Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984
Helgin 11.-12. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15'
á
líka
heima her
Það er orðið langt síðan ég sá Tasso síðast. Grískur útlagi var hann, vann
fyrir sér sem þjónn á Hótel Borg, var sleipur í íslensku, sagði mér tíðindi f rá
Grikklandi einhverntíma þegarég var að byrja í blaðamennsku. Og svoer
hann kominn í heimsókn og ætlar að skrifa bókarkorn um ísland sem
byggir á reynslu hans þá og nú.
Liggur reyndar beinast við að líkja Tasso
við landa hans Ódysseif sem var lengi í út-
legð og þekkti marga menn og margar borg-
ir - nema hvað Penelópa beið ekki eftir
honum heima fyrir: Tasso á íslenska konu,
Helgu Hannesdóttur, er reyndar íslenskur
ríkisborgari og heitir þá Elías Elíasson.
Sem passar að því leyti til að faðir hans hét
Elías.
Löng útlegð
Tuttugu ár var ég í útlegð, segirTasso. Ég
fór að heiman 1954, var þá ungur stúdent.
Ekki vegna þess að ég væri sjálfur í hættu,
ég var ekki með í neinu, enda öll samtök
bönnuð. Það voru fimm ár síðan borgara-
styrjöldinni lauk, loft var lævi blandið,
mikill fjöldi vinstrimanna í fangabúðum á
afskekktum eyjum, enn var verið að taka af
h'fi foringja þeirra sem biðu ósigur, Belo-
jannis og fleiri. Ég fór fyrst til Vínarborgar,
svo til Heidelberg. Ég var að lesa germönsk
fræði og hvernig átti ég að fara að án ís-
lensku? Ég kom til íslands árið 1958, hafði
fengið styrk til að læra íslensku í háskóla.
Hér var ég svo í átta ár, kvæntist, vann á
Hótel Borg. Svo fórum við 1966 til Svíþjóð-
ar. Þar fór ég að læra þjóðfélagsfræði og
kenndi síðar við sænskan menntaskóla.
Heim komst ég ekki fyrr en 1974 þegar
herforingjastjórnin hafði fallið á eigin
heimsku og illverkum - en til Aþenu flutt-
um við svo 1979. Ég hefi verið að skrifa
bækur, unnið við gistihúsaráðgjöf og fleira
þessháttar. Konan mín vinnur við að taka á
móti íslenskum ferðamönnum sem koma til
Grikklands.
Kjarval myndskreytti
Það var hérna á íslandi að ég setti saman
fyrstu ljóðabók mína og hún heitir reyndar
„Ljóð frá Gautaborg og Reykjavík".
Barnaleg ljóð sjálfsagt, en á þessum aldri er
hugurinn opinn og kannski má í þessu kveri
finna eitt ljóð sem er einlægara en flest
annað sem ég hefi skrifað. Hannes Péturs-
son þýddi nokkur þessara ljóða fyrir mig og
gerði það stórkostlega vel. Þau komu í Vik-
unni minnir mig. Og Kjarval, sem sat oft á
Hótel Borg sagði: Nú ætla ég að gera það
sem ég hefi aldrei gert. Gera myndir sem þú
mátt nota í bókinni sem þú ert að gefa út.
Og hann stóð við loforðið. Bókin var prent-
uð í London.
Árið 1966 kom út eftir mig ljóðabók í
Aþenu - þá voru skárri tímar en verið höfðu
um langt skeið - en svo tóku herforingj arnir
völdin ári síðar. „Borgir heimsins“ kom svo
ekki út fyrr en 1978 - þar eru ljóð sem
tengjast mjög vangaveltum um þjóðfélags-
mál, um einstaklinginn í stórborgum og þar
fram eftir götum. Ári síðar kom enn ein
ljóðabók, Aliotika, „Öðruvísi“, sem er
meira í ætt við sálarfræði - og sú bók fleytti
mér inn í Rithöfundasambandið gríska.
