Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA• —* ÞJÓÐVllíJINN1 'Fimmtudagiir 29.» desember 1985 '
WOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Biaðaprent hf.
ritstjórnargrein__________________
Kjaraskerðingorár
Á.rið sem nú er á enda hefur verið launafólki einstak-
lega þungbært. íhaldsöflin hafa knúið fram mestu
kjaraskerðingu sem þekkst hefur á lýðveldistímanum.
Rétturinn til samninga var afnuminn með gerræðis-
lögum. Frelsi launafólks var hneppt í fjötra.
Þúsundir heimila í landinu búa nú við skort. Launin
duga ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Frásagnir
um vaxandi eymd berast á hverjum degi. Hjálparstofn-
anir fá í auknum mæli beiðnir um aðstoð frá innlendum
heimilum.
Island hefur verið dregið niður í dýki sívaxandi
eymdar. Leiftursóknarhöggið féll svo þungt að þorri
landsmanna mun ekki bíða þess bætur í áraraðir. í sögu
íslands verður ársins 1983 minnst sem hinna miklu
þáttaskila í kjörum almennings. Árs kjaraskerðingar
og afnáms lýðréttinda.
A tvinnuleysisár
Stjórnarstefnan fól í sér vítahring sívaxandi kjara-
skerðingar og rótfestingar atvinnuleysis sem erfitt getur
verið að útrýma um langa framtíð. Hagspeki eymdar-
innar, sem boðar að atvinnuleysi þúsundanna sé for-
senda blómstrandi fyrirtækjagróða, náði hér tökum á
stjórn efnahagslífsins. Kenningar Verslunarráðsins
öðluðust húsbóndarétt í stjórnarráði íslands.
Afleiðingarnar komu svo skýrt í ljós á síðustu vikum
ársins. í hverju byggðarlaginu á fætur öðru gerðist skrá-
in yfir hina atvinnulausu lengri og lengri. Um jólin
höfðu þúsundir heimila orðið fórnarlömb atvinnu-
leysisins. Allt í kringum landið var atvinnuleysisskráin
birt í hundruðum þegar stærri bæjarfélög áttu í hlut og
mörgum tugum þegar komið var að þorpum og
kauptúnum.
Við áramótin sigla íslendingar hraðbyri í hóp þeirra
þjóða sem eru sárþjáðar vegna sívaxandi atvinnuleysis.
I sögu íslands verður ársins 1983 minnst sem
innreiðarárs atvinnuleysisins. Tímamóta sem fólu í sér
endalok þeirrar atvinnutryggingar sem landsmenn hafa
búið við í áratugi.
Hermangsár
í kjölfar stjórnarskipta hófst þó blómaskeið á einu
sviði þar sem í hálfan áratug höfðu ríkt þrengingar og
harðindi. Vildarvinir Bandaríkjanna voru teknir við
stjórnartaumum og neitunarvald Alþýðubandalagsins
úr sögunni - um sinn. Þess vegna gerðust hermangsöfl-
in frek til fjörsins. Nú skyldi neytt meðan á nefinu
stæði.
Umsvifalaust var hafist handa við framkvæmdir í
Helguvík. Samningar voru undirritaðir um monthöll í
gervi flugstöðvar. Boðuð var þreföldun á sprengiheld-
um flugskýlum. Tilkynntar áætlanir um nýjar radar-
stöðvar í öðrum landshlutum.
Ársins 1983 verður minnst fyrir þá sök að hermangs-
öflin risu úr öskustónni og boðuðu blómatíma vaxandi
vígbúnaðargróða í öllum landshlutum. ísland allt varð'
leikvöllur bræðralagsins sem Pentagon og Aðalverk-
takar hafa myndað við fótskör peningaguðsins.
Gott ár - Gróðaár
Og að vanda færa áramótin uppgjörið inn á borð
forstjóranna. Stórfyrirtækin og markaðsskarinn lítur
yfir farinn veg. Ríkisstjórn Verslunarráðsins hefur
vissulega séð um sína.
Með klingjandi kampavínsglösum fagnar forstjóra-
herinn merkum tímamótum. Árið 1983 hefur í þeirra
sögu reynst einstakur tími. Gott ár. Gróðaár. í höll
verslunarinnar ríkir í kvöld glaumur og gleði. í húsum
launafólks er safnað liði til nýrrar baráttu. ór
Georg Orwell er meðal enskra
sósíalista í miklum hávegum enda
fáir jafn dæmigerðir og hann fyrir
hinn sérstæða enska sósíalisma
sem aldrei hefur byggst mikið á
marxískum hefðum en því meir á
réttlætiskennd fólksins í landinu.
Sjálfur lét Orwell sér ekki nægja
orðin tóm, hann fór og barðist
með herjum lýðveldissinna gegn
fasistum Frankós í borgarastyrj-
öldinni á Spáni, særðist þar illa,
og frá Spáni skrifaði hann heim til
Englands: „Ég hef séð dásamlega
hluti og er nú loksins sannfærður
um ágæti sósíalismans..." .
