Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 9
Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Bush og flugstöðin senunni samráðherrum sínum til hrellingar. Hann gaf út yfirlýsingar um sölu ríkisfyrir- tækja, afnam söluskatts á útlendu Tívolí sem tengdasonur hans stóð m.a. að og lýsti yfir fjandskap sínum við ýmsan óþarfa svo sem Lánasjóð ísl. námsmanna, Þjóð- leikhúsið og Sinfóníuna. Voru höfð eftir honum mörg gullkorn sem urðu fleyg. Bush varaforseti Bandaríkjanna kom í heimsókn í júlí með her öryggisvarða sem sáu m.a. til að andstæðingar vígbúnaðar héldu sig í hæfilegri fjarlægð frá hinum merka manni. Um svipað leyti var samið við Bandaríkjamenn um smíði nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli og átti ís- lenska framlagið í hana að nema 800 milj- ónum króna. Kom þá í ljós að ríkiskassinn var ekki eins tómur og Albert vildi vera láta. Afrek borgar- stjórnaríhaldsins Samtökin Ný sjónarmið kynna landssöfnun fyrir Alusuisse. - Ljósm.: eik. firði og Akranesi. Á síðastnefnda staðnum var á 2. hundrað manns sagt upp í tveimur fyrirtækjum og sagði Herdís Olafsdóttir, formaður kvennadeildar verkalýðsfélags Akraness að þetta væri hnefahögg á atvinnulífið í ekki stærri bæ. Landsfundirnir í nóvember var landsfundur bæði Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. í Sjálf- stæðisflokknum var kosinn nýr formaður: Þorsteinn Pálsson fv. framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Það sem vakti hins vegar mesta athygli á fundi Alþýðu- bandalagsins var framsókn kvenna en sam- þykkt var sú regla að í stofnunum flokksins skyldi hvort kyn aldrei vera undir 40%. Þá var Vilborg Harðardóttir kosin varafor- maður flokksins. Kaupmannastríð í nóvember og desember hófst mikið kaupmannastríð í Reykjavík og nágrenni, einkum eftir að samvinnuhreyfingin opnaði mikinn stórmarkað inn við Sund. Þá varð opnunartími verslana mjög til umræðu eins og oft áður og varð úr að hann var rýmkað- ur verulega. Skaftamálið En það voru fleiri en kaupmenn sem voru í stríði. Svokallað Skaftamál var mjög í fjöl- miðlum í byrjun desember. Skafti þessi sem er blaðamaður á Tímanum lenti í barsmíð- um í Þjóðleikhúskjallaranum og kærði lög- regluna. í tilefni af þeirri eftirtekt sem mál- ið vakti fóru margir að koma með svipaðar sögur af viðskiptum sínum við lögregluna en hún bar hönd fyrir höfuð sér og taldi allt mjög orðum aukið. Málið er enn í rann- sókn. Þjóðarathygli vakti í lok september þegar forsætisráðherra keypti sér nýjan Blazer- jeppa og voru aðflutningsgjöld öll felld nið- ur en þau námu um 700 þúsund krónum eða fimm árslaunum verkamanns. Skömmu áður hafði Steingrímur sagt í kappræðum við Ásmund Stefánsson forseta ASÍ að þjóðin yrði að leggja hart að sér. Fœ ég ekki heimilisföngin ? Hinn 10. október, er alþingi kom saman, var Steingrími Hermannssyni forsætisráð- herra afhentar undirskriftir nærri 35 þús- und launamanna þar sem skorað var á þing- menn að samningsrétti yrði komið á á nýjan leik en hann hafði verið afnuminn með bráðabirgðalögum eftir að nýja stjórnin tók við. „Fæ ég ekki heimilisföngin?“, sagði forsætisráðherra er hann tók við listunum. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hafði hins Vegar áður sagt um undirskrifta- söfnunina að hún væri undirróður komm- únista í verkalýðshreyfingunni. Gulgræna kjötið Ríkisstjórnin ákvað að greiða niður gam- alt kindakjöt til að lækka framfærsluvísitöl- una en í október komst beilbrigðiseftirlitið í málið og stöðvaði sölu á hluta þess sem reyndist vera gulgrænt og skemmt. Gullskipið Fátt vakti meiri athygli en er leitarmenn austur á Skeiðarársandi töldu sig hafa fund- ið svokallað gullskip eða hollenskt indíafar Samtök kvenna á vinnumarkaði í byrjun desember komu