Árið 1980 gaf ég út bók um Afganistan, sem
var byggð á ferðalagi þangað nokkrum
árum áður, en þá hafði ég tal af ýmsum
mönnum sem síðar voru á forsíðum dag-
blaða. Þetta er bók sem reynir að gefa hlut-
læga mynd af þessu sérstæða landi, sem
passar svo illa við margar þær skilgreiningar
sem við erum vanir að nota. Árið 1981 kom
svo út ljóðasafnið „Nokkurnveginn“. Þar
kennir ýmissa grasa: viðleitni til að koma í
orðum höndum yfir það sem er einfaldast
en felur í sér allan margbreytileika, það fræ
sem voldugt tré sprettur af. Þar er lt'ka bálk-
ur þar sem ég er að reyna að muna hvað ég
var að hugsa, þegar ég sat fimm ára úti í
glugga heima í Pireus og horfði á iðandi
mannlíf allt í kringum mig. Ég er með í
smiðju enn eina bók sem gæti heitið Sitt af
hverju tagi - og tengist ferðalögum.
Tasso Elíasson: fyrstu Ijóð mín voru kennd
við Gautaborg og Reykjavík (Ijósm. —eik).
Því það er ekki aðeins í Aþenu að ég kem
heim, ég er líka að koma heim þegar ég kem
til Stokkhólms eða Heidelbergs eða hingað
til Reykjavíkur. Hér þekki ég hvern stein,
þessa hurð, þennan glugga, allt var þetta
partur af mínum þroska.
Og til hvers maður er að þessu?
Ég held að það sé ekkert betra fyrir allt
sem húmanismi heitir en að vinna heiminn í
Ijóð, gh'ma við að gera hann lýriskan. Mér
finnst það eiginlega forréttindi að fá að
standa í slíku.
Erfitt og gaman
En hitt er svo annað mál að það er ekki
auðvelt að láta til sín heyra sem ljóðskáld á
Grikklandi. Skáldin eru mörg og lesendur
og gagnrýnendur harðir í horn að taka, eng-
inn getur búist við lófataki án fyrirvara, eins
þótt hann hafi getið sér gott orð. Nema ef
einhverjir hafa fengið viðurkenningu í út-
löndum - Eliades eða Ritsos til dæmis, þá
gefast menn upp. Mín dýrð kemur að utan
stendur þar. Þið kannist við þetta íslend-
ingar.
Fæstir sjá nokkurntíma peninga fyrir yrk-
ingar. Ríkið styður fáa höfunda. Við erum
núna að reyna að fá einhver ellilaun fyrir
Rithöfundasambandið, ef það gengur ekki
er eins víst að margir lendi á götunni þegar
starfsþrek brestur. Það er ekki vel til fundið
að reyna að vinna fyrir sér t.d. með blaða-
mennsku. Maður þarf þá að samsamast
vilja ritstjórans og það er ekki hollt fyrir
ljóðlistina. Grikkir geta verið allra manna
skemmtilegastir í sínum frítíma, en sam-
band yfirboðara og undirsáta á vinnustað er
svo allt annað mál.
• Það eru forréttindi að fá að
taka þátt í því þarfa verki að
breyta heiminum í Ijóð.
En þó þetta sé allt erfitt og hart barist, þá
umgangast skáld mikið, eru saman í alls-
konar hreyfingum, hittast á gangstéttar-
vertshúsum. Aþena er að vísu þrælmenguð
borg, en hún býður upp á skemmtilegt og
spennandi mannlíf, mikið af leikhúsum og
endalausa fjölbreytni í vertshúsum og allt
er þetta hollt fyrir skáldskaparandann.
Bók um Island
Og nú er ég að skrifa bókartetur um ís-
land, skrifa niður athugasemdir um áhrif
sem ég verð fyrir af íslandi og þjóðarsál-
inni. Því ég held í sannleika sagt að það sé
frekar hægt að tala um íslenska þjóðarsál en
t.d. gríska. Þjóðfélagið er samstæðara. Það
hefur sínar jákvæðu hliðar að vera mjög
smá þjóð. Þið þurfið ekki að gjalda sama
verð og aðrir fyrir það að komast af í samfé-
laginu, það er rýmra um hvern og einn,
vonandi pláss fyrir alla. Og eins og ég sagði
áðan: þegar við komum aftur á þann stað
þar sem við einu sinni vorum, þá erum við
að koma heim - hér er stór hluti af þróun
okkar og persónuleika okkar.
