Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984 shammtur Af skeggrœðu Ég er alveg ferlega slappur í því aö koma fyrir mig orði á viðeigandi hátt, ífínum boðum. Einlæqt er verið að bjóða mér í hádegisverði, síðdegisdrykkjur, afhjúp- anir, vígslur, kokkteilboð, opnanir, móttökur og kvöld- verði. í öllum þessum mannfagnaði þarf maður svo að vera eins og ekkert sé, afslappaður og kasjúell með eitthvað reglulega viðeigandi á reiðum höndum, því ekki má maður vera eftirbátur hinna, sem flestir, ef ekki allir, eru góðir menn, gáfaðir og útfarnir í skegg- ræðulist. Eg verð, frómt frá sagt, alveg eins og illa gerður hlutur við svona tækifæri, bara stúmm og fer með veggjum, til að mannskapurinn komist ekki að því, hvað ég hef lítið til málanna að leggja. Þegar ég svo loksins manna mig uppí að segja eitthvað við einhvern, þá tala ég nærri alltaf af mér, því bæði er ég ómannglöggur og ótrúlega löng í mér ieiðslan. Ég held næstum að ég sé búinn að afla mér óvildar þriggja heimsvelda, með sakleysislegum athuga- semdum um landsins gagn og nauðsynjar, við sendi- herra og sendifulltrúa, eiginkonur og annað skyldulið. Alveg ferlega slappur í kokkteilboðum. Maður getur til dæmis ekki spurt hvem sem er, hvort hvítlaukur sé heilnæmur. Það lærði ég í hitteðfyrra, þegar ég var boðinn í móttökur til að efla vináttutengsl við eitthvert stórveldið. Urðu víst fremur vinslit en hitt, og allt útaf lítilli athugasemd um hvítlauk. Þetta varð til þess að ég hugsaði sem svo: „Þetta helvíti gengur ekki. Ég verð að fara að koma mér upp einhverju hegðunar- og samræðumunstri til brúkunar í fínum boðurn". Og svo fór ég að gaumgæfa látæðið hjá þeim, sem ég vissi að mesta þjálfun höfðu í síðdegisdrykkjum eftir kúnstarinnar reglum. Ég athugaði fyrst líkamsstellingarnar. Herrarnir standa ýmist á öðrum fæti, venjulega hægri, en hvíla hæl vinstri fótar við öklabeinið á hægri fæti. Þessi stelling breytist þó stundum þegar líður á drykkjuna. Það sem vakti þó meiri athygli mína var staða handanna. Alnbogi hægri handar- þeirrarsem glasið er í - er látinn hvíla í lófa þeirrar vinstri. Þetta er kölluð sænska stellingin. Hún mun eiga uppruna sinn í utanríkisþjónunstunni og kemur sér dável ef menn eiga erfitt með að hemja glasið fríhendis framanaf í síðdegisdrykkjum. Látæði kvennanna virðist mun frjálslegra, sérstak- lega þegar líða tekur á drykkjurnar. Samræðurnar fara fram með þeim hætti að einhver talar nær viðstöðulaust og þá væntanlega sá orðfim- asti, en hinir svara reglubundið: „A-ha. -A-ha. A-ha. A-ha. A-ha.“ Svo var það um daginn að ég lenti í fínu boði og hugsaði með mér sem svo: „Nú hristi ég af mér slenið og verð, einsog hinir, svolítið gáfaður og intressant". Svo stakk ég hægri alnboganum ofaní vinstri lófann, tók mér stöðu á öðr- um fæti útá miðju gólfi og tyllti hæl vinstri fótar á öklabeinið á þeim hægri. Og ekki leið á löngu áður en reglulega eiguleg kona, eitthvað yngri en ég, gaf sig á tal við mig og spurði mig, hvort ég væri ekki ég. Og því var fljótsvarað, enda tiltölulega vandalítið. Eg sagði að rétt væri til getið, ég væri ég. Svo varð vandræðaleg þögn. Síðan sagði konan: „Og þú ert alltaf í þessu sama?“ „A-ha“, svaraði ég og var satt að segja dálítið ánægður með mig. „Ertu búinn að sjá mikið af myndunum á Listahátíð- inni?