Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 13
óvart, afþví að fram að því hafði
gagnrýni SÍ A á flokkin fremur ver-
ið frá vinstri. Og því fannst manni
undarlegt að þeir skyldu fara yfir á
hægri vænginn haustið 1962. Ég hef
annars aldrei fengið fullnægjandi
skýringu á þessu, þetta var sj álfsagt
ýmislegt persónulegt í þessu.
- Þegar ég kom heim 1966 voru
átökin um Alþýðubandalagið,
áfram í fullum gangi. Þau voru
bæði í Æskulýðsfylkingunni og Só-
síalistaflokknum. í Æskulýðsfylk-
ingunni deildu menn um það hvort
fylkingin ætti að vera félag ungra
Alþýðubandalagsmanna. A þingi
Æskulýðsfylkingarinnar þetta ár
urðu svokallaðir vinstri menn í
meirihluta þ.e. þeir sem vildu við-
halda Sósíalistaflokknum. Þeir
sem lentu í minnihlutanum flosn-
uðu síðan upp en héldu áfram í Al-
þýðubandalaginu flestir hverjir.
Deilurnar á þessu þingi snérust þó
aðallega um verkalýðsmál og á-
lyktað í gagnrýnisanda gegn verka-
lýðsforystunni og krafist meira lýð-
ræðis í verkalýðssamtökunum og
harðari baráttu þeirra. Ályktunin
um þetta þætti ekki harkaleg í dag
en þá olli hún miklu umróti. Niður-
stöðurnar voru í stuttu máli þær að
Fylkingunni bæri að taka upp bar-
áttu róttækrar verkalýðshreyfingar
og skelleggari baráttu gegn hern-
um og Nató og í frelsisbaráttu
þriðja heimsins.
Við margir Fylkingarfélaganna í
meirihlutanum héldum reyndar
áfram að vera félagar í Abl. líka,
allt til ’74, þegar við buðum fram,
en þá hurfum við af spjaldskránni.
Upp úr þinginu ’66 hófst mikið
„aðgerðatímabil“ sem hélst í hend-
ur við uppsveiflu sósíalískrar bar-
áttu um allan heim á þessum árum.
Víetnamstríðið hafði ekki lítið
að segja. Við vorum nokkuð virk í
útgáfumálum, með Víetnam-
bréfum, Neista og öðru hnossgæti.
Ýmsar aðgerðir voru vel heppnað-
ar; móttaka Natóherskipanna
1968, mótmæli vegna Natófundar-
ins hér sama ár, Keflavíkurganga,
Tjarnarbúðarfundir, Þorláks-
messuslagurinn og svo framvegis.
Við áttum í útistöðum við lögreg-
luna, sem reyndi m.a.s. að koma í
veg fyrir mótmælagöngur. Þótt
fjölmenni væri oft á fundum okkar
og kröfugöngum og undirtektir
miklar á „aðgerðatímabilinu", þá
þóttumst við sjá, að við kæmumst
ekki mikið lengra nema með því að
dýpka þjóðfélagslegan skilning
okkar og gera verkefnin hnitmið-
aðri. Fylkingin þyrfti á því að halda
að eflast pólitískt. Upp frá því
lögðum við ríkari áherslu á pólit-
íska stefnumótun og starf innan
verkalýðshreyfingarinnar. Og ein-
mitt þaðan er þjóðfélagslegra
breytinga að vænta.
- Fylkingin varð aldrei mjög
fjölmenn þó svo margir tækju þátt í
aðgerðum á hennar vegum. Á
næstu árum 1972-75 fór nokkur
tími í karp og deilur við maóistana.
En félagar okkar sem aðhylltust
maóisma gengur út úr Fylkingunni,
stofnuðu Eikml 1974. Þeir samein-
uðust síðan KSML, sem höfðu ver-
ið starfandi hér sfðan um 1970.
- Annað uppgjör var 1975, þeg-
ar Fylkingin tók stefnu á 4.
