Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 29
Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 ÞJÓÖVILJINN - SÍÐA 29
útvarp*
Pálína brosir við Ómari.
Sjónvarp nýársdag kl. 20.50
Ein í torfbce
Og nú hefur Ómar Ragnars-
son brugðið sér norður að
Skarðsá í Sæmundarhlíð í
Skagafirði til fundar við Pálínu
Konráðsdóttur, sem þar býr ein
síns liðs og kvartar hvergi.
Pálína er nú 83 ára og trúlega
eini íbúinn í torfbæ á íslandi.
Hún kann vel að fagna gestum
og ekki þarf að efa að vel hefur
farið á með þeim Ómari.
Myndatöku annaðist Helgi
Sveinbjörnsson og hljóð Oddur
Gústafsson. Og í kvöld býður
Pálína á Skarðsá öllum sjón-
varpsáhorfendum í bæinn.
-mhg
Sjónvarp
gamlaársdag
s
Aramóta-
skaup -
stjörnur og
stórmál...
Ekki gat hjá því farið að við
fengjum okkar áramótaskaup í
sjónvarpinu nú eins og jafnan
áður. Að þessu sinni ber það
heitið Stjörnur og stórmál árs-
ins í spéspegli, og eru skaparar
þess Andrés Indriðason og Þrá-
inn Bertelsson.
Þórhallur Sigurðsson stjórn-
ar atburðunum en leikendur
eru: Árni Tryggvason, Edda
Björgvinsdóttir, Guðmundur
Ólafsson, Hanna María Karls-
dóttir, Lilja Guðrún Þorvalds-
Edda Björgvinsdóttir óræð á
svipinn.
dóttir, Pálmi Gestsson, Sigurð-
ur Sigurjónsson og Örn Árna-
son. Upptöku stjórnaði Andrés
Indriðason.
-mhg
Útvarp nýársdag kl. 22.35
Sólrún Bragadóttir. Bergþór Pálsson.
Ljóðasöngur í útvarpssal
Á nýársdagskvöld fáum við
að kynnast tveimur nýjum
söngvurum, þeim Bergþóri
Pálssyni, bariton, og Sólrúnu
Bragadóttur, sópran. Þau
munu syngja ljóðasöngva eftir
innlenda og erlenda höfunda og
er þetta frumraun þeirra í út-
varpi.
Þau Bergþór og Sólrún
stunda bæði söngnám við Tón-
listarskólann í Bloomington í
Indianafylki í Bandaríkjunum
og hafa numið þar á annað ár.
Bæði hafa þau fengið hlutverk í
óperum, sem færðar verða upp í
skólanum í vetur.
-mhg
Hallur Friðrik Pálsson
Borgarnesi
Fœddur 9.2. 1942
Dáinn 22.12. 1983
Að morgni 22. desember var
bjart og fagurt veður í Borgarnesi,
jólaljósin voru að koma upp fleiri
og fleiri hvern dag sem nær dró
jólahátíðinni. Eftirvænting og
gleði var ríkjandi í hugum okkar.
En þá kemur fregn um að látinn sé
vinur, um borð í skipi sínu í er-
lendri höfn. Jólaljósin dofna og í
stað gleði og eftirvæntingar
göngum við um hljóð og döpur.
Það er tæpast hægt að trúa því að
ekki verði framar bankað og sagt
hæ, hó, eins og gerðist svo oft er
Hallur var heima.
Hallur Friðrik Pálsson verður til
moldar borinn frá Borgarneskirkju
í dag. Hann var fæddur 9. febrúar
1942 í Borgarnesi, sonur hjónanna
Jakobínu Hallsdóttur og Páls Stef-
ánssonar. Hann ólst upp í foreldra-
húsum hér í Borgarnesi ásamt syst-
ur sinni Vigdísi.
Við bræðurnir kynntumst Halli
ekki að ráði fyrr en upp úr 1960 er
leiðir lágu saman í starfi og leik. Þá |
strax urðu til þau vinabpnd sem
aldrei rofnaði þráður í. Það er
margs að minnast um góðan vin og
áhugamál voru mörg sameiginleg.
Hallur var um margt sérstæður
drengur, skapgerð hans var ein-
staklega Ijúf og mild. Hann lagði
ætíð gott til allra sem hann þekkti
og tók ekki undir er einhverjum
var hallmælt. Hallur gat verið glett-
inn og gert grín með sérstæðum
hætti. f því sambandi eru minnis-
stæðar veiðiferðir ef illa gekk, þá
brá hann ætíð á glens og gerði gott
úr hlutunum, gerði áætlun um
næstu ferð og þá skyldi það takast.
Hallur unni mjög hvers kyns sport-
veiði og átti góðan búnað til þeirra
hluta og nutu þá vinir þess oft.
Hann var góður veiðimaður, gæt-
inn og athugull og öðrum gleggri er
teknar voru ákvarðanir um hvert
skyldi farið hverju sinni.
