ar neðstar í Brússel. Sveit GR náði þó 10.- 11. sæti í Evrópukeppni félagsliða á Spáni. Júdó Bjarni Friðriksson var áfram í farar- broddi, fékk gullverðlaun á opna sænska meistaramótinu og varð síðan þriðji á opna skandinavíska mótinu í Finnlandi. Arnar Marteinsson hlaut gullverðlaun á Norður- landamóti unglinga í Finnlandi. Skíði ísfirðingar fengu flest gull á Skíðamóti Islands. Á unglingameistaramótinu voru Akureyringar sem fyrr bestir í alpagreinum en Ólafsfirðingar í norrænum greinum. Fyrsta alþjóðlega skíðagangan, Lava-Loppet, var haldin hér á landi. Fatlaðir Erlend samskipti aukast sífellt. 25 fóru á barna- og unglingamót í Noregi, sex á NM fatlaðra í Svíþjóð og tveir á heimsleika mænuskaðaðra í Englandi. Fimm silfur og 4 brons unnust í Svíþjóð og Baldur Guðna- son fékk tvö silfur í Englandi. Þá er aðeins ógetið um þrjár greinar sem stundaðar eru innan ÍSÍ, glímu, skotfimi og siglingar. Glíman er í mikilli lægð og þarf átak til að hún deyi ekki út. Jón Unndórs- son var valinn glímumaður ársins, Jóhann- es Ævarsson siglingamaður ársins og Carl J. Eiríksson skotmaður ársins af íþróttablað- inu. Gledilegt nýár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.