saman um 200 konur víðs vegar að af landinu til að stofna Samtök kvenna á vinnumarkaðinum og er markmið þeirra að reyna að rétta hlut kvenna þar. Kreditkortaœðið Kreditkort runnu út eins og heitar lumm- ur í jólamánuðinum og munu þau vafalaust hafa bjargað jólahaldinu hjá margri fjöl- skyldunni sem nú er á heljarþröm. Hitt setja menn á frest að hugsa um skuldadag- ana. Hver dagur sína þjáningu. Sjúklingaskatturinn Við umræður á alþingi uin fjárlög var það upplýst að fyrirhugað var að setja á svokall- aðan sjúklingaskatt sem felur í sér að sjúk- lingar verði sjálfir að borga hluta af uppi- haldi sínu á sjúkrahúsum. Er þetta í stíl við annað sem ríkisstjórnin hefst að á þessum viðsjárverðu tímum. Sprengihætta í árslok Og þá er komið að lokum þessa mikla lægða- og sprengjuárs. Seint í desember var það upplýst að Áburðarverksmiðjan gæti sprengt alla Reykvíkinga í loft upp ef am- moníaktankur þar springur. „Þetta er stöð- ug ógnun", sagði slökkviliðsstjóri. Við skulum vona að það verði ekki á gamlaárs- kvöld þegar árið verður sprengt í loft upp. - GFr Afrek borgarstjórnaríhaldsins þóttu ekki mjög glæsileg á árinu. Grafarvogsævintýrið reyndist illa og var lítil eftirspurn eftir lóð- um þar. Leiddi þetta til aukinnar skulda- söfnunar borgarinnar. Davíð talaði um „birgðasöfnun lóða“. Þá voru kynntar hug- myndir um nýtt skipulag við Skúlagötu sem vakti mikla mótmælaöldu m.a. meðal arki- tekta. Vöggur feginn Eftir harða baráttu við svissneska auðhringinn Alusuisse í mörg ár, bæði til að fá hækkað raforkuverð og leiðréttingu vegna margs konar svika var ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar fljót að ganga til samkomulags. Var það í byrjun sept- ember og var dr. Jóhannes Nordal formað- ur samninganefndar íslendinga. Var samið um lítilfjörlega hækkun á raforku og var verðið þá helmingi lægra en framleiðslu- Geirutanríkisráðherra,semféllútafþingiogsagðiafsérformannsstöðu, ogAlbertsem kostnaður raforku hjá Landsvirkjun. stalsenunni.-Ljósm.: Atli. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra lét hins vegar hafa eftir sér: „Það er ótrúlegt afrek að ná þessum áfanga". Litlu verður Vöggur feginn. Óheppilegt slys í september fóru fram viðræður við Jap- ani um sölu á Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Meðan þær fóru fram lét Steingrímur forsætisráðherra hafa það eftir sér að ekki væri útilokað að rekstur verk- smiðjunnar yrði stöðvaður þar sem útséð væri að hundruð miljón króna tap yrði á rekstrinum næstu árin. „Þetta er óheppilegt s!ys“, sagði Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar um ummæli ráð- herrans, sem varð eins og sprengja inn á samningafundina. Steingrímur herðir sultarólina „Tryggjum samningsrétt - treystum lýðræði“. Tveir verkalýðsleiðtogar, þau Benedikt Davíðsson og Bjarnf ríður Leósdóttir er undirskriftir 35 þúsund launamanna voru afhentar. -Ljósm.: eik. Steingrímur forsætisráðherra og Blazerinn: Þjóðin verður að ieggja hart að sér. - Ljósm.:eik frá 17. öld. Var grafið af kappi og lands- menn fylgdust með af athygli. Þegar komið var niður á skipið reyndist það hins vegar vera gamall togari frá Þýskalandi. Engan bilbug var að finna á gullgröfurum og ætla þeir að halda áfram enda búnir að leita áratugum saman. Pennastrik Alberts Albert fjármálaráðherra var stöðugt í sviðsljósinu og á fundi í Vestmannaeyjum reifaði hann þá hugmynd að leysa vanda útgerðarinnar með því að strika út allar skuldir útgerðarinnar í eitt skipti fyrir öll með einu pennastriki. Vakti þetta tölu- verða eftirtekt. Hnefahögg á Akranesi Mjög erfitt atvinnuástand varð er líða tók á árið og stöðvuðust mikilvæg atvinnutæki m.a. á Patreksfirði, í Keflavík og á Ólafs-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.