Margar sjóferðir fórum við sam-
an á bát hans, bæði til veiða og
skemmtunar, m.a. fór annar okkar
með honum kringum landið í sjó-
ralli 1978, það var skemmtileg ferð
en erfið. Margar voru ferðirnar hér
fram á flóann er rennt var fyrir fisk
eða farið í lunda, ógleymanlegar.
Hann geislaði af gleði hann Hallur
er glitti í lúðu í sjóskorpunni. Sjó-
leiðir hér fyrir Mýrum eru vand-
farnar, víða eru sker og boðar.
Hallur rataði þessar leiðir öðrum
betur og naut þar góðrar Ieiðsagnar
föður síns frá fyrri árum. Hann var
og gætinn og athugull sjómaður.
Hallur fór ungur að heiman og lá
þá leiðin út í hinn stóra heim á
farmskipum. Sjómennsku stundar
hann svo samfellt um mörg ár, eða
allt þar til hann verður fyrir slysi er
skip hans fékk á sig brotsjó hér
suður af landinu. Hallur slasaðist
mjög alvarlega og vegna óveðurs
leið langur tími þar til hann komst
undir læknishendur. Á ótrúlega
skömmum tíma náði Hallur sér
eftir slysið með hjálp góðra lækna
og án efa hefur hans ljúfa geð og
jákvæð dómgreind hjálpað þar
mikið til. Það hlýtur að vera mikið
áfall fyrir ungan mann að standa
allt í einu uppi með ör í andliti,
skerta sjón og þrek. En hann yfir-
vann sín vandamál með stakri
prýði og aldrei vottaði fyrir bitur-
leika.
Nú er leiðir skilja er efst í huga
þakkir fyrir allt sem þú varst okkur
og okkar fjölskyldum. Við kveðj-
um þig með söknuði góði vinur.
Móður hans og systur og öðrum
ástvinum vottum við dýpstu samúð
og biðjum góðan guð að vernda
þau og styrkja.
Halldór Brynjúlfsson,
Brynjólfur Brynjúlfsson
og fjölskyldur.
Fjölbrauta
skólinn
í Breiðholti
Skólastarf Fjölbrautaskólans í Breiðholti á vorönn
1984 hefst með almennum kennarafundi miðvikudag-
inn 4. janúar kl. 9.00-16.00.
Fimmtudag 5. janúar verða nemendum Dagskóla F.B.
afhentar stundatöflur frá kl. 9.00-15.00.
Sama dag verður deildarstjórafundur kl. 9.00-12.00
og sviðsstjórafundur kl. 14.00-16.00. Bóksala skólans
verður opin kl. 10.00-15.00.
Föstudaginn 6. janúar verður sérstök kynning ný-
nema á skólanum kl. 9.00-16.00. Þann dag verður
bóksala skólans einnig opin frá kl. 14.00-16.00.
Innritun í Öldungadeild F.B. svo og val námsáfanga
fer fram 4. og 5. janúar frá kl. 20.00-22.00, einnig 6.
janúar frá kl. 18.00-20.00.
Kennsla í skólanum hefst mánudaginn 9. janúar sam-
kvæmt stundatöflum nemenda í dagskóla og öldunga-
deild.
Skólameistari
Fyrir hönd Innkaupanefndar sjúkrastofnana er óskað
eftir tilboðum í eftirtaldar sjúkrahúsavörur fyrir
sjúkrahús- og heilsugæslustofnanir á höfuðborgar-
svæðinu og víðar:
1. Útboð nr. 2976/83 - Skurðstofuhanskar o.fl. gerðir
hanska.
2. Útboð nr. 2977/83 - Pappír á skoðunarbekki og
munnþurrkur.
Söluverð útboðsgagna er kr. 500.- per sett. Útboðs-
gögn eru afhent á skrifstofu vorri og skal tilboðum
skilað á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 f.h. föstudag-
inn 27. janúar n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist
viðstaddra bjóðenda.
Innkaupastofnun rikisins
Borgartuni 7, Rvlk.
Minninga-
þættir
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur sent frá sér nýja bók eftir Jón
Gísla Högnason frá Læk, og nefn-
ist hún Gengnar leiðir. í bókinni
eru minningaþættir 8 samferða-
manna. Jón Gísli hefur áður tekið
saman safnrit með frásögnum al-
þýðufólks, en sjaldan hefur honum
tekist að laða fram jafn samstætt
safn aðlaðandi persóna. Með hans
eigin orðum er þetta „lífsreisa um
langvegu, sem farin var af þeim,
sem geta glaðst og fundið til“.
^ UMFERÐARMENNING
STEFNULJÓS skal jafna gefa
ÞJÓÐHÁTÍÐAR- -Ak
SJÓÐUR
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum á árinu 1984.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er
tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er
hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta
lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.
a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið-
lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs.
b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð-
veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð-
mæta á vegum Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í
samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita
viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b).
Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til
þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka
önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við
þau.“
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er
til og með 24. febrúar 1984. Eldri umsóknir ber að endurnýja.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs-
stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 20500.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR