Þjóðviljinn - 31.12.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984
leikhús • kvikmyndahús
*f'ÞJÓÐLEIKHÚSIfi
Tyrkja-Gudda
5. sýn. fimmtudag kl. 20.
6. sýn. föstudag kl. 20.
Litla sviðið
Lokaæfing
miðvikudag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala lokuð gamlársdag og ný-
ársdag.
Verður opnuð kl. 13.15 2. janúar.
Gleðilegt ár!
LHIKFKIAC; '
RHYKIAVÍKLJK
<»j<B
Hart í bak
fimmtudag kl. 20.30,
laugardag kl. 20.30.
Guð gaf mér eyra
föstudag kl. 20.30,
sunnudag kl. 20.30.
Miðasalan í Iðnó er lokuð gamlárs-
dag og nýársdag.
Miðasalan er opin mánudaginn 2.
jan. kl. 14- 19, sími 16620.
Gleðilegt ár!
Islenska óperan
Rakarinn
í Sevilla
Frumsýning föstudag 6. janúar kl.
20.
2. sýn. sunnudaginn 8. jan kl. 20.
Miðasala opin frá kl. 15-19,
nema sýningardaga til kl. 20, sími
11475.
Gleðilegt ár!
flllSTURBtJARRifl
l—'blmi 11384
Jólamynd 1983
Nýjasta „Superman-myndin":
Superman III
Myndin sem allir hafa beðið eftir.
Ennþá meira spennandi og
skemmtilegri en Superman I og II.
Myndin er i litum, Panavision og
Dolby Stereo.
Aðalhlutverk: Christopher Reeve
og tekjuhæsti grínleikari Bandaríkj-
anna í dag: Rlchard Pryor.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 5,7.15og 9.30, nýársdag.
Errgin sýning gamlársdag.
Gleðilegt ár!
og Mtganiww ♦> DH 1
— yr
SIMI: 1 89 38
Salur A
Engin sýning í dag, gamlársdag.
Sýningar á nýársdag.
Bláa Þruman.
fBlue Thunder)
Islenskur texti.
Æsispennandi ný bandarisk stór-
mynd í litum. Þessi mynd var ein sú
vinsælasta sem frumsýnd var sl.
sumar I Bandaríkjunum og Evrópu.
Leikstjóri: John Badham. Aöal-
hlutverk: Roy Scheider, Warren
Oats, Malcholm McDowell,
Candy Clark.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10.
Salur B
Pixote.
Islenskur texti.
Afar spennandi ný brasilísk -
frönsk verðlaunakvikmynd í litum
um unglinga á glapstigum. Myndin
hefur allsstaðar lengið frábæra
dóma og verið sýnd við metað-
sókn. Aðaihlutverk. Fernado
Ramos da Silva, Marilia Pera.
kl. 7.05,9.10 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
Annie
Heimfræg ný amerísk stórmynd
um munaðarlausu stúlkuna Annie
sem hefur farið sigurför um allan
heim. Annie sigrar hjörtu allra.
Sýnd kl. 4.50
Gleðilegt ár!
SIMI: 2 2f 40
Jólamynd Háskólabíós.
Skilaboð
til
Söndru
Ný íslensk kvikmynd, gerð eftir
samnefndri skáldsögu Jökuls Jak-
obssonar um gaman og alvöru í lífi
Jónasar, - rithöfundar á tíma-
mótum.
Aðalhlutverk: Bessi Bjarnason.
I öðrum hlutverkum m.a.: Ásdis
Thoroddsen, Bryndís Schram,
Benedikt Arnason, Þorlákur
Kristinsson, Bubbi Morthens,
Rósa Ingóffsdöttir, Jón Laxdal,
Andrés Slgurvinsson.
Leikstjóri: Kristln Pálsdóttir.
Framleiðandi: Kvlkmyndatélagið
Umbi.
Sýnd kl. 5, 7 og 9 á nýársdag.
Engin sýning, gamlársdag.
Gleðilegt ár!
