Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984 um helgina Ólafur við eina mynd sína á Mokka. Myndlist á Mokka: Ólafur Sveinsson sýnir Ólafur Sveinsson, 19 ára gam- all Reykvíkingur hefur opnað sína fyrstu myndlistarsýningu á Mokka kaffl við Skólavörðustíg. Á sýningunni eru 30 myndir unnar með vatnslit, blýanti, rauðkrít og tússi. Einnig er nokk- uð af tréristum og dúkristum. Ólafur nam myndlist hjá Jóni E. Guðmundssyni, kennara við Austurbæjarskólann og myndir hans voru fyrst sýndar á afmælis- sýningu skólans 1980. Hann hef- ur þrívegis sent myndir inn á sýn- ingar FIM og Grafíkfélagsins en ætíð verið hafnað, nú síðast í haust er leið. Myrkir músík- dagar Tónskáldafélag íslands gengst nú um helgina fyrir Myrkum músíkdögum eins og reyndar mörg undanfarin ár. Þrennir tón- leikar verða haldnir um helgina, allir á Kjarvalsstöðum: Á laugar- dag kl. 17, á sunnudag kl. 17 og á mánudag kl. 21. Sjá nánar í tón- listardálkinum hér á síðunni. Tískugínurnar klæddar í íslenskan búning hjá Heimilisiðnaðinum. Ljósm. Atli. Islenski búning- urinn Heimilisiðnaðarfélag fslands hefur opnað sýningu í húsnæði verslunar sinnar, Hafnarstræti 3 á íslenskum þjóðbúningum. Að sýningunni stendur einnig Sam- starfsnefnd um íslenska þjóðbún- inga sem starfað hefur að við- haldi búninganna síðan 1970 og kom m.a. upp leiðbeiningastöð um íslenska þjóðbúninga 1981. Flestir sýningargripir eru fengnir að láni hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, sem er einn af fjór- um aðilum að Samstarfsnefnd- inni. Búningasýning er haldin í til- efni af því að verslunin er að koma á fót nýrri deild þar sem selt verður efni og annað sem heyrir íslenskum þjóðbúningum kvenna til. Búningasilfur verður þó ekki til sölu. Á hverjum vetri eru haldin námskeið í búninga- saumi í Heimilisiðnaðarskólan- um og eru þau alltaf fullsetin. Má að sögn forsvarsmanna sýningar- innar búast við því að áhugi á ís- lenska búningnum aukist enn m.a. vegna tvö hundruð ára af- mælis Reykjavíkurborgar árið 1986. Sýningin mun standa í hálfan mánuð og verða öðru hverju sýnd vinnubrögð sem tengjast bún- ingagerð, knipl, baldýring o.fl. ýmislegt_____________________________ fslenskir þjóðbúningar: Um heigina veröur opnuö sýning á ís- lenskum þjóðbúningum í verslun Heimil- isiðnaöarfólags Islands, Hafnarstræti 3, Reykjavík. Sýningin stendur í hálfan mánuð. Hún eropin laugardag kl. 15-18 og sunnudag kl. 14-18 en virka daga á venjulegum verslunartíma. Gömlu dansarnir: Islandsmeistarakeppni áhugamanna í gömlu dönsunum 1984 verður haldin á Hótel Sögu á sunnudag. I flokki barna og unglinga hefst keppni kl. 14 og í keppni fullorðinna kl. 20. Fjórir fullorðnir dæma hvern dans að honum loknum. Keppt verður m.a. í polka, vals, skottís, vínar- kruss og mazúrka. Ml'R-salurlnn: „Á veiðum í Siberíu1' nefnist 30 ára gömul náttúrulífsmynd sem sýnd verður á sunnudag kl. 15 í MlR-salnum. Myndin er með enskum skýringartexta. Að- gangur er ókeypis. Stjörnuhátíð Seltirninga: Sóknarnefnd Seltjarnarness gengst fyrir skemmtidagskrá í Félagsheimilinu Sel- tjarnarnesi á laugardag kl. 15. Söng og tónlist ber hæst á dagskránni og má nefna Gunnar Kvaran og Glsla Magnús- son sem leika saman á celló og píanó, Magnús Jónsson, óperusöngvari