Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984 fréttaskýrína Eftir svipaðri mynd er nú beðið frá útför Andropofs - en hér sjást þeir Tíkhonof (nú forsætisráðherra) og Andropof (sem var að taka við æðstu völdum) fremstir likmanna við útíor Brésjnéfs. Fyrir aflan Tíkhonof er Ústinof vamarmálaráðherra og fyrir aftan Andropof er Tsjemenko, einn skjólstæðinga Brésjnéfs sem ósigur beið. Júrí Andropof Andropof 1980 og 1983 - alvarfegur sjúkdómur á skömmum valdafcrli. Júrí Andropof, sem um fimmtán mánaða skeið hefur verið æðstur valdamaður Sovétríkjanna, bæði aðalritari Kommúnistáflokksins og forseti ríkisins, er látinn. Fljótlega eftir að hann tók við af Brésjnéf, sem lést í nóvember 1982, þóttust menn sjá að hann væri maður sjúkur og hann hefur ekki komið fram op- inberlega síðan í ágúst leið. Karelía og Ungverjaland Andropof var sonur jámbraut- arstarfsmanns, fæddur í kós- akkaþorpi í Stavropolhéraði árið 1914. Hann vann ungur á fljóta- skipum á Volgu og sem símritari og ekki hefur tekist að finna aðrar heimildir um menntun hans en þær, að hann hafi lokið við sérskóla fyrir starfsmenn fljótaskipaflotans. Leið Andropofe til mannaforráða lá í gegnum ungkommúnistasamtökin Komsomol og síðar Kommúnista- flokkinn. Hann var ritari Komsomol í Karelíu á dögum vetrarstríðsins við Finna og komst þá í kynni við Otto Kuusinen sem settur var yfir stjóm Karelsk-finnska sovétlýðveldisins. Eftir stríð var hann kominn til met- orða í flokknum þar í Karelíu, en um það leyti sem Stalín lést var hann settur til starfa í utanríkisráðu- neytinu. 1954 varð hann sendiherra Sovétríkjanna í Ungverjalandi. Sú staða átti eftir að verða afdrif- arík. Meðan á stóð uppreisninni í Ungverjafandi 1956 stóð Andropof sem sovéskur sendiherra í samning- aþófi við ungverska stjómmálaleið- toga og herforingja, og þeir sem síð- ar flúðu land bera honum hina verstu sögu: hafi hann svikið við- mælendur sína og rofið grið á þeim. En hitt er ljóst, að sovéskir ráða- menn vom ánægðir með aðild And- ropofs að því að Ungverjaland var „friðað“ og aftur komið á sinn bás í Varsjárbandalaginu. Árið 1957 var Andropof kallaður heim og gerður yfirmaður þeirrar undirdeildar al- þjóðadeildar Kommúnistaflokksins sem fór með málefni Austur- Evrópu. 1962 var hann orðinn einn af ritumm miðstjómar flokksins og 1967 gerði Brésjnéf, sem hafði tekið við þegar Krúsjof var flæmdur frá völdum 1964, Andropof að yfir- manni KGB, sovésku leyniþjónust- unnar. Til valda Þetta var á þeim tíma þegar andófs- hreyfing , var enn á uppleið í landinu og það var undir yfirstjóm Andropofc að hún var bæld niður. Aðferðimar vom ýmislegar: sumum andófcmönnum var þrýst úr landi, aðrir fengu fangelsisdóma en illræmdust varð sú aðferð að loka óþægilega menn inni á geðveikra- hælum. AlJt þetta, sem og harkan sem KGB beittá við að kveða niður mótmælahreyfingar meðal smárra þjóða og þjóðarbrota (t.d. Krímtat- ara) varð til að gera Andropof að einskonar samnefnara fyrir það, sem mönnum þótti verst í Sovétríkj- unum. Það er því um margt furðu- legt, að einmitt æðsti maður leyni - ■ lögreglunnai skuli hafaorðið aðalnt- ari Kommúmstaflokksins: slíkt hafði aldrei gerst áður - þrír af fynrrenn- urum Andropofs á þeim pósti, Jago- da, Ézjof og Bería, höfðu aukin- heldur verið teknir af h'fi þá þeir höfðu gegnt sínu hlutverki. Það er líka merkilegt, hve fljótt sá orðstír barst um Andropof eftir að hann var til valda kominn, að hann væri um- burðarlyndur og umbótasinnaður. Vegur hans til æðstu valda í Kommúnistaflokknum lá ekki síst yfir þá staðreynd, að KGB hefur undir höndum mikla vitneskju, einnig um háttsettustu menn, og hana er hægt að nota til margs. Til dæmis