“ spurði hún nú. Þarna sló hún mig heldur betur útaf laginu og ég sá allan umræðugrundvöll fjúka útí veður og vind, því ég var aðeins búinn að sjá tvær myndir á Listahátíð. Önnur gekk mest útá kúk og piss, en hin útá „takírass", eins og það var kallað þegar maður var innanvið fermingu og óharðnaður bæði í andlegum, líkamlegum og listrænum skilningi. Kvik- myndir Listahátíðar gat ég ekki rætt við svona geðs- legan kvenmann. Svo ég svaraði: „A—ha“. Svo varð aftur vandræðaleg þögn. Nú hugsaði ég sem svo: „Þetta helvíti gengur ekki, nú verð ég að segja eitthvað kjarngott, eitthvað, sem getur komið sam- ræðum af stað“. Og þankarnirflugu gegnum höfuðiðá mér með hraða Ijóssins. „Eitthvað reglulega gott, eitthvað sem getur hrint samræðum af stað, eitthvað aktúelt. Aktúelt já.“ Og svo lét ég það koma: „Þetta er nú meiri snjórinn". „Já. Dag eftirdag," svaraði hún, og ég fann að þetta nýja umræðuefni var einmitt til þess fallið að bræða ísinn milli okkar. „Bara snjóar og snjóar“, sagði ég. „Ja, það má nú segja,“ svaraði hún. „Allt að verða ófært". „Maður man bara ekki eftir öðru eins,“ sagði ég og fann að ég var að komast á strik. „Bara allt að fara í kaf,“ svaraði hún. Ég hugsaði með mér: „Best að segja einn léttann". Svo ég lét hann fjúka: „Það verður geðslegt þegar fer að rigna". Að þessum létta brandara hlóum við svo góða stund; svo sagði hún: „Þetta er bara mesti snjór, sem ég man eftir“. „A-ha“, svaraði ég. Og nú voru líka fleiri komnir í hópinn, enda umræðu- efnið ótæmandi. Og þarna fann ég, að ég var orðinn gjaldgengur í kokkteilpartí, einsog hinir. Vandinn er bara sá að fitja uppá einhverju, sem er ótæmandi, standa síðan í hægri fótinn, tylla tánni á þeim vinstri niður, en láta hælinn hvíla á öklabeininu. Gæta þess svo að alnbogi hægri handar hvíli í lófa þeirrar vinstri, svo maður missi ekki stjórn á glasinu og tala um það, sem er efst á baugi. Hvað segir raunar ekki í leiðbeiningum um látæði og samræður í síðdegisdrykkjum: Þa er nú þa og þa er nú þa, þá má alltaf segja: A-ha, A-ha, A-ha. Allt er betra en þegja. skraargatid Útbrunnar eldspýtur í stokki eru nú kallaðar Framsóknarmenn. Veiting bankastjórastöðu Búnaðarbank- ans hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu og ekki er enn séð fyrir endann á því hver hljóti hana. Lá um tíma mjög í loftinu að Friðjón Þórðarson, varafor- maður bankaráðs hlyti stöðuna og fylgismenn hans í Vestur- landskjördæmi buðust til að styðja hann til embættisins. Hugðu þeir gott til glóðarinnar að fá Sturlu Böðvarsson, sveitar- stjóra í Stykkishólmi, inn á þing í staðinn en hann er varamaður Friðjóns. Þá var talið víst að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins styddi Friðjón í bankastjóra- stöðuna. Einnig er það að segja að hann hafði stundum látið að því liggja að hann vildi hætta þingmennsku. Nú brá hins vegar svo við að Friðjón harðneitaði að gefa kost á sér og fyrtust stuðn- ingsmenn hans nokkuð við og sumir af þeim áhrifamestu hafa nú sagt Friðjóni að þeir muni ekki styðja hann til þingmennsku í næstu kosningum. Ásgeir nokkur Tómasson er einn af stjórnendum í morgunþætti á rás 2 í ríkisútvarpinu. í vikunni hóf hann að kynna dagskrá bæði á rás 1 og