Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 6
. SÍÐA - ÞJÓÐVJLJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984 HIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. ritstjórnargrein Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjömsdóttir. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. LjÓ8myndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Krístjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Burt með KGB OG CIA Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður hefur vakið verðskuldaða athygli á nauðsyn þess að setja reglur um framkvæmd laganna um stjórnmálasamband okkar við önnur ríki. Enda þótt íslendingum sé mikil nauðsyn á því að eiga góð samskipti við sem flest ríki, m.a. vegna mikilla utanríkisviðskipta, er ekki þar með sagt að umsvif erlendra sendiráða á íslandi eigi að vera án takmarkana og eftirlits. Samkvæmt Vínarsamningnum um stjórnmálasamband er móttökuríki skylt að veita sendiríkinu aðstöðu fyrir sendi- ráð, en því er einnig heimilt að setja sendiráðsstarfsemi margvísleg takmörk: Hægt er að gera sérstaka samninga um stærð sendiráða, heimilt er að setja reglur um fjölda starfs- manna, það má neita að taka við starfsmönnum í tilteknum starfsflokki, og reisa má skorður við útþenslu sendiráða sem felst í stofnun útibúa og fasteignakaupum. Pó að talsvert hafi verið fjargviðrast út af umsvifum stórveldanna á íslandi hafa þær heimildir sem er að finna í alþjóðasamningum til tak- mörkunar á þeim ekki verið nýttar, í þeim tólf sendiráðum sem hér eru starfrækt hefur ekki orðið fjölgun á síðustu fimm árum, nema í því bandaríska og sovéska. I sex sendiráðanna hefur orðið fækkun og þar af mest í því kínverska þar sem fækkað hefur úr 20 niður í 6. Sendiráð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hafa á sínum snærum um 40 starfsmenn hvort, og annað eins af fjölskyldu- liði starfsmanna. Þriðja stærsta sendiráðið er hið franska með tíu starfsmenn. Flest ríki stunda umfangsmikla upplýsingaöflun og áróður m.a. með tilstilli sendiráða sinna ognjósnastarfsemi er undir þeirra handarjaðri. Það er ætíð mikið álitamál hvar mörkin liggja milli eðlilegrar upplýsinga- og áróðursstarfsemi ann- arsvegar og njósna og íhlutunar um innanríkismálefni hins- vegar. En það segir sig þó sjálft að eftir því sem sendiráðs- starfsmönnum fjölgar aukast líkurnar á að beinum njósnur- um og pólitískum áróðursmönnum fjölgi í þeirra hópi. Það er sérstök ástæða fyrir mannfátt samfélag eins og hið ís- lenska að vera á varðbergi gagnvart slíkum ágangi. Það kann að virðast flókið mál að setja takmarkandi regl- ur á umsvif erlendra sendiráða. í raun ætti þó að vera einfalt að setja fram gagnkvæmnissjónarmið á þann veg að í engu tilviki verði nema tvisvar til þrisvar sinnum fleiri starfsmenn erlends ríkis á íslandi heldur en íslenskir sendimenn í því sama landi. Sé um það að ræða að ekki séu íslenskir sendi- menn í ríki sem hér hefur sendiráð, þá mætti hugsa sér að ?að fengi að hafa á íslandi jafnmarga sendimenn og ríki með samsvarandi íbúafjölda. Setning reglna af þessu tagi myndi gera það að verkum að ekkert sendiráð á íslandi yrði mikið fjölmennara en hið franska. Það yrði einnig að setja tak- mörk fyrir því að sendiráð geti farið í kringum reglurnar með ?ví að ráða íslendinga í sína þjónustu vegna þess að líkindin á því að njósnarar séu í hópi íslenskra!starfsmanna erlendra sendiráða hljóta að aukast eftir því sem þeim fjölgar. Reglur af því tagi sem hér hafa verið gerðar að umræðu- efni kunna að þykja harðar aðgöngu. En þær eru eina vörn ítils samfélags gegn ágangi risavelda. Og á tímum síma, telex og flugsamgangna má sinna verulegum hluta utanríkis- samskipta án fasts aðseturs. Ekki höfum við 80 manna lið í Vloskvu og Washington þó að samskipti íslands við Sovét- ríkin og Bandaríkin séu mikil. Stórveldin stunda margvís- ega upplýsingastarfsemi á íslandi, og sumt af því mun ekki Dola dagsins Ijós fremur en annarsstaðar í heiminum. Okkur ?er engin skylda til þess að greiða götur þessarar starfsemi umfram það sem íslendingar sjálfir telja eðlilegt. RETTVISIN „Þó kona segi nei er ekki þar- með sagt að hún sé ekki til í tusk- ið. Ef hún vill ekki fá það, þarf hún bara að halda saman fótun- um og myndi þá ekki fá það án valdbeitingar. Merki um ofbeldi myndu því sjást“. Þessa villidýrslegu staðhæfingu fann ég því miður ekki í þriðja flokks klámreyfara í pornóbúð- unum kringum King’s Cross heldur í ræðu hjá velmetnum dómara og þjóðfélagsstoð hér í Englandi. Hann sat yfir máli ein- hverrar vesalings stúlku sem hafði verið nauðgað og þó haft nógan sálarstyrk eftir til að fara með málið í dómskerfið. En amk. til skamms tíma var það í mörg- um löndum svona álíka og láta nauðga sér aftur. Ræðustúfur hins réttláta dóm- ara var birtur í nýlegri skýrslu sem fjallar um afdrif kvenna í réttarkerfinu hér í Bretlandi. En þar kemur skýlaust fram að for- dómar í garð kvenna eiga ber- sýnilega greiða leið inní dómara- stéttina og geta heldur betur gert fórnarlömbum nauðgara erfitt um vik að ná rétti sínum. Dæmdum nauðgara var þannig sleppt við fangelsi því dómaran- um fannst fórnarlambið bera nokkra sök á glæpnum þareð hún var að ferðast á puttanum að nóttu til. Hæstaréttardómari bætti um betur og taldi nokkuð ljóst, að svo ferðaglaðar konur „væru í rauninni að biðja um það“. í öðru máli særðist stúlka svo illa við nauðgun, að rannsóknar- læknir taldi hana hafa þolað „gífurlegar kvalir“ sem hann hefði áður einungis séð hjá kon- um rétt eftir barnsfæðingar. Kvalir stúlkunnar urðu dómaran- um hins vegar tilefni til að segja að „mögulega hefði stúlkan særst minna ef hún hefði látið undan við valdbeitingarögrunina, frem- ur en við valdbeitinguna sjálfa". Með öðrum orðum: sárin voru stúlkunni sjálfri að kenna, djöful- an var hún að berjast á móti! I máli kvenna Framhald þessarar sögu var svo í stíl við upphafið, nauðgar- inn nefnilega slapp við fangelsi því ella myndi „frami þessa ein- staklega góða hermanns vera eyðilagður". Fordómar gagnvart konum birtast líka berlega á öðrum svið- Össur Skarp' héðinsson skrifar um. Dómarastéttin er t.d. eigi hress ef konur fremja „ókven- lega“ glæpi, einsog t.d. árásir á karla. Þá eiga þær yfir höfði sér þyngri dóma en karlpeningurinn fyrir svipaðar misgjörðir. Tvö dæmi: í átta ár hafði kona búið við barsmíðar af hálfu eiginmanns síns sem að auki var dópæta, drykkfelldur og glæpamaður. Þau bjuggu með sjö börnum í þriggja herbergja íbúð atvinnu- laus og fátæk. ÍConan gafst loks upp á ofbeldinu og stakk spúsa sinn til bana. Hún fékk sex ára fangelsisdóm. Hitt dæmið.er af karli nokkrum sem átti þunglynda konu sem nauðaði í honum að taka sér frí úr vinnu til að líta eftir henni og selja hús þeirra hjóna. Honum leiddist þetta nöldur og drap hana. Hann slapp þó við fangels- isvist og fékk einungis skilorðs- bundinn dóm. Af 75 hæstaréttardómurum í Bretlandi eru 3 konur, af 372 svæðisdómurum eru 10 konur, engin kona hefur enn setið í áfrýj- unarréttinum svokallaða né held- ur í dómsnefnd lávarðardeildar- innar. Kann þetta að valda því að konur standa ver að vígi en kyn - bræður dómaranna? Ofannefnd dæmi benda svo sannarlega til þess og mörg önnur líka. Þannig er t.d. helmingi fleiri konur en karlar sendar í fangelsi án þess að hafa nokkru sinni unn- ið til fangelsisvistar áður. f stuttu máli, skýrslan kemst að þeirri niðurstöðu að karlar í dóm- arastól dæma kynbræður sína vægar en konur. Sé þetta rétt er næsta víst, að þar sem karlmenn einoka dóm- arastöður, þar munu konur að jafnaði lenda illilegar útúr rétt- vísinni en karlar. í ljósi þessa, þá er skipan kvenna í stöður innan dómskerf- isins ekki lengur einföld spurning um jafnstöðu kynjanna í atvinnu- málum, heldur er nú spurt: er fólk jafnt fyrir lögunum? í landi þarsem sárafáar konur gegna mikilvægum dómarastöð- um er svarið bláttáfram nei. Úrbætur? Fyrir nokkrum árum voru einhverjar konur með þá hugmynd á lofti að eina ráðið til að brjóta upp kynjamisréttið í at- vinnumálum væri að láta kven- fólk hafa tímabundinn forgang í stöður. Þetta þótti ekki beinlínis gáfuleg lausn. En hvernig má öðru vísi jafna þetta lagalega misgengi?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.