þykir það víst, að upphefð yfirmann t KGB í tveim Kákasus - \ýðveIdum,Grúsíu og Azerbædsjan, hafi verið stýrt af Andropof og um leið verið einskonar undanfari þess sem síðar gerðist í Moskvu, þegar hann var að undirbúa eigin upphefð. AJiev í Azerbædsjen og Sjervanadze í Grúsíu notuðu vitneskju sína til að gera harða hríð að yfirmönnum Kommúnistaflokksins í lýðveldun- um og settust í þeirra stað undir gunnfána baráttu gegn spillingu - sem enginn efaðist reyndar um að væri fyllilega tímabær. Eitthvað svipað gerðist í Moskvu síðustu ævimánuði Brésjnéfs, þegarættingj- ar hans og skjólstæöingar lentu hver af öðrum í vondum hneykslismálum sem tengdust mútuþægni, gjald- eyrisbraski og fleiru þesslegu. Aform Orðstír af umbótavilja Androp- ofs, sem um heiminn dreifðist, mun svo einkum hafa tengst því sem frá honum heyrðist um efnahagsmál eftir að hann tók við af Brésjnéf í nóvember 1982. Margt var á þeim tíma tafað og skrifað um spillingu og baráttu gegn henni og eftirlitssveitir fóru um borgir til að gá að því hvort menn væru á sínum vinnustað. En það var eitthvað fleira á seyði en eftirlit og hertar refcingar fyrir fjár- Árni Bergmann skrifar: drátt og mútur. Nú um áramótin átti hluti fýrirtækja og héraða að byija áj tilraun í efhahagsstjóm, sem miðaði að því að auka sjálfeucði fýrirtækja gagnvart miðstjómaráætlunum, sjálfctæði forstjóra í launamálum að vissu marki og fleira. Nú er að sjálf- sögðu fátt vitað um það, hvort hald- ið verður áfram á þessari braut eða hvort þessar breytingar em þess eð- lis að þær gætu unnið verulega bót á þeim meinsemdum sovésks efna- hagsfifc sem Andropof talaði miklu meira um en Brésjnéf. Afdrif slíkra breytinga em endanlega háðar því, hvemig þær samrýmast þeirri stjóm- skipan, að Kommúnistaflokkurinn er allt í öllu í landinu, kjami allra fyrirtækja og stofnana eins og segir í stjómarskrá Brésjnéfc. Sem og því, hvemig menn ætla að samræma Áætíanagerð, sem hefur verið altæk (verð á hráefnum og miðstýringu) og einhverskonar rauntæku sjálf- stæði fyrirtækja og frumkva^ði. Valdatími Andropofc var líka of skammur til þess að auðvelt sé að gera upp hlut hans að alþjóðamál- um. Stríðið í Afganistan var af stað komið áður, en hlaut hann ekki að bera mikla ábyrgð á því, sem yfir- maður leyniþjónustunnar, sá sem átti að safría gögnum um ástandið og meta það? Mótaðilinn í heims- taflinu, Ronald Reagan,keppti á sama tíma að því að geta talað við Sovétmenn úr yfirburðastöðu: ekki að furða þótt þessir mánuðir hafi verið mánuðir kalds stríðs. Hvað verður? Það er komin á það reynsla í So- vétríkjunum, að genginn aðalritari gleymist fljótt: Brésjnéf var horfinn úr opinberu lífi svotil um leið og hann var kominn í gröfina, og kann- ski gerist eitthvað svipað með And- rop>of. Nú verður spurt um eitt: hver tekur við? Og fyrsta prófið verða myndir frá útför Ándropofs: í hvaða röð standa menn við líkbörumar, hverjir eru fremstir þegar kistan er borin? Varla verða það helstu skjól- stæðingar Brésjnéfc, sem margir hafa misst embætti sín á undanföm- um mánuðum. Varla heldur jafn hreinræktaður skjólstæðingur Ánd- ropofs og t.d. Aliev, sem nú er orð- inn aðstoðarforsætisráðherra. Kremlarfræðingar hafa að undan- fömu ekki síst spáð í Romanof, sem hefur verið flokkshöfðingi í Lening- rad, en um hann er ekki margt vitað, nema hvað hann er yngstur þeirra sem nú eiga sæti í Politbjúró,í mið- stjóm miðstjómarinnar. Og ef það rætist verða margar skrýtlur til: keisarar Rússlands bám hið sama ættamafn og flokksleiðtogjnn hugs- anlegi. áb. ritstjórnargrcin Grautarstjórnin Formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, hefur getið sér gott orð fyrir tungumýkt og breitt