SI'MI: 1 15 44
Stjörnustrfd III
Fyrst kom „Stjömustríð l“ og sló
öll fyrri aðsóknarmet. Tveim árum
slðar kom „Stjömustrlð ll“, og
sögðu þá allflestir gagnrýnendur
að hún væri bæði betri og
skemmtilegri. En nú eru allir sam-
mála um að sú sfðasta og nýjasta
„Stjömustríð lll“slær hinum báð-
um við hvað snertir tækni og
spennu, með öðrum orðum sú
besta. „Ofboðslegur hasarfrá upp-
hafi til enda". Myndin er tekin og
sýnd 14 rása Dolby Sterio.
Aðalhlutverk: Mark Hammel,
Carríe Flsher, og Harrison Ford,
ásamt fjöldanum öllum af gömlum
vinum úr fyrri myndum, einnig
nokkmm nýjum furðufuglum.
Engin sýning I kvöld, gamlársdag.
Sýnd á nýársdag kl. 3, 5.45, 8.30
og 11.15.
Gleðilegt ár!
Áskríftarsími
Þjódviijans er
81333
Erekkitilvalið
að gerast áskrifandi ?
ÍONBOGHt
n 19 ooo
Engin sýning á gamlársdag.
Ég lifi
Æsispennandi og stórbrotin kvik-
mynd, byggð á samnefndri ævi-
sögu Martins Gray, sem kom út á
íslensku og seldist upp hvað ettir
annað. Aðalhlutverk: Michael
York og Brigitte Fossey.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 3, 6 og 9.
Hækkað verð.
Borgarljós
(City Lights)
Snilldarverk meistarans Charlie
Chaplin. Frábær gamanmynd fyrir
fólk á öllum aldri.
Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 11.05.
Mephisto
Áhrifamikil og einstaklega vel gerð
kvikmynd byggð á sögu Klaus
Mann um leikarann Gustav
Grúndgens sem gekk á mála hjá
nasistum. Óskarsverðlaun sem
besta erlenda myndin 1982.
Leikstjóri: Istvan Szabó
Aðalhlutverk: Klaus Maria Brand-
auer (Jóhann Kristófer i sjónvarps-
þáttunum).
Sýndkl. 9.15.
Bönnuðinnan 12 ára
Hækkað verð.
Flashdance
Ný og mjög skemmtileg litmynd.
Mynd sem allir vilja sjá aftur og
aftur...
Aðalhlutverk: Jennyfer Beals,
Michael Nouri.
Sýnd kl. 3.10, 5.10,u 9.10 og
11.10.
Hnetubrjótur
Bráðfyndin ný bresk mynd með
hinnl þokkafullu Joan Collins
ásamt Carol White og Paul
Nicholas.
Sýnd kl. 7.10
Svikamyllan
Afar spennandi ný kvikmynd eftir
Sam Peckinpah (Járnkrossinn,
Convoy, Straw Dogs o.fl.). Aðal-
hlutverk: Rutger Hauer, Burt
Lancaster og John Hurt.
Bönnuð bömum innan 14 ára.
Sýndkl. 3.15, 5.15 og 7.15.
Þrá
Veroniku Voss
Sýnd kl. 7.05 og 9.05.
Gleðilegt ár!
Simsvar i
32075
LAUGARÁS
B I O
Jólamynd 1983
Psycho II
Ný æsispennandi bandarísk mynd
sem er framhald hinnar geysivin-
sælu myndar meistara Hitchcock.
Nú 22 árum síðar er Norman Bates
laus af geðveikrahælinu. Heldur
hann áfram þar sem frá var horfið?
Myndin er tekin upp og sýnd í Dol-
by Stereo.
Aðalhlutverk: Antony Perkins,
Vera Miles og Meg Tilly.
Leikstjóri: Richard Franklin.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30 á nýárs-
dag.
Engin sýning, gamlársdag.
Gleðllegt ár!
TÓNABtÓ
Jólamyndin
1983
Octopussy
Allra tlma toppur James Bond!
Leikstjóri: John Glenn.