og Sigrún Gestsdóttir söngkona syngja við undirleik önnu S. Norman, Skólakór Seltjarnarness undir stjórn Hlínar Torfa- dóttur o.fl. o.fl. Kristinn Hallsson óperu- söngvari er kynnir og í hléi verður efnt til skyndihappdrættis. Félagsráðgjafamenntun: Félag nema í félagsráðgjöf við Háskóla (slands gengst fyrir námstefnu um fé- lagsráðgjafamenntun við. Háskóla Is- lands laugardaginn 11. febrúar í stofu 101 í Lögbergi kl. 13.30-17.30. Náms- stefnan er opin og allir velkomnir. Fræðslufundur um Kfna: Landfræðifélagið gengst fyrir fræðslu- fundi um Kína í stofu 102 f Lögbergi mánudaginn 13. febrúar og hefst hann kl. 20.30. Ragnar Baldursson flytur fyrir- lestur, en hann hefur stundað nám í Kína og Japan. Luðrablastur: Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur sína ár- legu tónleika í iþróttahúsinu Hafnarfirði laugardaginn 11. febrúar og hefjast þeir kl. 16. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Hans Ploder Fransson, en formaður er Lárus S. Guðjónsson. Er fátækt á Islandi? Samhygð gengst fyrir ráðstefnu undir þessari yfirskrift á Hótel Hofi við Rauðar- árstíg, laugardaginn 11. febrúar kl. 13. Þar munu alþingismenn, fulltrúar verka- lýðsfélaga ásamt láglaunafólki ræða einn mesta smánarblett íslensks þjóðfé- lags í dag, fátæktina og leiðir til tafar- lausra úrbóta. Barnagæsla á staðnum. Arfur Hegels: Kristján Árnason flytur fyrirlestur á veg- um Félags áhugamanna um heimspeki í Lögbergi, stofu 101 kl. 15 á sunnudag 12. febrúar. (fyrirlestrinum verður fjallað um gagnrýni ýmissa hugsuða 19. aldar, svo sem Schopenhauers, Feuerbachs, Marx og Kierkegaards á heimspeki Heg- els og einnig hugleidd staða hennar á okkar tímum. Þjóðleikhúsið: Sveyk í seinni heimsstyrjöldinni eftir Bertholt Brecht, önnur sýning sunnudag kl. 20. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Lína langsokkur á laugardag og sunnudag kl. 15. Síðustu sýningar. Tyrkja-Gudda á laugardag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Skvaldur, miðnætursýn- ing laugardag kl. 23.30. Stúdentaleikhúsið: Jakob og meistarinn eftir Milan Kund- era. Leikstjóri Sigurður Pálsson, kl. 17 á laugardag. Fáar sýningar eftir. tónlist Islenska óperan: Örkln hans Nóa eftir Benjamin Britten kl. 15 í dag laugardag. La Traviata eftir Verdi sýnd kl. 20 á sunnudag. Templarahöllin: Harmonikkuunnenndur halda skemmt- un ÍTemplarahöllinni ásunnudag milli kl. 15 og 18. Kaffiveitingar og allir vel- komnir. Nemendamót Verslunarskólans: Hin árlega sýning Nemendamóts Versl- unarskóla Islands verður haldin fyrir al- menning laugardaginn 11. febrúar kl. 14. Meðal atriða eru danssýning, annáll og atriði úr hryllingsóperunni Rocky Horror Show sem Verslunarskólakórinn flytur. Myrklr músíkdagar: Þrennir tónleikar um helgina á Kjarvals- stööum. Laugardag 11. febrúar kl. 17 verða flutt verk eftir Áskel Másson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Auk þess verður frumflutt verk eftir Jónas Tómasson, Vetrartré, Hlíf Sigur- jónsdóttir leikur. Sunnudag 12. febrúar kl. 17 halda Óskar Ingólfsson, Nora Kornblueh og Snorri Sigfús Birgisson tónleika og flytja verk eftir Guðmund Hafsteinsson, Karl Birger Blomdahn og Atla Heimi Sveinsson. Auk þess verða frumflutt nýtt tríó eftir Hjálmar H. Ragn- arsson