rás 2 og þegar hann hafði lokið því tók hann til við að kynna dagskrá á rás 3 - eins og hann kallaði það. í ljós kom að hann var að kynna dagskrá Kefla- víkurútvarpsins. Brugðust menn Steingrímur: Friðjón: Neitaði Leggja viléglíkn að gefa kost á með þraut. sér. ókvæða við eins og vonlegt var og bárust margar kvartanir til út- varpsins. Dagskrá hermanna- útvarpsins hefur ekki verið kynnt í ríkisútvarpinu síðan. í umræðuþættinum í sjónvarpi sl. þriðjudag Iagði Denni forsætis- ráðherra línuna fyrir launafólk hvernig það skyldi þreyja þorr- ann og góuna. Varð þá hagyrð- ingnum -s á orði: Leggja vil ég líkn með þraut launamannsins klóri, hann skal eta grjónagraut, garmurinn, svo’ann tóri. Annars eru menn nú búnir að fá skýringu á því hvers vegna Steingrímur Hermannsson beitti sér fyrir því á síðasta ári að tollar á rúsínum og gráfíkjum voru lækkaðir. Hann var svona framsýnn að sjá fyrir því að smælingjarnir gætu keypt sér rúsínur í vatnsgrautinn. Og sjálfur „aldist“ hann auðvitað á vellingi og grjónagraut í æsku, eins og hann lýsti yfir í téðum sjónvarpsþætti. Ymsir hafa furðað sig á kvikmyndaval- inu á kvikmyndahátíð að þessu sinni, bæði vegna þess hve mynd- irnar eru misjafnar og eins vegna þess hve margar þeirra eru gaml- ar og hafa sumar þeirra jafnvel verið sýndar í kvikmyndahúsum Reykjavíkur á liðnum árum. Ein- hver var t.d. að furða sig á því hvað miðlungs afþreyingarmynd eins og danska myndin Det Par- allelle lig væri að gera á hátíðinni. Skýringin lét ekki á sér standa. Hljóðmaður myndarinnar er sá sami og tók upp hljóðið í Hrafn- inn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugs- son. Mikil ólga er nú meðal foreldra í gamla Vesturbænum vegna þess að Vesturbæjarskólinn (gamli Stýri- mannaskólinn) er að springa utan af börnunum og fer kennsla fram á 5 stöðum í bænum. Eru börnin keyrð á milli í rútum. Búið er að teikna nýjan skóla á horni Hringbrautar og Framnesvegar en hann hefur nú verið settur al- gerlega til hliðar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en þess í stað veitt fé í nýjan skóla í Grafarvogi. Foreldrafélag Vesturbæjarskóla hefur nýlega fundað um málið og hyggst nú efna til aðgerða til þess að ná eyrum Davíð Oddssonar borgarstjóra og meirihluta hans. Útbrunnar eldspýtur í eldspýtustokk ganga nú almennt undir nafninu Fram- sóknarmenn. Skýringin er sú að menn stinga gjarnan ónýtum eldspýtum í stokkinn sinn á ný og þá eru þær að flækjast fyrir þegar menn ætla að tendra eld. Loksins þegar auglýsing birtist um stöðu forstöðumanns Borgarskipulag vakti athygli að hún bar ekki merki borgarinnar, né heldur voru tilgreindar þær kröfur sem gerðar verða til umsækjenda. Umsóknum skal skila til Davíðs Oddssonar sem hyggst gera sínar eigin kröfur til næsta forstöðu- manns. Hann mun engan hug hafa á að endurráða Guðrúnu Jónsdóttur í starfið enda getur hann ekki fyrirgefið Borgar- skipulagi að hafa haft aðra skoðun ert Sjálfstæðisflokkurinn í Skúlagötumálinu og kennir Guð- rúnu um. Starfsmenn Borgar- skipulags hafa hins vegar brugð- ist ókvæða við árásum borgar- stjóra og skrifað honum bréf, þar sem lýst er stuðningi við Guð- rúnu. Bréfið hefur hins vegar ekki verið gert opinbert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.