Aðalhlutverk: Roger Moore,
Maud Adams.
Myndin er tekin upp í Dolby sýnd í
4ra rása Starescope Stereo.
Engin sýning gamlársdag.
Sýnd nýársdag kl. 5, 7.30 og 10.
Gleðilegt ár!
- BELTIÐ
SPENNT
UMFEROAR
Sími 78900
Gleðilegt ár!
Engin sýning, gamlársdag.
Salur 1
JÓLAMYNDiN 1983
NÝJASTA JAMES BOND-MYNDIN
Segöu aldrei
aftur aldrei
5Ean tpnmm
JAMESBONDO0?
Hinn raunverulegi James Bond er
mættur aftur til leiks i hinni splunku-
nýju mynd Never say never again.
Spenna og grin í hámarki. Spectra
með erkióvininn Blofeld verður að
stöðva, og hver getur það nema
James Bond? Engin Bond-mynd
hefur slegið eins rækilega í gegn
við opnun i Bandarikjunum eins og
Never say never again. Aðalhlutv.:
Sean Connery, Klaus Maria
Brandauer, Barbara Carrera,
Max von Sydow, Kim Basinger,
Edward Fox sem „M“. Byggð á
sögu: Kevin McClory, lan
Flemming. Framleiðandi: Jack
Schwartzman. . Leikstjóri: Irvin
Kershner
Myndin er tekin i Dolby stereo.
Sýnd kl. 5.30 og 9.
Hækkað verð.
Salur 2
Skógarl íf (Jungle Book)
óg
Jólasyrpa
Mikka mús
Einhver sú alfrægasta grínmynd
semgerð hefur verið. Jungle Book
hefur allstaðar slegið aðsóknar-
met, enda mynd fýrir alla aldurs-
þópa. Saga eftir Rudyard Kipling
um hið óvenjulega líf Mowglis.
Aðalhlutverk. King Louie, Mow-
gli, Baloo, Bagheera, Shere-
Khan, CoPHathi, Kaa.
Sýnd kl. 5 og 7.
Sá sigrar
sem þorir
(Who dares, winn)
Frábær og jafnframt hörkuspenn-
andi stórmynd.
Aðalhlutverk: Lewis Collins og
Judy Davls.
Sýnd kl. 9.
Salur 3
La Traviata
Heimsfræg og splunkuný stór-
mynd um hina frægu óperu Verdis
La Traviata. Myndin hefur farið
siguríör hvar sem hún hefur verið
sýnd.
Aðalhlutverk: Placido Domingo,
Teresa Stratas, Cornell Macnell,
Allan Monk.
Leikstjóri: Franco Zeffirelli.
Myndin er jekin í Dolby stereo
Sýnd kl. 7.
Seven
Sjö glæpahringir ákveða að sam-
einast I eina heild, og eru með að-
alstöðvar sínar á Hawaii. Leyni-
þjónustag kemst á spor þeirra og
ákveður að reyna að útrýma þeim,
á sjö mismunandi máta og nota til
þess þyri ur, mótorhjól, bíla og báta.
Sýnd kl. 5 og 9.05.
Dvergarnir
Hin frábæra Walt Disney mynd.
Sýnd kl. 3.
>•______Salur 4~
Zorro og
hýra sver&id
Aðalhlutverk: George Hamllton,
Brenda Vaccaro, Ron Leibman,
Lauren Hutton. Leikstjóri: Peter
Medak.
Sýnd kl. 3 og 5.
Herra mamma
Sþlunkuný og jafnframt frábær
grinmynd sem er ein aðsóknar-
mesfa myndin í Bandaríkjunum
þetta árið. Mr Mom er talin vera
grinmynd ársins 1983. Jack missi:
vinnuna og verður að taka að sér
heimilisstörfin, sem er ekki beint
við hæfi, en á skoplegan hátt krafl-
ar hann sig fram úr því.
Aðalhlutverk: Michael Keaton,
Teri Garr, Martin Mull, Ann Jil-
lian.
