Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 5
Talsverðar umræður urðu í
Sameinuðu þingi sl. fimmtudag
um þingsályktunartillögu þeirra
Eiðs Guðnasonar, Þorvaldar
Garðars Kristjánssonar og
Páls Péturssonar um kennslu í
íslandssögu.
Eiður Guðnason hafði orð fyrir
flutningsmönnum tillögunnar.
Sagði hann miklar umræður hafa
farið fram að undanförnu um sögu-
kennslu í grunnskólum og væru
ýmsar skoðanir uppi um það mál.
Vitnaði Eiður í skoðanakönnun,
sem fram hefði farið á íslandssögu-
þekkingu ungs fólks en hún hefði
leitt í ljós furðulegt og uggvænlegt
þekkingarleysi á sögulegum stað-
reyndum, sem öllum ættu að vera
kunnar. Stórefla þyrfti og auka ís-
landssögukennslu í grunnskólum
og glæða jafnframt trú ungs fólks á
landið, sem það byggði. Væri eðli-
legt að Alþingi lýsti stefnu sinni í
þessu máli með samþykkt sérstakr-
ar ályktunar.
Guðrún Helgadóttir taldi erfitt
að taka undir sumt í texta þessarar
ályktunar. Ekki af því að hún væri
henni alfarið andstæð efnislega
heldur öllu fremur vegna orðalags
um sumt. Ekki væri víst að allir
nemendur tæku undir það, að við-
halda þyrfti núverandi menningar-
ástandi og samfélagi, þvert á móti
þyrfti að breyta því og bæta. Áður
fyrr var það saga yfirstéttarinnar,
sem kennd var í skólunum, sagði
Guðrún. f*á komumst viQ í gegnum
allt skólakerfið án þess að minnst
væri á alþýðu þessa Iands og þátt
hennar í sögu þjóðarinnar. Kven-
fólksins var yfirleitt að engu getið
fremur en það hefði hreint ekki
verið til, en án þess hefði þó trúlega
lítil saga orðið af þessari þjóð.
Held að þetta hafi þó breyst til bóta
í seinni tíð. Þetta mál þarf að ræða í
heild en ekki taka einstaka þætti út
úr. Vissulega þarf að efla trú á
landið og þjóðina en ég er ekki
sannfærð um að æskan sé því sam-
mála að vernda þurfi og viðhalda
því menningarsamfélagi, sem við
lifum í, sagði Guðrún Helgadóttir.
Eiði Guðnasyni þótti þetta slæm
ræða hjá Guðrúnu. Hún hefði
byggst á útúrsnúningum. Hverjum
dettur í hug að við viljum að þróun-
in staðni, spurði Eiður? Ég skil
ekki afstöðu þingmannsins til þess-
arar tillögu. Hún talar um kvenna-
sögu og kvennamenningu. En það
er ekkert til, sem ber það nafn sér-
staklega. Þessi sundurgreining eftir
kynjum er fráleit. Þetta er allt sam-
an mannkynssaga.
Ragnhiidur Helgadóttir mennta-
málaráðherra, lýsti fyllsta stuðn-
ingi við tillöguna. Ekki veitti af að
fræða fólk um sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar og þýðingu þess að all-
ir stæðu saman um að vernda feng-
ið frelsi. Og ekki mætti slá slöku
við að efla þjóðernistilfinninguna.
Óiafur Þórðarson spurði:
Hvernig íslandssögu vilja menn
kenna? Hvert á að vera markmið
kennslunnar? Á hún að undirstrika
hið stéttskipta þjóðfélag? Jú, rétt
er að gefa því gaum en við skulum
átta okkur á því, að í gegnum ald-
irnar hefur ríkt hér jöfnuður. Skip-
stjórinn ferst með skipshöfninni.
Ekki er ójöfnuðurinn þar. Þegar
hungursneyð gekk yfir þessa þjóð
þá svarf hún að öllum, jafnt bisk-
upum sem almúganum. Þegar óár-
an gekk hér yfir á liðnum öldum þá
var það þjóðin, sem brást, ekki
landið.
Og þegar þingheimur hafði hlýtt
á þessa sögukennslu síðasta ræðu-
manns var umfræðu frestað, enda
ekki furða þótt menn þurfi tíma til
að átta sig á þessum tíðindum.