Frá því hvikaði hann aldrei,
síðar átti hann eftir að skrifa heila
bók um væntanlega enska bylt-
ingu og frá 1948, þegar hann hel-
sjúkur af berklum var í miðjum
klíðum með síðustu og ef til vill
frægustu bók sína, 1984, er til
grein eftir Orwell þar sem hann
ítrekar hollustu sína við sósíal-
ismann. En á Spáni kynntist hann
einnig meðölum hms sovéska
kommúnisma og hafði á honum
Orwell: „í meir en tíu ár hef ég verið sannfærður um að eyðilegging
goðsögunnar um Sovétríkin er forsendan fyrir endurvakningu hinnar
sósíalísku hreyfingar“.
Sósíalismi Orwells
og 1984
óbeit alla tíð síðan. Þetta tvennt,
trúin á sósíalismann sem frelsis-
gjafa undirokaðrar alþýðu og
hinsvegar andstyggðin á því helsi
sem alræðið leggur á mannskepn-
una, og Orwell gerði þá ekki
greinarmun á kommúnisma Sta-
líns eða fasisma Hitlers og Múss-
ólínis, flettaðist í verkum hans
upp frá því.
Þrátt fyrir sósíalisma Orwells í
lifanda lífi er það nú orðin mikil
tíska hjá síðari daga hægri
mönnum að taka Orwell eignar-
námi, ljúga því upp á hann
dauðan að fyrir brotthvarf sitt úr
þessum heimi hafi hann gefið sós-
íalismann upp á bátinn og iðrast.
Þessa hefur líka gætt á íslandi.
Fyrir tæpum áratug vildu þannig
hægri sinnaðir stúdentar í Há-
skólanum brúka Orwell til að af-
hjúpa villur íslenskra vinstri
manna í dagskrá 1. des.-hátíðar
og var helst að skilja þeir teldu
Orwell amerískan stuðnings-
mann McCarthys.
um, þá er það óvéfengjanleg
staðreynd að í allri Vestur-
Evrópu eru nú uppi öflugar
hreyfingar vinstri sinna, sem hafa
ekki nokkur hugmyndafræðileg
tengsl við Sovétríkin. Sósíalismi
þessa fólks er einmitt dæmigerð-
ur fyrir sósíalisma Orwells: það
harmar og fordæmir þá stefnu
sem öreigabyltingin hefur tekið í
Austur-Evrópu, en stefnir samt
markvisst að því að koma
friðsamlega á fót virkum, lýðræð-
issinnuðum sósíalisma sem Ieiðir
ekki til varanlegs einræðis einnar
stéttar. Og ég hygg obbinn af
Össur Skarp-
héðinsson
skrifar
þeim lslendingum sem í dag kalla
sig sósíalista fylli þennan hóp.
Meðferðin á Orwell er dæmi-
gerð fyrir þá einstrengingslegu
tvískiptingu sem margt hægri
sinnað fólk beitir á veröldina í
kringum sig. Það fellst ekki á að
hægt sé að vera sósíalisti án þess
að dansa eftir hinni sovésku for-
skrift, allir vinstri menn séu
Rússadindlar, og enn þann dag í
dag ásaka Staksteinar Morgun-
blaðsins íslenska sósíalista í AI-
þýðubandalaginu með reglulegu
millibili um samsekt að glæpa-
verkum Stalíns.
Hvaða skoðun sem fólk að
öðru leyti hefur á Sovétríkjun-
Einmitt sökum hinnar svart/
hvítu heimsmyndar hægri sinna
eiga þeir erfitt með að skilja að sá
Orwell sem skrifar hárbeittar sat-
írur um afdrif bolsévískrar bylt-
ingar er líka sá Orwell sem berst
með anarkistum og trotskistum á
Spáni og lýsir yfir stuðningi við
sósíalisma Verkamannaflokksins
skömmu fyrir dauða sinn. Þetta
er ekki pólitískur geðklofi, held-
ur rökréttur þankagangur sem í
dag er ofarlega í farteski sér-
hverrar þeirrar vinstri hreyfingai
sem ætlar sér meir en áhorfenda-
hlutverk í hræringum samtímans.
Honum er best lýst með orðum
George Orwell
Orwells sjálfs, skrifuðum eftir að
Animal Farm kom út: „... í meir
en tíu ár hef ég verið sannfærður
um að eyðilegging goðsögunnar
um Sovétríkin er forsenda fyrir
endurvakningu hinnar sósíalísku
hreyfingar“.
Bók Orwells, 1984, gerist í al-
ræðisþjóðfélagi framtíðarinnar
og spratt upphaflega af þeirri
sannfæringu Orwells að þegar al-
ræðisskipulag er einu sinni komið
á, viðheldur það sjálfu sér enda-
laust og verður ekki Erundið
innanfrá. Á því herrans ári 1984
er sjálfsagt að draga bókina á ný
fram í dagsljósið og sérhverjum
vinstri sinna er hún holl lesning.
Eins víst er að bókvitsmenn Sjálf-
stæðisflokksins munu aftur
freista þess að telja fólki trú um
að 1984 sé afneitun Georgs Orw-
ell á sósíalismanum. Því svarar
Orwell best sjálfur í yfirlýsingu
sem hann gaf út eftir útgáfu bók-
arinnar í Bandaríkjunum:
„Hin nýlega skáldsaga mín er
EKKI ætluð sem árás á sósíalism-
ann eða breska Verkamanna-
flokkinn (sem ég styð) heldur til
að sýna fram á þær afbakanir sem
kunna að leiða af miðstýrðu hag-
kerfi og hafa að nokkru leyti gerst
undir kommúnisma og fasisma".