Leikst;óri: Stan Dragoti.
, Sýnd kl. 7 og 9.
Aféláttarsýningar
Miðaverð á 5- og 7-sýningar mánu-
daga til föstudaga kr. 50.-
bridge________
Annáll 1983
Annáll 1983
Að venju verða raktir helstu við-
burðir í íslenskum bridge, í lok árs-
ins. Árið 1983 var fremur við-
burðaríkt. Send voru landslið til
keppni ytra, á EM 1983 fóru: Jón
Baldursson, Sævar Þorbjörnsson,
Jón Ásbjörnsson, Símon Símonar-
son, Þórarinn Sigþórsson og Guð-
mundur Páll Arnarson.
Liðið náði 16. sæti af 24 þjóðum,
sem er nokkuð frá því sem menn
gerðu sér vonir um.
Einnig var sent landslið á NM í
flokki yngri spilara. Það skipuðu:
Sigríður Sóley Kristjánsdóttir,
Bragi Hauksson, Hróðmar Sigur-
björnsson, Karl Logason, Aðal-
steinn Jörgensen og Stefán Páls-
son.
Árangur liðsins var undir meðal-
lagi.
íslandsmeistarar 1983 urðu þess-
ir: í sveitakeppni sigraði sveit Þór-
arins Sigþórssonar. Með honum
voru: Guðmundur Páll Arnarson,
Guðmundur Sv. Hermannsson,
Björn Eysteinsson, Guðmundur
Sveinsson og Porgeir P. Eyjólfson.
Náði sveitin metskori í þeirri
keppni.
Islandsmeistarar í tvímenning
1983 urðu Jón Baldursson og Sæ-
var Þorbjörnsson, eftir harða
keppni við þá Guðmund Pál og
Þórarin. Jón Baldursson vann það
einstæða afrek 1983, að sigra í þess-
ari keppni 3. árið í röð, 1982 og
1981 á móti Val Sigurðssyni. Stór-
glæsilegt hjá ekki eldri spilara en
Jón er, aðeins 29 ára.
íslandsmeistarar í kvennaflokki
1983 urðu þær Júlíana Isebarn og
Margrét Margeirsdóttir.
íslandsmeistarar í blönduðum
flokki (parakeppni) urðu þau Ingi-
björg Halldórsdóttir og Sigvaldi
Þorsteinsson.
íslandsmeistarar í sveitakeppni -
yngri flokki varð sveit Braga
Haukssonar, en með honum voru:
Sigríður Sóley, Hróðmar Sigur-
björnsson og Karl Logason.
Reykjavíkurmeistarar í sveita-
keppni 1983 varð sveit Sævars Þor-
björnssonar, en með honum voru:
Jón Baldursson, Sigurður Sverris-
son, Valur Sigurðsson og Hörður
Blöndal.
Reykjavíkurmeistarar í tví-
menning, 1983, annað árið í röð,
urðu Þórarinn Sigþórsson og Guð-
mundur Páll Arnarsson.
Bikarmeistarar sveita 1983 varð
sveit Sævars Þorbjörnssonar, með
sömu liðskipan og í Reykjavíkur-
mótinu.
Bestum árangri landans í Stór-
móti 1983 náðu: í sveitakeppninni
varð sveit Ólafs Lárussonar í 2. sæti
eftir úrslitaleik við enskt úrvalslið.
í tvímenningnum enduðu Þórarinn
og Guðmundur Páll í 3. sæti, eftir
að hafa leitt mest allt mótið og náð
yfirburðastöðu í því. Sorglegur
endir fyrir gott par.
Maðurinn ársins 1983 hefur ver-
ið valinn Guðmundur Páll Arnar-
son. Er óhætt að segja, að hann er
vel að þeirri útnefningu kominn.
Hann og félagi hans Þórarinn Sig-
þórsson eru tvímælalaust okkar
besta bridge par í dag.
Þarmeð lýkur annál 1983. Þátt-
urinn óskar bridgefólki árs og
friðar, með þökk fyrir samstarfið á
liðnu ári. Megi 1984 verða gott ár
fyrir okkur öll.