Svo var ég að þýða Lokaæflngu Svövu
Jakobsdóttur og menn voru að spá í það í
Aþenu að kvenhlutverkið í því Ieikriti gæfi
tækifæri til stórra hluta. Kannski reyni ég að
þýða fleiri leikrit. Ég umgekkst reyndar
mikið Jökul Jakobsson í eina tíð - við ætluð-
um einu sinni saman í heilmikið flakk um
Evrópu. Hann fór reyndar til Grikklands
og skrifaði bók um þá ferð.
Beðið eftir breytingu
Og þá er þar komið spjalli að Tasso er
spurður um ástandið á Grikklandi. En til
hægri verka skal það rifjað upp, að eftir að
herforingjastjórnin hrökk upp af kom
hægristjórn til valda 1974 og sat til 1981 að
Hellenska sósíalistahreyfingin, Pasok,
undir forystu Andreasar Papandreú, fékk
48% atkvæða og mikinn meirihluta á þingi.
Miklar vonir hafa verið tengdar við þessa
stjórn bæði að því er varðar umbætur heima
fyrir og svo fyrirheit um að leggja niður
bandarískar herstöðvar í landinu, en minna
hefur orðið úr efndum en margir ætluðu.
Stór hægriflokkur bíður átekta, en þriðji
stærsti flokkurinn er KKE, Kommúnista-
flokkurinn, sem fékk um 11% atkvæða, en
er miklu áhrifameiri í verkalýðshreyfing-
unni en sú tala gefur til kynna. Tasso hefur
orðið:
Allar götur frá því borgarastyrjöldinni
lauk 1949 hefur almenningur verið að bíða
eftir „breytingunni" - frá fasisma, frá
undirlægjuhætti og hagkerfi bananalýð-
veldis. Allir framsæknir menn höfðu slíkar
breytingar á dagskrá hjá sér hvað sem þeir
annars hétu. Valdatími herforingjaklík-
unnar 1967-1974 stuðlaði mjög að því, að
þótt pólitískir flokkar hefðu verið í nokk-
urri kreppu áður, þá vildi fólk fyrst og
fremst losna við einræðið, taka upp þing-
ræði aftur. Allt var betra en einræðið, líka
sú hægristjórn sem við tók undir forystu
Karamanlisar og breiddi virðuleikans blæju
yfir marga þá sem áttu heldur ófrýnilega
pólitíska fortíð. Fólkið hélt svo áfram sinni
löngu leið til breytingar, og næsti áfanginn
var kosningasigur Pasok.
• Ég var tuttugu ár í útlegð og er
reyndar íslenskur ríkisborgari.
Stjórn Papandreú
Pasok er ekki flokkur heldur einskonar
regnhlífarsamtök yfir vinstri- og miðju-
menn. Þar eru mjög sundurleitir kraftar
saman komnir, og þetta verður Andreasi
Papandreú, sem óneitanlega er mjög dug-
legur stjórnmálamaður, réttlæting á því, að
hann stjómar öllu einn. Annars gerðu mót-
hverfurnar innan hreyfingarinnar hana lítt
starfhæfa. Það hefur reyndar reynst erfitt
n
Andreas Papandreú: hvað verður úr „sveigjanlegum sósíalisma" undir fírnastórri pólitískri
regnhlíf?
tekjumegin. Og það eru tekin ný lán og þau
eiga eftir að gera allt enn erfiðara.
Kommúnistar hafa mikil áhrif í verka-
lýðshreyfingunni, en þeir eru ekki raun-
verulegur valkostur nú um stundir. Hægri-
menn eru að reyna að koma sér yfir á virðu-
legt og tæknikratískt frjálslyndisplan í lík-
ingu við það sem annarsstaðar hefur gerst í
Evrópu: við erum engir ofstopamenn, við
Kveðja frá Aþenu - pólitískt listaverk frá
dögum herforingjaklíkunnar: lengl biðu
menn eftir breytingunni miklu.
