Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.IINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 Annáll erlendra tíðinda 1983 Áriö 1983 einkenndist af vaxandi ófriöarbliku og versnandi sambúö stórveldanna. Styrjaldarástand ríkti í Miö- Austurlöndum, viö Persaflóa, í Mið-Ameríku, Afghanistan, sunnanveröri Afríku og víöar. Nato-ríkin ákváðu aö koma upp nýjum kjarnorkuvopnum í Evrópu sem stytta viðvörunartímann viö kjarnorkustyrjöld niöur í 7 mínútur. Hungriö í heiminum fór vaxandi jafnframt því sem útgjöld til hermála voru meiri en nokkru sinni fyrr. Friðarhreyfingin á Vesturlöndum fékk jafnframt meiri hljómgrunn en nokkru sinnumfyrr. Ekkert málefni var jafn ofarlega í hugum manna á liðnu ári og víg- jbúnaðarkapphlaupið sem tók nýja jstefnu eftir að ríkisstjórnir Bret- jlands, Vestur-Þýskalands og Ítalíu iog Belgíu heimiluðu uppsetningu 572 bandarfskra stýriflauga og Pershing 2 eldflauga með kjarn- orkuvopn innanborðs ílöndum sín- um. Uppsetning þessara vopna hófst formlega 23. nóvember, dag- ,inn eftir að sambandsþingið í Bonn jhafði endanlega lagt blessun sína lyfir hin nýju vopn. Þessi endurvíg- 'væðing Nato f Evrópu varð til þess lað slitnaði upp úr samningavið- jræðum stórveldanna í Genf um áakmörkun kjarnorkuvígbúnaðar. jÁkvörðunin um uppsetningu þess- ara vopna vakti heiftarlega gagnrýni innan Nato, og tvö bandalagsríki, Danmörk og Grikk- land, lýstu sig andvíg ákvörðun- inni. Alþingi íslendinga tók ekki afstöðu til þessa mesta deilumáls á Vesturlöndum á þessu ári. Upplausnarástand ríkti í Líban- on á liðnu ári. Liðssveitir Barida- ríkjamanna, Breta, Frakka og ft- ala, sem sendar voru til þess að styrkja stjórn Amins Gemayelv höfðu ekki árangur sem erfiði. Kristnir menn, múslimar og drúsar börðust sín á milli eða við stjórnar- herinn. Syðsti hluti landsins var áfram hersetinn af ísrael og austur- hlutinn á valdi Sýrlendinga. Á- greiningur innan raða PLO leiddi til heiftarlegra bardaga í nóvember og desembermánuðí á milli liðs- manna Yassir Arafát og andstæð- inga hans, sem voru studdir sýrlen- skum vopnum og herafla. Lauk umsátrinu um Tripoli skömmu fyrir jól með því að Yassir Arafat og liðsmenn hans voru fluttir til N- Yemen með grískum farþega- skipum. Sýrlendingar og ísraels- menn lögðust á eitt um að niður- lægja Yassir Arafat, sem virtist þó njóta stuðnings meirihluta Palest- ínumanna og flestra Arabaleið- toga. Vaxandi gagnrýni kom fram í Bandaríkjunum, Ítalíu, Bretlandi og Frakklandi á dvöl „friðargæslu- sveitanna" í Líbanon eftir að sjálfs- morðssveitir múslímskra öfga- manna höfðu sprengt aðalstöðvar bandaríska og franska hersins í loft upp og valdið dauða hátt á 3. hundrað hermanna. Áttu stjórnvöld þessara ríkja erfitt með að skýra hvert væri hlutverk friðar- gæslusveitanna, og gilti það ekki síst um þá bandarísku eftir að Re- agan hafði gert sérstakan hernað- arsamvinnusáttmála við Shamir forsætisráðherra ísraels og hafið beinar hernaðarárásir gegn stöðv- um Sýrlendinga í Líbanon. Skömmu fyrir áramót lýsti Pertini forseti Ítalíu þeirri skoðun sinni að ítalska gæsluliðið ætti að hverfa á braut, þar sem bandaríska liðið væri nú orðið beinn aðili að átök- unum í Líbanon. Fáir atburðir áttu meiri þátt að að magna upp andrúmsloft kalda stríðsins en atburður sá er gerðist 1. september er farþegaþota frá suður-kóreanska flugfélaginu KAL var skotin niður yfir eyjunni Shakalin í Sovétríkjunum með 269 manns innanborðs. Ronald Reag- an taldi atburðinn bera vitni um „villidýrshátt“ sovéska kerfisins, og notaði tækifærið til að lýsa því yfir að Kreml væri „miðstöð hins illa“ í heiminum. Margret Thatc- her greip til hliðstæðra yfirlýsinga um siðleysi sovéskra valdhafa Eftir sem áður var það óráðin gáta hvernig það gat gerst að far- þegaþota mönnuð færustu flug- mönnum og búin fullkomnustu siglingatækj um gat villst inn yfir so- véskt bannsvæði þar sem Sovét- menn geymdu viðkvæmustu hern- aðarleyndamál sín, eða hvers vegna flugmenn vélarinnar svör- uðu ekki viðvörunum sovésku herflugvélanna sem fylgdu henni eftir í 75 mínútur. Þá er það einnig óráðin gáta hvers vegna bandarísk eftirlitsflugvél sem fylgdi farþega- þotunrii inn að lofthelgi Sovét- manna varaði farþegaþotuna ekki við, né heldur flugumferðarstjórn- ir þær sem fylgjast áttu með ferðum hennar frá Alaska og Japan. En atvik þetta varð til þess að stappa stálinu í fylgjendur herts vígbúnað- arkapphlaups í Evrópu á meðan friðarhreyfingin dró þveröfugan lærdóm af atviki þessu: hið herta vígbúnaðarkapphlaup eykur til muna líkurnar á „slysum" af þessu tagi. Grenada var mjög í sviðsljósinu eftir að forsætisráðherra landsins, Maurice Bishop, var myrtur. Deilur innan stjórnarinnar urðu til þess að kreddumarxistar létu hneppa Bishop í stofufangelsi. Þegar stuðningsmenn hans frels- uðu hann úr stofufangelsinu var hann tekinn og skotinn ásamt með nokkrum samráðsmönnum sínum úr stjórninni og verkalýðshreyfing- unni. Þann 23. október gerðu Bandaríkin síðan innrás í Grenada og steyptu herstjórn þeirri sem Eludson Austin hafði komið á. Innrás Bandaríkjanna var ford- æmd um allan heim, m.a.af Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin ein beittu neitun- arvaldi. Tveim mánuðum eftir innrásina ríkti enn glundroði í Grenáda, þar sem ríkisstjórn sú sem Paul Scoon landsstjóri Breta á Grenada skipaði, reyndist óstarf- hæf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.