Helsta skipan
sveita keppnis-
árið 1983-1984
Að venju verður rifjað upp hér í
þættinum skipan þeirra sveita, sem
að mati þáttarins eru líklegar til að
blanda sér í baráttuna í mótum
1984.
1. Úrval: Ásmundur P., Karl Sig.,
Guðlaugur Jóh., Örn Arnþ., og
Hjalti El.
2. Samv.ferðir: Jón Bald., Hörður
Bl., Sigurður Sv., og Valur Sig.
3. Jón Hj., Hörður Arnþ., Jón Ásbj.,
Símon Sím., Þórir Sig., Jakob
Árm.
4. Guðbr. Sigurb., Ásgeir Ásbj.,
Björn Halld., Björgv. Vígl., Jón
Þorv., og Ómar Jónsson.
5. Ólafur Lár., Hcrmann Lár., Hrólf-
ur Hj., Jónas Erl., Hannes Jóns-
son., og Páll Vald.
6. Runólfur Pálss., Aðalsteinn Jörg.,
Guðm. Pét., Sigtr. Sig., og Stefán
G.
7. Þórður Sig., Vilhj. Pálss., Sigfús
Þórð., Kristm., Guðm., Kristj.
Gunn., og Gunnar Þórð.
8. Þórarinn og co/.
9. Ágúst Helga., Gísli Hafliða., Sig-
urður Sigurj., og Júlíus Snorra.
10. Gestur Jónss., Sverrir Krist., Jón
P. Sigurj., Sigfús Árna., Ragnar
Magn., og Svavar Björnss.
11. Stefán Pálss., Rúnar Magn.,
Kristj. Blöndal, Georg Sv., Val-
garð Bl., og Þór Sigursteinss.
12. Bragi Haukss., Sigríður S. Kristj.,
Hróðmar S., Karl Loga., Þorf.
Karls., og Gunnl. Kristj.
13. Gylfi Bald., Sigurður B. Þorst.,
Oddur Hj., Jón Hilm., Sveinn
Helga.
14. Sigurður Vilhj., Sturla Geirss.,
Vilhj. Vilhj., Vilhj. Sig.
Eflaust eru fleiri sveitir í sigtinu,
en að mati þáttarins eru þetta þær
sveitir sem koma til með að berjast
um sæti á landsmótinu.
Reykjavíkur-
mótið
í sveitakeppni
Minnt er á Reykjavíkurmótið í
sveitakeppni 1984, sem hefst mið-
vikudaginn 4. janúar nk. Fyrirliðar
verða að láta skrá sveitir sínar í
tíma. Hægt er að hringja í Guð-
mund Pál í s. 33989.
Á fimmtudag fyrir jól voru að-
eins 6 sveitir skráðar til leiks, sem
er afspyrnulélegt. Reykjavíkur-
mótið er jafnframt undankeppni
fyrir íslandsmót og þar á Reykja-
vík óvenju góðan „kvóta“, þannig
að til mikils er að vinna fyrir
bridgefólk í Reykjavík.
Eða hvað á maður að segja um
þróun mála, þegar þetta 10-12
sveitir eða 35-40 pör eru að keppa í
Reykjavíkurmóti, að þá eru 20-22
sveitir og 50-56 pör að keppa hjá
Breiðfirðingum? Má eiga von á því
að Vesturlandsmótið í bridge 1984
fari fram í Reykjavík?
Þátturinn skorar á þetta fólk að
láta sjá sig í Reykjavíkurmóti. Og
ekki bera við tímaleysi. Það geta
allir verið með, í 6 manna sveit.
Styrkur til háskólanáms eða
rannsóknarstarfa í Finnlandi
Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms
eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1984-85. Styrkurinn er
veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.700 finnsk mörk
á mánuði. - Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k.
Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meðmæli og vottorð um
kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. - Sérstök umsóknar-
eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
28. des. 1983
Auglýsið í Þjóðviljanum