bros. Þó hefur komið fyrir að formanninum hafi orðið fótaskortur á tungunni eins og sagt er og breiða brosið sveigst í skeifu eins og hjá bami sem fær ekki „nammið“ sem það biður um. Steingrímur Hermannsson hefur samt ævinlega fengið „nammið" sitt svo sem menn vita. Þannig fékk hann Blazerbílinn nær gefins hjá þjóðinni sinni um þær mundir sem hann útlistaði fyrir henni nauðsyn þess að herða sultarólamar. Nú sfðast upplýsir Steingrímur að hann þekki ekkert betra nammi en graut - og alþýða manna skuli gera sig ánægða með grauta í alla mata. Graut á morgnana, graut í hádeg- inu, og graut útá á kvöldin. Það er athyglisvert að formenn stjómarflokkanna beggja, Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Þor- steinn Pálsson hafa báðir sett á loft stjómmálakenningu um grauta til að lýsa ástandinu í því þjóðfélagi sem þeir stýra. Þorsteinn Pálsson skrifaði áramótagrein í Morgunblaðinu um kekkina í hafragrautnum og nú setur Steingrímur fram kenninguna að all- ir skuli gera sig ánægða með grauta í alla mata. Það er von að þessum mönnum verði grautur hugstæður þegar þeir h'ta yfir afreksverk sín og flokka sinna í íslensku þjóðfélagi síðustu mánuði. Hvarvetna blasir við grautarhátturinn í orðum þeirra og athöfnum. Svo tekin séu aðeins tvö h'til dæmi um grautarkenninguna síðustu daga er röksemdarfærsla utanríkisráð- herra íslands í umræðu um flug- stöðvarmálið á þingi í vikunni prýði- legt sýnishom. Geir Hallgrímsson hélt því frarn að flugstöðin nýja myndi fjölga ferðamönnum á íslandi og með þeim hætti flýta fyrir því að þjóðin yfirstigi efríahagsvandann. Þessi grautarkenning utanríkis- ráðherrans gengur því út á það, að þegar flugstjórar á leið sinni vestur um haf líta niður úr skýjunum og sjá glampandi og ghtrandi flugstöð niðrá jörð, muni þeir taka dýfur á þotum sínum og lenda með farþega til að fá sér kaffisopa. Svo einfalt er það. Og svo haldið sé áfram með grautarröksemdir ríkisstjómarinn- ar, þá borgar sig að fjölga fi'num flugstöðum, því þá koma fleiri ferðamenn og þeim mun fyrr tekst að yfirstíga kreppuna! Þetta er dæmi um grautinn í Sjálfetæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn setur dag- lega kekki í grautinn, ef ekki með yfirlýsingum Steingríms, þá sér Tím- inn um efríisöflun. Þannig þurrkar Tíminn út .í leiðara í gær þá stefnu Framsóknarflokksins um áratuga- skeið að ríkisfyrirtæki eigi að standa utan hagsmunasamtaka atvinnurek- enda, með tilvfcun til þess að verk- lýðssamtökin notfæri sér þá stöðu! Áður var Framsóknarflokkurinn á móti aðild ríkisfyrirtækja að VSÍ vegna þess að þar með væri annar aðili vinnumarkaðarins styrktur á kostnað hins, en í dag er sami flokk- ur með aðild ríkisfyrirtækja að VSÍ til að draga úr mætti verklýðssam - takanna. Stefnubreyting hjá Framsóknar- flokknum er því ekki einungis flikk flakk aftur á bak; hún er ábætir á grautinn. Leiðarahöfundur Tímans, sem eins og kunnugt er tekur öðrum forystumönnum Framsóknarflokks- ins langt fram, bæði hvað siðferði og pólitOc snertir, hefur samt ekki enn- þá rifjað upp umrnæh Þórarins Þór- arinssonar á alþingj 1960. Slík upp- rifjun væri áreiðanlega flokks- systkinum hans hollari en spónamir úr grautaraski Steingríms Her- mannssonar. Menn mega þó ekki fyllast slíkri svartsýni vegna grautar- stjómarinnar, að þeir sjái ekki gUtta í þjóðlega kímni í öllum ósköpu- num. Lesandi Þjóðviljans sendi blaðinu skrif, þar sem segir frá því að forfaðir HaUdórs Ásgrímssonar varaformanns Framsóknarflokksins hefði á átjándu öld sett saman þessa vfcu: Margir klaga óárs öld eg erfarinn að gjalda. Grautur í dag og grautur í kvöld og grautur um aldir alda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.