og Dans fyrir selló eftir Snorra S. Birgisson. Mánudaginn 13. kl. 21 held- ur Hamrahlíðarkórinn tónleika undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn syngur verk eftir Hallgrím Helgason, Skúla Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Pál (sólfsson og Jón Leifs. Auk þess frum- flytur kórinn Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson og Scissors eftir Misti Þorkelsdóttur. myndlist Llstasafn ASI: Pétur Már sýnir 56 akrylmyndir og nefnir sýninguna „Kveikjur". Þetta er fyrsta einkasýning Péturs Más. Hún er opin kl. 14-22 um helgina en kl. 16-21 á virkum dögum. Gallerí Grjót: Jónfna Guðnadóttir sýnir Relief og skúlptúr unniö í steinleir og postulín. Sýningin er opin kl. 14-18 um helgar og kl. 12-18 á virkum dögum. Mokka: Ólafur Sveinsson heldur sína fyrstu einkasýningu á Mokka um þessar mundir. leiklist Leikfélag Reykjavfkur: Guð gaf mér eyra á laugardag kl. 20.30, Hart f bak, sýning á sunnudag kl. 20.30. Þrír nýir leikarar hafa tekið við hlutverk- um í sýningunni. Sigurður Karlsson tekur við hlutverki skransalans Finn- bjarnar, Steindór Hjörleifsson við Stíg skósmið vegna veikindaforfalla Þor- steins Gunnarssonar, en Steindór lék þetta hlutverk í frumuppfærslu verksins 1962. Þá hefur Aðalsteinn Berqdal tekið við hlutverki Péturs kennara. I stærstu hlutverkum eru Soffía Jakobsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Kristján Franklín Magn- ús og Edda Heiðrún Backman. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Tröllaleikir sunnudag kl. 15. Forsetaheimsóknin í næst síðasta sinn kl. 23.30 í Austurbæj- arbíói. Miðar á sýninguna 4. febrúar s.l. gilda á þessa sýningu. Miöasala í bióinu, sími 11384. Leikfélag Akureyrar: My Fair Lady laugardagskvöld kl. 20.30 ogsunnudagkl. 15. Aðcinsþrjársýning- arhelgar eftir. Gallerí Langbrók: Sigrún Guðjónsdóttfr, Rúna, sýndir steinleirsmuni og teikningar á sölusýn- ingu í galleríinu. Þessi kynning á verkum Rúnu verður opnuð á mánudag og er opin kl. 14-18 um helgar og kl. 12-18 virka daga. Ásmundarsalur: Ingvar Þorvaldsson sýnir 30 vatnslita- myndirog opnar hann sýninguna á laug- ardag. Hún verður opin kl. 14-22 um helgar en aðra daga kl. 16-22. Sýningin stendur til 19. febr. n.k. Listmunahúsið: Þorvaldur Skúlason sýnir rúmlega 40 myndir frá ýmsum timum, unnar með blandaðri tækni. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningin er opin um helgar kl. 14- 18, virka daga nema mánudaga frá 10- 18. Hún stendur til 26. febrúar. Ármúli 5: Stefán Gunnlaugsson opnar i dag, laugardag, sýningu í vinnustofu sinni Ár- múla 5. Á sýningunni eru 25 þrívíð olíu- málverk eftir Stefán og 5 pastelmyndir eftir Petru Stefánsdóttur, sem er gest- ur sýningarinnar. Þetta er þriðja einka- sýning Stefáns. Þorvaldur í Listmunahúsi í dag, laugardaginn 11. febrú- ar kl. 14 verður opnuð í Listmunahúsinu Lækjargötu 2, sýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar. Á sýningunni eru rúmlega 40 myndir frá ýmsum tímum. Þetta er sölusýnmg og eru myndirnar unnar meö blandaðri tækni, þekjulitum, tússi og krít. Sýningin stendur til 26. febrúar og er opin um helgar frá kl. 14 - 18, lokuð á mánudögum en opin aðra virka daga kl. 10-18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.