Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 19
VT * 1 I / '» ' t í . • * . * i \ \ -i >*.'•* -12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 19 eMed li) Að búa til klukku Fáðu þér pappaspjald, svolítið þykk- an pappa. Þú getur notað grunnan mat- ardisk til að teikna hringinn eftir. Svo skiptir þú hringnum í 4 hluta með tveimur þverstrikum, þannig er auðveldara að fá jafnt bil á milli taln- anna. Best er að nota málband til að setja tölurnar niður, því þú getur sveigt það að hringnum og mælt nákvæmlega. Teiknaðu nú tölurnar fallega utan um hringinn 1 til 12 og litaðu þær. Vísana skaltu búa til úr þunnum, stífum pappa. Stóri vísirinn nær frá miðju og næstum alveg út að brún, en sá litli á að vera áberandi minni. Þeir eru síðan festir á gat í miðjunni með, ja, ég veit iekki alveg hvað það heitir, klemmu með hring eins og teiknibólu ofan á og öngum niður úr gerðum úr mjúkum málmi, sem hægt er að sveigja sitt í hvora áttina, þessar fjaðraklemmur eða hvað það nú heitir, fást í bókabúð- um. Ekki loka of fast. Vandið líka stærðina á götunum á vísunum. Of lítil göt gera erfitt um vik að hreyfa þá en séu götin of stór þá leka þeir alltaf nið- ur á hálf sex. Svona leikfangaklukku getur þú svo notað til að læra á alvöru klukku eða til að kenna öðrum. Til dæmis má stilla hana á tímann sem barnatíminn byrjar í útvarpi eða sjónvarpi. Þá getur nem- andinn fylgst sjálfur með alvöruklukk- unni og vitað hvenær á að kveikja á tækinu. Nú eða háttatími, matartími eða bara alltaf þegar óþolinmóðir eru að bíða eftir einhverju. Sagan af Sigurjóni Salbug Sagan af Sigurjóni Salbug „Urrrrr...“ sögðu hundarnir allir í kór og settu á sig Einu sinni var strákur. Hann hét Sigurjón Salbugur. grimman munn. Svo labbaði hann áfram og sá stóran Hann fór einu sinni út að labba og sá þá allt í einu hóp af köttum. Þeir horfðu steinhissa á hann. Svo var stóran hóp af hundum; veiðihundum, grimmum hund- hann svo þreyttur að hann fór heim til sín og lagði sig. um, skógarhundum, venjulegum hundum og smala-1 hundum. „Ég ætla að tala við ykkur“ sagði Sigurjón. Bjarki Magnúsarson f ram 09 Halló krakkar! Þið fréttaritarar. Nú er svo sannar- lega kominn tími til að þið látið í ykkur heyra. Bæði gamlir og nýir - og hana nú. Hvað eru krakkar að gera út um allt land? Er það satt sem sagt er að þið liggið fyrir framan sjónvarpið alla daga og nennið ekki að gera neitt skemmti- legt sjálf? Nei, andsk... það getur ekki verið, er það nokkuð? Annars fékk ég þykkt og gott bréf úr Hafnarfirðinum rétt fyrir jólin. Þær þrjár stelpur sem sendu mér það, Erna, Oddrún og Karen ætla kannski að senda einhverjar hræðilegar sögur seinna. Drífið endilega í því stelpur og takk fyrir hinar sögurnar, sem við höf- um séð í síðustu þrem blöðum. Svo er annað, sem ég hef alltaf gleymt að biðja ykkur um. Þið vitið að það er svo dýrt að prenta í lit að mynd- irnar okkar verða alltaf að vera svart- hvítar (teiknaðar með svörtu bleki eða tússi). Þið ættuð nú að taka upp þann sið að lita myndirnar, helst áður en þið byrjið að iesa. Það er miklu skemmti- legra og flottara. Bless í bili. Attí. Arnlín Óladóttir Bakka 510 - Hólmavík Mundu mig Ég man þig Þorrinn í gamla daga hétu mánuðurnir öðr-| um nöfnum en núna. Nú er til dæmis mánuður sem heitir Þorri. Hann er á þeim tíma vetrar þegar oftast er mestur snjór og kuldi. Meðan húsin voru léleg og oftast lítið fóður til fyrir skepnurnar, þá skipti miklu máli fyrir fólkið hvort Þorrinn var góður eða slæmur. í góðum árum var hægt að reka kindur á beit til að drýgja fóðrið og þá þurfti ekki eins mikinn eldivið eða mó til að hita upp húsin. Þorri var talinn konungur vetrarins. Hann var mislyndur náungi og fólk trúði því að hægt væri að halda honum góðum með því að taka vel á móti hon- um. Fyrsta þorramorgun átti húsbónd- inn á heimilinu að fara út í nærskyrtu einni fata og í annarri brókarskálminni. Hann átti að hoppa á einum fæti hring- inn í kringum bæinn, dragandi brókina á eftir sér og bjóða þorra velkominn. Síðar um daginn og um kvöldið héldu menn svo veislu, oft margar fjölskyldur saman, til þess að fagna Þorra. Þorri konungur býr ekki einn. Hann hefur um sig hirð, allskrautlega. Það eru Góa, dóttir hans sem er næsti mán- uður á eftir honum, Ægir, konungur hafsins, Logi, - eldurinn eða sólin, Kári - vindurinn, Frosti, - kuldinn og Snær, - snjórinn. Það skiptir miklu máli fyrir okkur, sem búum lengst norður í Atlantshafi Þorri konungur situr í hásæti sínu. Hann hefur hár úr grýlukertum og veldissproti hans er snjókorn stækkað milljón sinnum. Hann boðar til sín þjóna sína: Frosta, Kára og Snæ og segir þeim fyrir verkum. að allir séu í góðu skapi í höll Þorra konungs. Þó að húsin séu betri en í gamla daga og við eigum meiri og betri föt, þá þekkjum við öll hvað þeir geta bitið, blásið og klórað þeir Frosti, Káji og Snær ef þeir reiðast allir í einu. Við skulum bara vona að þeir skemmti sér vel hjá Þorra og muni ekki eftir okkur nema í góðu skapi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.