Aþena er menguð og ofvöxtur hefur hlaupið í hana, en hún er líka frísk og örvandi borg...
að smíða hreyfingunni haldbæra stefnu,
t.d. í efnahagsmálum, ýmsar tilraunir hafa
verið gerðar, sem hafa misfarist vegna
reynsluleysis og fleiri hluta. Við þær að-
stæður sem við búum við er hætt við að lítið
verði úr því sem Papandreú kallar sveigjan-
lega leið til sósíalisma - eins víst að það tal
hafi fyrst og fremst ruglandi áhrif á fólk. En
það er ýmisleg umbótaviðleitni í gangi í
menntamálum og félagsmálum og fleiru -
vandinn er hinsvegár sá, að ríkiskassann
vantar peninga til að byggja upp velferðar-
þjóðfélag og Grikkir eru enn síður tyrir það
gefnir en aðrir að greiða skatta sína. Þetta
kemur svo fram í því m.a. að fjárlög eru sett
upp með gífurlegum halla - í fjárlög upp á
1,2 miljarð drakma vantar 500 miljónir
• Þið íslendingar þurfið ekki að
borga sama verð og aðrirfyrir að
lifa af í samfélagi.
• Grikkir hafa lengi beðið eftir
breytingu og stjórn Papandreús
er áfangi á þeirri leið þótt margt
fari úrskeiðis.
erum þeir einu sem kunna að fara með pen-
inga og þar fram eftir götum. Þeir geta átt
ýmsa leiki í taflinu - og þá munu úrslit
ráðast m.a. af því, hvort gríska þjóðin hefur
gleymt fyrri tengslum hægrisinna við fasis-
mann eða ekki, hversu vel þeim gengur að
þvo af sér þá fortíð.
Tyrkinn og bomban
Og svo er það sessunauturinn í Nató,
Tyrkland.
Ég er persónulega á þeirri skoðun að allt
tal um árekstra við Tyrkland sé aðeins í hag
íhaldinu í báðum löndum. Ef við lítum á
Kýpur sem sérmál - þá er það nú svo, að í
hvert skipti sem hótanir fara á milli Grikk-
lands og Tyrklands, þá er í raun um það að
ræða að nota herstöðvar í þessum löndum
til einhvers annars, vegna átaka í öðrum
löndum, eða þá að það þarf að selja notuð
hergögn. Þá er slegið upp þeim háska sem
landið er í.
• Þegar hótanir fara á milli
Grikklands og Tyrklands er að
mínu viti um lœvíslegt samspil
íhaldsafla að ræða.
Papandreú er stundum að taka undir
þetta-að hættan komi úraustri, þ.e.a.s. frá
Tyrkjum, en ég veit ekki hvað hann meinar
með því. Grikkir hafa svo aldrei trúað því
að hættan komi úr ncrðri, þ.e.a.s. frá sósí-
alísku ríkjunum. Það er reyndar merkilegt,
að bæði stjórn Karamanlisar og stjórn Pap-
andreús hafa haft hin bestu samskipti við
þau ríki.
En þegar á heildina er litið: mér líst held-
ur vel á framtíðina. Með skipulagsgáfu,
endurnýjun framleiðslukerfisins, aukinni
menntun, sterkari félagsmálapólitík höfum
við mikla möguleika til framfara í iðnaði og
landbúnaði og á fleiri sviðum. En Grikk-
land þarf frið á Miðjarðarhafi og best væri
að samið yrði um Miðjarðarhaf og Balkan-
skaga án kjarnorkuvopna. Það stendur
helst upp á Grikki sjálfa að taka til hjá sér-
miðborg Aþenu mengar út frá sér og atóm-
vopnin eru náttúrlega eins og hver önnur
pest líka. En hvað sem því líður: enn er
Grikkland fagurt land og Aþena frískleg
borg og ksenos, aðkomumaðurinn í háveg-
um hafður, eins og ég vona að íslenskir
ferðamenn hafi orðið varið við.
-áb.
Viðtal við Tasso Elíasson Englezos, áður grískan útlaga á íslandi,
nú skáld í Aþenu — Árni Bergmann skráði
-k