Og mikið rétt. Þegar hallæri
gekk yfir landið þá var það þjóðin,
sem brást. Það er t.d. ekki nokkur
vafi á því, að Skaftáreldarnir hafa
stafað af einhverju bölvuðu fikti í
Skaftfellingum þarna í fjöllunum
uppi af Síðunni. Þar með brugðust
þeir. Eða þá hafísinn. Ætli Norð-
lendingar hafi ekki átt drjúgan þátt
í að lokka þann „landsins forna
fjanda“ hingað æ ofan í æ? Það væri
svo sem eftir þeim.
Helgin 11.-12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S
Miklar umrœður á Alþingi:
Konur, stéttir og þjóð í íslandsögu
Eiður: Uggvænlegt þekkingarleysi.
Guðrún: Áður var það saga yfir-
stéttarinnar.
Ólafur: Þjóðin brást, ekki landið.
Ragnhildur: Eflum þjóðernistil-
f inninguna.
GU LLVÆG
STAÐREYND
Nú kostar sumarferðin færri krónur en í fyrra
SPEMHAMDI
HWM6AR
I sumaráætlun okkar ’84 höld-
um við tryggð við alla vinsælustu
áfangastaði síðastliðins árs og
kynnum að auki fjölda spennandi
nýjunga:
• Sólarparadísin Dubrovnik í
Júgóslavíu
• Sumaróðul um alla Evrópu
• Sæluhús í Kempervennen í
Suður-Hollandi
Stóraukin þjónusta við flug
og bíl; sérstök ferðaráðgjöf
með ómetanlegu veganesti.
• Fullkomin einstaklingsþjón-
usta; upplýsingar og ráðgjöf
vegna einstaklingsferðalaga
þar sem ávallt er leitað bestu
og ódýrustu leiða.
• Nýjungar fyrir börnin; þar
sem hæst ber nýju barna-
klúbbana í Sæluhúsunum f
Hollandi.
S—IMB
j
^Írn' aM \
\h\á umboðsrnönnu^ kvnn\ngar-\
ttd. Osf^s eðaBetavideö
IfftóWnni notkun-____________
Jafn ferðakostnaður. Leiguflugs-
farþegar okkar utan af landi fá
ókeypis flugfar til og frá Reykjavík.
Hærri aðildarfélagsafsláttur
tryggir umtalsverða lækkun á
ferðakostnaði aðildarfélaga og
3
llertWi
Sfffl -
Ekkinógmeöþa^Vtób ( ^ minna
enn um betu rMmkkun tnlltt ára.
Dæmi umverðlækku—-—
------ ” T millNl
fjölskyldna þeirra. Kr. 1.600 fyrir
fullorðna og kr. 800 fyrir börn.
SL-kjörin festa verðið og vernda
þig gegn óvæntum hækkunum
vegna gengisbreytinga eða
hækkunar á eldsneytisverði.
j| SL-ferðaveltan og Ferðalánið
‘t. dreifir ferðakostnaði og
auðveldar greiðslur með
reglulegum sparnaði og sanngjörnu
láni frá Samvinnubanka eða
Alþýðubanka.
gur
GiBrdmo 4 HbuðJ vikur ^ ^ n ára
, 2-11 ára l Brottför
«4K,r \ Brottför 28 júní 1984
Brottför iúnit983 20.200
15. |ún( 1981 I 1 22 300 X 4
14 A \ x 4Jarfe§9SI " ' 80.800
59800 \ ip.000 bamaatsl. --------- ýoÍoO
naafsl ----------^oo 1 7|'.^ aöildarfél.atsl------
—-Æ _ ,65M
1 hopa 0g síðact T fÓ k okkar annatt t. • Þá mar9þættu
verðlísta og unn/ifr ekki s'st er íaf að í-eÍnstak4a oq
fáa sína |&r.w afs/áttar- 0a nákvæman
te“n9n“ '»*, í&Jk, e,ðsl“k»' «»
SslWWs i ,S"Sa'“r" rt«aMa,
íis ör, -
. rh 11.900
pr.farp. ,
Rrðlækkun 11%
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
-mhg