Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 11
Helgin 11.-12. febrúar 1984 ÞJÓÐYILJINN - SÍÐA 11 Alþjóðaskákmót Búnaðarbankans: íslendingarnir sigur sælir! Glæsileg frammistaða íslensku skákmannanna á skákmóti Bún- aðarbankans verður lengi í minnum höfð. Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem íslenskir skákmenn skipa fjögur efstu sætin í jafn sterku móti og þessu. Einn íslendinganna stóð sig þó óumdeilanlega betur en hinir, að þeim ólöstuðum. Sá heitir Jóhann Hjartarson, en hann sló þrjár flugur í einu höggi. Hann öðlaðist alþjóðlegan meistaratitil, áfanga að stórmeistaratitli og sigraði mótið. Það, að Jóhann skyldi ná áfanga var Guðmundur Sigur- áfanga að stórmeistaratitli er jónsson, er hann náði síðari mikill viðburður í íslenskri áfanga sínum að stórmeistara- skáksögu, því síðasti íslending- titli árið 1975, eða fyrir tæpum urinn til þess að ná slíkum níu árum síðan. Jóhann Úrslit biðskáka úr 10. um- ferð urðu þessi: Pia Cramling - Margeir Péturs- son 0-1 Jóhann Hjartarson - Helgi Ól- afsson 1-0 Sævar Bjarnason - DeFirmian 1-0 Shamkovich - Alburt 1/2-1/2 Það var heldur lítill sóknar- hugur í mönnum í lokaumferð- inni. Alburt bauð Jóhanni jafn- tefli eftir aðeins fjórtán leiki og þáði Jóhann það að sjálfsögðu því það tryggði honum bæði sig- urinn í mótinu svo og áfanga að stórmeistaratitli. Skömmu síð- ar gerðu þeir Margeir og Knez- evic jafntefli. Shamkovich tefldi Caro- Cann vörn gegn Guðmundi Sig- urjónssyni af öryggi og hafði greinilega í hyggju að ná jafn- tefli sem hann og gerði. Úrslitin í elleftu umferð urðu sem hér segir: Helgi Ólafsson - Sævar Bjarna- son 1/2-1/2 Alburt - Jóhann Hjartarson 1/2-1/2 DeFirmian - Jón L. Árnason 0-1 Margeir Pétursson - Knezevic 1/2-1/2 Jón Kristinsson - Pia Cramling 0-1 Guðmundur Sigurjónsson Shamkovich 1/2-1/2 Lokastaðan í mótinu var þessi: 1. Jóhann Hjartarson 8 v. 2. Margeir Pétursson 7 v. 3.-4. Guðmundur Sigurjóns- son 6V2 v. 3.-4. Helgi Ólafsson 6V2 v. 5.-6. Pia Cramling 6 v. 5.-6. Shamkovich 6 v. 7. Jón L. Árnason 5y2 v. 8.-9. DeFirmian 5 v. 8.-9. Knezevic 5 v. 10. Alburt 4V2 v. 11. Sævar Bjarnason 3'/2 v. 12. Jón Kristinsson 2V2 v. H.Hjv. OðOOðO „Haltu mér, slepptu mér u Halldór B. Runólfsson skrifar um kvikmyndir Amcríkuhótclið (Hotel des Ameriques), 1981 Stjórn: André Téchiné Handrit: André Téchiné og Gilles Tau- rand Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Patrick Dewaere Sýningartími: 102 mínútur Ameríkuhótelið er jafn venjuleg frönsk kvikmynd og Örlög Júlíu getur talist óvenjuleg. Þetta táknar ekki að myndin sé léleg eða ómerkileg, heldur hitt að hér er enn einu sinni fjallað um hið eilífa vandamál karls og konu. Myndin er m.ö.o. ástarmynd þar sem vandamál kynjanna eru reifuð. Þessi vandamál verða best skýrð með máltækinu „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Svæfingakonan Helena (Cather- ine Deneuve) ekur á Gilles (Patr- ick Dewaere), en hann sleppur án áverka. Til að jafna sig eftir áfallið setjast þau inn á kaffihús járn- brautarstöðvarinnar í Biarritz, enda gerist atburðurinn um nótt og í fá hús önnur að venda. Þar sofnar Sveinungi Grautur Ekki hafa menn verið ásáttir um ágæti grauta hvorki fyrr né nú. „Góður þykir mér grautur méls/gefinn á svangan maga/sé hann gerður úr soðinu sels/þá svei honum alla daga, segir í gömlum húsgangi. - 0 - ÓIi gossari var nafntogaður láglaunamaður. Hann var eitt sinn kaupamaður á hinu forna höfuðbóli Reykholti. Óli gekk einu sinni á fund Reykholtsklerks og kvartaði undan matarvistinni, sérstaklega vegna mikillar grautargerðar þar á bæ. Klerkur taldi að grautur væri heilsufæði og boðlegur matur hverri mann- skepnu. Öli sagði að þegar maður fengi graut á morgnana, graut um hádegið og graut útá graut á kvöldin, væri það ekki boðlegur viðurgemingur, enda hefði Krist- ur ekki talið graut til matar. Klerkur kannaðist ekki við þá guðfræði og innti Óla eftir hvað- an honum kæmi sú vitneskja. „Ja, ekki notaði Kristur graut þegar hann mettaði fimm þús- undin. Hann notaði brauð og Catherine Deneuvue og Patrick Dewaere leika aðalhlutverkin í Ameríku- hótelinu ýmsu móti. Kaffihúsið á brautar- stöðinni er nokkurs konar leiðar- stef myndarinnar, staður þar sem fólk er ýmist að fara eða koma en dvelurekki. Ætlun Gilles að fara til Lundúna gufar upp í bæði skiptin. Tilraun hans til að mála vistarverur Helenar verða að skoplegri enda- leysu. Málsverðinum í skógarlund- inum við sveitasetrið lýkur með því að allt er skilið eftir óhreyft og til- raunin til að búa í húsinu endar með ósköpum. Þannig er hamingja þessara tveggja elskenda þyrnum stráð. Ást þeirra blossar á víxl en ekki samtímis. Þó er myndin skotin kímni og samræður eru fullar af skemmti- legu og skoplegu ívafi, þannig að örlög elskendanna verða ekki yfir- þyrmandi. Téchiné finnur upp á ýmsum fléttum til að létta á fram- vindu þessarar sögu. Leikurinn er einnig prýðilegur, ekki síst hjá Dewaere, en eins og kunnugt er svipti þessi efnilegi ieikari sig lífi fyrir tæpum tveimur árum. Þá er Etienne Chicot í hlutverki götutón- listarmannsins eftirminnilegur. Ameríkuhótelið er pottþétt mynd í alla staði en hana skortir þó herslumuninn til að geta kallast til- þrifamikil. Hún er miklu fremur ágæt dægradvöl en innblásið lista- verk. Það er þó engin ástæða til að vanmeta þetta framlag Téchiné til kvikmyndahátíðarinnar. HBR Helena og Gilles vakir yfir henni. Upp úr þessu hefst ástarsamband þeirra og skiptast á skin og skúrir. Atburðarásin gerist í hinni fögru1 baðstrandaborg Biarritz við sunn- anverðan Biskayaflóa. í þessu rík- mannlega umhverfi innan um spil- fisk, vegna þess að hann taldi brauð og fisk mat en ekki graut“. - 0 - Síðastliðinn þriðjudag kom formaður Framsóknarflokksins á skjáinn og virtist ekki mjög hress eða eins og segir í vísunni: Hér sit ég á sálinni hrelldur/yfir salt- lausum graut haframéls. Hann kvaðst þó vera grautarmaður enda vanist mikilli grautargerð í uppvexti. - 0 - Forfaðir varaformanns Fram- sóknarflokksins orti á hörðu ári á átjándu öld: „Morgir klaga óárs öld eg er farinn að gjalda. Grautur í dag og grautur í kvöld og grautur um aldir alda“. Sveinungi. avíti og túrista, eru þau Helena og Gilles utanveltu við allt gamanið. Hún er einmana eftir að hafa misst ástvin sem arfleitt hefur hana að stóru en niðurníddu sveitasetri. Skuggi þessarar fyrri ástar hvílir eins og mara yfir hinu nýja sam- bandi. Gilles er einnig rótlaus, býr á hóteli sem móðir hans og systir reka. Hann vinnur sem leiðsögu- maður fyrir ferðamenn og virðist starfið vera hálfgerð lausa- mennska. Þau stíga því lítt í takt við umhverfi sitt og ást þeirra einkenn- ir svipað ístöðuleysi. Téchiné fer næmum höndum um þetta efni sem tæknilega er vel af hendi leyst. Allt er hverfult og leikstjórinn undirstrikar það með Hátíðin framlengd Ákveðið hefur verið að framlengja kvikmyndahátíðina um tvo daga og sýna eftirsóttustu myndirnar á mánudag og þriðjudag auk einnar nýrrar myndar, „Eldskírn“ sem kom til landsins í gær. Myndirnar sem sýndar verða eru: Örvæntingarlíf, (John Waters, Bandaríkin 1977), Fljótandi himinn, (Slava Tsukerman, Bandaríkin 1983), Teiknarinn, (Peter Greenaway, Bretland 1982), Suðrið, (Vict- or Erice Spánn 1983), Bragðarefur, (Phillip Borsos, Kanada 1983), Bleikir Flamingófuglar, (John Waters Bandaríkin 1972), Örlög Júlíu, (Aline Issermann, Frakkland 1983), Kvennaklandur, (John Waters, Bandaríkin 1974), Eldskírn, (Lizzie Borden, Bandaríkin), Vatns- bragð, (Orlow Seunke, Holland 1982), Andlit, (John Cassavetes, Bandaríkin), EI Crack, (José Luis Garci, Spánn 1981), Bláklædd, (Gimenez-Rico, Spánn 1983), og Ameríkuhótelið, (André Techine, Frakkland). Olympla CPD 3212 Fyrirferðolítil og örugg reiknivél Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki I borðplássi að óþörfu. Olympia véi sem reikna má með þótt annað bregðist. Leitið nánari upplýsinga. KJARAIM ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.