Alþjóðasámbandið. Stefnulega
féll það að skoðunum og reynslu
langflestra Fylkingarfélaga. í
Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
stefnu þess og reynslu fundum við
svör við spumingum sem mikið
vom að gerjast í okkur á aðgerðart-
ímabilinu. Stefna þess féll að
reynslu okkar. Sjálfur vildi ég ekki
ganga eins fljótt inn í 4. Alþjóðas-
ambandið og flestir félaga minna,
ekki vegna stefnulegs ágreinings,
heldur vegna skorts á yfirsýn yfir
hina sósíalísku heimshreyfingu yf-
irleitt.
- Jú, víst er ég flokkshyggju-
maður. Fylkingin stefnir að því að
skapa byltingarsinnaðan fjölda-
flokk úr sjálfri sér og öðrum. Starfi
okkar að þessu marki er önnur
hliðin á öllu okkar daglega starfi, í
verkalýðshreyfingunni, í hreyfing-
unni gegn heimsvaldastefnunni.
- Nei, ég örvænti ekki þótt sam-
tökin séu enn mjög fámenn. Pólit-
ísk þróun er svo ójöfn, verður
stundum í stökkum. Við þurfum að
vera stefnu- og' starfslega búin
undir að slíkar aðstæður skapist.
Það að vera flokkur er m.a. að
halda velli þótt dofni yfir heildar-
hreyfingunni. Við reynum að
skapa gmndvöll nýrrar sóknar og
að vera viðbúin að nýta möguleika
hennar.
- Ég hef oft verið í minnihluta.
Auðvitað hef ég efast, en það hefur
sjaldan hvarflað að mér að hætta í
Fylkingunni. Og ég er sannfærður
um að það sem við nú erum að gera
núna, skilar árangri.
- Fylkingin beitir sér einkum að
því núna, að samfylkja gegn kjara-
skerðingum auðvaldsstjómarinnar
og árásum hennar á félagsleg rétt-
indi sem verkalýðsstéttin hefur
barist fyrir og náð. í öðru lagi
heyjum við stuðningsbaráttu með
þjóðfrelsisöflum Mið-Ameríku og
gegn hemaðarumsvifum Banda-
ríkjanna þar og hér.
- Efling og aukin viðnámsþrótt-
ur samtaka verkalýðsins er grund-
völlur þess að takist að kollvarpa
auðvaldsskipulagsins og koma á
sósíalisma. Þess vegna fellur póli-
tískt starf okkar í dægurbaráttunni
algerlega að framtíðarmarkmið-
inu. Svona er þetta hins vegar ekki
alltaf hjá þeim flokkum sem kenna
sig við sósíalisma. Með viðleitni
sinni til að verða viðtekinn sam-
starfsflokkur borgaraflokka í ríkis-
stjórnum, lendir Alþýðubandalag-
ið trekk í trekk í andstöðu við
grundvallarhagsmuni verkalýðs-
stéttarinnar, dregur úr henni bar-
áttubroddinn og lamar vitund
hennar um eigin sjálfstæðan styrk.
- Ég er á móti hvers kyns banni á
flokkum og skoðanahópum. Len-
íníski flokkurinn er mér að skapi.
Milli þess er auðvitað engin and-
stæða. Auðvitað þarf forystu í
þeirri stórkostlegu þjóðfélagsbylt-
ingu, sem leiðir til þess að sósíal-
ismi tekur við af kapítalisma!
- Við erum sko ekkert einangruð
í starfi okkar, þótt við séum fá.
Innan verkalýðssamtakanna höf-
um við t.d. oft fengið sterkan
hljómgrunn fyrir málflutningi okk-
ar og tillögur, í verkamannasam-
bandinu, Dagsbrún og BSRB. Og
við erum víðar með puttana. Það
sem við höfum fengið samþykkt
hefur hins vegar ekki alltaf verið
framkvæmt. Til þess að svo verði
skortir okkur styrk, sagði Ragnar
Stefánsson óþreytandi byltingar-
maður í Fylkingunni að lokum.
-óg.